Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 C 9 ÍÞRÓTTIR RALL „Hraðinn alltof mikill“ Fyrsta rall.ársins verðurá Suðurnesjum á laugardaginn Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Meistararnir gera klárt RÚNAR Jónsson, íslandsmeistari ökumanna í rallakstri er til í slaginn. Hér er hann á fleygiferð í einni keppninni í fyrra. FRJALSAR Vormót ÍRídag Vormót ÍR verður haldið á Laug- ardalsvelli í dag, fimmtudaginn 18. maí, og hefst kl. 18:30. Keppt verð- ur í eftirtöldum greinum: Karlar: 100 m, 800 m og 3.000 m hlaup- um, kringlukasti og spjótkasti. Kon- ur: 100 m, 400 m, 1.500 m hlaup- um, hástökki, langstökki og kúlu- varpi. Landsbanka- hlaupið Hið árlega Landsbankahlaup fer fram í 10. sinn laugardaginn 20. maí 1995. Hlaupið er samstarfs- verkefni Landsbanka íslands og Fijálsíþróttasambands íslands og er haldið á 34 stöðum á landinu. Krakkar á aldrinum 10 - 13 ára geta tekið þátt og stendur skráning yfir í útibúum Landsbanka íslands um land allt. Hlaupið hefst kl. 11.00 á flestum stöðum á landinu. Pjöl- skyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardai verður opinn öllum gest- um og þátttakendum á höfuðborg- arsvæðinu. GOLF Kynningardagur hjáGKG Laugardaginn, 20. maí, verður kynningardagur hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, GKG. Félagar í klúbbnum munu þá taka á móti íbúum í Kópavogi og Garðabæ, sem áhuga hafa á golf- íþróttinni. Kylfur og golfboltar verða lánaðir þeim sem óska og leiðsögn veitt. Þá verða veitingar á boðstólum í golfskálanum á velli félagsins, sem er níu brautir. Níu brautir bætast við völlinn næsta sumar, þannig að fullkominn 18 brauta völlur verður á kominn á svæðið. í sumar verður tekinn í notkun nýr par 3 sex brauta völlur. FYRSTA rall ársins fer fram á Suðurnesjum á laugardaginn og er það liður í íslandsmótinu í rallakstri. Meðal keppenda verða feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Mazda 323, en þeir eru handhafar meistaratitilsins. Rallið hefst við Fjörukrána í Hafnarfirði kl. 8.30, liggur um sérleiðir á Suð- urnesjum og lýkur við Fjöru- krána kl. 16.00. Meiðsli eftir veltu há Rúnari Jónssyni ennþá, en hann vill ekki láta deigan síga. Hann lét þó ■■■■■■I kyrrt liggja að taka Gunnlaugur þátt í meistara- Rögnvaldsson keppni í Mið-Aust- skrifar urlöndum, sem hon- um var boðið í á vegum Opel. Rúnar hefur keppt í rallakstri í ellefu ár, sex sem öku- maður og finnst því tími til kominn að reyna fyrir sér erlendis af fullri alvöru. „Mér var boðið að aka Opel Astra í átta mótum, en varð að hafna því. Bæði er ég ekki orðinn góður af hálsmeiðslum sem ég hlaut í keppni fyrir tveimur árum og svo eignaðist konan mín barn í febrúar. Því hentaði tímasetningin mér ekki,“ sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið. „Þetta var freistandi boð og margir sterkir ökumenn keppa í mið-austurlensku meistara- keppninni, meðal annars tveir prins- ar sem hafa allt til alls og eru frá Saudi Arabíu og Kúveit. En hver keppni hefði þýtt undirbúningsakst- ur og keppni upp á 8-10 daga. Heilsa mín leyfir það ekki og það þýðir ekkert að svekkja sig á því.“ „Ég reyni að komast eitthvað erlendis í haust og held mér í æf- ingu með því að keppa hér heima. Því miður hafa engir nýir toppbílar komið til keppni hérlendis í mörg ár. Það er einfaldlega of kostnaðar- samt að kaupa þá. Alvöru keppnis- bíll, sem getur slegist upp toppsæti kostar ekki undir tveimur milljónum króna og nýr slíkur hátt í fimm milljónir, sem þá yrði gjaldgengur erlendis. Þá er rekstrarkostnaður nærri tveimur milljónum yfir keppn- istímabil. Sem dæmi má taka að við þurftum að skipta um afturdrif og öxla í tvígang í fyrra og það kostaði 200 þúsund. í nýjum bíl myndi sömu hlutir kosta 5-600 þús- und. Forþjappa í okkar bíl kostar 130 þúsund, kúpling 50 þúsund og keppnisfjöðrun 150 þúsund. Ef eitt- hvað klikkar í bílunum, þá þarftu stórt veski, eða góðan stuðningsað- ila. Þessvegna er lítil endurnýjun hérlendis. Hinsvegar er flokkur fyr- ir ódýra bíla, sem býður nýliðum upp á skemmtilega og jafna keppni, svokallaður Norðdekk flokkur. Þar aka allir á samskonar dekkjum og mega lítið breyta bílunum. Það er góður kostur fyrir þá sem vilja keppa í rallakstri og eyða sem minnstum fjármunum," sagði hann. „Þá er meðalhraðinn í keppni orðinn alltof mikill. Við erum að aka á leiðum þar sem við náum allt að 200 kílómetra hraða á köfl- um og meðalhraðinn á leiðunum er 120 kílómetrar á klukkustund. Það endar bara með alvarlegu óhappi, ef skipuleggjendur breyta ekki leiðavali eða gera ráðstafanir til að minnka hraðann. Við sem keppum sláum ekkert af, ef hægt er að komast hratt, þá er sigurinn í hættu. Rétt eins og í kappakstri. Sumstaðar erum við að taka löng flug, tugi metra. Því verða menn að bregðast við og gæta að sér í leiðavali. í næsta ralli er til dæmis ekið á mjög hröðum kafla á ísólfs- skála sem er stórvarasamur, klapp- ir og endalaus flug. Ég spyr ekki að leikslokum ef einhver missir bíl- inn þar útaf. Þetta er of mikil áhætta og menn ekki í stakk búnir að fást við alvarlegt slys á afskekkt- um stöðum, til dæmis á hálendis- leiðum.“ * „Rallið sem íþrótt hefur lítið þró- ast síðustu ár hérlendis, en aftur á móti hafa ökumenn tekið framför- um og hraðinn því aukist. Nú er kominn tími til að umgjörðin verði veglegri og skipulagið betra. Er- lendis er rallakstur vinsæl íþrótt og því er það freistandi að leita út fyrir landsteinanna eftir keppnis- tímabilið. Malbikskeppni heillar mig, þar þarf ökumaður að vera mjög nákvæmur í akstri. Á möl má alltaf redda hlutunum á síðustu * stundu, með því að bregðast rétt við, en á malbikinu verður þú að keyra hárnákvæmt. Annars er voð- inn vís,“ sagði Rúnar. KÖRFUKNATTLEIKUR Oeirðir meðal áhorf enda í Grikklandi Yfir þijú þúsund lögreglumenn hafa verið kvaddir til starfa á úrslitaleikinn í gríska körfuboltan- um, þegar Panathinakikos mæta Olympiakos, eftir að stuðningsmað- ur var myrtur í síðustu viku. Að sögn lögregluyfirvalda eru þetta mestu varúðarráðstafanir vegna á körfuboltaleik í Grikklandi enda ástandið talið mjög eldfimt. George Karnezis, 25 ára stuðn- ingsmaður Panathinaikos, var stunginn með hnífí í slagsmálum sem brutust út fyrir utan Glyfada leikvanginn á föstudaginn og dó degi síðar á sjúkrahúsi. Lögreglan handtók Stavros Profis, sem segist ekki vera stuðningsmaður Olympia- FRJALSIÞROTTIR kos en við jarðarför Karnezis hót- uðu hundruð stuðningsmanna Panathinaikos hefndum. Hvort lið hefur unnið tvo leiki svo um hreinan úrslitaleik er að ræða. Sá leikur átti að fara fram á sunnudag en var frestað til þriðju- dags. Lögreglan mun leita á öllum áhorfendum áður en þeim verður hleypt inná 15.000 manna leikvang- inn, sem reyndar heitir Friðar- og Vináttuleikvangurinn. Leitarhund- ar munu leita að sprengjum eftir að sprengjuhótun barst í vikunni og óeirðarlögregla mun gæta þess að stuðningsmönnum lendi ekki saman. Slaney ætlar ad vera með í Atlanta Hlaupadrottningin bandaríska, Mary Decker Slaney, sem var upp á sitt besta fyrir 10 árum, náði aldrei að vinna sigur á Olymp- íuleikum og ætlar enn að reyna að láta drauminn rætást. Hún ætlar að hlaupa 5.000 metrana í Atlanta á næsta ári og ná 20 ára markmiði sínu með sigri. „Það gæti gengið,“ sagði Slaney sem er orðinn 36 ára, sem hefur ekki komið út á hlaupabrautina síð- an 1992 en á heimsmetið innanhúss og níu Ameríkumet. Hún var sigur- sæl nema hvað á öllum Ólympíuleik- um síðan 1976, að henni mistókst að hirða gullið. Frægt varð er hún og Zola Budd rákust saman á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 og Decker þurfti að hætta keppni — þegar hún ætlaði sér sannarlega sigur á heimavelli. Meiðsli gætu þó sett strik í reikn- ingin hjá Slaney því líkaminn er ekki upp á sitt besta og hefur hún gengið í gegnum 20 uppskurði á undanförnum árum, síðast á fæti fyrir 10 dögum sem útilokar hana frá mótum fram í ágúst. „Ég hugsa að ef ég ætti að veðja, mundi ég veðja á móti mér,“ sagði hún um líkurnar á sigri, „en löngunin er til staðar og einnig getan að ég held, það þyrfti allt að ganga upp“. MEISTARAKEPPNI KSÍ OG HEKLU 1995 MEISTARAFLOKKUR KARLA FIMMTUDAGUR 18. MAI KL. 20.00 AKRANESVÓLLUR IA-KR DÓMARI: ÓLAFUR RAGNARSSON LÍNUVERÐIR: KÁRI GUNNLAUGSSON OG GÍSLI H. JÓHANNSSON EFTIRLITSMAÐUR: GUÐMUNDUR SIGURÐSSON MEISTARAFLOKKUR KVENNA FIMMTUDAGIJR 18. MAI KL. 20.00 ASVELLIR BREIÐABLIK - KR DOMARI: EGILL MAR MARKUSSON LÍNUVERÐIR: RÓBERT RÓBERTSSON OG EYJÓLFUR FINNSSON EFTIRLITSMAÐUR: KRISTJÁN ÞÓRÐARSON os> HEKLA 6estS Laugavegi 170-174, slml 569 5500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.