Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Þorkell ÞRETTÁN manna sveit björgunarkafara, ellefu slökkviliðsmenn og tveir lögreglumenn, var útskrifuð í síðustu viku. Slökkviliðið útskrifar bj örgunarkafara Páll Pétursson á fundi um atvinnuleysi ungs fólks Skráningakerfi atvinnulausra verði stokkað upp ENDURSKOÐA verður atvinnuleysistryggingakerfið frá grunni að mati Páls Péturssonar félagsmálaráðherra. Ráðherra lýsti áhyggjum sínum af vaxandi atvinnuleysi í yngstu aldurshópum samfélagsins á fundi BSRB um atvinnuleysi ungs fólks. Hann kvað atvinnuleysistryggingakerfið vera í nokkrum meginatriðum stórgallað og þjóna oft ekki tilgangi sínum. Hann kvaðst munu grípa til margháttaðra aðgerða til að eyða atvinnuleys- isbölinu. Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur Kannað hvort auka megi hjúkr- unarrými FÉLAGSMÁLARÁÐ Reykjavíkur- borgar hefur samþykkt tillögu Sjálf- stæðisflokks um að kannaðir verði möguleikar á að auka og bæta hjúkr- unarrými í Heilsuvemdarstöðinni. Jafnframt að kannað verði hvort hagkvæmt sé að reka hjúkrunar- heimili eða deild í nánum tengslum við Droplaugarstaði. Borgarráð vísaði tillögunni til vinnuhóps á vegum félagsmálaráðs sem er að skoða_ framtíðarskipan hjúkrunarheimila. í greinargerð með tillögunni er bent á að fram hafa farið allmiklar umræður um Heilsu- verndarstöðina og að óvissa ríki um framtíð hennar. Ríkið vill kaupa Heilbrigðisráðuneytið hafi lýst áhuga á að kaupa 60% hlut borgar- innar í byggingunni en ríkið á 40%. Fram kemur að fulltrúar Sjálfstæð- isflokks í nefnd um sparnað í borgar- rekstri hafi strax sett fyrirvara um sölu á Heilsuvemdarstöðinni. Skort- ur væri á hjúkrunarrýmum í borg- inni og því rétt að kanna rækilega þennan möguleika. ÍSLAND var um seinustu áramót stytzt á veg komið af ríkjum Frí- verzlunarsamtaka Evrópu (EFTA) í lögleiðingu reglna Evrópska efna- hagssvæðisins. Þetta kemur fram í fyrstu ársskýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). í skýrslunni kemur jafnframt fram að tíu kærumál, sem beinast að íslenzkum stjómvöldum vegna meintra brota á reglum EES, eru nú til meðferðar hjá ESA. í lok ársins 1994 höfðu 93% þeirra tilskipana Evrópusambands- ins, sem em hluti af EES-samningn- um, verið lögfest í EPTA-ríkjunum að meðaltali. Finnland stóð sig bezt og hafði lögfest 97% tilskipananna. Þá kemur Svíþjóð með 96%, Noreg- ur með 94%, Austurríki með 89% og ísland rekur lestina, hafði um FYRSTA sveit björgunarkafara var útskrifuð hér á landi sl. föstu- dag. í hópnum eru 11 slökkviliðs- menn og 2 lögreglumenn. Hrólfur Jónsson, slökkviliðssljóri, segir að slökkviliðið hafi nú réttindi til að útskrifa kafara samkvæmt reglugerð samgönguráðuneytis- ins. „Tveir slökkviliðsmenn höfðu áður hlotið réttindi björgunar- kafara eftir nám erlendis og þeir þjálfuðu hópinn nú, ásamt at- vinnuköfurum á vegum lögregl- unnar og þjálfurum frá slökkvi- liðinu í Gautaborg, sem var okkur innan handar við skipulagningu og framkvæmd námskeiðsins. Sérstök áhersla var lögð á björg- áramót fest í lög 88% af löggjöf EES. Björn Friðfmnsson, eftirlitsfull- trúi hjá ESA, sagði í samtali við Morgunblaðið að Islendingar hefðu staðið sig mjög vel varðandi lögfest- ingu reglna á pumum sviðum, til dæmis viðvíkjandi bankastarfsemi og fjármagnsmarkaði. Hins vegar vantaði til dæmis nokkuð upp á varðandi löggjöf um fóðurvöru og fræ, sem heyrði undir landbúnaðar- ráðuneytið, og vinnuverndar- og hollustulöggjöf. Ekkert mál fyrir dómstólinn ennþá Alls voru 66 kærumál til meðferð- ar hjá ESA í lok síðasta árs. Af þeim varðaði 21 Austurríki, 15 Finn- unarstörf, til dæmis var bílum með dúkkum í sökkt í höfnina. Við þurfum sennilega að halda fleiri svona námskeið, því við stefnum að því að hafa ávallt tvo þjálfaða björgunarkafara á hverri vakt hjá slökkviliðinu. Til- felli, þar sem björgunarkafara er þörf, eru ótrúlega mörg, eða um 20 á ári, þótt þar sé ekki ávallt spurning um björgun mannslífa. Við stöndum vel að vígi nú og þess má geta að Reykjavíkurdeild Rauða krossins gaf búnað fyrir 5Vi milljónir króna, til að gera námskeiðið og starf kafarasveitarinnar mögu- legt.“ land, 13 Svíþjóð, 10 ísland og ekki nema sjö Noreg. Meðtalin eru bæði þau mál, sem stofnunin tók upp sjálf og þau, sem tekin eru upp í fram- haldi kæru eða kvörtunar. Á meðal þeirra atriða, sem ESA hefur skoðað hér á landi, eru tvö mál vegna álagningar vörugjalds, álagning sérstaks gjalds á innfluttan bjór, einkaréttur ÁTVR á innflutn- ingi og heildsölu áfengis, ríkisstyrk- ur til flotkvíar á Akureyri, rík- isábyrgð á skuldbindingum ríkis- bankanna og fjárhagsaðstoð ríkisins við Landsbankann og samkeppni Pósts og síma við einkarekin póst- dreifingarfyrirtæki. Ekkert af málunum 66 hefur enn verið sent til EFTA-dómstólsins, en einkaréttur íslenzka ríkisins á áfeng- Páll taldi sérstaklega koma til greina að taka upp nýtt skráningar- kerfí atvinnulausra einstaklinga með það að markmiði að fleiri ættu rétt á því að vera á atvinnuleysis- skrá og þiggja atvinnuleysisbætur. Hann taldi óhjákvæmilegt að veija fjármunum til framfærslu þeirra sem ekki fengju vinnu. Ýmsir hópar væru þó settir hjá í þessu sambandi og ættu ekki kost á atvinnuleysis- tryggingum. Þar á meðal væri stór hópur ungs fólks sem annaðhvort væri að ljúka námi eða hefði litla sem enga menntun eða starfs- reynslu. „Ég tel að þeim peningum sem samfélagið ver til atvinnuleysis- trygginga eigi að nota til að fram- færa þeim sem sannanlega eru at- vinnulausir og eru að leita sér að vinnu, þeim sem vilja vinna en fá enga vinnu,“ sagði Páll. „Þetta tel ég að eigi að gera án tillits til aðild- ar að verkalýðsfélagi eða starfs- HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað 37 ára gamlan mann af ákæru um að hafa brotið lög um bann við hnefaleikum með því að kenna „kickbox“ á námskeiðum. Málið kom upp í nóvemberlok 1993 eftir að myndir birtust í sjónvarps- fréttum af keppni í bardagaíþróttum á vegum mannsins, þar sem m.a. var sýndur bardagi 12-13 ára drengja. Jafnframt var honum gefið að sök brot á lögum um skotvopn, sprengi- efni og skotelda með því að hafa í eigu sinni loftriffla, höggsverð, kylfur og veiðiboga. isinnflutningi og -heildsölu gæti orð- ið það fyrsta, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins. Veltur það væntanlega á afdrifum frumvarpa þeirra um afnám einkaréttarins, sem lögð voru fram á Alþingi í gær. Lögfesting hundraða nýrra gerða Knut Almestad, forseti ESA, sagði á blaðamannafundi í Brussel í gær að EES-samningurinn hefði að mestu leyti verið innleiddur í laga- kerfi EFTA-ríkjanna. Á þessu ári myndi stofnunin einbeita sér að eftir- liti með lögfestingu þeirra hundraða nýrra gerða, sem sameiginlega EES- nefndin hefði bætt við samninginn, og að réttri beitingu EES-reglna á íslandi, í Noregi og Liechtenstein. reynslu og fortíðar einstaklings." Ósættanlegt ástand Ráðherra taldi fráleitt að viður- kenna að atvinnuleysi væri komið til að vera á íslandi. Það væri ósætt- anlegt ástand og leita þyrfti allra leiða til að minnka það en brýnast væri að leysa vanda yngstu og elstu aldurshópa samfélagsins. Aðrir frummælendur á fundinum, Óttar Ólafsson hjá Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar og Benóný Ægisson starfsmaður Hins hússins tóku undir orð Páls og töldu jafn- framt farsælustu lausn á atvinnu- Ieysisvandanum felast í menntun. Menntun væri besta íjárfesting ungs fólks sem tryggði því réttindi á at- vinnumarkaðinum. Áherslur í núver- andi menntakerfi eru þó að þeirra mati í nokkrum atriðum rangar. Nauðsynlegt væri að rétta hlut verknáms, styttri starfsnámsbrauta og starfsþjálfunar. í niðurstöðum Allans V. Magnús- sonar héraðsdómara er vísað til myndbandsupptöku frá keppninni og segir að búningum hafi ekki svipað til þess sem tíðkist í hnefaleikum heldur fremur karate og judo og beitt hafi verið spörkum, höggum og fang- brögðum. Megineinkenni hnefaleika, sem bannað sé með lögum að keppa í, kenna eða að sýna, sé að tveir menn beijist með hnefum. Skýra verði ákvæði laganna um bann við hnefaleikum þannig að þar sé átt við að sýnd séu afbrigði högga og vam- araðferða sem tíðkast í hnefaleikum. í keppninni á vegum mannsins hafí átt að fara eftir reglum sem iðkendur og leiðbeinendur í austur- lenskum bardagaíþróttum höfðu sett. Heimilt hafi verið að beita „semi-kon- takt“ höggum á líkama og höfuð andstæðings. Snerting hafí ekki verið leyfð í kennslu en leyft hafí verið að snerta andstæðing í keppni. Ekki hafí verið sannað að maður- inn hafí ætlað að láta sýna hnefa- leika né að hann hafí kennt þá íþrótt og gildi þá einu þótt keppendur kunni að hafa brotið þær reglur sem um keppnina giltu og hvort dómgæslu hafí verið áfátt. Enda þótt hanskar keppenda hafi líkst hnefaleikahönskum og þá megi nota við hnefaleika varði notkun þeirra ekki við lög um bann við hnefa- léikum. Því var maðurinn sýknaður af refsikröfu íyrir að hafa brotið bann við því að kenna og sýna hnefaleika. Einnig var hafnað kröfum um að refsa manninum og leggja hald á hnífa, sverð og kylfur svo og boga sem hann átti þar sem ekki þótti vera um Iásboga að ræða, en slíka boga er bannað að eiga. Maðurinn þótti því aðeins hafa gerst brotlegur við lög með því að hafa haft undir höndum loftriffla í leyfísleysi. Hins vegar hafði hann síðan aflað sér leyfís til að eiga slíka riffla. Því var ákvörðun refsingar yfir manninum fyrir það lagabrot frestað skilorðsbundið í 1 ár. KAFARARNIR nýútskrifuðu fengu afhenta hálsfesti með alþjóð- legu tákni björgunarkafara. Tíu kærur á íslenzk sljórnvöld hjá Eftirlitsstofnun EFTA ísland stytzt komið í lög’leiðingn EES-reglna Sýknaður af hnefaleikaákæru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.