Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 56
RRUQytCK -te fyrir þá setti gera kröfur! MORGUNBIAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FOSTUDAGUR 19. MAÍ1995 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Starfsmenn ISAL vísa samningamálum til ríkissáttasemjara Breyting á samningi skilyrði fyrir stækkun ÍSAL setur það sem skilyrði fyrir stækkun álversins í Straumsvík að kjarasamningar við starfsmenn verði endurskoðaðir. ÍSAL vill fá í samning- ana hliðstæð ákvæði og sett höfðu verið fram í samningum um byggingu álvers á Keilisnesi, annars vegar að ISAL fái rétt til að nota verktaka og hins vegar að gerður verði einn kjara- samningur og allir starfsmenn greiði atkvæði um hann sameiginlega. Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa ákveðið að vísa kjaradeilu þeirra við ISAL til ríkissáttasemjara. Hannes G. Sigurðsson, formaður samninganefndar ÍSAL, sagði að núverandi kjarasamningur væri flók- inn og nauðsynlegt væri að einfalda hann. „Það er rétt að þetta er sett fram sem skilyrði fyrir því að ráðist verði í frekari fjárfestingu, að það verði gerðar ákveðnar breytingar á kjarasamningnum. Við höfum lagt fram samning sem verkaiýðsfélögin á Suðurnesjum og a.m.k. eitt lands- samband innan ASÍ gerðu við Atlan- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Sægreifí í net sjómanna TVEIR sjaldséðir fiskar komu í net Breka VE í síð- asta túr, kolskeggur og sægreifi. í bókinni íslensk- irfiskar, eftir Gunnar Jónsson, er kolskegg m.a. lýst svo, að hann sé svart- ur, langvaxinn og þunnvax- inn miðsævis djúpfiskur, roð hreisturlaust og á höku er alllangur hökuþráður og er ljósfæri á enda hans. Þá eru tvær raðir ljósfæra eft- ir endilöngum hliðum. Sægreifi er enn sjaldséð- ari, en fiskar af sægreifa- ætt eru miðsævis- og djúp- fiskar. Sægreifinn er dökk- rauðbrúnn, roð hreistur- laust, en með greinilega rák frá haus að sporð- blöðku og er hún greypt inn í roðið. Spáð vætu syðra VEÐURSTOFAN gerir ráð fyrir að veður fari hlýnandi um helgina, með langþráðri vætu sunnanlands. Búizt er við hægri sunnanátt á laugardag, en sunnanstrekkingi á sunnudag. Hiti verður fjögur til tíu stig á laugardag og spáð er hlýjustu veðri á Norðvesturlandi. A sunnudag er spáð sjö til tólf stiga hita á landinu. tal-hópinn. Við förum fram á að atr- iði um samningsrétt og ráðningu verktaka, sem þar er að finna, verði tekin upp í samning ÍSAL við starfs- menn.“ Hannes sagði að ÍSAL væri að fara fram á visst frelsi til að nota verktaka og að starfsmenn ÍSAL kæmu fram sem einn samningsaðili en ekki tíu. Þannig verði kjarasamn- ingur við starfsmenn borinn upp til samþykktar eða synjunar í einu lagi og atkvæði um verkfallsaðgerðir verði sömuleiðis talin sameiginlega. I dag getur hvert og eitt félag boðað verkfall. Starfsmenn andvígir „Við sjáum ekki að það sé nauðsyn- legt að endurskoða kjarasamninginn frá grunni þó að bætt sé við einum kerskála. Við erum með kjarasamning sem búið er að þróa í 25 ár. Við sjáum ekki að það séu neinar rekstrarlegar forsendur til að breyta kjarasamn- ingnum þó að hér fjölgi störfum," sagði Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðar- maður ÍSAL. Gylfi sagði að krafa starfsmanna væri að gerðar yrðu breytingar á launafiokkum og að starfsmenn fengju hlutdeild í hagræðingu fyrir- tækisins. Hann sagði að ákvæði um hlutdeild starfsmanna í hagræðingu hefði verið sett inn í samninga 1989. Ekki hefði tekist samkomulag um útfærslu þessa atriðis og í samningum árið 1993 hefði náðst samkomulag um að setja þetta mál til hliðar m.a. vegna erfiðrar íjárhagsstöðu. Gylfi sagði að starfsmenn legðu mikla áherslu á að ÍSAL efndi loforð um hlutdeild starfsmanna í hagræð- ingu. Hann benti á að árið 1989, sem hefði verið metár í framleiðslu, hefði framleiðsla fyrirtækisins numið 88 þúsund tonnum og starfsmenn hefðu verið 650. í fyrra hefði framleiðslan verið um 98 þúsund tonn og starfs- menn verið 430. Eðlilegt væri að starfsmenn fengju hlutdeild í þessari miklu hagræðingu. Endurmenntun kennara 3.000 umsóknir MIKILL fjöldi kennara hefur sótt um að komast á sérstök endurmenntun- arnámskeið Kennaraháskóla íslands í sumar en Ijúki þeir slíkum nám- skeiðum eiga þeir möguleika á að færast upp um launaflokk. Olafur H. Jóhannsson endurmenntunarstjóri KHÍ segir að aldrei hafi fleiri um- sóknir verið sendar endurmenntunar- deild skólans. Röskar 3.000 umsókn- ir hafí borist í ár en umsækjendur væru um 1.600-1.700. Hann segir að það láti nærri að vísa þurfí frá 800 umsækjendum. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands íslands, sagði að breyt- ingar á launaflokkakerfí kennara í nýgerðum kjarasamningum skýri best mikla ásókn kennara í nám- skeiðin. Auðveldara sé nú en áður að flytjast milli launaflokka, sæki kennarar námskeið í KHÍ. Eiríkur segir að reglur hafi m.a. verið rýmk- aðar á þann hátt að þeir kennarar sem voru komnir í efsta þrep launa- stigans eigi nú aftur möguleika á launaflokkshækkun með því að fara á endurmenntunarnámskeið. Morgunblaðið/Þorkell Grisjað á Klambratúni ÞRÁTT fyrir ágæta sólbaðs- daga er hætt við að gróður taki ekki almennilega við sér fyrr en í góðum gróðrarskúr að sögn Jóhanns Pálssonar garðyrlqustjóra Reykjavíkur. Jóhann segir erfitt að meta hvernig gróður komi undan vetri, en greinilegt sé að allur sígræni gróðurinn komi mjög illa út í vor. Seinnipartinn í mars hafi gert slæmt rok með miklum skarabruna og síðan hafi verið ákaflega sólríkt og kalt. Við þær aðstæður fari blöðin á gróðrinum að anda í sólarylnum á daginn en nái ekki vatni uppúr frosinni jörð- inni. Bæjarstarfsmenn láta tíðarfarið ekki aftra sér frá vorverkunum, m.a. grisjun trjáa á Klambratúni. Samherji leigir frystitogarann Baldvin Þorsteinsson EA til Færeyja Togarinn leigður til að forðast áhrif verkfalls SAMHERJI hf. á Akureyri hefur gengið frá leigu á frystitogaranum Baldvin Þorsteinssyni EA 10 til fær- eyska útgerðarfélagsins Framheija, en Samherji á hlut í því fyrirtæki. Togarinn fór til karfaveiða á Reykja- neshrygg þann 10. maí. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samheija, segir að á síðasta ári hafí verðmæti úthafsafla hjá fyrir- tækinu numið 600 milljónum króna og fyrirtækið og sjómenn þess vilji forðast tekjuskerðingu, sem sjó- mannaverkfall hefði í för með sér. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambandsins, segist fordæma allar aðgerðir til að komast undan löglega boðaðri vinnustöðvun. Þorsteinn Már segir að leigu- samningurinn við Framheija sé til ótilgreinds tíina, en uppsegjanlegur með skömmum fyrirvara af hálfu Samherja. „Við gripum til þessa ráðs til að forðast sjómannaverk- Formaður Sjómannasambandsins fordæmir vinnubrögð Samherja fall,“ segir Þorsteinn Már. „Um helmingur aflaverðmætis Baldvins Þorsteinssonar í fyrra var vegna veiða utan lögsögunnar og á þessum veiðum hagnast allir, útgerðin, sjó- mennirnir og ríkisvaldið, því starfs- menn Samheija greiddu yfir 80 milljónir í opinber gjöld vegna tekna af úthafsveiðum á síðasta ári. Áhöfn frystitogarans gerir sér því grein fyrir alvöru málsins og er sátt við leiguna, enda hefur öllum verið tryggð sömu launakjör, réttindi og tryggingar áfram.“ Fleiri togarar e.t.v. leigðir Aðspurður sagði Þorsteinn Már að ekki væri útilokað að fleiri togar- ar Samherja yrðu leigðir. „Við erum að skoða þessi mál og þurfum að taka ákvörðun á næstu dögum. Ef fleiri togarar verða leigðir verður það gert í samráði við áhafnirnar. Vilji sjómanna til verkfalls er tak- markaður, enda hef ég heyrt þá segja að þetta verði verkfall foryst- unnar. Ahafnir á frystitogurum sækja engar kjarabætur í verkfall, það er ljóst af kröfum sem lagðar hafa verið fram.“ Þorsteinn Már segir að þrátt fyr- ir að frystitogarinn verði leigður færeyska fyrirtækinu verði aflanum landað hér á landi. „Færeysk skip hafa verið að landa hér, enda styst af miðunum hingað. Ég á ekki von á að samtök sjómanna reyni að stöðva skipið, komi það hingað, enda horfa þau upp á að íslensk fyrirtæki leigja erlend skip með er- lendum áhöfnum." Sjómenn kanna mótleik Talsmenn sjómanna sátu á samn- ingafundi hjá ríkissáttasemjara í gær, en um kvöldmatarleyti var tíð- indalitlum fundinum frestað til kl. 9 í dag. Sævar Gunnarsson, formað- ur Sjómannasambandsins, segir að þá hafi borist fréttir af leigu frysti- togara Samheija til Færeyja og hafi talsmenn sjómanna setið á fundi áfram, til að ræða til hvaða aðgerða sé unnt að grípa. „Ég for- dæmi þau vinnubrögð Samherja að koma sér undan löglega boðaðri vinnustöðvun, því ég sé ekki betur en það sé nákvæmlega það sem fyrirtækið er að gera. Við höfum verið að skoða til hvaða aðgerða við getum gripið, en meira er ekki um þetta að segja að sinni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.