Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 19. MAÍ1995 33 SIGRÍÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR + Sigríður Þor- leifsdóttir var fædd 26. maí 1908 í Hofi í Garði. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 15. maí sl. Foreldrar henn- ar voru Júliana Hreiðarsdóttir og Þorleifur Ingi- bergsson, ættuð úr V estur-Skaftafells- sýslu. Systkini Sig- ríðar voru þrjú, Sigurbergur, vita- vörður á Garð- skagavita, tvíbura- systirin Guðrún, húsmóðir í Garði, og Pálína, húsmóðir í Garði. Sigríður giftist eftirlif- andi manni sínum Júlíusi Daní- elssyni 23. desember 1933. Þau reistu hús í Grindavík yfir fjöl- skyldu sína sem þau nefndu Brautarholt. Börn þeirra hjóna urðu fjögur. Þau eru: 1) Þóra, húsmóðir í Garðabæ, f. 24. nóv- ember 1933, gift Erlingi Krist- jánssyni skipstjóra. Þau eignuð- ust sex börn. 2) Ingólfur, vél- stjóri í Grindavík, f. 29. september 1935, kvæntur Rún Pétursdóttur hús- móður. Þau eignuð- ust sex börn. 3) Þor- leifur, flugvélvirki í EI Paso í Bandaríkj- unum, f. 8. nóvem- ber 1942, kvæntur Jo Júlíusson. Þau eignuðust þijú börn og eru tvö þeirra á lífi. 4) Daníel Rún- ar, rafeindavirki í Grindavík, f. 22. júlí 1950, kvæntur El- ísabetu Sigurðardóttur hús- móður. Þau eignuðust tvö börn. Fósturdóttir þeirra er Ragn- heiður M. Pétursdóttir, verk- stjóri, búsett í Orlando, fædd 3. mars 1945, gift Don Jones vélstjóra. Barnabörn þeirra hjóna eru 17 og barnabarna- börnin eru orðin 22. Sigríður verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. Jarðsett verður í Útskálakirkjugarði. MAMMA MÍN, Þú varst líknin móðir mín, og mildin þín studdi mig fyrsta skrefið. (Örn Amarson) Móðir mín, Sigríður Þorleifsdótt- ir, lést að morgni 15. maí, en hún hefði orðið 87 ára 26. maí. Ég sit hér hljóð og hugsa um farinn veg, um hana móður mína, sem alltaf vildi öllum vel og ef eitt- hvað var slæmt gat það hafa orðið verra. Aldrei hallaði hún á nokkurn mann. Hún hafði græðandi hendur og græðandi sál og hér á árum áður hjálpaði hún mörgum sem þurftu aðstoðar við, sérstaklega ef menn höfðu fengið sár af einhveijum ástæðum. Það var oft þröngt í Brautarholti í Þórkötlustaðahverf- inu, en aldrei minnist ég þess að henni fyndist of þröngt og alltaf áttu þeir vísan náttstað, þeir minni máttar, sem þurftu að hafa ofan af fyrir sér með því að ferðast um og selja vörur. Það var oft gest- kvæmt, því „rútan“ stoppaði við Brautarholt og beið því fólkið inni eftir rútunni. Ég minnist líka sumranna suður í Garði, sem við sögðum, þó það væri í norðvestur, en í Garðinum þar sem mamma fæddist og ólst upp átti hún sterkar rætur. Kær- leikurinn milli þeirra systkina var alveg einstakur fannst mér og eru þetta dásamleg ljósbrot úr fortíð- inni. Samband hennar og Guðrúnar tvíburasystur hennar var ólýsanlegt og held ég að næstpm aldrei hafi önnur þeirra fengið sparikjól, nema hin fengi eins og breyttist það ekk- ert síðari árin. Þær urðu alltaf að vita hvað hin hugsaði eða segði og þótti mér vænt um þegar ég eignað- ist dóttur á afmælisdaginn þeirra sem ber nöfn þeirra beggja. Alltaf sagði hún systir eða bróðir á eftir nöfnum systkina sinna. Þetta hef ég sennilega fengið í arf, því dóttir mín sagði um daginn: „Mamma, þú nefnir aldrei bræður þína án þess að segja bróðir á eftir,“ ég hafði ekki veitt því athygli en þykir mjög vænt um þetta. Hún mamma var einstaklega barngóð og hafði mjög gaman af að tefla og kenndi okkur systkinum og barnabörnum það, hún hafði svo mikla þolinmæði, einnig kenndi hún okkur systkinum að glíma. Já þetta voru dásamleg ár. Það er margt sem ég nú í seinni tíð hefði viljað fá svör við, en því miður veiktist hún og gat engin svör gefið í nokkuð mörg ár. Mér þótti vænt um þegar einn tengda- sonur minn sagði um daginn: „Hún var ein af þeim sem ekkert nema gott er hægt að segja um.“ Fannst honum alltaf birta og góðmennska skína í gegn í veikindum hennar. Eiginmanni mínum tók hún strax sérstaklega vel og virtist ávallt þekkja hann í veikindum sínum. Saknar hann hennar mjög og biður fyrir þakklæti og kveðjur. Litla telpu tóku foreldrar mínir að sér sem mömmu fannst þarfnast sín og sýndi henni sömu hlýju og ást og okkur hinum. Elsku pabbi, ég veit að það er sárt að missa ástvin, en þú hefur góðar minningar, þú reyndist henni alveg einstakur í hennar veikindum, það var eitthvað alveg sérstakt við það. Guð styrki þig um ókomin ár, ég held líka að hún mamma mín líti til þín. Það er mikill söknuður að okkur öllum kveðinn og gott að eiga góð ljósbrot í minningunum. Ástarkveðjur frá allri minni fjöl- skyldu mamma mín. Hvarf ég frá þér, móðir mín, en mildin þín, fylgdi mér alla ævi. (Örn Arnarson) Þín dóttir, Þóra. Elsku mamma, tengdamamma, fósturmamma, amma og langamma. Við kveðjum þig nú í síðasta sinn, þó hugurinn eigi eftir að leita oft til þín. Á meðan þú gast, tókstu mikinn þátt í okkar lífi, kenndir okkur góða siði og heiðarleika fyrst og fremst. Kenndir okkur að tefla og höfðu allir sérstaklega mikla ánægju af því, einnig að spila og aldrei voru leiðindi, þótt í byrjun væri ekki allt- af allt rétt. Bara útskýrt betur og haldið áfram. Aldrei komum við svo að ekki væri okkur réttur biti af einhveiju tagi og söngelsk varstu og söngst mikið heima. Aldrei féll styggðaryrði á nokk- urn mann og alltaf tilbúin að hjálpa, við allar aðstæður og sérstaklega fannst barnabömunum gott að mega og geta leitað til þín, við þökkum þér sérstaklega fyrir ástina og umhyggjuna. Eitt sinn meiddist einn sonur þeirra í Ameríku og drifu þau sig til hans, næstum alveg mállaus og er kraftaverk hvernig þau komust á leiðarenda, en það var svo sjálf- sagt að fara, að um það var ekki hugsað. Þannig var það alltaf, ástin og umhyggjan í fyrirrúmi. Gjafmild var hún ávallt og hafði sérstaka ánægju af að gefa og allt- af gaf hún börnum og barnabörnum sumargjafir, hún hélt mikið upp á sumardaginn fyrsta. Elsku mamma og amma, megir þú hvíla í friði og í birtunni sem tekur á móti þér koma þau mamma þín og pabbi ásamt sonarsyni, bróð- ur og ættmennum öllum. Elsku pabbi og afi, við skiljum svo vel alla þína sorg og biðjum Guð að létta þér hana. Þú hugsaðir frábærlega vel um móður okkar og ömmu í veikindum hennar, þökkum þér fyrir það. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Börn og barnabörn. Mig langar að minnast elskulegr- ar ömmu minnar með örfáum orð- um og þakka henni fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Hennar viðhorf til lífsins var ávallt að líta björtum augum á hlutina og gera gott úr öllu. Oft komum við krakkarnir til ömmu í Brautarholti og var okkur alltaf tekið opnum örmum, ávallt hafði hún nægan tíma fyrir okkur og aldrei fórum við án þess að hafa fengið eitthvað i svanginn. Oft vor- um við mörg samankomin og vorum ekki alltaf á lágu nótunum, en aldr- ei byrsti hún sig, heldur lægði hún öldurnar með aðdáunarverðri ró. Aldrei hallmælti hún nokkrum manni heldur fann hún eitthvað jákvætt í fari allra og mættu marg- ir taka sér það til fyrirmyndar. í Brautarholti bjuggum við Dunni okkar fyrstu búskaparár í Grinda- vík, þá var sonur okkar, Ölver Árni, rétt orðinn tveggja ára gamall og sótti hann þá strax mikið til afa og ömmu. Gáfu þau honum ómælda ást og hlýju sem hann býr að það sem eftir er ævinnar. Síðar á lífs- leiðinni þegar hann hóf skólagöngu sína bjuggum við í næsta húsi. Þá var það fastur liður í hans daglega lífí að rölta yfir til ömmu sinnar áður en skóli hófst og var þá mikið spjallað. Hún kenndi honum mann- ganginn og sátu þau löngum yfir tafli, eins var oft gripið í spil. Þetta var honum ógleymanlegur tími þeg- ar fram liðu stundir. Elsku amma mín, minningarnar hrannast upp á stundu sem þess- ari, allar eru þær á sömu lund, hvað það var alltaf gott að koma til ykkar afa í Brautarholt, sama hvort maður var barn eða síðar á lífsleiðinni þegar við Dunni bjugg- um úti á landi, þá stóðu ykkar dyr ávallt upp á gátt og herbergi reiðu- búið fyrir okkur að dvelja í á meðan á dvöl okkar stóð í Grindavík. Elsku afi minn, missir þinn er mikill, á aðdáunarverðan hátt studdir þú ömmu með ást og um- hyggju síðustu æviár hennar. Guð blessi þig og gefi þér styrk. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni að alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki er gjðf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum sem fengu að kynnast þér. (Davið Stefánsson) Elsku amma mín, takk fyrir allt. Inga. Fyrir um það bil 25 árum kynnt- ist ég þeirri mætu konu Sigríði Þorleifsdóttur sem þá bjó með manni sínum Júlíusi Daníelssyni í Brautarholti í Grindavík. Nú er hún horfin úr þessum heimi og því lang- ar mig til að minnast hennar með nokkrum orðum. Kynni mín af Siggu hófust er ég fór að venja komur mínar til Grinda- víkur á fund dótturdóttur hennar, Ingu, sem fljótlega kynnti mig fyr- ir ömmu sinni og afa. Það var mér afar dýrmæt reynsla að sitja með Siggu að spjalli og kynnast viðhorf- um hennar til lífsgöngunnar og samferðamanna okkar. Hún kenndi mér að meta svo margt í öðru ljósi en áður hafði lýst mér og víst er, að ekkert ljós skein skærar en ljós- ið hennar Siggu: Aldrei nokkurn tíman heyrði ég hana segja styggð- aryrði um nokkurn mann heldur sá hún ævinlega jákvæðu hliðar bæði manna og málleysingja. Það voru ófáar stundirnar sem við spjölluðum saman í bílskúmum hennar þegar hún vann við neta- afskurð af mikilli natni. Hennar viðhorf til hvers starfs var, að það væri ekkert lengur verið að vinna starfið vel en illa. Væri betur að fleiri tileinkuðu sér það viðhorf. Barngæska Siggu var einstök. Það var ígildi háskólanáms í uppeld- isfræðum að fylgjast með þegar barna- og barnabarnabörnin komu í Brautarholt að heimsækja ömmu. Oft urðu ærslin með þeim hætti að mér hefði þótt það hálfa nóg en Sigga brosti og stjómaði skaranum af sinni einstöku ró og aldrei yfir- gáfu krakkarnir Brautarholt öðru- vísi en sæl og glöð í sínu sinni. Við Inga stöndum í eilífri þakkar- skuld við ömmu fyrir þær stundir sem hún eyddi með syni okkar Öl- veri Árna og gaf honum ómælda hlýju og ást sem hann býr að það sem eftir er ævinnar. Hann sóttist mjög í að tefla við ömmu sína á morgnana meðan hann beið eftir að fara í skólann. En hún kenndi honum svo miklu meira en mann- SIGRÍÐUR ÞÓRKATLA * GUÐMUNDSDOTTIR + Sigríður Þór- katla Guð- mundsdóttir fædd- ist í Ásbúð í Hafnar- firði 19. maí 1910. Hún lést 3. maí sl. Foreldrar hennar voru Kristbjörg Ól- afsdóttir, húsmóðir og Guðmundur Sig- valdason, útvegs- bóndi. Sigríður var yngst ellefu barna þeirra. Aðeins eitt systkinanna er nú á lífi, Ragnar, og er hann kominn á tí- ræðisaldur. Þrjú systkinanna í Ásbúð létust úr barnaveiki ung að árum. Þau, er upp komust auk Sigríðar voru: Sigvaldi húsasmíðameistari, kvæntur Guðmundu Svein- björnsdóttur; Guð- björg, kjólameistari og kaupkona, gift Geir Konráðssyni, kaupmanni; Július, kaupmaður, kvænt- ur Guðrúnu Nikul- ásdóttur; Oddný, gift Jóni Halldórs- syni, bakara; Krist- inn, kaupmaður, kvæntur Unni Kristjánsdóttur Hall; Ragnar heild- sali, kvæntur Reg- ínu Magnúsdóttur; Jóna Marta, gift Gunnari Þor- steinssyni lögfræðingi. Sigríður verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin kl. 15. SIGRÍÐUR, frænka mín, var list- ekki hafa verið ein um þá skoðun. feng og ofurviðkvæm stúlka. Fyrstu En hið fornkveðna, að ekki fer minningar mínar um hana eru hve alltaf saman gæfa og gjörvuleiki, falleg mér fannst hún og mun ég sannaðist átakanlega á henni. Ör- ganginn á 64 reita taflborðinu. Gangurinn á taflborði tilveru okkar sem hún lagði inn hjá honum er meira virði en nokkurt skólanám og fyrir það vil ég þakka Siggu enn og aftur. Ekki er hægt að minnast húsfreyj- unnar í Brautarholti án þess að geta gestrisni hennar. Ef ég ætti að velja einkunnarorð hennar væru þau: „Viltu ekki fá þér eitthvað?" Þó maður liti aðeins inn til að segja „sæl Sigga mín“ var umsvifa- laust lagt á borð og boðið til veislu og aldrei fór maður hungraður af hennar fundi. Brautarholt, hús þeirra Siggu og Júlla, er mér kærara en flest önnur hús margra hluta vegna. Þar hófum við Inga okkar búskap í Grindavík eftir að hafa lokið námi í Reykja- vík. Þar eyddum við líka brúðkaups- nóttinni okkar hinn 5. júní 1973 undir fjallþykkum dúnsængum sem þau hjón lögðu okkur til. Var vel gætt að því að hjónin nýgiftu hefðu það sem best. Það veit sá sem allt veit að undir engum kringumstæð- um hefði ég viljað skipta þá nótt á svítunni á Sögu og herberginu í Brautarholti. Nú styttast ekki lengur dagar Siggu. Hún er ekki lengur á meðal vor. Hennar er sárt saknað þótt ekki hafi maður getað ræktað sam- bandið sem skildi undanfarin ár. Síðustu árin dvaldi hún á Hrafnistu í Hafnarfirði og naut þar umönnun- ar og alúðar starfsfólksins. Það var aðdáunarvert að sjá hvað henni var hjálpað og hve fín hún var. Hún Sigga var fallegt gamalmenni. Alla tíð geislaði gleði úr augum hennar og stutt var í brosið. Ég veit að nú er aftur komið vor hjá þér elsku Sigga mín. Það eru góðir félagar sem taka á móti þér hinumegin, bæði ættingjar og vinir. Ég veit líka að þú lætur þig ekki vanta í móttökunefndina þegar að því kemur, að við sem syrgjum þig nú, tínumst eitt af öðru í vorið til þín. Ég held að þessi vísa vinar míns Erlings A. Jónssonar lýsi heiminum hinum megin nokkuð rétt. Þorrinn genginn, góan með gleymist vetrarkvíðinn. Lífið kviknar, kætist geð klæðist grænu hlíðin. Júlli minn, missir þinn er mikill. Þú stýrðir fleyi þínu heilu í höfn, þú studdir þína heittelskuðu til hennar hinstu stundar. Við, yngra fólkið í fjölskyldunni, getum svo margt af lífshlaupi ykkar Siggu lært. Guð blessi þig og gefi þér styrk. Ég votta öllum aðstandend- um Siggu samúðar og bið Guð að blessa þá. Guðni Þ. Ölversson. laganornirnar höfðu spunnið henni erfiðan vef. Um þrítugsaldur tók að bera á sjúkleika, er fylgdi henni alla tíð síðan. í dag hafa læknavís- indin ýmis ráð til að bæta líðan þeirra, er þjást af geðsjúkdómum en fyrir meira en hálfri öld voru aðrir tímar, litið um lyf og jafnvel beitt lækningaaðferðum er gerðu illt verra. Þessi fallega kona, sem var hvers manns hugljúfi, eyddi meira en fimmtíu árum ævi sinnar á ýmsum stofnunum fyrir geðsjúka. Að systkinum hennar gengnum hafði ég aukin kynni af högum Siggu. Virðist mér sem hún hafi notið góðrar aðhlynningar hjúkrunar- fólks. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim er önnuð- ustu hana af hlýhug og nærgætni. Nú, þegar við ættmenni hennar fylgjum henni síðasta spölinn, horf- um við hnípin hvert á annað og í huga mínum brennur spurningin: Gat ég ekki gert meira fyrir hana? Ég veit að Sigga er nú komin í faðm ættmenna sinna og tengda- systra og þar á meðal eru konur sem aldrei kynntust misvitrum kon- um vorra tima er prédika að konur eigi ekki að fórna sér fyrir aðra. Það er eðli þeirra góðu, kvenna og karla, að fóma sér fyrir aðra. Þannig finna þeir það sem við öll leitum að, hamingjuna. Hrefna Sigvaldadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.