Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Landafræðiog veiðar í Norðurhafinu Frá Önundi Ásgeirssyni: VELVILJAÐUR prófarkalesari á Mbl. vildi hjálpa mér og breytti í grein minni í blaðinu 4. þ.m. þar sem rætt var um úthafsveiðar í Norðurhafinu í Norður-Atlantshaf- ið, sem ekki reyndist nógu gott. Norður-Atlantshafið nær nefnilega suður að miðbaug, þar sem Suður- Atlantshafið tekur við. Norðurhafið er staðsett svo sem nafnið bendir til. Ingólfur Ai-nar- son sigldi um Noregshaf, Færeyja- haf og íslandshaf til að nema hér land, og Eiríkur rauði síðar um Grænlandshaf, svo sem fornar heimildir skýra frá. Núna, þegar blöð hér hafa athugasemdalaust birt áróðursuppdrætti Norðmanna af kröfum þeirra til fiskveiða á þessum slóðum, jafnvel undir fyrir- sögninni „Efnahagslögsaga ríkja í NA-Atlantshafi“, er nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir veiði- réttindum í Norðurhafinu, sem samkvæmt núgildandi alþjóðlögum um 200 mílna fiskilögsögu, liggur utan og norðan þeirra marka, sbr. uppdrátt í Mbl. 27. apríl. Fiskilög- saga er sett til að vernda hags- muni íbúa lands til veiða. Til þess að land geti haft fiskilögsögu þarf því að vera fólk í því landi, sem stundar slíkar veiðar. Þessar for- sendur eru ekki til staðar við Roc- kall, þar sem Bretar hafa fram til þessa áskilið sér 200 mílna flski- lögsögu og stundað veiðar í fjölda ára, en þessi fiskilögsaga er að falla niður í sumar vegna breyttra viðhorfa í alþjóðarétti. I Norðurhafinu eru óbyggileg og/eða óbyggð lönd eða sker, sem af sömu ástæðum hafa ekki fiski- lögsögu, þ.e. Jan Mayen, Bjarna- rey, Svalbarði og Franz Jósefs- land. Bæði Smugan og Síldar- smugan eru búnar til af Norð- mönnum með því að helga sér 200 mílna fiskilögsögu um þessi eyði- lönd í Norðurhafinu. Þetta er auð- vitað gert gegn betri vitund, því að sama regla á að gilda um þessi lönd og Rockall, og það því frem- ur, sem Norðmenn sjálfir hafa ekki stundað veiðar á þessum svæðum. íslendingar færðu út fiskilög- sögu sína í 200 mílur 1975 og tveim árum síðar voru 200 mílurn- ar viðurkenndar sem alþjóðalög. Slík alþjóðleg regla var þannig aðeins þriggja ára gömul þegar íslendingar söihdu við Norðmenn um loðnuveiðar við Jan Mayen. í þeim samningum var ekki samið um 200 mílna rétt Norðmanna við Jan Mayen en ákveðið að ísland héldi sínum fullu 200 mílum í átt þangað, en jafnframt viðurkennt, að Norðmenn ættu þar einhvern rétt, svo sem rétt var talið. Þar með viðurkenndu Norðmenn, að þeir ættu ekki rétt til fullrar 200 mílna fiskilögsögu þarna. Síðan hafa viðhorf breytzt, og ef Norð- menn telja sig byggja rétt sinn á þeim samningum nú, þá ber að segja þeim upp. Engir samningar endast til eilífðar, og Norðmenn hafa aldrei getað notað sér þessar loðnuveiðar að neinu gagni. í samningum við Norðmenn frá 1980 eni engin uppsagnarákvæði, sem þýðir að hvor aðili um sig getur sagt honum upp fyrirvara- laust, svo sem eðlilegt er að gert sé nú. ( Gönguleiðir norsk-íslenzku síld- arinnar eru óútreiknanlegar. Um aldamótin gekk hún upp að Vest- fjörðum og stóð í ísafjarðardjúpi mánuðum saman. Síðan stóð hún lengi í Húnaflóa, þar eftir fyrir NA-landi og loks fyrir Austur- landi, þar til hún hvarf 1968, senni- lega vegna ofveiði Norðmanna í kræðunni í kring um hrygningar- stöðvarnar við og suður af Lófót- en. Er rétt að minnast þess nú, að Norðmenn veiddu Íslandssíld upp að 3 sjómílum við ísland frá því um 1880 og fram til _ ársins 1953, þegar fiskilögsaga íslands var færð út í 12 mílur. Þeir kann- ast víst ekkert við þetta nú, enda segja þeir síldina bara norska. Vægilega orðað er það mjög óheppilegt, þegar íslenzk dagblöð viðurkenna, með kortum eða í orði, fiskilögsögu Norðmanna við eyði- skerin í Norðurhafinu, eða menn í ábyrgðarstöðum tala um að síldin fari úr Síldarsmugunni inn í fiski- lögsögu Norðmanna við Jan May- en. Slík fiskilögsaga er ekki til, og íslendingar eiga þar jafnan rétt til veiða og aðrar þjóðir, sem hafa fiskilögsögu að Norðurhafinu. ís- lendingar verða auðvitað að halda réttilega á sínum málstað, svo að hann glatist ekki. ÖNUNDUR ÁSGEIRSSON, fyrrvcrandi forstjóri Olís. Heiti hafanna umhverfis Island firá Einari Vilhjálmssyni: í LANDNÁMABÓK eru heitin ís- landshaf á hafinu milli íslands og Noregs og Dumbshaf norður af landinu, sem síðar hefur verið nefnt Ishaf. í Grænlendingabók nefnist hafið milli íslands og Grænlands Grænlandshaf. Landa- bréfabækur Námsgagnastofnunar nefna íslandshaf, Noregshaf og Dumbshaf, íslandshaf. Græn- landshaf er þar rétt nefnt. í bók- inni Hafið, sem út kom hjá Al- nienna bókafélaginu árið 1961, segir höfundurinn Unnsteinn Stef- ánsson að norski háskólafræðar- inn Mohn hafi komið á framfæri nafninu Noregshaf í stað íslands- haf. Talið er að hann hafi verið óvitandi um nafnið íslandshaf og norskir ráðamenn nýtt sér hug- myndina í sókn til frekar yfirráða á íslandshafí. Samstarf íslenskra og norskra fiskifræðinga og haf- fræðinga hefur leitt til þess að íslendingarnir hafa tekið upp norsku heitin og ef til vill ekki þekkt íslenzku nöfnin. Þegar þjóð- ir seilast til yfirráða landa og hafa er nafngiftin fyrsta merki um helgun. Þetta er greinilegt mark- mið Norsa og einnig að nefna veiðisvæði utan landhelgi þeirra smugur, sem gert er til þess að koma því orði á úthafsveiðimenn að þeir séu veiðiþjófar. íslenzkir fréttamenn taka þessi heiti gagn- rýnislaust í texta sína. Þeir ættu að vita að í þessu felst áróður, sem er fjandsamlegur málstað íslend- inga. Þá kröfu verður að gera til Námsgagnastofnunar, Ríkisút- varpsins og Morgunblaðsins, að hugsunarleysi þeirra skaði ekki hagsmuni þjóðarinnar. Um metn- aðarlausu fréttamiðlana tjáir ekki að tala. Varðandi lestur fornsagn- anna má búast við að ungir náms- menn verði að leita til orðabóka um heiti þessara hafa. Þegar ís- landshaf er komið norður í Dumbs- haf í kortabókum skólanna fara afkomendur Helga magra að undr- ast siglingaleið hans til Eyjafjarðar. EINAR VILHJÁLMSSON frá Seyðisfirði. Enn um Jón Múla Frá Sigurkarli Stefánssyni: SPENNTUR og vongóður varð ég við lestur bréfs Vilhelms G. Krist- inssonar í Morgunblaðinu 10. maí síðastliðinn. Óviss eftir svarbréf útvarpsstjóra. Og vonsvikinn þeg- ar Jón Múli kom í kjölfarið og endurtók að hann væri hættur. Þegar ég kom heim til íslands um síðustu áramót eftir nokkurra mánaða dvöl erlendis, hugsaði ég mér gott til glóðarinnar að geta nú aftur farið að hlusta á djass- þætti Jóns Múla. Ekki gekk mér vel að finna þætti hans í útvarpinu mínu, en þegar ég rambaði loks á einn var það einmitt síðasti þáttur þessa óviðjafnanlega útvarpssnill- ings. Þeir sem gaman hafa af að hlusta á djassmúsík og heyra hana útlistaða, vita vel að allt tal um að „maður komi manns í stað“ og „enginn sé ómissandi" á ekki við þegar um er að ræða Jón Múla Árnason og músíkrabb hans. Ég átti lengi á snældu einn slík- an þátt og tal og tónar þoldu vel að hlustað væri aftur og aftur, en snældan eyðilagðist. Því geri ég það að tillögu minni að gamlir þættir meistarans verði endurfluttir í Ríkisútvarpinu og það sem oftast. SIGURKARL STEFÁNSSON, yngri, Borgarholtsbraut 14, Kóp. - kjarni málsins! STEINAR WAAGE f SKÓVERSLUN 'N Póstsendum samdœgurs • 5% staðgreiðsluafsláttur STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGIAN 8-12 SÍMI 689212 # Ioppskórin n 1EUISBIDI III II6ÓIFST0I6 - $111: II mioiuMii }i ■ sini: nni STEINAR WAAGE ^ I„ SKÓVERSLUN EGIISGÖRJ 3 SlMI 18519 <F 'ÍUIí fljrir '!U*nðlutu}JÍð i * lilóimtm***. t Blóm ^ GiafavoftJf ENGIHJALLA 8SÍMI Ó44001 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ1995 45 Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi £■?j 567-1800^ Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Opið laugard. kl. 10-17 sunnudag kl. 13-18 Tilboðsverð á fjölda I bifreiða. Toyota Corolla XL Sedan '91, Ijósblár, sjálfsk., ek. 30 þ. km. V. 800 þús. Toppein- tak. Lada Sport ’94, 5 g., ek. aðeins 14 þ. km., 2 dekkjagangar. V. 720 þús. Sk. ód. VW Golf CL 95, 3ja dyra, rauður, 5 g., ek. aðeins 2 þ. km. V. 1.070 þús. Toyota Tercel 4x4 Station ’88, rauður, 5 g., ek. aðeins 58 þ. km. V. 620 þús. Sérstakur bíll: Audi Quatro 200 Turbo 4x4 '85, blár, 5 g., ek. 134 þ. km., leöur- klæddur, rafm. í öllu o.fl. V. 890 þús. Nýr bfll: Dodge Dakota Sport V-6 4x4 '95, sjálfsk., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2,5 millj. Hyundai Pony LS Sedan ’94, 5 g., ek. 25 þ. km. V. 780 þús. SK. ód. MMC Galant GLSi Super Salon '89, sjálfsk., ek. 86 þ. km. m/öllu. V. 950 þús. Vill 300 þús. dýrari bíl. Suzuki Swift GTi ’88, rauður, 5 g., ek. 78 þ. km. V. 480 þús. Ford Econoline 150 XLT langur '90, blár, 6 cyl. (4.9), sjálfsk., ek. 75 þ. km. Gott eintak. V. 1.200 þús. V.W Vento GL '93, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.350 þús. M. Benz 190E ’93, svartur sjálfsk., ek. aðeins 29 þ. km., sóllúga, álfelgur o.fl. Bíll i sérflokki. V. 2.650 þús. BMW 316i '90, 5 g., ek. 72 þ. km. Reyk- laus. Toppeintak. V. 950 þús. Hyundai Pony LS Sedan ’94, 5 g., ek. 25 þ. km V. 780 þús. Sk. ód. Toyota Hi Lux D Cap SR 5 m/húsi '93, 5 g., ek. 49 þ. km., 33“ dekk, álfelgur, brettakantur. V. 2.090 þús. Sk. ód. Nissan Primera 2000 SLX diesel ’92, sjálfsk., ek. 70 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.220 þús. Sk. ód. Renault Twingo '94, 5 g., ek. 12 þ. km. V. 850 þús. Sk. ód. Vantar góða bíla á skrá og á staðinn. Daihatsu g., ek. 11 þ. km. Tilboðsverð 1.390 þús. Sk. ód. Einnig: árg. '90, 5 g., ek. 114 þ. km. Tilboðsv. 890 þús. Nissan Sunny SLX Station 4x4 '93, vín- rauður, 5 g., ek. 33 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.250 þús. GMC Jimmy S-10 '89, blár og grár, sjálfsk., ek. 84 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Toppeintak. Tilboðsverð 1.290 þús. Sk. á ód. fólksbíl. Nissan Terrano 5 dyra 2,7 Turbo diesil '93, rauður, 5 g., ek. 26 þ. km., ABS bremsur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2.650 þús. Toyota 4Runner V-6 '91, steingrár, 5 g., ek. 99 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. Gott eintak. V. 1.980 þús. Sk. ód. Nissan Sunny 1.6 SLX Coupe ’88, hvítur, 5 g., ek. 115 þ. km. Gott eintak. Tilboðs- verð 420 þús. Daihatsu Charade CX ’88, 5 dyra, 5 g., ek. 120 þ. km. V. 310 þús. Sk. ód. Nissan Micra GL '89, hvítur, 5 g., ek. 67 þ. km., sóllúga. V. 380 þús. Range Rover Vouge ’86, grásans., 5 dyra, sjálfsk., ek. 10 þ. km. á vél. Einn m/öllu. V. 1.190 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.