Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BJORN ÞORARINN JÓHANNESSON + Björn Þórarinn Jóhannesson var fæddur 29. maí 1930 á Hvamms- tanga, V-Húna- vatnssýslu. Hann lést á Landspítalan- um 11. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðríður Guð- rún Gísladóttir frá Lágafelli, Mosfells- sveit og Jóhannes Pétur Jónsson frá Hrísakoti á Vatns- nesi, V-Húnavatns- sýslu. Auk Björns eignuðust þau Jón (látinn), Marsibil Sigurrósu Jennýju, Helgu (látin), Stefán (látinn), óskírðan dreng (látinn), Skúla (látinn) og Skúla. Björn kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Val- gerði Vilhjálmsdóttur frá Akur- eyri, 29. september 1963. Björn verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. MÓÐURBRÓÐIR minn, Björn Þórarinn Jóhannesson, hefur kvatt þessa jarðvist okkar tæplega 65 ára aldri. Kveðjustundin er ætíð sár, en all- ar góðu minningarnar bæta þar dá- lítið um og gera okkur missinn mild- ari._ Eg man ekki eftir mér án Bjössa, hann bar alltaf með sér gleðina, hvort heldur þegar hann kom til okkar eða við fórum til ömmu á Hringbrautina þar sem Bjössi bjó, fyrstu árin sín í Reykjavík, ásamt eldri bræðrum. Stríðinn var hann, en hafði þó þann góða kost að geta tekið stríðni sjálfur sem ekki er algengt, en allt var þetta góðlátlegt og skildi ekkert eftir nema gleði. Föður sinn missti hann aðeins átta ára að aldri og fylgdi síðan móður sinni þar til stúdentsprófi lauk vor- ið 1951. Um haustið fór hann til náms til Edin- borgar í Skotlandi en svo hörmulega vildi til að móðir hans andaðist í októbermánuði það sama ár, en skólapiltur á þessum árum hafði ekki auraráð til að koma heim og fylgja móður sinni síðasta spölinn. Var þetta honum þung og erfið reynsla sem hann bar lengi í brjósti. Á sumrin kom hann ætíð heim til að vinna fyrir næsta námsvetri og ætíð hafði hann eitthvað meðferðis til að gleðja litlu frænku sína svo sem eins og kjól keyptan í Princess Street. Tvö sumur bjó hann hjá okk- ur mæðgunum, mér til mikillar ánægju, en ég minnist þess að móð- ir mín var stundum þreytt á ærslun- um í okkur þótt hún hefði oftast gaman af. Að námi loknu gerðist hann skóla- stjóri í Bolungarvík og held ég að þau ár hafi kannski verið honum dulítil vonbrigði, því hann mat nám mikils en honum fannst því gert fremur lágt undir höfði þar sem börnin hurfu öll úr skólastofunum um leið og fiskur kom að landi. Árið 1963 hóf hann kennslu við Kennaraháskóla íslands, síðar Kenn- araháskólann og var hann þar, þar til hann lét af störfum fyrir þremur árum. Sennilega stóð hann mér hvað næst þegar hann leiddi mig upp að altarinu fyrir 33 árum í veikindafor- föllum föður míns. Var það mér MINNINGAR . mikill styrkur að finna þétt handtak hans á handlegg mér er ég gekk taugaóstyrk inn kirkjugólfið. Ári síð- ar kvæntist hann sjálfur, dularfullu stúlkunni sem við vissum að var ein- hvers staðar en höfðum ekki séð. Betri konu var ekki hægt að hugsa sér en Valgerði. Hún var ekki bara hans því hún heillaði okkur öll með blíðlyndi sínu og hljóðlæti, börnin dáðu hana og aldrei var annað þeirra nefnt á nafn án þess að hitt fylgdi á eftir. Heimili þeirra stóð okkur opið, hlýlegt og fallegt, en því miður er tíðarandinn orðinn slíkur að fólk gerir lítið af því að rækta fjölskyldu- böndin og svo einn góðan veðurdag er það orðið of seint og samviskan segir til sín. Sælureit áttu þau hjónin, fallegan sumarbústað í Biskupstungum, Hrísholt 10. Það var ætíð hlakkað til vorsins þegar snjórinn færi nú að bráðna og hægt væri að setja niður kartöflurnar og hlúa að gróðr- inum sem var orðinn mikill og fall- egur. Þau voru búin að fara eina ferð í vor og glöddust yfir að allt væri í besta lagi eftir veturinn, út- sæðið höfðu þau keypt og hrossa- taðið beið dreifingar. Allt verður þetta framkvæmt en ekki á sama hátt og áður. Nú er þessum kapítula lífsins lok- ið, en lífið heldur áfram. Valgerður mín, sorgin er sár og harmur þinn mikill, megi Guð styrkja þig og styðja yfir þennan erfiða hjalla. Frænda mínum bið ég Guðs blessun- ar, megi hann hvíla í friði. Hanna. Kveðja frá Kennara- félagi KHÍ Björn Þ. Jóhannesson var kennari við Kennaraháskóla ísiands og síðar lektor við Kennaraháskóia Islands um áratuga skeið. Við erum því mörg sem urðum þess aðnjótandi að eiga hann að samverkamanni og félaga og sum okkar voru nemendur hans á árum áður. Þegar lýsa á því hvernig Björn kom okkur við Kennaraháskólann fyrir sjónir er af mörgu að taka. Orðin dulur, athugull, fróður og kurteis lýsa honum vel. Hann var vel gefinn og vel menntaður og þægilegur í allri umgengni. Það var jafnan gaman og gefandi að spjalla við hann hvort sem um var að ræða málefni Kennaraháskólans og kenn- aramenntunar, skógrækt, þjóðlegan fróðleik eða heima og geima. Þótt hann væri hæglátur fór hann ekki dult með skoðanir sínar í samtölum og setti þær gjarnan fram á eftir- minnilegan hátt. Það fór ekki mikið fyrir honum dagsdaglega en samt hafði hann mikil áhrif á umhverfi sitt og samstarfsfólk með einlægri kankvísi og sérstæðri glettni sem birtist á margvíslegan hátt í augna- tilliti, samtölum og tilsvörum. Hann naut virðingar og trausts nemenda sinna og samverkafólks og var m.a. formaður Kennarafélags KHÍ um nokkurt skeið auk annarra trúnaðar- starfa. Hann sá um bókasafn skól- ans um tíma auk kennslustarfa og sinnti því af kostgæfni og samvisku- semi. Þá var hann góður skákmaður og naut þess að tefla. Við kennarar og annað starfsfólk Kennaraháskól- ans eigum margs góðs að minnast og höfum fyrir mikið að þakka þeg- ar við kveðjum hann. Með Birni er genginn góður drengur og minnisstæður maður sem lét þó aldrei mikið yfír sér. Við sem störfuðum með honum við Kennara- háskólann viljum heiðra minningu hans með þessum fáu orðum og votta eftirlifandi eiginkonu og öðrum aðstandendum samúð okkar. F.H. Kennarafélags KHÍ, Gunnar J. Gunnarsson. Mig langar til að minnast Björns Þ. Jóhannessonar, mágs míns, fáein- um orðum. Enginn reyndist mér betur, þegar erfiðleikar steðjuðu að, og gamlar minningar leita á hug- ann. Árið 1957 missti Björn elsta bróður sinn, Jón Jóhannesson, pró- fessor, sem andaðist langt um aldur fram, tæplega 48 ára að aldri. Helgi, bróðursonur Björns, var þá fjögurra ára og neitaði að trúa því, að faðir hans kæmi ekki aftur, og yngri son- ur okkar Jóns var væntanlegur í heiminn skömmu síðar. Björn mágur tók til sinna ráða, fór með drenginn á æskuslóðir þeirra systkina norður að Hrísakoti á Vatnsnesi til Jennýj- ar, systur sinnar, og manns hennar, Jóhannesar Levy, þeirra merkis- hjóna. Þarna var drengurinn umvaf- inn væntumþykju og hlýju, Björn vék varla frá honum um mánaðar- tíma, og Helgi litli hreifst af sveit- inni í allri sinni dýrð. Bjöm var námsmaður mikill. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1951 og var meðal hæstu nemenda. Sama haust sigldi hann til náms við Edin- borgarháskóla og eftir fimm ára nám útskrifaðist hann þaðan með mast- ersprófi (MA honours) í enskri tungu og bókmenntum. Auk þess lauk hann mastersprófi (MA ordinary) frá sama háskóla í þýsku, latínu, sögu, heim- speki og þjóðfélagsfræði. Búast mætti við, að hinum unga lærdóms- manni stæðu flestar dyr opnar við æðri menntastofnanir, þegar heim var komið. Hann kenndi fyrsta árið ensku og sögu við gagnfræðaskóla og taldi sig ekki ná þeim árangri, sem hann vildi. Hann var skólastjóri næstu fimm árin í Bolungarvík og tók þar þátt í félagsstarfi. Hann var formaður Rauða kross deildar þar, var í stjórn bókasafnsins og Kennara- félags Vestljarða. Árið 1963 urðu straumhvörf í lífi Björns. Þá kvæntist hann Valgerði Vilhjálmsdóttur, skjalaverði í menntamálaráðuneytinu, mikilli ágætiskonu. Hjónaband þeirra var farsælt. Þau voru trygg, samhent og báru virðingu hvort fyrir öðru. Venjulega voru nöfn þeirra beggja nefnd, þegar rætt var um þau með- al vina og ættingja. Sama haust kenndi Björn ensku og sögu við Kennaraskóla íslands og var síðar skipaður þar lektor. Björn ritaði ýmsar greinar, aðallega um uppeldismál, vann við þýðingar og sótti námskeið við erlenda háskóla. Fyrir nokkrum árum fengu Björn og Valgerður land í Biskupstungna- JOHANNES H. JÓNSSON + Jóhannes Har- aldur Jónsson fæddist á Gili í Dýrafirði 30. nóv- ember 1923. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 12. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Valgerður Efemía Tómasdóttir og Jón Július Sigurðsson bóndi. Þau áttu sex börn. Þau voru Har- aldur, lést ungur, Sigurður sem einn- ig lést ungur, Ingi- björg sem nú er látin, Jóhannes Haraldur, Tómas og Oddur yngstur. Jói var lærður vél- stjóri, hann starfaði á olíuskip- inu Skeljungi, síðan á Kyndli, lengst var hann á dráttarskip- inu Goðanum, á Akraborgu og síðast á Helgey. Eftir að hann kom í land vann hann á bensín- sölu Skeljungs á Miklubraut. Allstaðar þar sem hann vann var hann góður félagi og sam- viskusamur starfsmaður. Jó- hannes giftist Lovísu Margréti Eyþórsdóttur, fædd 25. október 1921, dáin 2. janúar 1991. Þau giftu sig 12. mars 1960. Það var þeim báðum gæfuspor. Ninna átti tvær dætur, Ir- isi Grétu Valberg, kjördóttur af fyrra hjónabandi sem var uppkomin, og Onnu Björgu Samúels- dóttur, sem ólst upp hjá þeim. Saman áttu Jóhannes og Lovísa tvö börn, Valgerði, fædda 1959, og Inga Jón, fæddan 1964. Eiginmaður írisar er Trausti Valdimarsson, eiga þau tvær dætur og eitt barnabarn. Eiginmaður Onnu Bjargar er Bjarni Daníval Bjarnason, eiga þau þrjú börn. Sambýlismaður Valgerðar er Valgeir Birgisson. Valgerður á einn son, Jóhannes Inga Geirs- son, og er hann tíu ára. Ingi Jón bjó með föður sínum á Háaleitisbraut 42. Útför Jóhannesar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. eins. „Ljúfur, kátur og lítillátur" eins og stendur í heilræðavísum sálma- skáldsins okkar góða. Alltaf var stutt í léttan hlátur hans. Ég kynnt- ist Jóhannesi þegar hann giftist æskuvinkonu minni Lovísu Margréti Eyþórsdóttir (Ninnu). Þegar Ninna kvnnti fyrir okkur unnustann sinn, urðu fagnaðarfundir hjá Sverri manninum mínum, þeir höfðu verið skipsfélagar á Skeljungi, þeir höfðu ekki hist í nokkur ár. Ninna og Jói bjuggu fyrst í Sól- heimum í Reykjavík, en fluttust það- an í einbýlishús í Hlaðbrekku 15 í Bifröst sú, sem bezt er gjörð bindur himni lága jörð, bróðurkærleiks andinn er, allt sem fyrir hjarta ber. Skynsemin þó vinni völd, verður ævin myrk og köld, slái ekki allt um kring undir hjarta af tilfínning. / (Höf. Sigurður Jónsson frá Amarvatni.) í afmælisdagabókinni minni er þessi vísa á fæðingardegi Jóhannes- ar vinar míns. Vissulega átti hún 'el við persónuleika hans. Hann var iíkur ljúflingur að leitun er á öðrum Kópavogi. Ninna og Jói voru ákaf- lega samhent hjón sem unnu af ein- hug að uppbyggingu heimilis síns. Heimilið þeirra einkenndist af snyrti- mennsku bæði úti og inni. Jói var mjög handlaginn maður, má þar nefna þegar Ninna var á kafi í lopa- peysuptjóni, þá pijónaði Jói stundum ermarnar, luku þau þá gjarnan peysu á dag. Oft leitaði ég til hans þegar saumavélin bilaði, var hann fljótur að koma henni í lag. Sjálfur keypti hann sér nýja saumavél í vetur, gamla vélin hennar Ninnu var orðin mjög slitin og gafst hreinlega upp. Jói gat ekki hugsað sér að vera saumavélarlaus, það var honum fjarri skapi að biðja um aðstoð í öðrum húsum við smá fataviðgerðir. Fyrr á árum voru mikil samskipti á milli okkar, við hittumst oft til að spila, þau kenndu okkur að spila bridge. Oft fórum við saman í sum- arfrí og vorum við þá í tjöidum. Minnisstæðust þeirra ferða nú á þessari stundu er ferð sem við fórum saman í Þjórsárdalinn. Það var í ágúst og einstaklega fagurt veður. Eitthvað þurfti ég að bregða mér í skóginn um kvöldið. Máninn glamp- aði á himinhvolfinu, blæjalogn var. Dvaldist mér nokkra stund, langaði meira að njóta fegurðar himins og jarðar en fara inn í tjald að spila. Þá hittumst við Jói þarna í skóginum og settumst saman á lækjarbakka og fórum að syngja saman. Jói hafði afburða fagra og skæra tenórrödd, sem átti sér enga líka. Hann var mjög lagviss svo ég gat raulað með honum. I mi'num huga er þetta með mínum ljúfustu minningum. Að sitja á lækjarbakka hjá góðum vini um tunglskinsbjarta nótt og syngja. Við fundum innilega vináttu og sam- kennd. Sungum við saman mörg lög. Við ætluðum ekki að geta slitið okk- ur frá þessari unaðsstund. En við vissum að makar okkar biðu spennt- ir eftir að fá okkur til að spila. En Ninna skildi okkur, hún sagði: „Ég heyrði í ykkur, Sverrir vildi sækja ykkur en ég stoppaði hann af, þau skemmta sér svo vel! Þau eiga aldr- ei eftir að endurtaka þetta.“ Og það var rétt hjá henni, við sungum aldr- ei meira saman í skógi. Þó oft væri nú tekið lagið á góðum stundum. Unun var að heyra Jóa syngja til dæmis lögin: „Gekk að heiman glað- ur drengur“ og „Bára blá“. Hann hallaði höfðinu örlítið og lygndi aftur augunum og sveif inn í töfraheim söngsins. Jói átti lítinn bát sem heitir Örkin hans Jóa. Hann bauð okkur hjón- unum fyrir tveimur árum á sjóinn með sér. Við fórum með honum sem leið liggur að smábátahöfninni í Kópavogi. Þar vögguðu margir glæstir farkostir bundnir á strengi. Jói bendir mér á einn af þeim glæsi- legustu og segir: „Það er þessi, Stebba." Ég varð himinglöð og faðmaði Jóa og sagði: „Ó, Jói, til hamingju, ég hélt að þetta væri eitt- hvert kríli, ég vissi ekki að hann væri svona flottur.“ Þá hló Jói inni- lega, hans tilgangi var náð, að plata mig smávegis og ná fram réttum viðbrögðum. Benti hann mér síðan á minnsta og ljótasta bátinn í höfn- inni. „Nei, það er nú reyndar þessi!“ Mikið var hlegið. Bátsferðin var far- in, siglt var út fyrir sexbauju og farið á skak. Við veiddum nokkrar ýsur og ufsa. Þetta var reglulega gaman. í vetur bauð ég Jóa með mér að dorga gegnum ís en það hafði hann ekki gert áður. Við veiddum nú ekk- ert en þetta var samt skemmtilegt, bara að vera saman úti í kuldanum við þessar aðstæður. Við ætluðum alltaf aftur en ekki varð nú af því. Núna undanfarið var ég oft að hugsa um að fara að panta aðra sjóferð með honum. Það er ekki nóg að hugsa, maður á alltaf að framkvæma strax það sem manni dettur í hug. Valla hringdi í mig 12. maí og tilkynnti mér að faðir sinn hefði andast í svefni um nóttina. Ingi Jón var alltaf vanur að kveðja föður sinn áður en hann fór í vinnuna, hann leit inn til hans og sá hvað orðið var, daginn áður höfðu þeir unnið saman að viðgerðum á stykki í bát- inn. Hafði faðir hans verið hinn hressasti og ekki kennt sér neins meins, svo þetta var Inga Jóni mik- ið áfall. Ég og fjölskylda mín vottum honum og Valgerði og öllum sem syrgja Jóhannes H. Jónsson okkar dýpstu samúð. En við skulum þakka fyrir þennan góða dreng sem við áttum, hans skarð stendur autt, en minningarnar lifa. Ég vil kveðja Jó- hannes með fallega kvæðinu sem hann söng svo oft og vel. Gekk að heiman glaður drengur, gekk hann móður húsum frá honum brann í innstu æðum æskumannsins ferða þrá. Gekk hann horskur gegnum skóginn gatan stemmdi á háreist fjöll, trén hans bemsku vinir voru og virtust hvísla til hans öll Vertu sæll við söknum þín. (Höf. ókunn.) Guð blessi minningu Jóhannesar H. Jónssonar. . Stefanía R. Pálsdóttir og fjölskylda. Sólin kom jafn snemma upp á báðum bæjunum. Þeir stóðu undir sömu hlíðinni þar sem Grafandilæk- ur og gilin tvö, Glórugil og Bæjar- gil, trítluðu niður hlíðina. Efst á hvorum gilbarminum fyrir sig var sýnishorn af gróðri fyrri alda, Skóg- arbrekkurnar og Hornteigarnir. Þar ilmaði smávegis birkikjarr, fjall- drapi, lambagras, blóðberg og fleira. Hvor á sínum bænum vorum við Jóhannes og systkin okkar öll á sama aldri. Mitt á milli bæjanna, Gils og Gemlufalls, stóð barnaskólinn Lambahlað. Þangað sóttu öll börn frá Mýrum að Lambadal skyldunám sitt. Hann var vorboði nýrra tíma og barnahópurinn stór og allir frá 10 til 14 ára í sama bekknum. Þau sem fermdust fóru, hin tíu ára komu inn. Þarna óx upp samfélag. Þannig vissum við öll alltaf eitthvað hvert um annað. Þetta voru síðustu árin sem allt gekk sinn vana gang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.