Morgunblaðið - 19.05.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 19.05.1995, Síða 1
100 SIÐUR B/C/D 112. TBL. 83.ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Chirac Frakklandsforseti og Kohl kanslari Þýskalands funda í Strassborg Heita því að treysta sam- skipti ríkjanna Strassborg. Reuter. Reuter KOHL, kanslari Þýskalands, og Chirac Frakklandsforseti fengu' sér bjór að loknum fundi sínum í Strasbourg. Brugðu þeir sér inn á krána „Hjá Yvonne“ sem var að vonum ánægð með gestina. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, áttu í gær fund í Strassborg þar sem Chirac hét því að treysta samskipti ríkjanna innan Evrópusambandsins. Þá reyndu leiðtogarnir að gera lítið úr munin- um á stefnu ríkjanna hvað varðar lausn á atvinnuleysisvandanum, gengismálum og samrunaferlinu í Evrópu. Valið á Strassborg er tákn- rænt, borgin er við landamæri ríkj- anna og þar hefur Evrópuþingið aðsetur sitt. -> Leiðtogamir lögðu allt kapp á að sýna hversu vel færi á með þeim, brostu breitt og heilsuðust margoft í upphafi og lok fundarins, sem stóð í um klukkustund. „Ég sé engin vandkvæði og alls enga hættu fólgna í leiðtogaskiptunum í Frakk- landi,“ sagði Kohl en þeir Chirac eru gamlir vinir. Chirac sagði að náin samskipti Þýskalands og Frakklands væru hefð, sem styrkt- ist með hverjum deginum. Kohl sagði að vissulega greindi stjórnir landanna stundum á, en hvorug þjóðin myndi framfylgja stefnu sem byggðist á „persónuleg- um eða þjóðernislegum metnaði" sem hefði leitt til tveggja styijalda. Þá vísaði Chirac algerlega á bug fréttum þess efnis að hann hygðist leggja til við Kohl að hrist yrði upp í gengismálunum til að veikja frankann og draga á þann hátt úr atvinnuleysi. Leiðtogarnir hefðu verið sammála um nauðsyn stöðug- leika í gengismálum til að ná mætti fram markmiðum Maastricht-sátt- málans um einn gjaldmiðil. Chirac hefur áður sagt að ómögulegt muni reynast að koma á sameiginlegum gjaldmiðli fyrir 1997. ■ Ungir ráðherrar/19 ■ Afburðamaður/29 Stjórnar- herinn í sókn Zagreb, London, New York. Reuter. UM 1.500 óbreyttir borgarar og um 500 serbneskir hermenn flúðu yfir til Króatíu undan hersveitum stjórn- arinnar í Sarajevo í gær er fimmta stórdeild stjórnarhersins sótti suður frá héraðinu Bihac. Sveitirnar hafa náð svæðum í Bi- hac sem Serbar hafa haft á valdi sínu. Svöruðu þeir fyrir sig með stór- skotaliðsárásum á Bihac-borg. Owen lávarður, sáttasemjari Evr- ópusambandsins í Bosníu, sagði í gær, að viðurkenndi Slobodan Mil- osevic, forseti Serbíu, sjálfstæði Bos- níu yrði það mikilvægur áfangi í þá átt að stöðva stríðið í landinu. Douglas Hurd utanríkisráðherra Breta sagði í fyrradag, að líkur væru á því að Milosevic myndi viðurkenna sjálfstæði Bosníu. Við það myndu Bosníu-Serbar einangrast og þrýst- ingur á þá að leysa Bosníudeiluna með samningum aukast. Frjálsir demókratar í Þýskalandi Kinkel fer frá sem formaður Bonn. Reuter. KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, tilkynnti í gær, að hann myndi segja af sér formennsku í flokki fijálsra demókrata, FDP, í næsta mánuði. Er ástæðan herfilegt gengi flokksins í kosningum að und- anförnu. Kinkel ætlar samt að sitja áfram sem utanríkisráðherra og varakanslari í stjórn Helmuts Kohls. Kinkel hafði aðeins verið félagi í flokki fijálsra demókrata í tvö ár þegar hann tók við formennskunni 1993 en síðan hefur flokkurinn beðið hvern ósigurinn öðrum meiri í þing- kosningum og í kosningum í þýsku sambandslöndunum. Um síðustu helgi þurrkaðist flokkurinn út af þingi í Nordrhein-Westfalen og í Brimum. Á blaðamannafundi, sem Kinkel boðaði til í skyndi í höfuðstöðvum flokksins í Bonn, sagði hann, að flokkurinn þyrfti á nýjum manni að halda við stjórnvölinn en sjálfur kvaðst hann ætla að einbeita sér að störfum sínum í ríkisstjórninni. Nefndi hann ekki hugsanlegan eftir- mann sinn en Wolfgang Gerhardt, leiðtogi fijálsra demókrata í Hessen, er talinn líklegastur. Afstaða Bandaríkjanna í öryggisráðinu ergir araba Sögð rýra traustið á Bandaríkj astj órn Sameinuðu þjóðunum, Gaza, Kaíró. Reuter. Reuter Tsjetsjenar flýja til fjalla ÍBÚAR fjallahéraða í suðurhluta Tsjetsjníju flýðu þorp sín í gær vegna stórskotaárása Rússa sem hafa lagt til atlögu við vígi upp- reisnarmanna í suðurhlutanum. Segja Tjsetsjenar átta manns hafa látið lífið í árásunum. Helsti yfirmaður uppreisnarmanna á vígvellinum, Aslan Maskhadov, hvatti á miðvikudag til þess að efnt yrði til fundar hans og Pa- vels Gratsjovs, varnarmálaráð- herra Rússlands, til að binda enda á stríðið í Kákasushéraðinu. Uppreisnarmenn höfnuðu í apríl vopnahlésboði Rússa og hafa áður sett sem skilyrði fyrir við- ræðum að Moskvustjórnin kveðji herlið sitt á brott. Gratsjov sagð- ist í gær vera reiðubúinn til við- ræðna með því skilyrði að upp- reisnarmenn féllust á „algert vopnahlé, uppgjöf með skilyrðum og að afhenda vopn sín“. Myndin er tekin á markaðstorgi í Grosní, höfuðborg Tsjetsjníju, í gær. LEIÐTOGAR Palestínumanna og fleiri arabaþjóða bnigðust í gær ókvæða við þeirri ákvörðun Banda- ríkjastjórnar að beita neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna gegn ályktun þess efnis að Isra- elar hættu við áform sin um að taka 53 hektara lands eignarnámi í Aust- ur-Jerúsalem. Talsmaður Yassers Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Pal- estínumanna (PLO), sagði ákvörðun- ina rýra traust Palestínumanna á Bandaríkjastjóm, enda gengi hún í berhögg við friðarsamning Israels og PLO og alþjóðasamninga. Shimon Peres, utanríkisráðherra Israels, sagði araba gera of mikið úr málinu og Yitzhak Rabin forsætisráð- herra lýsti ánægju með niðurstöðuna. Marwan Kanafani, talsmaður Ara- fats, kvaðst ekki vita hvemig Banda- ríkjastjóm gæti haldið áfram að hafa milligöngu í friðarviðræðunum við ísrael þar sem „Bandaríkjamenn sjálf- ir taka þessa afstöðu, sem gengur ekki aðeins í berhögg við friðarsam- komulagið og alla samninga sem síð- an hafa verið gerðir, heldur einnig allar ályktanir og alþjóðasamninga [sem koma málinu við]“. „Siðleysi og hræsni“ Abdul-Karim al-Kabariti, utanrík- isráðherra Jórdaníu, lýsti ákvörðun Bandaríkjamanna sem „siðleysi og hræsni". Hann kvaðst hafa kallað bandaríska sendiherrann í Amman á sinn fund og mótmælt þessu harðlega. Stjórnarerindrekar í Kaíró sögðu að afstaða Bandaríkjastjómar yrði nær örugglega til þess að arabar efndu til sérstaks leiðtogafundar til að ræða deiluna um Jerúsalem. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn Bills Clintons Bandaríkjaforseta ákveður að beita neitunarvaldinu í öryggisráðinu. Madeleine Albright, sendiherra Bandarikjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, sagði að það hefði verið gert á þeirri forsendu að Isra- elar og Palestínumenn ættu sjálfir að leysa slík deilumál í sanmingaviðræð- um, án íhlutunar Sameinuðu þjóð- anna. Fulltmar allra annarra ríkja í ör- yggisráðinu greiddu atkvæði með ályktuninni. Dansarinn Godunov látinn Los Angeles. Reuter. RÚSSNESKI ballettdansarinn Alexander Godunov, lést í gær á heimili sínu í Hollywood, 45 ára að aldri. Ekki var gefið upp hver dánarorsökin var, aðeins sagt að hann hefði „hlot- ið eðlilegan dauðdaga". Godur.ov var aðal- dansari við Bolshoj-bal- lettinn og komst í heimsfrétt- irnar árið 1979 er hann flýði vestur yfir járntjald. Var hann gestadansari hjá mörgum af þekktustu ballettum Vestur- landa áður en hann sneri sér að kvikmyndaleik. Alexander Goduuov

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.