Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kasparov leikur sér að ungu stór- meisturunum SKAK VSB m i n n i n ga r m ó t- ið um Max Euwc: AMSTERDAM 12.-19. MAÍ GARY Kasparov, PCA heims- meistari, teflir mikið um þessar mundir. Nú tekur hann þátt á móti hollensku sparisjóðanna, sem haldið er til minningar um Max Euwe, fyrrum heims- meistara og FIDE-forseta. Keppinautar Kasparovs eru þrír ungir skák- menn, Búlgar- inn Veselin Topalov, Frakk- inn Joel Lautier og heimamaður- inn Jeroen Piket. Þessir fjórir skákmenn tefla tvöfalda um- ferð. Þegar mótið er hálfnað hefur Kasparov tekið forystuna með tvo og hálfan vinning, Lautier hefur tvo vinninga, Top- alov einn og hálfan, en Piket hefur tapað öllum þremur skákum sínum. Lautier náði að þjarma talsvert að Kasparov í fyrstu umferð, með því að beita fjögurra peða árásinni í Kóngs- indverskri vörn. Síðan tefldi Ka- sparov við Piket og beitti aftur Evans bragðinu sem gafst svo vel gegn Anand á minningarmótinu um Tal um daginn. Hvítt: Kasparov Svart: Piket Evans bragð 1. e4,- e5 2. Rf3 - Rc6 Bc4 - Bc5 4. b4!? - Bb6 Að vísu hafa a.m.k. fjórir heimsmeistarar valið þennan leik, Steinitz, Lasker, Capa- blanca og Botvinnik, en gömul speki segir að það eigi að þiggja peðsfómir í byijun tafls. Það gerði Anand og framhaldið varð 4. - Bxb4 5. c3 Be7!?, en einn- ig er leikið 5. - Ba5. 5. a4 - a5?! 5. - a6 er þjálla. 6. b5 - Rd4 7. Rxd4 - Bxd4 8. c3 - Bb6 9. d4 - exd4 10. 0-0! - Re7 11. Bg5 - h6 12. Bxe7 - Dxe7 13. cxd4 - Dd6 14. Rc3 - Bxd4 Sjá stöðumynd. 15. Rd5!! - Bxal 16. Dxal - 0-0 17. e5 - Dc5 18. Hcl - c6 19. Ba2 - Da3 20. Rb6 - d5 21. Rxa8 - Kh8 22. Rb6 - Be6 23. h3 - Hd8 24. bxc6 - bxc6 25. Hc3 - Db4 26. Hxc6 - Hb8 27. Rxd5 - Dxa4 28. Hcl - Da3 29. Bc4 og nú loksins gaf Piket þessa vonlausu stöðu. I þriðju um- ferð hefndi Ka- sparov síðan fyrir tapið gegn Topalov á Ólympíuskák- mótinu í Moskvu. Hann vann Búlgarann örugglega með svörtu í 28 leikj- um. Það eru litlar líkur á því að þessir ungu meistarar nái að veita honum mikla keppni. Skákmót öðlinga Júlíus Friðjóns- son sigraði á skák- móti 40 ára og eldri sem lauk í síðustu viku. Að venju var mótið vel skipað þrautreyndum skákmeisturum. Öðlingamir gáfu sér góðan tíma í mótið, það hófst 15. mars og lauk ekki fyrr en 3. maí. Það hentar vel skák- mönnum sem telja hæfilegt að tefla einu sinni í viku. Júlíus Friðjóns- son hefur verið sig- ursæll í vor. Um páskana tryggði hann sér sæti í landsliðsflokki þegar hann sigraði á áskorenda- flokki á Skákþingi íslands ásamt Magnúsi Pálma Örnólfssyni. Röð efstu manna: 1. Júlíus Friðjónsson 6 v. af 7 2. Jóhann Öm Siguijónsson 5*/2 v. 3. Sveinn Kristinsson 5 v. 4. Gunnar Gunnarsson 4 '/2 v. 5. -6. Ögmundur Kristinsson og Halldór Garðarsson 4 v. 7.-8. Kári Sólmundarson og Frí- mann Benediktsson 3V2 v. Mótsstjóri var Ólafur Ás- grímsson. Margeir Pétursson Snyrti- og * NO NAME í dag 15% kynningarafsláttur COSMETICS .. Verið velkomin I DAG SKÁK Umsjón Margeir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á stór- mótinu í Dos Hermanas á Spáni um daginn. Frakkinn Joel Lautier (2.655) var með hvítt, en Spánverjinn Miguel Illescas (2.600) var með svart og átti leik. Svartur er peði undir og hefur lagt allt sitt traust á sóknina: 22. - Rxg3! 23. Bf3! - Dg6 24. hxg3 — Dxg3+ 25. Khl - Bg4 26. Dcl - He6! 27. Bg2 - Dh4+ 28. Kgl - Bh3 29. Bxh3 - Hg6+! 30. Bg2 - Dg3 31. Bg5 — Hxg5 32. Dxg5 — hxg5 og með drottn- ingu yfir vann Spán- veijinn auðveldlega. Mælt í stigum var þetta sterkasta mót ársins, þrátt fyrir að þeir Kasparov og Anand hafi verið fjarri góðd gamni. Kamsky, Karpov og Adams sigruðu. Það lítur nú ekki út fyrir að PCA-heims- meistarinn Kasparov og FIDE-heimsmeistarinn Karpov muni mætast í einni einustu skák á þessu ári. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Týnt hjól GLÆNÝTT grænt 21 tommu, 21 gíra fjallahjól tapaðist þar sem það stóð læst við hús í Voga- hverfi. Viti einhver um hjólið er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 5586407. Sundpoki fannst ADIDAS-poki með sund- dóti fannst á Ásvallagötu fyrir nokkru. Eigandi má hafa samband í síma 10285. mánuði. Finnandi vin- samlega hringi í síma 5536137. Pennaveski tapaðist AFLANGT, fjólublátt skinnpennaveski sem í voru, fyrir utan ritföng, eitthvað af peningum og úr, tapaðist í strætis- vagni, leið 15, eða á Grensásstöð, sl. þriðju- dag. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 672081. Gæludýr Pennavinir ÞRJÁTÍU og eins árs dönsk kona með margvísleg áhugamál: Helena Chrístensen, Hejreskovalle 2B 2TV, 3050 Humlebæk, Da.nma.rk. FIMMTÁN ára stúlka á Álandseyjum með áhuga á bókmenntum, sundi, tón- list, teiknun o.fl.: Lisa Rydell, Kalmarnas 73, 22100 Maríehamn, Aland, Finland. TUTTUGU og níu ára Ghanastúlka með áhuga á útivist, tónlist og íþróttum: Ernestina Sagoe, c/o Paaku, Box 459, Cape Coast, Ghana. TVÍTUG sænsk stúlka með margvísleg áhugamál og hyggur á Islandsheimsóknb í sumar: Maria Avenhem, Faltspa t viigen 4A, S-80631 Gavle, Sverige. ÞRJÁTÍU og eins árs kana- dísk kona, flugumferðar- stjóri, með margvísleg áhugamál: Joanne Wells, ÍOOA Garndner St., Cornwall, Ontario, Canada. ÞRETTÁN ára álensk stúlka með áhuga á dýrum o.fl.: Carolin Wikstrand, Gölby 13, 22150 Jomala, Áland, Finland. LEIÐRÉTT Árétting Vegna fréttar, sem birt- ist sl. miðvikudag, um fjölgun kennslustunda í grunnskólum næsta haust skal áréttað að aukning verður alls um 15 stundir á viku og dreifast tímamir 15 á milli bekkjardeilda. Ekki hefur endanlega ákvörðun verið tekin um hversu mikla aukningu hver árgangur fær. Samkór Trésmiðafélagsins í frétt í blaðinu í gær misritaðist nafn Trésmiða- félags Reykjavíkur. Sam- kór Trésmiðafélagsins heldur vortónleika sína í Bústaðakirkju á sunnudag- inn kl. 20. Starfsmenn Garðabæjar ekki Kópavogs Á baksíðu Morgunblaðsins í gær birtist mynd af starfs- mönnum Garðabæjar við að mála vegamerkingar á götur. I texta sagði að þama væru starfsmenn Kópavogskaupstaðar á ferð og er beðist velvirðingar á mistökunum. Sundskýla tapaðist BLÁ og hvít sundskýla tapaðist á planinu við sundlaugamar við Laugardal fyrir u.þ.b. Kettlingur óskast UNGUR kettlingur, helst svört læða, óskast á gott heimili. Upplýs- ingar í síma 876409 eft- ir kl. 17 og á daginn um helgina. Með morgunkaffinu VERTU nú góður drengur og segðu pabba hvar þú grófst bílinn. MÁ ég eiga við þig ÉG hef nákvæmlega orð, Sigurður. FIMM mínútur til að tala við þig. Yíkveiji skrifar... VÍKVERJI hefur notfært sér hraðbankaþjónustu Lands- bankans með glöðu geði í áravís og eini tilgangurinn með því að fá debetkort var að geta skotist í hraðbankann og náð í peninga með lítilli fyrirhöfn. Einn aðalkosturinn við hrað- bankann er, að það er hægt að sækja þangað pening, hvenær sem er utan opnunartíma banka. Stundum gerist það, að hraðbank- inn er lokaður vegna einhverrar bilunar. Það er auðvitað ekki gott. En Víkveiji veit, að allar vélar geta bilað og þá líka hraðbankavél- ar. Við því er ekkert að gera, þeg- ar svo stendur á og nóttin ennþá ung. Menn nota þá bara debetkort- ið til greiðslu, þótt það kosti sitt. Hitt er aftur, að komi Víkveiji að hraðbankanum lokuðum á opn- unartíma bankans, verður hann að borga 9,50 krónur fyrir að taka út af bankareikningi sínum með debetkortinu gegn um gjaldkeral- úguna. Víkveiji gæti svo sem leitað uppi annan hraðbanka í von um að hann sé í lagi. En sú leit myndi sennilegast kosta meira í bensíni og tíma, en svarar til tíu króna. xxx • • OLLU haganlegar er málum háttað í Sparisjóði Hafnar- flarðar í Strandgötu, en þar var Víkveiji á ferð fyrir skemmstu. Þar eru hraðbankarnir tveir, annar til að millifæra, taka út, fá stöðu og yfirlit, og er opinn allan sólarhring- inn, en hinn einskonar þjónustuvél, kölluð upplýsingaþjónn, sem opin er á afgreiðslutíma bankans og þar má fá yfirlit og kanna stöðu á reikningum, notanda að kostnaðar- lausu. Þjónusta til fyrirmyndar. xxx ÍKVERJI verður að viður- kenna að hann hefur lúmskt gaman af því þegar mönnum verð- ur fótaskortur á tungunni í út- varpi og hefur fyrir sið að hripa hjá sér þegar komist er (ó)heppi- lega að orði. I því seðlasafni má sjá setningar eins og: „hann stend- ur í miðjum sólblóma frægðarinn- ar“, sem sagt var um knattspyrnu- mann, og fleira ámóta. í söfnun- inni á Víkveiji sér uppáhalds fréttamann á Stöð 2. Til að mynda sagði sá fyrir nokkru frá atkvæða- greiðslu á hollenska þinginu „um afléttingu þinghelgarinnar yfir Willy Claes“. XXX ANNAÐ dæmi úr seðlasafninu, sem er reyndar nokkuð al- gengur misskilningur, er þegar. viðkomandi fréttamaður ræddi fyrir skemmstu um formannsslag Álþýðubandalagsins og sagði að Ólafur Ragnar stæði að baki Mar- gréti Frímannsdóttur. Vísast hefur hér verið átt við að hann stæði á bak við hana, þ.e. væri „(leynilegur) hvatamað- ur“, eins og það er orðað í Orða- bók Menningarsjóðs, nema hér hafí fréttamaður verið að láta í ljós álit sitt á Ólafi og Margréti, þ.e. að Ólafur sé henni síðri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.