Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ RAÐAUGi YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Stýrimann vantar til afleysinga á 150 tonna bát sem er gerður út á dragnót frá Hornafirði. Upplýsingar í síma 985-20643 Ferðaþjónusta Grindavíkurbær óskar að ráða starfskraft til að annast upplýsingaþjónustu við ferðamenn tímabilið 1. júní til 30. september. Nauðsyn- legt er að umsækjandi hafi gott vald á ensku, einu norðurlandamáli og einhverja kunnáttu í þýsku. Þeir sem hafa þekkingu á ferðamál- um ganga fyrir. Upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 92-67111. Þróunarsamvinnu- stofnun íslands auglýsir eftirfarandi stöður lausar til um- sóknar. Umsóknunum um allar stöðurnar skal skilað til stofnunarinnar Rauðarárstíg 25, fyrir 14. júní nk. Þar eru einnig veittar nánari upplýsingar í síma 5609980. Ráðn- ingatíminn er í öllum tilvikum 1 1/2 til 2 ár og störf hefjast upp úr miðju ári 1995. Allir umsækjendur sem til greina koma geta búist við að þurfa að gangast undir enskupróf. 1. Fiskmatsstjóri í Mozambique. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í raun- greinum og a.m.k. 10 ára reynslu af störfum í fiskiðnaði þar af minnst 5 ára reynslu af gæðaeftirliti og/eða fiskmati. Reynsla í skipu- lagningu, stjórnún og mannaforráðum er nauðsynleg og starfsreynsla erlendis, sér- staklega í þróunarlöndum, eræskileg. Undir- staða í portúgölsku (spænsku) er ákjósanleg en viðkomandi verður sendur í portúgölsku- nám. Mjög góð enskukunnátta er skilyrði. 2. Kennari í fiskvinnslu og gæða- eftirliti í Namibíu Háskólaprófs í matvælafræði, matvælagerla- fræði eða skyldum greinum er krafist. A.m.k. 10 ára starfsreynsla í gæðaeftirliti með fisk- afurðum er skilyrði. Reynsla af kennslu fisk- vinnslufólks er nauðsynleg og einhver reynsla af störfum á því sérsviði erlendis ákjósanleg. Umsækjendur sem starfað hafa og/eða dvalið í þróunarlöndum njóta for- gangs. Kennslutungumál er enska. 3. Upplýsinga- og fræðslufulltrúi f Malawi Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í bóka- safnsfræði/upplýsingatækni eða skyldum greinum. Veruleg reynsla í upplýsingasöfnun og miðlun og útgáfustarfssemi er nauðsyn- leg. Þekking á fiskimálum og ritum um þau efni er æskileg og starfsreynsla erlendis, einkum í þróunarlöndum er ákjósanleg. Tölvuvinna og vinna við bókasöfn/skjalavist- un, við hverskonar fræðslustarfsemi og/.eða uppbyggingu fræðslumála veitir forgang að öðru jöfnu. Mjög góðrar enskukunnáttu er krafist og nasasjón af portúgölsku (rómönsk- um málum) er æskileg. 4. Verkefnisfulltrúi á Grænhöfðaeyjum Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í alþjóðaviðskiptum, stjórnun eða samskipt- um við þróunarlönd. Nauðsynlegt er að geta lesið og talað portúgölsu og að hafa starfað í portúgölskumælandi landi, helst þróunar- landi um einhvern tíma. Mjög góð ensku- kunnátta er áskilin og að geta lesið og talað eitt Norðurlandamál. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst (innan eins mánað- ar), hugsanlega með því að vera settur á námskeið í portúgölsku og bókhaldi. Vélstjóri óskast Vélstjóri með full réttindi óskast á heilfrysti- togara. Þarf að geta hafið störf 1. júlí. Skriflegar umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „K - 15804“ fyrir 1. júní. Vesturbyggð Leikskólastjóri - aðstoðarleikskólastjórar Á leikskóla Vesturbyggðar vantar sem fyrst leikskólastjóra og tvo aðstoðarleikskóla- stjóra, allt 100% stöður. Aðstoð við flutning og húsnæði möguleg. Nánari upplýsingar veita: Hallveig Ingimars- dóttir, leikskólastjóri, símar 4562158 og 4561394 og Gísli Ólafsson, bæjarstjóri sími 4561221. Bakarasveinar! Munið aðalfundinn á morgun, laugardaginn 20. maí, Fundurinn verður haldinn í húsa- kynnum félagsins að Þarabakka 3, Reykjavík, kl. 15:00. Stjórnin. Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu Styrkir til framhaldsnáms í dönsku Danska menntamálaráðuneytið veitir á skólaárinu 1995-96 íslenskum dönskukenn- urum 3 styrki til framhaldsnáms eða rann- sókna við háskóla í Danmörku. Styrkirnir verða veittir: 1. Starfandi dönskukennurum í grunn- og framhaldsskólum, sem lokið hafa að minnsta kosti BA prófi í dönsku eða BEd prófi með dönsku sem valgrein. 2. Háskólastúdentum sem lokið hafa því námi sem tilgreint er í lið 1. hér að fram- an og vilja búa sig undir dönskukennslu með frekara námi. Styrkþegar þurfa sjálfir að afla sér skólavistar í háskólastofnunum í Danmörku, en danska menntamálaráðuneytið mun að einhverju leyti geta haft milligöngu um að útvega styrk- þegum skólavist. Fái styrkþegi ekki skólavist skólaárið 1995/96 er honum heimilt að nota styrkinn á skólaárinu 1996/1997. Hver styrkur er að upphæð 50.000 danskar krónur og skal notaður til að greiða ferða- kostnað, uppihald og annan kostnað í Danmörku. Umsóknir um styrkina fyrir skólaárið 1995/96 sendist fyrir 12. júní 1995 til: Dansk- islandsk Fond Skt. Annæplads 5 DK-1250 Kobenhavn K Umsóknunum skulu fylgja upplýsingar um fyrra nám og störf umsækjenda. Jafnframt skal gerð grein fyrir fyrirhuguðu námi eða rannsóknum. Nánari upplýsingar veitir formaður Dansk- islandsk Fond: Professor Hans Bekker-Nielsen Odense Universitet Center for Nordiske Studier Sími (0045)6615 8600 Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Skólaslit í Háteigskirkju í dag kl. 16.00. Skólastjóri. a Borgarfjarðarbraut Varmalækur- Kleppjárnsreykir 550-03/04 Skipulag ríkisins kynnir fyrirhugaða lagningu Borgarfjarðarbrautar nr. 550-03/04 frá Varmalæk að Kleppjárnsreykjum. í tillögunni felst br^ vting frá núverandi legu Borgarfjarð- arbrautar í landi Varmalækjar og að fylgt verði vegstæði Stóra- Kroppsvegar frá Flóka- dalsá að Kleppjárnsreykjum í stað þess að fylgja núverandi vegi upp Steðjabrekku og um Rudda. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 19. maí til 26. júní 1995 á eftirtöldum stöðum: Skipulagi ríkisins. Laugavegi 166, Reykjavík, kl. 8-16 mánudaga - föstudaga og skrifstofu Reykholtsdalshrepps, Reykholti, kl. 10 - 16 mánudaga - föstudaga. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Frestur til að skila athugasemdum við ofangreinda fram- kvæmd rennur út þann 26. júní 1995 og skal skila þeim skriflega til Skipulags ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þarfást enn- fremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins. a Seyðisfjarðarvegur Yfir Eyvindará og frá Borgarfjarðar- vegi upp íLönguhiíð Mat á umhverfisáhrifum - frumathugun Skipulag ríkisins kynnir fyrirhugaða lagningu Seyðisfjar,ðarvegar yfir Eyvindará og frá Borgarfjarðarvegi upp í Lönguhlíð. Um er að ræða byggingu nýrrar brúar yfir Eyvindará, um 50 m neðan núverandi brúar og vegfyll- ingar að henni, 3,2 km nýjan veg frá Borgar- fjarðarvegamótum upp í Lönguhlíð og 0,5 km vegtengingu áð bænum Steinholti. Framkvæmdirnar eru innan marka Egils- staðabæjar. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum liggur frammi til kynningar frá 19. maí til 26. júní 1995 á eftirtöldum stöðum: Skipulagi ríkis- ins, Laugavegi 166, Reykjavík, kl. 8-16 mánudaga-föstudaga og Bæjarskrifstofun- um Lyngási 12, Egilsstöðum, kl. 10-12 og 13-16 mánudaga-föstudaga. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Frestur til að skila athugasemdum við ofangreinda fram- kvæmd rennur út 26. júní 1995 og skal skila þeim skriflega til Skipulags ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 63/1993. Skipulagsstjóri ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.