Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „FLÆÐI“, akryl/olía (1994-95) Flæði og fræhús MYNPLIST Listhús 39 Hafnarfirði MYNDVERK EVA BENJAMÍNSDÓTTIR Opið 10-18 virka daga, laugardaga 12-18, sunnudaga 14-18. Aðgangur ókeypis. Til 28. maí. LISTAKONAN Eva Benjamíns- dóttir telst ekki stórtæk á sýninga- vettvangi og þannig hefur hún ein- ungis boðið upp á eina vinnustofu- sýningu, frá því hún sýndi í Ás- mundarsal 1983. Hins vegar hefur liún verið með tvo gjörninga, annan á Lækjartorgi en hinn á Harvard Square, Cambridge Mass, en til þeirrar hliðar listar hennar þekki ég lítið. Sýningin í Ásmundarsal vakti dijúga athygli og vinnustofusýning- in gaf til kynna að hér var listamað- ur með mjög jarðræna taug á ferð og átti maður von á að Eva haslaði sér enn frekar völl á því siði. En í millitíðinni hafa ýmsir erlendir lista- menn tekið þetta upp, fiskað í land- helgi okkar að segja má, og er mikill skaði að hún skyldi ekki virkja þessar hugmyndir í ríkara mæli. Kannski á Eva sér of mörg áhugamál og dreifir kröftum sínum fullmikið á milli þeirra, þannig að samfelld vinnubrögð komast síður að. Það er í öllu falli óvenjulegt, að sjá jafnbreitt áhugasvið opinber- að í sýningarskrá, en þau spanna frá myndlist, leiklist, tónlist, söng- list, ljóðlist, braglist, látbragðsleik, ljósmyndun og myndbandalist tií garðyrkju, umhverfisverndar, lest- urs, skrifta, hugleiðslu, siðfræði, sunds, matreiðslu, býflugna, blóma, fólks og ferðalaga utanlands sem innan. Af þessum mörgu áhugamál- um fékk ég hlutdeild í einu, eftir listaveislu í Hafnarfirði, fýrir fáum árum, og ég minnist þess ekki að hafa fræðst jafnmikið um blóm um dagana á jafnskömmum tíma. Auð- sjáanlega Iá ómæld vinna að baki garðyrkjustörfum hennar, og hér var nærfærin listamaður um gró- mögn jarðar að verki. Og hún ljós- myndaði ferli blómanna og jurtanna og átti bókstaflega mynd af þeim öllum, vandlega röðuðum niður í albúm með upplýsandi skýringum. Hafði ég orð á því í gamni og al- vöru, að þetta væri hennar vett- vangur, og sagði frá mikilfengleg- um listaverkum í blómaskreyting- um og blómarækt sem ég hafði borið augum erlendis. Það er hollt fyrir þá sem skoða sýninguna í Listhúsi 39 að vita þennan bakgrunn, því sköpunarferl- ið er jarðtengt en ekki „improviser- að“, eins og sagt er á fagmáli, og er átt við er listamenn vinna einung- is út frá innblæstrinum. Það gerðu ei heldur hinir stóru í málaralist- inni, innblásturinn einn dugir ekki, því án áhrifa hins hlutvakta í um- hverfi mannsins gerist lítið, jafnvel þótt útkoman verði óhlutbundin. Myndirnar af þríhyrningsform- unum (4-14) eru gerðar úr blómum, nánar tiltekið fræhúsum, límdum á flötinn með akryl matt medium, en aðrar myndir eru líkastar gróður- magnafossum og hér er notast við blandaða tækni, þ.e. akryl /olía. Allar eru frá þessu og síðasta ári. Lítil sýning en sem lumar á sér og farsælast er að skoða vel, ásamt því að þeir sem lesa ensku ættu ekki að láta ljóðið á veggnum fram hjá sér fara. Bragi Ásgeirsson. Kötlumót um helgina Stærsti karlakór á Islandi syngur á Höfn YFIR 300 manna karlakór syngur ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands í íþróttahúsinu á Höfn í Hornafirði á laugardaginn. Kórinn er • settur saman úr sjö karlakórum í Kötlu, sambandi sunnlenskra karlakóra, sem koma saman til söngmóts á Höfn um helgina. Kórarnir sjö syngja hver um sig nokkur lög á mótinu, sem hefst kl. 14 á laugardaginn. Einsöngvarar með kórunum eru úr hópi söng- manna. Síðan syngja kórarnir sam- an fjögur lög ásamt Sinfóníuhljóm- sveit Islands undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar. Sinfóníuhljómsvitin leikur einnig tvo forleiki, Hátíðarm- ars Páls Isólfssonar og Porleik úr Meistarasöngvurunum frá Núrnberg eftir Richard Wagner. Innan sambandsins eru tíu kórar í suðurhluta landsins, allt frá Borg- arfirði í vestri_ til Hornafjarðar í austri. EP í mótinu taka þátt Karlakór Reykjavíkur, Karlakórinn Fóstbræður, Karlakór Keflavíkur, Karlakór Selfoss, Karlakórinn Stefnir í Mosfellsbæ, Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði og Karlakórinn Jökull á Höfn. Kötlumótinu lýkur með hófi í íþróttahúsinu á Höfn á laugardagskvöldið. FÖSTUDAGUR 19. MAÍ1995 2i M \cebefQ sa'a 2509 LAMBAKJOT - fyrsti flokkur, - - fyrsta flokks á grillið \l\v\Viev W\a \s' \\sýooaí1 MW\óð^aU' Gív A8' Grillsagaðar lærissneiðar kg.589.- Heil læri 489.- Grillkótelettur 598.- Kótelettur, venjul. 649.- Heill hryggur 489.- Grillrifjur 198.- Grillsneiddur framhluti 395.- Grillsneiðar úr framhrygg 498.- Úrvals gott súpukjöt 339.- BESTU KAUPIN: Grillsagað lambakjöt, 1/2 skrokkur í poka kg. 389.- iii GLÆSIBÆ • LAUGALÆK • BORGARKRINGLU • ENGIHJALLA • MIÐBÆ Hafnarf irði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.