Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ1995 B 5 Morgunblaðið/RAX i lék vel indsliðsins, sem lék frábærlega í ' leikinn, eftir að þátttöku íslands eikinn gegn Rússum í vikunni. if skot- num“? vakíu, Kristján Arason 24, hornamað- urinn Bjarki Sigurðsson 21. Þorgils Óttar Mathiesen skoraði 13 og Geir Sveinsson 10. Vinstrihandarskyttan Sigurður Sveinsson skoraði 37 mörk i HM í Svíþjóð 1993, Júlíus Jónasson 16, Geir Sveinsson 21 og Bjarki Sigurðsson 19. í HM íslandi skoruðu skytturnar 66 mörk á móti 98 1993, 86 1990 og 112 mörkum 1986, sem sýnir best hvað íslendingar áttu frábærar skytt- ur í HM í Sviss. Þegar þessar tölur eru skoðaðar, viija margir segja að gömlu góðu „Víkingarnir“ sem lieij- uðu í Þýskalandi og á Spáni — skutu allt á bólakaf — séu orðnir mjúku mennirnir í heimahögum. IÞROTTIR Svíar mæta Króötum og Frakkar Þjóðverjum í undanúrslitum „Ætlum ad skemmta okkur...“ „ Við erum búnir að ná því sem við stefndum að í keppninni, að komast í fjöguira liða úrslitin o g vinna okkur þar með sæti á ---yr--------------------------------------- Olympíuleikunum í Atlanta, sagði Frédéric Volle, skyttan hárprúða í franska landsliðinu við Frosta Eiðsson í gær og bætti við: „það er því engin pressa á okkur fyrir leikinn gegn Þýskalandi, við förum í hann með því hugarfari að skemmta okkur.“ Eiðsson skrifar Það var mjög létt yfir franska hópnum þegar blaðamaður Morgunblaðsins leit í heimsókn um hádegisbilið í gær á Hótel íslandi þar Frostl sem hópurinn hefur dvalist hér á landi. Hópurinn gerði að gamni sínu á meðan beðið var eft- ir að Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra heilsaði upp á þá, en Frakkar vildu vekja athygli heil- brigðisyfirvalda og almennings hér á landi á baráttu þeirra gegn al- næmi. Franska landsliðið hefur leikið með alþjóðlegt merki barátt- unnar gegn alnæmi framan á landsliðsbúningnum og prósenta af aðgangseyri á leiki Frakka heima- fyrir hefur verið varið til styrktar þessu málefni. líka að gera vel í þessari keppni. Það óvænta í keppninni hingað til er árangur Rússa og Spánverja, að þau lið skyldu ekki gera betur en á hinn bóginn eru það allt sterk lið sem eftir eru í baráttunni um titilinn," sagði Volle. Frakkarnir unnu sér sæti í und- anúrslitum með stórsigri á Sviss og segja má að síðari hálfleikur þess leiks hafi einungis verið forms- atriði, - yfirburðir Frakka voru það miklir í leiknum. „Það var vörnin hjá okkur sem gerði útslagið á móti Sviss, við spiluðum grimma vörn og gáfum þeim ekki frið og það skilaði mörg- um mörkum fyrsta stundarfjórð- ungnum. Átta mörkum munaði í leikhléi og leikurinn því búinn,“ segir Volle og hlær. Höfðu trúna Verður samherji Geirs „Það voru margir Frakkar sem voru á þeirri skoðun að við mundum ekki fara langt í keppninni. Árang- urinn hefur hins vegar ekki komið okkur, leikmönnunum á óvart. Við höfðum allan tímann trú á okkur. Okkur gekk vel á heimsmeistara- keppninni í Svíþjóð og við ætluðum Volle lék handknattleik með Marseille á síðasta tímabili en missti reyndar af fyrra hluta keppnistímabilsins vegna meiðsla. Hann mun flytja sig yfir til Montp- ellier og leika meðal annars með íslenska landsliðsfyrirliðanum Geir Sveinssyni á næsta tímabili. Segja Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson FRÉDÉRIC Volle, einn lykllmanna franska landslíðslns verður í eldlínunni í dag þegar llðið leikur vlð Þjóðverja. má að rætur Volle liggi í Mountp- ellier því auk þess sem hann steig fyrstu skref sín í íþróttinni þar þá er faðir hans varaforseti félagsins. Segja má að Volle fari aftur á heimaslóðir. Hárið fær að vaxa Volle hefur verið einn lykil- manna Frakka í þessari keppni og Þjóðveijar koma örugglega til með að hafa góðar gætur á honum. Volle er öflug skytta en hann vek- ur líka athygli vegna síða hársins. „Það byijaði sem grín, ég sagði einum vini mínum í Iiðinu eftir heimsmeistarakeppnina í Sviþjóð, að ef við yrðum í einu af fjórum efstu sætunum á Ólympíuleikunum þá mundi ég ekki klippa hárið og eins og þú sérð þá er það orðið ansi sítt. Það stendur heldur ekki til að klippa það,“ sagði Volle. Þið töpuðuð með einu marki í fyrrí leiknum gegn Þýskalandi. Eigið þið góða möguleika núna? „Já, þessi leikur var í riðlakeppn- inni og við lékum ekki vel. Við för- um yfir það sem fór aflaga hjá okkur í þessum leik og komum til með að spila betur. Við höfum bætt okkur með hveijum leiknum og það verður vonandi framhald á því. Slagurinn á morgun [í dag] verður allt öðru vísi en leikurinn í riðlakeppninni. Ég held að sigur- möguleikar okkar séu ágætir. Ég byggi það á því að allir í liðinu og kringum það eru mjög jákvæðir og það hefur mikið að segja. Ég held að leikurinn verði erfiður fyrir bæði lið. Leikir þessara liða hafa oftast verið jafnir, stundum vinnum við, stundum Þjóðveijar. Vonandi verðum það við sem fögnum sigri nú.“ Hvernig skipuleggið þið morgun- daginn? ■» „Það verður létt á æfing í fyrra- málið og eftir hana tökum við það rólega. Við höfum gert það í öllum leikjunum að byggja okkur upp í búningsklefanum fyrir leiki, reyn- um að vera grimmir til að mynda með því að skella bijóstkössunum saman og finna líkamlegan styrk til að koma ákveðnari til leiks. Það hefur gefist vel hingað til í mótinu og við komum til með að undirbúa okkur á sama hátt á rnorgun," sagði Volle í gær. Tökum verðlaun með okkur heim „LEIKURINN gegn Svíum leggst vel íokkur. Ef okkurtekst jafn vel upp og gegn Rússum í riðlakeppninni, þá sigrum við,“ sagði Iztok Puc, leikmaður Króatíu í samtali við Morgunblaðið í gær aðspurður um hvernig leikur Króata og Svíþjóðar leggðist í hann og félaga hans. En Króatar og og Svíar eigast við í Laugardals- höll kl. 20 íkvöld íundanúrslitum heimsmeistarmótsins. Sig- urvegarinn í leiknum leikur um heimsmeistaratitilinn á sunnudag- inn. ívar Benediktsson skrífar Iztok Puc er einn leikreyndasti leik- maður liðs Króatíu, hefur leikið um 50 landsleiki fyrir þá auk þéss sem hann lék um 100 leiki fyrir Júgóslavíu þegar hún var og hét. Fyrsta lands- leikinn lék hann haustið eftir að Júgóslavía varð heimsmeistari í Sviss í febrúar 1986. Puc leikur nú með atvinnumannaliði í Slóveníu. „Króatía hefur aðeins leikið tvo leiki gegn Svíum og í bæði skiptin höfum við tapað. Síðast lékum við gegn þeim í 8 iiða úrslitum í úrslita- keppni Evrópumeistaramótsins í fyrra og þá töpuðum við með tveim- ur mörkum í hörkuleik. Við höfum skoðað sænska liðið nokkuð vel og reynt að undirbúa okkur sem best. Aðalatriðið er að ná góðri einbeit- ingu fyrir leikinn því það þarf að leika mjög vandaðan leik gegn Svíum,“ sagði Puc ennfremur. Puc sagði að hinn naumi sigur á Túnisbúum hefði hrist upp í leik- mönnum Króatíu. Að lenda í því stappi sem þeir voru í með þjóð sem fyrirfram hefði verið talin mikið lak- ari. Það hefði orðið til þess að menn hefðu sest niður og litið hlutina al- varlegri augum og samstaðn um að einbeita sér í leiknum gegn Egyptum hefði verið algjör. „Við erum sáttir við úrslitin í leikjum okkar fram til þessa, en við vorum samt að gera okkur vonir um að geta leikið betur heilt yfir en við höfum gert. Leikir okkar hafa ekki verið nógu jafnir, stund- um hefur verið vörnin verið góð og þá hefur sóknin verið lakari og í næsta leik hefur það kannski snúist við. Hins vegar tókst okkur vel til gegn Egyptum í vörn og sókn og ekki síður í að einbeita okkur fyrir leikinn og í honum," sagði Puc er hann var inntur eftir hvort hann og félagar hans væru ánægðir með frammistöðu sína í keppninni. „Við ætlum að leggja okkur fram í næstu tveimur leikjum og eru stað- ráðnir í að fara frá íslandi með verðlaun í farteskinu," bætti Puc við. Frakkar hafa reynsluna „ÞETTA verður mjög erfiður leikur, miklu erfiðari en leikur- inn við Frakka í riðlakeppninni. Þar unnum við 23:22 en núna verður þetta allt mikið erfiðara," sagði Arno Ehret þjálfari Þjóð- verja, við Morgunblaðið um und- anúrslitaleik Þýskalands og Frakklands í Laugardalshöllinni ídagkl. 18. „Frakkar hafa gott lið og leik- inenn hafa mikla reynslu, einmitt af úrslitaleikjum, en mitt lið hef- ur ekki nægilega mikla reynslu í slíkum leikjum, enda er ég með unga stráka. Frakkar vita hvað þarf til að vinna í svona leikum en inínir menn ekki. Frakkar hafa líka verið að leika betur og betur eftir því sem liðið hefur á keppnina. Ég er því talsvert liræddur við þennan leik og hann verður mjög erfiður. Á móti kem- ur að við höfum líka verið að bæta okkur og ég vona að allt gangi upp gegn Frökkum,“ sagði Ehret.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.