Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA Forseti framkvæmdastjórnarinnar Umbætur eða enda- lokin blasa við Brusscl. Reuter. EF UPPBYGGING Evrópusam- bandsins verður ekki endurskipu- lögð og einfölduð er hætta á að það muni byrja að leysast upp er ný aðildarríki í austurhluta Evrópu bætast við, segir Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnar ESB í viðtali við Financial Times í gær. „Nú þegar við höfum ákveðið að stækka sambandið verður við einnig að gera stofnanir þess skilvirkari," segir Santer. Santer nefndi sem dæmi um nauðsynlegar breytingar að gjör- bylta yrði hinni sameiginlegu land- búnaðarstefnu, CAP. Um helming- ur sameiginlegra útgjalda sam- bandsins renna til landbúnaðarmála og engin leið væri að halda áfram óbreyttri stefnu. Væri von á tillög- um frá framkvæmdastjórninni um leiðir til úrbota fyrir árslok. Þá ítrekaði hann enn einu sinni að breyta yrði fyrirkomulagi sam- bandsins varðandi ákvarðanatökur þannig að meirihlutaatkvæða- greiðslur yrðu teknar upp í auknum mæli. Þessu eru Bretar andvígir. „Evrópusambandið getur ekki starfað áfram með stofnanir sem voru hugsaðar fyrir sex eða tólf aðildarríki. Umbætur eru ekki bara spurning um grundvallaratriði held- ur einnig skilvirkni, sagði Santer. Upplýsingaskrifstofa opnuð SANTER kom í heimsókn til Stokkhólms á dögunum og var meðal annars viðstaddur opnun upplýsingaskrifstofu ESB við Norrmalmstorg. Hann sagðist vilja koma í veg fyrir að Ma- astricht-einkennin endurtæki sig, það er að breytingar á skipu- lagi ESB mættu andstöðu al- mennings vegna upplýsingas- korts. Þá átti hann fundi með Mats Hellström Evrópuráðherra og Ingvar Carlsson forsætisráð- herra. Hollenzki forsætisráðherrann Holland uppfylli skil- yrði EMU árið 2000 Wassenaar, Hollandi. Reuter. WIM Kok, forsætisráðherra Hol- lands, sagði í ræðu á miðvikudag að hann væri sannfærður um að Holland myndi uppfylla öll skilyrði fyrir þátttöku í efnahags- og mynt- bandalagi Evrópusambandsríkja (EMU) í lok aldarinnar, eða árið 2000. „Uppfylling skilyrðanna er innan seilingar," sagði Kok. Maastricht-sáttmálinn setur aðild- arríkjum ESB fjögur meginskilyrði fyrir því að taka þátt í EMU, sem meðal annars felur í sér að tekin verður upp sameiginleg Evrópumynt. Opinberar skuldir vandamál Holland uppfyllir nú þegar skil- yrði um lága verðbólgu, lága lang- tímavexti og lækkun ríkissjóðshalla. Hins vegar voru opinberar skuldir Hollands 78% af vergri landsfram- leiðslu á síðasta ári og stefnir í að þær verði 79% á þessu ári. Ma- astricht kveður hins vegar á um að skuldirnar séu lægri en 60% af VLF eða fari lækkandi. Kok viðurkenndi að skuldastaðan væri vandamál, en sagði að miðað við þær tölur, sem hann hefði séð, myndi hún fara stöðugt batnaði. Forsætisráðherrann sagðist búast við að EMU gæti gengið í gildi árið 1999, en ekki 1997 eins og ESB stefnir enn að. Hins vegar myndu aðeins fá aðildarríki uppfylla öll skilyrði til að byrja með. Viðræðum við Marokkó frestað • EVRÓPUSAMBANDIÐ og Ma- rokkó gerðu hlé á viðræðum sín- um um nýjan fiskveiðisamning á miðvikudag. Ekki er gert ráð fyr- ir að þeim verið framhaldið fyrr en í byijun júní. Samninganefnd- irnar sneiddu framhjá flestum erfiðustu málunum, svo sem nið- urskurði kvóta ESB og kröfu Marokkó um að skip ESB landi í marokkóskum höfnum. • EVRÓPUÞINGMENN tókust á í gær um skýrslu um mannrétt- indamál. Ihaldsmenn og frjáls- lyndir tóku höndum saman um að fella skýrsluna, en í henni voru meðal annars ákvæði um að réttur til vinnu og húsnæðis teldust með- al almcnnra mannréttinda. Brezki sósíalistinn Eddie Newman sagði andstæðingum skýrslunnar að skammast sín. Leiðtogi frjáls- lyndra, Gijs de Vries, sagðist hins vegar ekki hafa neitt að skamm- ast sín fyrir. „Við greidduin at- kvæði gegn skýrslunni vegna þess að við berum mannréttindi fyrir brjósti og við viljum að með þau sé farið af alvöru,“ sagði hann. • JOZEF Oleksy, forsætisráð- herra Póllands, átti í gær fund með Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmda- stjórn ESB. Oleksy ítrekaði að Pólland vildi geta gengið í ESB eins fljótt og auðið væri og setti fram kröfur um að fá nákvæmar upplýsingar um þau skilyrði, sem landið yrði að uppfylla til að fá aðild. Van den Broek sagðist ekki geta gefið upp nákvæma dagsetn- ingu um aðild Póllands, þar sem fyrst þyrfti að koma í (jós hvern- ig gengi að laga efnahags- og stjórnmálalíf a.ð reglum ESB. ER HÚN LJÓSHÆRO OC BROSAMDI EIMS OC SÓLIM SEM CÆGIST IMM UM CLUCCAMM í MORCUMSÁRIO 7 ER HÚM OÓKK OC SUALAMOI EIMS OC SKUCCAHLIO SKÓGARIMS Á SÍOSUMARKUÖLOIT Höggmynd: Vorvindurinn Ödauðleikinn byggir ekki á skyndilausnum heldur úthugsaðri blondu nœringar- og styrkingarefno sem Iafnwel ciminn vinnur ekki n. Blandon er Woodex, viðarvörn sem wer gegn veðrun og wíðHeldur nntturulegum eigmleikum víðarins. JUSKAGFJORÐ ....
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.