Morgunblaðið - 19.05.1995, Page 2

Morgunblaðið - 19.05.1995, Page 2
2 B FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR KNATTSPYRNA / MEISTARAKEPPNI KVENNA Góð byijun hjá kvenfólkinu KVENFÓLKIÐ kemur vel undan vetri ef marka má frammistöðu leikmanna KR 09 Breiðabliks á gervigrasinu á Asvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þar átt- ust liðin við í meistarakeppn- inni og hafði KR verðskuldaðan sigur, 1:0. Spilið var gott á köflum og greinilegt að liðin eru tilbúin fyrir sumarið. Vesturbæingar spil- ■■mHi uðu meira á meðan Stefán Kópavogsbúar Stefánsson gerðu meira af því skrifar að senda boltann upp kantana og áttu Ásthildur Helgadóttir og Sigrún S. Óttarsdóttir sitthvort skotið í slá KR eftir hálftíma leik. KR-ingar áttu þó sín færi og fimm mínútum eftir leikhlé fékk Ásdís Þorgilsdóttir stungusendingu upp vinstri kantinn, lék upp að endamörkum og renndi boltanum framhjá Sigfríði Sophusdóttur í marki Blika. Breiðablik komst við það meira inní leikinn en KR hélt áfram að skapa sér færi og Olga Færseth, nú KR-ingur, átti skot í slá. Sigríður Óttarsdóttir fékk opið tækifæri til að jafna og tryggja þannig framlengingu þegar hún komst á auðan sjó innfyrir vörn KR rétt fyrir leikslok en slappt skot hennar rataði beint í fang Sigríðar Pálsdóttur markvarðar KR. Þar með lak vindurinn úr Blikum og þrátt fyrir nokkur færi KR, jafnvel þrír KR-ingar gegn einum Blika, tókst ekki að.bæta við. „Við byijum vel og ákváðum að beijast enda búnar að heyra utan úr bæ að Breiðablik myndi fara létt með okkur og vorum ekki á því,“ sagði Helen Ölafsdóttir fyrir- liði KR, kampakát með bikarinn í höndunum og bætti við: „Við höfum æft vel, hlaupið mikið en átt við meiðsli að stríða. En þetta er að koma og gefur okkur byr undir báða vængi því eftir að við töpuðum Reykjavíkurtitlinum til Vals, þurft- um við að vinna upp sjálfstraustið." Liðið virtist ekki skorta úthald og spilaði vel út á velli þar sem Guð- laug Jónsdóttir réði ríkjum en í framlínunni voru Sara Smart og Olga Færseth góðar saman. Hel- ena, sem hefur leikið í framlínunni, lék nú aftast og fórst það vel úr hendi. Breiðabliks var ekki mikið síðra lið að þessu sinni, en leikmenn nýttu ekki færin og skorti þrek í lokin. Ásthildur Helgadóttir og Margrét Ólafsdóttir voru sterkar á miðjunni en án mikils stuðnings og Sigrún Óttarsdóttir var góð, þrátt fyrir að klúðra besta færi leiksins. Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari og leik- maður Breiðabliks, var einnig ágæt og ekki svartsýn á sumarið: „Fall er fararheill." Morgunblaðið/Árni Sæberg KR-stúlkur meistarar meistaranna GERÐUR Guðmundsdóttir í KR og Ásthildur Helgadóttir, sem skrýðist nú búningi Breiðabliks á ný, eigast hér við um boltann i Meistarakeppninni í gærkvöldi þar sem KR vann 1:0 Tvær á slysavarðstof una SUMARIÐ byijar ekki vel fyrir Ingu Dóru Magnúsdóttur í KR og Helgu Hannesdóttur úr Breiðabliki, því þær enduðu báðar á slysavarð- stofunni fyrir leikslok. í leiknum í gær háðu þær baráttu um háan bolta en skullu saman og skárust báðar á höfði. Á Ingu Dóru þurfti að sauma nokkur spor en Helga fór verr því fyrir utan skurð, sem þurfti nokkur spor til að loka á slysavarðstofunni, nefbrotnaði hún. IMokkur félagsskipti NOKKRIR lykilleikmenn kvennaliða hafa skipt um félag fyrir sumarið og hafa KR-ingar fengið flesta leikmenn og Breiðablik misst. Olga Færseth og Inga Dóra Magnúsdóttir gengu yfir í KR úr Breiðabliki, Olga Einarsdóttir kom úr Hetti og Sara Smart skipti yfir úr Haukum. Ennfremur fór Katrín Jónsdóttir úr Kópavoginum yfir í Garðabæ og spilar með Stjörnunni í sumar. Hinsvegar misstu KR-ing- ar Ásthildi Helgadóttur yfir í Breiðablik. FRJALSIÞROTTIR / VORMOT IR Morgunblaðið/Kristinn Besti tími frá 1982 SiGMAR Gunnarsson UMSB fer fremstur í Kaldalshlaupinu en hann náði besta tíma í hlaupinu frá 1982. Gunnlaugur Skúlason UMSS fylgir honum fast eftir og í hnapp með þeim eru bræðurnir Sveinn og Björn Margeirssynir UMSS. FJÓRIR hlupu undir 11 sek. í 100 m, sem var úrtökuhlaup fyrir Smáþjóðaleikana í Lúxem- borg. Jón Arnar Magnússon UMSS, þriðji frá hægri, sigraði á góðum tíma, 10,59 sek. Bræðurnir frá Mælifellsá stórbættu metin í3000 m SKAGFIRSKIR frjálsíþróttamenn náðu góðum árangri á Vormóti ÍR á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Jón Arnar Magnússon UMSS sýndi að hann er líkiegur til að slá íslandsmetið ítugþraut í lok mánaðarins og bræðurnir frá Mælifellsá stórbættu Islandsmetin í 3000 metrum í drengja- og sveinaflokki. Bræðurnir Sveinn og Björn Mar- geirssynir UMSS stiga vart fæti á hiaupabrautina öðru vísi en að setja íslandsmet Ágúst °g Það gerðu Þeir í Ásgeirsson Kaldalshlaupinu í skrifar gær. Þar eru stór- skemmtilegir hlaup- arar á ferð með gott keppnisskap. Sveinn, sem er á 17. aldursári, bætti drengjamet sitt um rúmar átta sekúndur, eða úr 8:49,40 í 8:41,01 mínútu. Björn er ári yngri eða 16 og hefur tekið stórstígum framförum frá í fyrra. Hann hljóp nú á 8:42,67 og bætti ársgamalt sveinamet bróð- ur síns um tæpar sjö sekúndur. Tíminn er ótrúlega góður af 16 ára pilti og í hlaupinu bætti hann besta árangur sinn í greininni frá í fyrra um rúmar 42 sekúndur. Sigmar Gunnarsson UMSB vann Kaldalshlaupið á endaspretti, tók fram úr Sveini þegar 200 metrar voru eftir, og hljóp á 8:38,85. Er það besti tími í Kaldalshlaupinu frá upphafi en keppt hefur verið í því frá 1982. Fjórði varð Gunnlaugur Skúlason UMSS á 8:45,5. Jón Arnar hljóp 100 metrana kröftuglega á 10,59 sekúndum. Meðvindur var 2,8 sekúndumetrar en ískalt loftið vegur á móti. Byij- unin lofar góðu og íslandsmetið, 10,57 sek., lifir tæplega sumarið af. Jón kastaði einnig kringlu 46,74 metra og spjótj 57,90 metra. Þrír hlauparar aðrir hlupu 100 metrana undir 11 sekúndum. Uó- hannes Már Marteinsson ÍR varð annar á 10,82 sem bendir til þess að hann muni bæta sig í sumar. Hið sama er að segja um Hörð Gunnarsson UMSK sem hljóp á 10,94 að ekki sé minnst á Trausta- son, 18 ára FH-ing, sem hljóp á 10,99. Er það í fyrsta sinn hann hleypur undir 11 og örugglega ekki það síðasta. Geirlaug B. Geirlaugsdóttir Ár- manni hefur aldrei verið betri en í ár og hljóp öðru sinni í vor undir 12 sekúndum, nú á 11,92 sek. Þessi árangur, sem að framan greinir, svo og margur annar gefur vonir um gott fijálsíþróttasumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.