Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skólastjórar Tjarnarskóla að loknum tíunda vetri Morgunblaðið/Þorkell SKÓLASTJÓRARNIR María Solveig Héðinsdóttir og Margrét Theodórsdóttir ásamt nemendunum Margréti Önnu Atladóttur og Björgu Tómasdóttur. Fylgst vel með öllum sem hafa útskrifast IJM 260 nemendur hafa verið brautskráðir frá Tjarnarskóla á þeim tíu árum sem hann hefur starfað. Skólinn hefur þá sér- stöðu innan grunnskóla Reykja- víkur að vera ny'ög smár í snið- um og eru aðeins 70 nemendur við nám árlega eða ein bekkjar- deild í hveijum árgangi, þ.e. í 8., 9. og 10. bekk. Að sögn skólastjóranna Mar- grétar Theodórsdóttur og Maríu Solveigar Héðinsdóttur verða tengslin við nemendur því náin. „Við vitum nánast um hvern ein- asta nemenda sem hefur útskrif- ast héðan. Þeir koma og sýna okkur börnin sín og ég held að aldrei líði sú vika að ekki komi einhveijir fyrrverandi nemend- ur,“ segir Margrét. „Sérstaklega þegar líður að prófum, þá koma þau gjarnan til að fá smá hjálp,“ bætir Maria Solveig við. „Okkar nemendur fara ekki endilega í langskólanám," svar- ar María Solveig aðspurð um hvort þær hafi orðið varar við að þessum nemendum gengi sérstaklega vel í framhalds- skóla. „Eg held þó að við getum sagt að þau hafi öll komist til manns.“ „Okkar veganesti felst í því að kenna þeim góð vinnubrögð og létta þeim róðurinn þegar þau eru komin út í framahalds- skólann og lífið,“ bærir Mar- grét við. Stöðugildi kennara eru sex sem er frekar hátt hlutfall mið- að við nemendur. Skólinn er einkarekinn, en fær árlega rekstrarstyrk frá ríki sem sam- svarar lágmarkskennslu í þremur bekkjardeildum en einnig hefur Reykjavíkurborg styrkt skólann. Nemendur greiða 17.600 kr. í níu mánuði í skólagjöld. „Við lítum fyrst og fremst á skólann sem þjón- ustu sem er tímafrek en alveg nauðsynleg til að skapa þann anda sem við viljum hafa,“ seg- ir María Solveig. Margrét Anna Atladóttir og Björg Tómasdóttir, sem eru í 9.MT segjast vera mjög ánægð- ar í skólanum. Kennarar sinni þeim mun betur en gert var í þeim skólum sem þær gengu í áður. Þær taka einnig fram að kennarar hafi oft samband við foreldra þeirra. Aðspurðar hvort vinir þeirra væru úr skólanum eða hverfinu heima sögðu þær báðar að vinir þeirra væru einungis í skólan- um. „Skólinn er svo fámennur að hér kynnast allir vel. Það er ekki eins mikið um stríðni og er strax tekið á því ef eitt- hvað kemur upp á,“ sagði Mar- grét Anna. Nemendum gefst kostur á að fara í Smiðju eftir skóla, þar sem þau fá aðstoð við heiman- ám og segja skólastjórarnir að hún sé vel notuð. „Eg fer þang- að þegar ég skil ekki eitthvað og þarf á hjálp að halda,“ segir Margrét Anna. „Eg fer þangað nærri því daglega," segir Björg. „Mér finnst gott að vera búin að ljúka við heimavinnu áður en ég fer heim.“ Leikrit á ensku í spjalli okkar kemur í ljós að tungumálakennslan er nokk- uð nýstárleg. „Við fluttum leik- rit á ensku fyrir foreldra og aðra nemendur. Við þurftum að læra texta og setja leikritið á svið,“ segir Björg og í ljós kemur að það sama er gert á íslensku og dönsku. Að lokum voru skólastjórarn- ir inntir eftir því hvort þeir væru ánægðir með tíu ára starf- semi skólans. „Ég mundi ekki vilja skipta hefði ég tækifæri til að spóla til baka. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur," svar- aði Margrét. „Ég segi það sama. Auðvitað er einn og einn nemandi sem hefði mátt takast betur með og hver ósigur hefur meiri áhrif á mann því tengslin eru það mik- il. Mér finnst kennarar hér svo tilbúnir að leggja sig alla fram og það laðar fram það besta í krökkunum. Sigrarnir eru þar af leiðandi margir, en auðvitað er alltaf hægt að gera betur,“ svarar María Solveig. Varðhald fyrir steradreifingn HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt 47 ára gamlan fyrrum eiganda líkamsræktarstöðvar í 3 mánaða varðhald, þar af 2 mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa flutt inn og tekið við allt að 9.000 skömmtum af sterum. Við húsleit í líkamsræktarstöð mannsins í Brautarholti í Reykjavík lagði lögreglan hald á tæplega 6.200 töflur, 1 hettuglas og 14 gler- lykjur. Maðurinn játaði að hafa flutt hluta efnanna inn frá Ítalíu og að hafa tekið við öðru frá manni sem flutt hafði þá inn frá Tælandi. Maðurinn játaði sakargiftir en kvaðst hafa notað stóran hluta lyíj- anna sjálfur en einnig látið vini og kunningja hafa eitthvað af þeim. Ekki hafi verið um eiginlega söiu að ræða heldur hafi þeir greitt eitt- hvað upp í útlagðan kostnað. Þetta hafi verið þröngur hópur sem æfði í stöð hans og hafi þeir greitt sama gjald og aðrir en sterarnir verið innifaldir í æfingagjaldi sem bónus. Aldrei hafi verið ætlun hans að hagnast á innfiutningnum, sem hann taldi heimilan. í niðurstöðum dómarans segir að maðurinn hafi flutt inn og mót- tekið gegn skýlausum ákvæðum laga mjög mikið magn lyfja sem hættuleg geta verið heilsu manna séu þau ekki notuð á réttan hátt og hann hafí afhent öðrum hluta lyfjanna. Við refsingu var hins veg- ar tekið tillit til þess að rannsókn málsins dróst úr hófí án þess að við manninn væri að sakast. Auk þeirrar refsingar sem að ofan grein- ir var honum gert að sæta upptöku lyljanna og greiða sakarkostnað og málsvarnarlaun. Samtök um vestræna samvinnu Eignm óbreyttan tilverugrundvöll ÞRÁTT fyrir endalok kalda stríðsins hafa Samtök um vestræna samvinnu ekki lagt upp laup- ana heldur endurskilgreint hlutverk sitt og halda uppi öfiugri starfsemi en með nokkuð öðrum formerkjum en áður. „Áður voru samtökin fyrst og fremst hugsuð sem mót- vægi við kommúnista og hemámsandstæðinga," segir Jón Hákon Magnússon, sem verið hefur formaður SVS frá 1991. „í kjölfar þess að Sov- étríkin hrundu, athafnir sov- éska flotans á Norður-Atl- antshafi urðu nánast að engu og íslenskir hernámsand- stæðingar misstu móðinn, sáum við hins vegar að við áttum okkur í raun óbreyttan tilverugrundvöll; að halda glugganum til útlanda opn- um, fá hingað menn til að tala um alþjóðleg málefni sem skipta íslendingaymiklu og víkka sjóndeildarhring íslendinga. Við höfum vjð verið í sókn síð- ustu ár í þessu nýja umhverfi, fundum hefur farið Qölgandi og í vetur hafa 8-900 manns mætt á fundi okkar. Þetta er eini vettvang- urinn sem til er hér á landi fyrir alþjóðleg samskipti af þessu tagi þar sem fengnir eru hæfir erlendir gestir til að flytja fyrirlestra um alþjóðamál. Meðal gesta okkar nýlega eru Landsbergis, fv. forseti Litháen, og Aneurin Rhys Hughes, sendiherra ESB á íslandi. Umræðan er ekki einskorðuð við öryggismál á Norður-Atlantshafí eins og áður heldur höfum við búið til nýjan utanríkismálavett- vang þar sem menn ræða þróun mála í Evrópu og viðhorfið í al- þjóða- og utanríkismálum almennt. Við leggjum áherslu á að fá til okkar gesti frá sem flestum lönd- um og höfum sótt okkur ræðu- menn til Ungverjalands, Litháen og Finnlands. Sendiherra Rúss- lands á íslandi hefur verið ræðu- maður á fundi hjá okkur og rit- stjórar, fræðimenn og stjómmála- og embættismenn víða úr Evrópu. Á næstunni fáum við gest frá Tævan sem verður fyrsti Asíubú- inn til að ávarpa fund hjá okkur. Hins vegar ríkja ákveðnar hefð- ir hjá þessum samtökum. í áratugi hefur nýr utanríkisráðherra ís- lands haldið fyrstu opinberu ræðu sína um utanríkismál hja okkur og þá hefð hélt Halldór Ásgríms- son í heiðri í þessari viku. Það er einnig hefð fyrir því að yfirmaður varnarliðsins hveiju sinni sé ræðu- maður hjá okkur. Samtökin voru stofnuð fyrir 48 ámm í hálfformlegu samstarfí Sjáifstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks og sætum í stjóminni er enn skipt milli flokk- anna þannig að Sjálfstæðisflokkur á 5 fulltrúa, Framsóknarflokkur 3 og Alþýðuflokkur 2. Áður voru fundimir aðeins opnir félagsmönn- um og gestum þeirra. Þá vildu menn útiloka and- stæðingana, eins og fuli- trúa sendiráða austantjaldsríkj- anna og Samtaka herstöðvaand- stæðinga. Nú eru fundir hins veg- ar opnir öllum og við höfum haft gaman af því að sjá hjá okkur gamla herstöðvaandstæðinga sem hafa skipt um skoðun. Við höldum eins og áður okkar fundi í samstarfi við Varðberg, sem er félag ungs fóiks sem er byggt upp á svipaðan hátt og SVS og undanfarið höfum við haldið fundi í samvinnu við önnur félög, t.d. Germaníu og Vináttufélag ís- lands og Litháen og við munum halda slíku samstarfí áfram. - Hvernig gengur að fá erlenda Jón Hákon Magnússon ►JÓN Hákon Magnússon er 53 ára framkvæmdastjóri Kynningar og markaðar hf. og formaður Samtaka um vest- ræna samvinnu. Hann er BA í stjórnmálum og blaða- mennsku. Jón Hákon hefur um langt árabil verið virkur í fé- lags- og stjórnmálastarfi, m.a. innan Rótarý-hreyfingarinnar og Sjálfstæðisflokksins á Sel- tjarnarnesi, þar sem hann hef- ur verið bæjarfulltrúi. Hann hefur starfað í stjórn SVS frá 1978. Eiginkona hans er Ás- laug G. Harðardóttir. fyrírlesara til að koma hingað til lands? „Meðan kalda stríðið stóð sem hæst lögðu Bandaríkjamenn áherslu á tengslin hingað eins og við önnur NATO-ríki og stjórnvöld þar greiddu fyrir samskiptum af þessu tagi. Þetta hefur breyst; þeir leggja minna upp úr þessu en áður og eru farnir að horfa í aðrar áttir. Við erum ekki lengur þetta mik- ilvæga svæði — eins og sést af samdrættinum í herafla í Keflavík og um alla Evrópu — og þess vegna þurfum við að hafa meira fyrir því að halda þessum samskiptum uppi. Bandaríkjamenn segjast hafa áhuga á vestrænu samstarfi og samstarfi innan NATO en mörgum finnst það fremur vera í orði en á borði. Þeir eru að byggja upp sam- skipti sín við Rússland og við höf- um áhygjur af því að þeir missi áhugann á N-Atlantshafssvæðinu, a.m.k. tímabundið. Við höfum hins vegar átt ágætt samstaf við bandaríska sendiherr- ann, Parker Borg, sem er jákvæð- ur í okkar garð og hefur aðstoðað okkur við að fá hingað áhugaverða bandaríska ræðumenn." - Hvað er framundan á næst- unni í starfi SVS? „Við erum að und- irbúa alþjóðlega ráð- stefnu sem haldin verður í september um öryggis- og umhverfis- mál á N-Atlantshafssvæðinu. Hún verður haldin í samvinnu við hlið- stæð félög í Danmörku og Noregi og er þáttur í nánara samstarfí við þau félög. í tengslum við ráð- stefnuna eigum við von á um 40 erlendum gestum, þar á meðal sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, háttsettum norskum og fínnskum ræðumönnum og aðstoð- arframkvæmdastjóra NATO, auk erlendra sendiherra hér á landi. Stórt framtíðarverkefni er undir- búningur aiþjóðlegrar ráðstefnu í tilefni af 10 ára afmæli Reykjavík- urfundar Reagans og Gorbatsjovs 1986. Halda glugg- anum til út- landa opnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.