Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Loginn blaktir LEIKLIST Lcikfclag Rangæinga KERTALOG Leikfélag Rangæinga: Kertalog eftir Jökul Jakobsson. Leikstjóri: Ingunn Jensdóttir, Leikendur: Anna H. Helgadóttir, Sigurður B. Sigurðsson, Guðmundur Helga- son, Þórunn Ólafsdóttir, o.fl. Sunnu, Hvolsveili, 13. mai. MISSERI eftir að út kom safn leikrita Jökuls Jakobssonar heit- ins hafa leikfélög, einkum sunn- anlands, tekið rækilega við sér og á útmánuðum hafa leikrit hans verið á fjölunum í Reykja- vík, Hveragerði, Hvolsvelli og Vestmannaeyjum. Á Hvolsvelli hrista vaskir Rangæingar af sér slenið í skemmunni bak við Sláturfélagið þar sem áður var Saumastofan Sunna. Þetta leikhús hygg ég sé vand- fundnasta leikhús landsins, eiginlegt bakhús við bakhús, og örugglega það eina þar sem gallabuxur, stuttbuxur og svart- ur brjóstahaldari hanga til þerris á þvottalínu við innganginn á meðan sýning ier fram. Leikstjórinn, Inga Jensdóttir, heldur um þessar mundir upp á tuttugu ára afmæli sitt sem leik- stjóri. Hún hefur á þessum árum sett upp þrjátíu leikrit, byrjaði á því að spreyta sig á Kertalogi árið 1975 og það er skemmtileg tilviljun að nú setur hún Kertalog á svið öðru sinni. Inga ber þá virðingu fyrir text- anum að hún hefur enga tilburði uppi til að breyta honum eða stytta heldur fá áhorfendur að fylgjast með framvindu leikritins allri, öllum skírskotunum og end- urtekningum á þann hátt sem birtist í handritinu. Fyrir bragðið verður verkið magnaðra, fyllra, fjölþættara og kemst nær kvik- unni í áhorfandanum en hefði það verið stytt. Ekki er heiglum hent að skila hlutverki Láru svo vel sé. Sárs- aukinn í tilveru hennar er eins og holdrosi: Það er óbærilegt að finna hann sttjúkast við vang- ann. Vonleysið í von hennar er ámátlegt. Mann langar til þess að stökkva niður af áhorfanda- pöllunum og leiða þessa stúlku burtu úr skímu þess langa kalda ljóss sem skilgreinir fortakslaust umkomuleysi hennar og fangar á sviðinu, hvísla því að henni að stundum dugi ekkert, ekki blíðan og alls ekki grunnhyggni sak- leysisins. Þessu skilaði Anna Hrund Helgadóttir til mín sem Lára og ég þakka henni fyrir að hafa farið talsvert djúpt inn í sjálfa sig til að ná í það. Sigurður Bjami Sigurðsson leikur piltinn Kalla sem verður fyrir þeim ósköpum að eiga móð- ur sem sviptir hann frelsinu til að elska. Sumir segja að oft vinni slíkir menn stórvirki á sínum ævidög- um, allt í þeirri bomu von að þóknast mömmu. Guðmundur Helgason og Þór- unn Ólafsdóttir leika Manninn og Konuna ágætlega. íslendingar og Svisslendingar voru að leika handbolta þegar þessi sýning stóð og ég var eini karlinn meðal áhorfenda. Ég get ekki varist þeirri hugs- un að karlmenn í Rangárþingi hefðu ekki síður haft gott af því að sjá á sviðinu í Sunnu hvernig við elskum hvort annað fyrir það sem okkur er naumt skammtað, því þetta leikrit snýst einum þræði um hið skarða líf og mis- munandi viðbrögð okkar við því. Einum þræði af mörgum. Guðbrandur Gíslason Morgunblaðið/Halldór VALGARÐUR Gunnarsson myndlistarmaður fær oft hugmyndir úr svart/hvítum kvikmyndum. Sýning á verkum hans stendur nú yfir í Gallerí Borg. „ÉG BYRJA með óljósa hugmynd enda er erfitt að festa hendur á ákveðinni meiningu. Síðan þróast þetta í myndinni og hvergi annars staðar. Upphaflega hugmyndin gleymist því oft meðan á vinnslu myndanna stendur," segir Val- garður Gunnarsson myndlistar- maður en sýningu á verkum hans í Gallerí Borg lýkur á sunnudag- inn kemur. „Ég nem staðar þegar mér finnst nóg að gert og er orðinn þokkalega sáttur við verkið,“ heldur listamaðurinn áfram. „Auðvitað er hægt að haida Iengi áfram. Ég reyni hins vegar alltaf að enda á einhveijum ákveðnum stað þótt enginn einn ákveðinn endir sé til.“ Valgarður kveðst oft fyllast löngun til breyta mynd löngu eftir að hann hefur lagt hana frá sér. Þá uppgötvar hann eitthvað nýtt sem hann hafði ekki komið auga á áður. Undir slíkum kring- umstæðum kemur það sér afar illa ef búið er að selja myndina. „Þá getur maður náttúrulega ekk- ert gert.“ Á sýningunni í Gallerí Borg getur að líta tuttugu verk og eru þau flest unnin með olíu á striga. Flest verkanna eru frá þessu ári ogþví síðasta. Valgarður efndi síðast til einkasýningar hér á landi Snerti- gildið í öndvegi i Nýhöfn fyrir fjórum árum en undanfarin ár hefur hann verið á faraldsfæti. Á liðnu ári sýndi hann á vegum DIN-stofnunarinnar í Berlín og árið 1993 var hann með einkasýningu i Nashville. Aukið svigrúm Listamaðurinn kom sér upp nýrri og betri vinnuaðstöðu í fyrra en hann hafði um langt árabil unnið við afar þröng skilyrði. Verkin hafa stækkað í samræmi við aukið svigrúm og Valgarður viðurkennir að hann geti nú færst meira í fang en áður. Valgarður kveðst vinna jafnt og þétt enda sé ákaflega mikil- vægt fyrir myndlistarmenn að halda sér við efnið. Hann fer sér hins vegar að engu óðslega og gefur sér góðan tíma til að ljúka myndum. „Ég er mjög hrifinn af mörgu sem gert er með ákefð og krafti en það er hins vegar ekki minn stíll að vinna með þeim hætti." Valgarður er mjög upptekinn af snertigildi litanna. „Ég vil að fólk geti notið listarinnar. Mörg málverk eru þannig að þau njóta sín hvergi nema á listasöfnum. Ég held að myndirnar mínar séu ekki þannig enda er megnið af þeim í einkaeign." Valgarður kveðst oft fá hug- myndir úr sjónvarpi og nefnir sér- staklega gamlar svart/hvítar bíó- myndir í því samhengi. „Það er margt í þessum myndum sem vek- ur forvitni ekki síst bakgrunnur- inn. Ég horfi því á þær á mynd- bandi og nota tæknina til að sýna myndskeiðin hægt. Ég er að þessu leyti nútímamaður þar sem ég eyði meiri tíma í að horfa á sjón- varp en landslag." Málverk eiga sér oft hliðstæðu í sálarlífi skaparanna. Persónuleg reynsla er þá kveikjan að verkinu og atburðirnir táknrænir. Val- garður segir að persónuleg reynsla sín rati oft með óbeinum hætti inn í myndheiminn. „Það er oft einhver skírskotun til eigin reynslu en þegar upp er staðið skiptir hún í raun ekki máli þar sem hver mynd verður alltaf að lifa eigin lífi án minnar hjálpar." Tónleikar Graduale-kórs Langholtskirkju á morgun laugardag Létt og litríkt GRADUALE-KÓR Langholtskirkju heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun, laugardag kl. 17. Graduale- kórinn er barna- og unglingakór og tók til starfa í upphafi árs 1992 en hann er sprottinn upp úr kórskóla Langholtskirkju sem stofnaður var haustið áður. Miklar kröfur eru gerð- ar til kórfélaga, sem eru 43 á aldrin- um 11 til 17 ára, en margir þeirra eru langt komnir í tónlistamámi og sumir hafa gengið í kórskólann. Ásdís Kristinsdóttir, sem er sextán ára og hefur starfað í kómum frá stofnun hans, segir að allir þurfi að hafa gengið í gegnum eitthvert tón- listamám áður en þeir ganga í kór- inn, það sé nauðsynlegt að kunna að lesa nótur og annað slíkt. Ásdís lærði bæði á flautu og píanó þegar hún var yngri en er hætt því nú og það sama er að segja um Stefán Siguijónsson, kórbróður Ásdísar, sem lærði eitt sinn á píanó. „Flestir í kórnum hafa lært á eitthvert hljóð- færi eða eru í hljóðfæranámi með kórstarfinu", segir Ásdís og Stefán bætir því við að sennilega væri hægt að stofna myndarlega hljómsveit upp úr kómum ef svo-bæri undir. Heilluð af óperunni Aðspurð sögðust þau bæði myndu vilja læra söng í framtíðinni; „það Morgunblaðið/Sverrir ÞAÐ ættu fleiri að prófa að syngja í kór. Frá æfingu í Félagsheimili Langholtskirkju. gæti hins vegar hindrað mann að það er bæði dýrt að læra söng og mjög tímafrekt með öðru námi“, seg- ir Ásdís. Stefán segist hins vegar ætla að halda sig við kórinn svona fyrst um sinn; „ég fer svo kannski að læra söng síðar þegar múturnar eru gengnar yfir“, bætir hinn ellefu ára söngvari við og glottir við tönn. Þau segjast líka bæði vera mjög heill- uð af óperunni og hafa farið á nokkr- ar sýningar, t.d. fóru þau nýiega að sjá La Travíata í íslensku óperunni og þótti það hreint frábært. Stefán vill reyndar bæta því við að hann hafi áhuga á öllum tegundum tónlist- ar; „skólafélögum mínum finnst það reyndar mjög skrítið að ég hlusta á alla tónlist, allt frá þungarokki til ópem.“ Að sögn Ásdísar og Stefáns er Stefáu Ásdis áhugi á kórsöng kannski ekki mjög almennur á meðal krakka á þeirra aldri. „Þetta er þó mjög misjafnt", segir Ásdís, „og það er a.m.k. ekki svo slæmt að vinum mínum þyki þetta hallærislegt þótt þau hafi ekki áhuga á kórsöng sjálf.“ „Áhuginn fer kannski líka eftir því hvort það er kór í skólanum þínum“, segir Stef- án, „og þá hvort kórstjórinn er skemmtilegur. Við erum heppin því Jón Stefánsson er bæði góður stjórn- andi og svo á hann það til að segja fyndnar og skemmtilegar sögur. Eg vil hins vegar benda krökkum á okk- ar aldri á að prófa að syngja í kór, ég er viss um að það myndi kveikja áhugann hjá mörgum." Á efnisskrá tónleikanna á morgun eru íslensk lög, m.a. ættjarðarlög en einnig nýrri verk, t.d. eftir Jón Ás- geirsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Nordal og Jórunni Viðar. Þá eru á dagsskránni erlend lög, m.a. negra- sálmar og syrpa af lögum úr söngva- seiði. Ásdís og Stefán sögðu að þetta yrðu léttir og litríkir vortónleikar og vildu hvetja sem flesta til að koma og lyfta sér upp en ágóðinn af tón- leikunum rennur í ferðasjóð kórsins. Down Beat kynnir Sunnu Gunn- laugsdóttur BANDARÍSKA tímaritið Down Beat, sem er eitt út- breiddasta og virtasta djass- tímarit í heimi, kynnir ís- lenska píanóleikarann Sunnu Gunnlaugs- dóttur í nýjasta tölublaði sínu og er greint frá því að Sunna hafi hlotið íaugsaomr ur minn- ingarsjóði Karls Sighvats- sonar, sem veittur sé árlega hæfileikaríkum pianó- eða orgelleikurum á íslandi. I blaðinu kemur fram að Sunna leggi um þessar mundir stund á pianónám við William Paterson Coll- ege í Wayne i New Jersey hjá Pete Malinverni og að hún komi fram með hljóm- sveitum undir stjórn þriggja heimskunnra djassleikara, gítarleikarans Kenny Bur- rell, pianóleikarans Harold Mabern og bassaleikarans Rufus Reid.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.