Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + HM í HANDKNATTLEIK „Strákamir okkar“ vom ekki tilbúnir í harða baráttu Ungu strákarnir sem leika hér á landi, hafa ekki öðlast nægilega reynslu til að takast á við stórverkefni eins og HM, segir Sigmund- -------a*-------------------------------------- ur O. Steinarsson. Hann telur Þorberg Aðalsteinsson, landsliðsþjálfara, hafa gert mistök með því að tefla þeim ekki fram á HM í Svíþjóð 1993 og mestu mistökin hafi hann gert þegar hann guggnaði á að stokka upp og byggja framtíðarlandsliðið á þeim leikmönnum sem tryggðu sér þriðja sætið í heimsmeistarakeppni 21 árs ogyngri 1993. Taldið er fallið — þátttöku ís- lands í heimsmeistarakeppn- inni er lokið. Það fór eins og marg- ir óttuðust, að leikmenn íslenska liðsins þoldu ekki hið mikla álag og spennu, sem hefur fylgt heima- þjóðum í HM. Landsliðsmenn ís- lands kynntust miklu meiri pressu og spennu, en nokkurt annað ís- lenskt landslið hefur fengið að kynnast — það er að leika á heima- velli, þar sem augu allrar þjóðarinn- ar hvfldu á þeim; það voru þeir sem áttu að bera uppi þjóðarsálina. Hvað gerðist, spyrja menn. Það er augljóst — hið unga lið íslands var ekki undirbúið til að takast á við verkefnið. Þá er ekki átt við loka- undirbúninginn, síðustu sex vikurn- ar, heldur þroska og leikreynslu leikmannanna. Þeir fengu að kynn- ast öðrum heimi, sem þeir þekktu ekki. Það er ekki hægt að deila á, að bestu handknattleiksmenn íslands hafi ekki verið valdir til verkefnis- ins. Okkar bestu menn voru einfald- lega ekki tilbúnir í slaginn. Það hafa reyndari leikmenn en þeir bognað undan álagi — hvað gerðist ekki með „Draumaliðið“ og þjálfar- ann Bogdan á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og HM í Tékkóslóvakíu 1990? Þegar að er gáð, voru tveir leikmenn sem áttu að bera uppi íslenska liðið í HM á íslandi,.Geir Sveinsson og Sigurður Sveinsson, í „Draumaliðinu". Hvaða hlutverk léku þeir þá. Geir lék vamarhlut- verk — skipti við fyrirliðann Þorgils Óttar Mathiesen, sem lék á línunni í sókn. Sigurður Sveinsson var mest á bekknum — varamaður fyr- ir Kristján Arason. Þeir léku ekki aðalhlutverk þá, en nú eru þeir leik- mennirnir sem hafa borið uppi landsliðið. Sigurður hefur átt við meiðsli að stríða og náði sér ekki á strik — náði ekki að leika eins og hann gerði í B-keppninni í Aust- urríki 1992 og HM í Svíþjóð 1993, þegar hann gladdi áhorfendur með leik sem hann einn getur. Það er ekki verið að gera lítið úr þessum tveimur af bestu leikmönnum ís- lands, þegar sagt er að endurnýjun- in hefur ekki orðið nægileg í ís- lenskum handknattleik. Gamli ref- urinn Gunnar Gunnarsson, sem komst ekki nálægt „Draumaliðinu" var maðurinn sem stjórnaði leik ís- lenska liðsins í B-keppninni í Aust- urríki, Ólympíuleikunum í Barcel- ona og HM í Svíþjóð. Gunnar Andr- ésson, sem var talinn framtíðarleik- stjórnandi liðsins 1992, meiddist eftir B-keppnina í Austurríki, og hefur ekki leikið lándsleik síðan. Héðinn Gilsson, mesta skytta ís- lands, er meiddur og önnur skytta, Júlíus Jónasson, hefur átt við þrálát meiðsli að stríða. Ungu strákarnir sem leika hér á landi, hafa ekki öðlast nægilega mikla reynslu tii að takast á við stórverkefni eins og HM. Hér hafa þeir ekki kynnst því að leika gegn stórum varnarleikmönnum, þar sem meðalhæð íslenskra handknatt- leiksmanna er ekki mikil. Hér hafa þeir ekki kynnst því að leika gegn sterkum vörnum, sem eru með frá- bæra markverði fyrir_ aftan sig. Þrjár af bestu skyttum íslands hafa aldrei leikið gegn besta markverði landsins. Það eru Jón Kristjánsson, Dagur Sigurðsson og Ólafur Stef- ánsson. Einföld ástæða er fyrir því; þeir leika í sama liði og Guð- mundur Hrafnkelsson. Það er ekki það sama að leika gegn ÍH, HK eða Þór, og gegn landsliðum eins og Sviss, Rússlandi og Hvíta-Rúss- landi, sem tefla fram hávöxnum leikmönnum. Það er ekki eingöngu við þjálfar- ann að sakast, þó að illa hafi farið. Hann tefldi fram sterkustu leik- mönnum okkar, en þeir voru ein- faldlega ekki tilbúnir að eiga við sér stærri leikmenn — þeir sáu allt annan sjóndeildarhring, en þeir hafa alist upp við. Á þann hátt voru þeir ekki nægilega vel undir- búnir — og hreinlega ekki nægilega góðir til þess að ætlast sé til að þeir vinni stórafrek. Þá var reynsla til staðar Reynsluleysið braust út á margan hátt — menn urðu ragir við að skjóta, óöruggir og þá var vægast sagt ömurlegt að sjá fullorðna leik- menn bijóta þannig á mótheijanum, þegar engin hætta var á ferð, að þeim var vísað af leikvelli. Þegar horft er aftur, eru íslensk- ir handknattleiksmenn nú ekki nægilega góðir og ekki með þá reynslu til þess að hægt sé að gera kröfur til þeirra. Hér á árum áður, þegar „Draumaliðið" var og hét, léku flestir landsliðsmenn með lið- um í útlöndum — Bjami Guðmunds- son, Alfreð Gíslason, Páll Ólafsson, Kristján Arason, Sigurður Sveins- son og Atli Hilmarsson í Þýskalandi og Einar Þorvarðarson og Sigurður Gunnarsson á Spáni, þar sem þeir kynntust nýjum heimi og fengu reynslu til að leika í alþjóðlegum handknattleik. Það hefur oft sýnt sig að þó að lið séu skipuð reyndum leikmönnum, sem þekkja hvern annan vel, sé það langt frá því að það sér öruggt að þeir nái góðum leikjum. Það sýndi sig þegar Island átti reynslumesta landslið heims — „Draumaliðið." Uppbyggingin brást Það mátti margt betur fara í undirbúningi landsliðsins _ fyrir heimsmeistarakeppnina á íslandi. Stóru mistökin voru að tefla ekki fram ungu strákunum í heimsmeist- arakeppninni í Svíþjóð 1993 — láta þá öðlast reynslu þar fyrir átökin hér heima. Byija þá á fullum krafti að byggja ungu leikmennina upp og láta þá ganga í gegnum stíft æfingaplan, leika síðan í undan- keppni Evrópukeppni landsliða og tryggja önnur verkefni fyrir þá, en ekki bjóða upp á þá eyðu sem kom — að ekki hafi verið leiknir nema þrír landsleikir á níu mánuðum 1994, árið fyrir HM á íslandi. Mestu mistökin sem Þorbergur Aðalsteins- son, landsliðsþjálfari gerði, var þeg- ar hann guggnaði á að stokka upp ?g byggja upp framtíðarlandslið Islands á þeim leikmönnum sem tryggðu sér þriðja sætið í heims- meistarakeppni 21 árs landsliða í Egyptalandi 1993. Aðeins einn af þeim Ieikmönnum lék í HM í Sví- þjóð, Patrekur Jóhannesson, og aðeins þrír í HM á íslandi, Patrek- ur, Dagur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson. Ef Þorbergur hefði gert það, hefðu ungu strákarnir mætt til leiks reynslunni ríkari. Á þessum tímapunkti er ekki rétt að gera stórbreytingar, sem hefði verið heppilegt að gera eftir að landsliðið tryggði sér farseðilinn til HM í Svíþjóð — í B-keppninni í Austurríki 1992. Nú þarf að safna liði — mæta ákveðnir til leiks í undankeppni Evrópukeppni lands- liða, sem hefst í haust. Markmiðið er að tryggja sér rétt til að leika í úrslitakeppni EM á Spáni, þar sem keppt verður um farseðla til HM í Japan 1997. Þangað á að taka stefnuna, ekkert annað. Fyrirliðini GEIR Sveinsson, fyrirliði íslenska I; HM, þakkar öðrum dómaranum fyrii var lokið í keppninni — eftir tapl Hvað er orðið £ hörðu „Víkingu ANDERS-Dahl Nielsen, fyrrum landsliðsmaður Dana, síðar þjálfari og leikmaður með KR og þá landsliðs- þjálfari Dana, sem þekkir íslenskan handknattleik út í gegn, segir að ís- lendingar eigi ekki eins öflugar lang- skyttur og á árum áður. Það eru ekki mörg ár síðan aðrar þjóðir öf- unduðu íslendinga af langskyttum sínum. Hér á kortinu sést vel hver niðursveiflan hefur verið hjá lang- skyttum íslands síðan í HM 1986 í Sviss, en í heimsmeistarakeppni á árum áður voru langskytturnar alltaf mestu markahrókar íslendinga. Nú er það svo að hornamaður, Valdimar Grímsson (34 mörk), og linumaður, Geir Sveinsson (28 mörk), eru marka- hæstu menn islenska liðsins. Patrek- ur Jóhannesson var markahæsta skyttan með 16 mörk, Júlíus Jónasson skoraði 14. Vinstrihandarskyttan Kristján Arason skoraði flest mörk íslendinga í HM í Sviss 1986, 41, og var fimmti markahæstur. Þá skoraði hægrihand- arskyttan Atli Hilmarsson 28 mörk og leikstjórnendurnir Sigurður Gunnarsson, 16 mörk, og Páll Ólafs- son, 10 mörk. Hornamaðurinn Bjarni Guðmundsson skoraði 17 mörk. Línu- mennirnir skoruðu samtals 9 mörk - Þorbjörn Jensson 6 og Þorgils Óttar Mathiesen 3. Hægrihandarskyttan Alfreð Gísla- son skoraði 32 mörk í HM í Tékkósló-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.