Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 19. MAÍ1995 35 hreppi, reistu sér þar sumarbústað og nefndu hann Hrísholt. Nú var hafist handa um að rækta jörðina, tré voru sett niður og hlúð að öllum gróðri. í ágústmánuði 1992 komum við Jón Jóhannes og Sólveig Jakobs->, dóttir, kona hans, og við hjónin í heimsókn til þeirra. Björn mágur stóð úti á þjóðveginum til að taka á móti okkur. Hann var hversdaglega búinn, með húfu á höfði, en yfír honum var sama reisnin, æðruleysið og hlýjan, sem jafnan fylgdi honum. Bústaðurinn stóð uppi í brekku og sást ekki frá veginum. Við urðum að þræða gangstíg upp brekkuna. Þetta var gönguslóði, umkringdur lyngi og gróðri. Hvergi mátti raska náttúrunni og jafnvægi gróðurs og jarðar, allt varð að mynda eina heild. Þegar upp var komið, blöstu við fjallahringur, grænar grundir og grónir hagar. Við fengum tilsögn um örnefni, jurtaheiti og fuglateg- undir. Bæjarheiti voru talin upp og oft fylgdi frásögn með til skýringar. Þarna var gaman að koma, og auð- séð var, að þau hjónin höfðu eignast griðastað, þar sem þeim leið vel og var þeirra unaðsreitur. Síðastliðin jól var Helga frænda Björns, Kristínu Færseth, konu hans, og börnum þeirra boðið í mat ásamt okkur hjónum. Valgerður og Björn höfðu eignast fallegt einbýlis- hús að Heiðarási 24 og búið vel um sig. Jón, elsti sonur þeirra Helga og Kristínar, hefur lagt stund á bók- menntafræði við Lundarháskóla og er kominn langt í námi. Þeir höfðu um margt að spjalla, og Björn mág- ur virtist alls staðar heima, og þeir frændur rökræddu fram og aftur. Það skyggði á, að heilsu Björns hafði hrakað, hann átti erfitt um gang, en hann taldi, að allt myndi lagast, þegar hann kæmist í hreina loftið í sveitinni. Bjöm vildi lítið tala um veikindi sín, var glettinn og gam- ansamur, notalega kíminn og naut þess að vera veitandinn ásamt sinni elskulegu konu. Gestunum leið vel og nutu hlýjunnar, sem streymdi frá húsráðendum. Þessar fáeinu línur eiga að tjá þakklæti mitt og fjölskyldu minnar fyrir drenglyndi Bjöms mágs míns, sem aldrei brást. Við vottum Vai- gerði samúð okkar allra. Það er sára- bót harmi gegn, að hún syrgir góðan mann. Guð vemdi hana og styrki. Guðrún P. Helgadóttir. Bjöm Þ. Jóhannesson fyrrverandi lektor við Kennaraháskóla íslands lést af slysförum 11. maí sl. Undirrit- aður var náinn samstarfsmaður Björns um rúmlega 20 ára skeið og vill votta honum virðingu með nokkr- um orðum. Björn var stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1951, stundaði síð- an háskólanám í Edinborg og lauk þar M.A. honours-prófí með ensku og enskar bókmenntir sem aðalgrein. Að námi loknu kenndi Bjöm eitt ár við Gagnfræðaskóla Austurbæjar, var skólastjóri í Bolungarvík í sjö ár og réðst síðan að Kennaraskóla ís- lands árið 1963. Hann var einn þeirra dugmiklu kennara sem vann að því, undir forystu Brodda heitins Jó- hannessonar, að færa kennaramennt- un á háskólastig í byijun áttunda áratugarins. í því merka brautryðj- endastarfí nýttist traust menntun og starfsreynsla Bjöms vel. Hann var í hópi fyrstu lektora við Kennarahá- skólann og tók m.a. þátt í því að móta kennaranám í ensku. Á rúmlega þijátíu ára farsælum starfsferli við kennaramenntun gegndi Björn ýmsum trúnaðarstörf- um. Aðeins fárra verður hér getið: Skorarstjórn í málaskor, seta í skóla- ráði og formennska í kennarafélag- inu. Öll störf hans, skyldustörf sem önnur, einkenndust af vandvirkni, mikilli nákvæmni og snyrtimennsku. Og helstu áhugamálin, skákin og skógræktin við sumarhús þeirra hjóna austur í Biskupstungum, bera þessu gott vitni, en þar naút sín einn- ig listrænt næmi hans. Björn var dæmigerður „séntilmaður" af breska skólanum, í orðsins bestu merkingu, mikill húmoristi, oft glettinn og stundum örlítið háðskur í góðra vina hópi. Fyrir hönd Kennaraháskóla ís- lands sendi ég eiginkonu Björns og aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Við minnumst hans með þakklæti og virðingu. Þórir Olafsson. Björn föðurbróðir minn, ég get ekki skilið við þig án þess að minn- ast þess sem þú hefur gert fyrir mig. Sumar af mínum fyrstu minn- ingum eru frá sumrinu 1957. Faðir minn dó þá um vorið, og þú fórst með mig, fjögurra ára frænda þinn, til Jennýjar systur ykkar í Hrísa- koti á Vatnsnesi. Ég man þegar þú sýndir mér húsakynni og eins man ég vel hve góður þú varst og hvað ég leit upp til þín. Ég man líka rtokkrum árum seinna að þú komst með konu þína, Valgerði, í Hrísakot í fyrsta sinn og ég tók mynd af ykkur við gamla bæinn. Töluverð forvitni var í fjölskyldunni og marg- ir skoðuðu þessa mynd, og hana á ég enn. Ég vissi líka snemma af afrekum þínum í skáklistinni og fann að margir könnuðust við þig þegar ég byijaði að stunda skák á unglings- árum. Eitt sinn þegar ég kom til þín sá ég í hillu bókverk í þremur bind- um „Pachmans Eröffnungsteori" og það varð til þess að ég lá yfir þýsk- um texta skákbyijana löngu áður en ég kunni stakt orð í málinu. Einn- ig man ég að þú sýndir mér biðskák sem þú áttir og þá fékk ég innsýn í þinn mikla skilning á skáklistinni. Síðan liðu árin og við Kristín og börnin áttum með þér og Valgerði margar góðar stundir. Nú síðast um páskana sátum við saman og þá fann ég að þú hlakkaðir til vorsins og sumarsins í skógræktinni við bústaðinn ykkar í Biskupstungum. í símtali við Kristínu konu mína hinn 7. maí sagðistu vera búinn að skreppa austur og að þér virtist gróður ætla að koma vel undan vetri. Guð blessi þig, frændi minn og kon- una þína og þakka þér fyrir allt sem þú hefur fyrir mig gert. Helgi Jónsson. Svo kom hraðinn og möguleikarn- ir blöstu við. Hópurinn frá Lamba- hlaði hélt vítt og breitt um landið. Enn í dag finnast mér þessi ár, bernskan og æskan hafa gefið mér mynd af öllu þessu fólki. Mynd sem aldrei breytist. Alltof mörg hafa dáið um aldur fram. Þau eru samt þarna í röðinni sem forðum. Ég sé þau sem þá; yndisleg, góð og skemmtileg. Það er stutt milli bæj- anna Gils og Gemlufails og spor margra kynslóða geymir mjúk og gróin hlíðin. Jóhannes Jónsson, Jói á Gili, hélt til náms og lærði til vélstjóra. Við kölluðum hann þetta öll. Mestan hluta miðrar ævi hittumst við ekki oft. Við gistum samt bæði Reykjavík og hún býr yfír sinni dulúð og einn daginn vorum við Jói orðin nágrann- ar á ný. Enginn lækur, engin gil, bara malbikuð gatan. Ég sá ljósið í hans glugga og hann í mínum. Hann varð fyrri til að heilsa upp á okkur hjónin sem þekktum hann bæði. Það var eins og enginn tími hefði liðið. j Það sem var á Lambahlaði, Ung- mennafélagsfundirnir, böllin og hvað eina, kom flæðandi sem hafsjór inn á sjónarsviðið og ekkert hafði breyst. Við fluttumst í hjartans einlægni til þeirra sælustunda sem enginn skuggi lá yfír. Þar sem vandamál voru óþekkt. Léttari nóturnar lágu vel fyrir Jóa sem hann átti kyn til og ennþá gát- um við brosað og hlegið. í eftirmið- Ídag þann síðasta sem hann lifði, töluðum við lengi saman í síma. Hann byijaði á því að segja mér að hann væri löngu búinn að koma með físk í soðið til mín ef vélin í bátnum hans hefði ekki tekið upp á því að bila og svo fágæt væri hún að stykk- ið sem vantaði fengist ekki í land- inu. „Ég er alveg í öngum mínum yfír að komast ekki á sjóinn. Ég vissi bara ekki að það væri svona ómögulegt að komast það ekki.“ Það Ij taldist ekki til undantekninga að I hann kom í dyrnar hjá mér og sagði; „Áttu ekki plastpoka? Ég er með alltof mikið af físki í skottinu á bíln- um.“ Þannig fékk ég spriklandi fisk beint úr sjónum. Ekki eina soðningu heldur margar. Stundum þáði hann kaffísopa og við drógum tímann á tálar og töluðum og töluðum. Jóhannes vinur minn naut vel gleðistunda. Hann kunni líka að fara vel með sársauka sinn. Ég skrifa ekki þessar línur til að tíunda líf hans, því er nú lokið. Þessi tími sem nýja nábýlið varði, varð beint fram- hald af æskuvinsemd sem mjög var ánægjulegt að njóta. Ég hugsa til þeirra vina minna sem fallnir eru frá úr hópnum frá Lambahlaði. Við vor- um öll fermd á Mýrum og boðað að við værum Guðs böm sem hann tæki á móti í ríki sínu, þá héðan af jörðu færum við. Við sem ennþá erum ofar moldu erum nú gamla fólkið í fjöl- skyldunum. Það er kannske ekki rök- rétt, en meðvitundin segir að hvert okkar hljóti að vera næst eða geta eðlilega verið það. Ég sakna vinar í stað og þakka hjartanlega vinsemd og hlýhug fyrr og síðar. Nú er Jói minn kominn á eilífðar sjóinn og ég veit að hann kemur syngjandi fallegu röddinni sinni að landi hinum megin. Hópnum hans og bræðrum fyrir vestan sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Nína. Hann afí okkar er dáinn. Elsku afi, þú varst kvaddur á brott frá okkur án nokkurs fyrirvara sem er erfitt að skilja. Alltaf var jafngaman að koma í Hlaðbrekkuna, þar sem þú og amma áttuð ykkar hlýlega heimili og stóran garð. Garðurinn var eitt af þínum aðaláhugamálum þegar þú varst í Iandi. Þær voru ekki fáar stundirnar sem við systurnar áttum með þér úti í garði, þar sem þú varst alltaf að dytta að og leyfðir okkur að vera til aðstoðar. Þolinmæði þín var óþijótandi, þar sem við systurnar þóttumst vera að hjálpa til, en í raun vorum við jafnvel að flækjast fyrir. Að loknum vinnudegi kom að láun- unum, en það var að fá að fara í rabbarbarargarðinn þinn og slíta okkur hvor sinn rabbarbarann, sem okkur þótti toppurinn á tilverunni í garðræktinni. Lengst af var afi til sjós. Þegar við vorum litlar var afí vélstjóri á millilandaskipi. Ávallt þegar hann kom heim, var ýmsu góðgæti gaukað að okkur. Ur einni slíkri ferð kom afi heim með forláta hattöskju handa ömmu að talið var, en í öskjunni reyndist vera ungbarnakoppur handa annarri okkar. Þessi koppur sem var sérstakt fyrirbæri, var nokkurs konar stólkoppur með beisli sem reyndist afar vel. Oft hefur verið hlegið að þessu fyrirbæri og þeirri þörf sem lá að baki þessarar hugdettu, því oft var stutt í glettnina hjá honum. Þau eru minnisstæð ferðalögin sem við fórum með afa og ömmu um landið og dvöldum með þeim í tjaldvagninum þeirra. Þá var spilað á spil, farið í yatsy eða krikket og síðast en ekki síst farið í sund. Þá var oft glatt á hjalla. Fyrir nokkrum árum keypti afí sér lítinn bát sem hann hafði mikla ánægju af. Hans yndi var að kom- ast á sjóinn og renna fyrir fisk í soðið í góðu veðri. Síðustu árin bjó afi á Háaleitis- brautinni. Eftir að hann hætti störf- um dundaði hann sér einkum í bíl- skúrnum við ýmis áhugamál. Við systurnar þökkum þér fyrir öll yndislegu árin sem við áttum með þér. Guð blessi þig. Lovísa og Brynja. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þökkum vér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum sem fengu-að kynnast þér. (Davíð Stefánsson.) Elsku afi, þú sofnaðir vært og nú eruð þið amma saman á ný. Megi Guð varðveita þig og geyma. Þú munt ávallt lifa í hugum okkar. Blessuð sé minning þín. Barnabörnin. HARALDUR SIG URJÓNSSON + Haraldur Sig- urjónsson fædd- ist í Hafnarfirði 24. júní 1917. Hann lést á Sólvangi 14. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jónfríður Halldórs- dóttir frá Grundum í Kollsvík og Sigur- jón Gunnarsson frá Gunnarsbæ í Hafn- arfirði. Eftirlifandi eig- inkona Haralds er Klara Guðmunds- dóttir frá Drápu- hlíð í Helgafellssveit. Börn þeirra eru fjögur: Sturla, f. 1947, giftur Onnu Ólafsdóttur og eiga þau þijú börn, Borg- hildi, Harald og Orra; Guð- mundur f. 1950, giftur Rann- veigu Jónsdóttur og eiga þau tvær dætur, Guð- rúnu Elínu og Klöru; Hildurj f. 1952, gift Olafi Inga Skúlasyni og eiga þau tvö börn, Tinnu Rut og Snor- ra Pál; Ingimar, f. 1956, í sambúð með Ilalldóru Björk Jónsdóttur. Ingi- mar á tvö börn, Ylfu Björk og Matt- w hías Árna. Haraldur starf- aði lengst af við verslunarstörf og rak eigin matvöruverslun í 22 ár. Síðustu starfsárin vann hann þjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar. Útför Haralds fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. TENGDAFAÐIR minn Haraldur Siguijónsson er látinn. Ég kom fyrst á heimili Klöru og Halla og fjögurra bara þeirra á Hverfisgötu 45 í Hafnarfírði þegar ég var að- eins 18 ára gömul, þá trúlofuð Guðmundi næstelsta syni þeirra. Þar var mér strax sérlega vel tekið og ég látin fínna að ég væri velkom- in á heimilið. Síðan eru liðin 26 ár og aldrei hefur borið skugga á okk- ar samband, Klara og Halli hafa verið mér sem aðrir foreldrar. Við Gummi erum mjög lánsöm að hafa alltaf haft foreldra okkar beggja í næsta nágrenni við okkur og fjöl- skylduböndin eru mjög sterk. Halli og Klara ráku í 22 ár versl- un Halla Siguijóns á Hverfísgötu 45 í Hafnarfirði í sama húsi og þau bjuggu og hann hafði búið í frá unga aldri. Ég veit að margir við- skiptavina þeirra og nágrannar minnast hans með hlýhug úr Halla- búð og hans einstöku lipurð í sam- skiptum. Árið 1976 hættu þau rekstri verslunarinnar enda tóku þá stórmarkaðir við hlutverki kaup- mannsins á horninu og hóf hann skömmu síðar störf við Heilbrigðis- eftirlit Hafnarfjarðar þar sem hann starfaði í mörg ár. Halli var náttúruunnandi og list- rænn enda margar landslagsmynd- irnar til eftir hann, handlaginn og mikið snyrtimenni og ber fallega húsið þeirra og garðurinn þess glögg merki þar sem ófáar stundir fóru í áð dytta að húsinu og hlúa að garðinum. Þegar við hjónin flutt- um í okkar fyrstu íbúð var Halli okkar ómetanleg hjálp, mættur með pensilinn og hamarinn eins og alltaf þegar eitthvað þurfti lagfæringar við. Margar fagrar myndir geymi ég í huga mér tengdar Halla sem eiga eftir að ylja mér um ókomin ár. Á fögrum sumardögum um helg- ar hér á árum áður þegar veðrið skartaði sínu besta eins og það var daginn sem hann kvaddi þennan heim, þá var hann gjarnan vanur að fara eldsnemma af stað með málaratrönurnar og kaffibrúsann á Volkswagen rúgbrauðinu út í hraun að mála, glaður í bragði og raul- andi fyrir munni sér, þarna var Halli í essinu sínu. Þegar komið var heim beið hans gjarnan kaffi og heimabakað meðlæti hjá Klöru, það kunni hann eins og við öll vel að meta. Það var vinsælt hjá barna- börnunum að fylgjast með því sem afi var að gera, hann hafði alltaf tíma fyrir þau og meðan heilsan leyfði smíðaði hann m.a. falleg leik- föng handa þeim. Dætur mínar og öll hin barnabörnin eiga dýrmætan sjóð minninga um yndislegan afa. Líf Halla einkenndist af heiðar- leika og trúmennsku. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokknim manni. Hann var hæglátur og hlédrægur, en skapríkur og tilfinningaríkur þó ekki bæri hann tilfinningar sínar á torg frekar en margir af hans kyn- slóð. Halli hafði yndi af söng og tónlist og söng í 22 ár með kirkju- kór Hafnarfjarðarkirkju. Ég veit að bestu hamingjustund- ir Halla voru þegar hann var í faðmi fjölskyldunnar og ekki spillti fyrir að geta slegið á létta strengi með börnunum sínum fjórum sem mátu hann mikils. Halli var lánsamur í hjónabandi og Klara hefur verið honum styrk stoð, ekki síst eftir að heilsu hans hrakaði, en hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til að létta honum lífíð. Nú vitum við öll að honum líður vel og er hvíldinni feginn effir erfið veikindi. Ég kveð elskulegan tengdaföður minn með virðingu, þakklát fyrir að hafa fengið að vera honum sam- ferða þennan spöl. Guð blessi minningu hans. Rannveig. * •- Eins fallegur og sunnudagsmorg- uninn 14. maí var með glampandi sól, logni og ekki skýhnoðra á himni, læddist samt skuggi yfir hjörtu okkar systkinanna. Halli afi okkar var dáinn. Hann var búinn að vera mikið veikur og því bjugg- umst við við þessu en samt var erfitt að kyngja því. Afi var alltaf nálægur þegar við þurftum einhveija hjálp. Hann skutlaði okkur oft á æfíngar eða kom hingað heim til að vera með okkur. Oftar en ekki var hann eitt- hvað að bauka niður í kjallara og ef hann var ekki að mála myndirn- ar sínar var hann að smíða leikföng handa okkur barnabörnunum sín- um. Afí kom oft í heimsókn, alltaf flautandi. Hann sagði kannski ekki margt en fannst gaman að fylgjast með okkur í leik. Afi var mikill náttúruunnandi og kenndi okkur að meta umhverfi okkar og alla þá fegurð sem í kringum okkur er. Fyrir allt þetta erum við honum ævinlega þakklát. Yndislegur maður er fallinn frá. Við stöndum eftir með tárin í aug- unum af sorg en jafnframt af gleði yfír öllum ánægjulegu minningun- um sem við eigum um hann. Þegar sjúkdómurinn fór að segja til sín reyndum við að endurgjalda allt það sem hann hafði gefið okkur, af veikum mætti þó. Elsku amma okkar, afa líður vel þar sem hann er núna og við vitum að þú munt komast yfir sorgina þó erfið sé. Guð veri með þér. Borghildur, Haraldur Örn og Orri Sturlubörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. ^ Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld I úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðalllnubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf-' undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.