Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A L / \ N E > S M / K N N A pQTi0ttt#lfaí<ÍÍ> B 1995 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ BLAÐ KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Kristinn Skagamenn meistarar meistaranna AKURNESINGAR gjörsigruðu KR-inga, 5:0, í árlegum leik íslands- og bikarmeistara fyrra ðrs — Meistara- keppni KSÍ — sem fram fór á Akranesi í gærkvöldi. Á myndinni hefur Ólafur Þórðarson, fyrirliði ÍA, tekið við bikarnum sem nafnbótinni fylgir. Það var Eggert Magnússon, til hægri, sem afhenti Ólafl fyririiða bikarinn. ■ Ótrúlegt / B8 Kæra Rússa ekki tekin til greina KÆRA Rússa vegna leiksins gegn Þjóðverjum var ekki tekin til greina af aganefnd IHF. Rúss- ar áfrýjuðu til dómstóls IHF sem komst að sömu niðurstöðu og aganefndin þannig að úrslit leiks- ins standa og Þjóðveijar mæta því Frökkum í undanúrslitum í dag, en Rússar leika um fimmta til áttunda sæti. Aganefndin féllst á að dómararnir hefðu gert mistök og kæra Rússa væri lögmæt, en hún taldi hins vegar að Þjóðverjar hefðu ekki hagnast á mistökum dómaranna og því tók hún kæruna ekki til greina. Dómstóll IHF féllst á niðurstöðu aganefndar og staðfesti hana. Niðurstaða dómstólsins er endanleg. Guðni á Wembley GUÐNI Bergsson leikur með Bolton gegn Tran- mere um sæti í ensku úrvalsdeildinni mánudag- inn 29. maí og verður það í annað sinn á skömm- um tima sem fyrirliði íslenska iandsliðsins leikur úrslitaleik á Wembley en sá fyrri var gegn Liverpool í deildarbikarnum. Guðni átti stórleik í fyrrakvöld og fékk góða dóma í fjölmiðlum þegar Bolton vann Wolves 2:0 eftir framlengdan leik en Úlfarnir unnu 2:1 heima í fyrri leiknum. í annað sinn lék hann sem miðvörður liðsins og hafði nóg að gera, ekki síst eftir að samheiji hans, Alan Stubbs, fór meiddur af velli um miðj- an seinni hálfleik. Heimamenn gerðu annað mark sitt snemma i seinni hálfleik framlenging- ar og lögðu Úlfarnir allt í sóknina eftir það en vörn Bolton var vandanum vaxin. Lið Bolton fer í afslöppunarferð til Portúgals um helgina og verður þar í nokkra daga fyrir úrslitaleikinn. Svíþjóð og ísland mætast í Evrópukeppni lands liða í Stokkhólmi 1. júní og á KSI kröfu á að fá Guðna fjórum dögum fyrir leik en um samd- ist að hann léki úrslitaleikinn með Bolton. Sigur og tap ÍSLENSKA landsliðið í badminton vann Banda- ríkjamenn 3:2 í annarri umferð heimsmeistara- mótsins i badminton sem fram fer í Sviss. Liðið er í sjötta riðli með Póllandi, Bandaríkjamönnum og Sviss. í fyrstu umferðinni á miðvikudaginn tapaði ísland 1:4 fyrir Sviss. Báðir leikir ís- lenska liðsins voru jafnir. 1 gær unnu Árni Þór Hallgrímsson og Guðrún Júlíusdóttir tvenndar- leikinn 15:8 og 15:9, Elsa Nielsen sigraði mót- herja sinn í einliðaleik kvenna 11:7 og 11:5 en Broddi Kristjánsson tapaði 8:15 og 8:15 í einliða- leik karla og staðan var orðin 2:1. Elsa og Guð- rún tryggðu sigurinn i tvíliðaleik kvenna með þvíað vinna 17:16,10:15 og 15:11. Broddiog Árni töpuðu síðan tvíliðaleik karla 15:18 og 9:15. í gær töpuðu Árni Þór og Guðrún í tvenndar- Ieik 1:15 og 7:15. Broddi vann fyrstu lotuna 18:13 í einliðaleiknum, en tapaði síðan 15:18 og 5:15 og nú var steðan orðin 0:2 og útlitið svart. Eini vinningur íslands var í einliðaleik kvenna þar sem Elsa sigraði auðveldlega 11:1 og 11:9 og lagaði stöðuna í 1:2. Broddi og Árni Þór lentu í mikilli rimmu í tvíliðaleik en töpuðu í odda- hrinu 9:15,15:10 og 16:18. Elsa og Vigdís Ás- geirsdóttir töpuðu síðan i tvenndarleik 9:15 og 6:15. Að sögn aðstandenda hópsins eru um 1500 áhorfendur á leikjunum, sérstaklega leikjum heimamanna og mikil stemmning. Undanúrslit keppa um gullið. Láttu þig ekki vanta á þennan heimsviðburð. Miðaverð í sæti er 4.000 og 5.500 kr. og í stæði 1.500 og 3.500 kr. Miðasalan opnar kl. 10:00. V • \r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.