Morgunblaðið - 19.05.1995, Side 8

Morgunblaðið - 19.05.1995, Side 8
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Ný stúka á Akranesi KAFLASKIPTI urðu hjá áhorf- endum á Akranesi í gærkvöldi þegar þeir nutu þess að horfa á leik ÍA og KR í Meistarakeppn- inni sitjandi í nýrri og glæsilegri yfirbyggðri stúku. Stúkan tekur tæplega 600 manns og var þétt- setin en nánast jafnmargir sátu gengt henni á gömlu, góðu gras- bölunum. Stúkan verður form- lega vígð í fyrsta heimaleik ís- landsmeistara Akraness sem verður í fyrstu umferð íslands- mótsins á þriðjudag þegar Breiðablik kemur í heimsókn. NEW YORK Knicks tókst með herkjum að halda sér inni í baráttunni um sigur í Austur- deildinni með ævintýralegum sigri á Indiana Pacers ífimmta leik liðanna, 96:95, í úrslita- keppni NBA og er staðan nú 3-2, Indiana ívil. New York var yfir 94:89 þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum en þriggja stiga karfa frá Reggie Miller minnkaði muninn niður í 94:92. Indiana pressaði síðan stíft og náði boltanum og Byron Scott kom Indiana yfir, 95:94, með öðru þriggja stiga skoti langt fyrir utan þriggja stiga línuna, eftir sendingu frá Haywoode Workman. Dauðþögn ríkti í salnum í Madison Square Garden þegar 5,6 sekúnda var eftir á klukkunni og Patrick Ewing fékk sendingu frá John Starks rétt utan vítateigs. Hann setti bolt- ann einu sinni niður og skaut af þriggja metra færi þegar 1,8 sek- únda var eftir af leiknum og tryggði New York 96:95 sigur. „Mér fannst ég vera Michael Jordan," sagði hann eftir leikinn, „Við trúðum á okkur sjálfa í kvöld, héldum stillingu okkar í allar 48 mínúturnar og náðum að klára í lokin.“ Indiana fékk boltann aftur en Reggie Miller hitti ekki úr þriggja stiga skoti um leið og flautan gall við. „Ég hélt að ég hefði körfuna í sigtinu og hélt raunverulega að bolt- inn væri á leiðinni ofan í hana,“ sagði Miller. Indiana heldur þó enn 3-2 forystu í leikjunum og næsti leikur er á heimavelli liðsins. Liðið er að reyna komast í úrslit í Austur-deildarinnar annað árið í röð, en var einmitt sleg- ið út af New York í fyrra. „Við misst- um af tækifærinu núna, þeir lögðu mikið á sig og unnu fyrir sigrinum," sagði þjálfari Indiana, Larry Brown. „Við verðum að vinna næsta leik.“ Hinsvegar varð New York að láta í minni pokann fyrir Houston í hrein- um úrslitaleik í fyrra en ætlar sér að verða fimmta liðið í sögu NBA til að vinna eftir að hafa verið 3-1 undir. Ewing gerði 19 stig og Anthony Mason var með 13, öll í fjórða leik- hluta og þaraf 7 úr 8 vítaskotum en hann hefur klúðrað þeim rækilega í vetur. Rik Smits kom niður 28 stigum, með 16 af þeim í fyrsta leikhluta þegar hann hitti úr 8 af 9 skotum og Miller gerði 23 stig fyrir Indiana. Glæsilegt mark Morgunblaðið/Kristinn SIGURÐUR Jónsson fagnar glæsllegu markl sínu — flmmta markl íslandsmeistaranna — gegn KR í gærkvöldi. Sigurður, sem lék mjög vel á miðjunnl, skaut viðstöðulausu þrumu- skoti rétt utan vítateigs. Knötturinn lenti alveg út vlð stöng. LaugardalshöU: Egyptaland - Tékkland 13 Rússland - Sviss 15 Frakkland - Þýskaland 18 Svíþjóð - Króatía 20 Ilufiuirfjönhir: Hvíta-Rússland - Spánn 13 Rúmenía - S-Kórea 15 Ótmlegt Sigþór Eiríksson skrifar frá Akranesi ISLANDSMEISTARAR IA höfðu ótrúlega yfirburði gegn bikar- meisturum KR í Meistara- keppni KSÍ á Akranesi í gær- kvöldi. Áhorfendur, sem fjöl- menntu, fengu að sjá nóg af mörkum Skagamanna sem léku á als oddi og unnu 5:0. Skagamenn sýndu sannkallaða meistaratakta og áttu bikar- meistaramir aldrei möguleika. Is- landsmeistaramir virðast koma vel undirbúnir til móts og gáfu tóninn strax í fyrstu sókn sinni. Bjarki Pétursson braust inn í víta- teig mótherjanna af harðfylgi en var brugðið og réttilega dæmd víta- spyrna sem Haraldur Ingólfsson skoraði úr af öryggi. Eftir þetta kom besti kafli KR- inga. Þeir sóttu nokkuð stíft að marki heimamanna og fengu gott færi á 14. mínútu þegar Sigurður Örn slapp inn fyrir vörn í A en hann hitti knöttinn mjög illa og boltinn skoppaði í fang Þórðar markvarðar. Skagamenn náðu síðan aftur tÖkum á leiknum og um miðjan hálfleikinn átti Bjarki góðan skalla en Kristján varði vel með því að slá knöttinn aftur fyrir mark. Þegar þetta gerð- ist skölluðu Bjarki og Daði Dervic saman og var Daði studdur af velli en Bjarki borinn út af. Daði kom inn á aftur en farið var með Bjarka í frekari rannsókn. Skömmu síðar kom annað mark Skagamanna. Ólafur Þórðarson átti góða fyrirgjöf frá hægri, Dejan Stojic renndi sér í boltann og skaut föstu skoti í fjærhornið. Skagamenn byrjuðu seinni hálf- leik eins og þann fyrri — með marki í fyrstu sókn á fyrstu mínútu. Þá gekk Kári Steinn í gegnum hripleka vörn KR-inga, skaut síðan í fjær- stöng og inn. Tveimur mínútum IA-KR 5:0 Akranesvöllur, meistarakeppni KSÍ, fimmtudaginn 18. maí 1995. Aðstæður: Gott og milt knatt- spymuveður og nýög vel fór um áhorfendur ! nýju stúkunni. Mörk ÍA: Haraldur Ingólfsson (1. vsp.), Dejan Stojic (32., 61.), Kári Steinn Reynisson (46.), Sigurður Jónsson (85.). Spjöld: Theódór Hervarsson, ÍA, fékk tvisvar gult spjald og leit því rauða spjaldið á 67. og sama gerðist hjá Salih Heimi Porsa en hann fékk rautt á 55. mínútu. ÍA: Þórður Þórðarson; Pálmi Har- aldsson, Ólafur Adolfsson, Alexand- er Högnason, Theódór Hervarsson; Ólafur Þórðarson, Kári Steinn Reyn- isson, Sigurður Jónsson, Haraldur Ingólfsson; Bjarki Pétursson (Gunn- laugur Jónsson 25.), Dejan Stojic. KR: Kristján Finnbogason; Þormóð- ur Egilsson, Óskar Hrafn Þórvalds- son, Sigurður B. Jónsson (Brynjar Gunnarsson 65.), Isudin Daði Dervic; Hilmar Bjömsson, Steinar Adolfs- son, Salih Heimir Porca, Einar Daní- elsson; Mihajlo Bibercic, Sigurður Öm Jónsson (Vilhjálmur Vilhjálms- son 80.). Dómari: Ólafur Ragnarsson. IJnuverðir: Kári Gunnlaugsson og Gísli Jóhannsson. Áhorfendur: Um 1.000. síðar fengu KR-ingar hörkufæri. Þá átti Sigurður B. Jónsson þrumu- skalla frá markteig en Þórður varði á undraverðan hátt. Skömmu síðar var KR-ingnum Salih Heimi Porca vikið af leikvelli eftir að hafa feng- ið sitt annað gula spjald. Skaga- menn gengu á lagið og bættu við fjórða markinu um miðjan hálfleik- inn. Eftir slæm mistök í vöm KR- inga lentu Stojic og Brynjar í kapp- hlaupi um boltann. Brynjar hafði betur og ætlaði að senda til Krist- jáns markvarðar en séndingin mis- heppnaðist, Stojic átti í litlum erfið- leikum með að komast inn í hana og skoraði auðveldlega. 12 mínútum eftir að Salih Heimi var vikið af velli varð jafnt á með liðunum á ný er Theódór Hervars- son fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Hins vegar höfðu heimamenn öll völd það sem eftir var enda mótspyrna gestanna eng- in. Skagamenn fengu nokkur ágæt- is marktækifæri á þessum tíma. Það besta fékk Haraldur Ingólfsson sem skaut þrumuskoti að marki en Kristján varði meistaralega uppi í markvinklinum. Fimm mínútum fyrir leikslok gulltryggðu Skaga- menn síðan stórsigur með fimmta og jafnframt fallegasta marki leiks- ins. Gunnlaugur Jónsson fór laglega fram hægri kantinn, sendi síðan fyrir markið, Stojic fékk boltann og renndi honum til hliðar á Sigurð Jónsson, sem skaut viðstöðulausu þrumuskoti rétt utan vítateigs. Boltinn hafnaði út við stöng og átti Kristján ekki möguleika á að veija. Skagamenn voru frábærir og þó alvara íslandsmótsins sé ekki enn byrjuð sýndu þeir að þeir eru tilbún- ir í slaginn. Leiki þeir eins og þeir léku í gærkvöldi verða þeir ekki auðunnir. Sigurður Jónsson var sannkallaður herforingi á miðjunni og réðu KR-ingar ekkert við.hann. Olafur Þórðarson var sívinnandi á miðjunni. Serbneski leikmaðurinn Stojic hefur ekki enn fundið sig en lofar góðu. Athygli vakti ungur nýliði, Gunnlaugur Jónsson, sem kom inná fyrir.Bjarka Pétursson. . Hann átti mjög góðan leik og er. þar mikið efni á ferðinni. Sama má segja um Kára Stein Reynisson. Annars léku allir Skagamenn mjög vel en þrír fastamenn í vörninni léku ekki með vegna leikbanns. Það voru þeir Sturlaugur Haraldsson, Zoran Milkjovic og Sigursteinn Gíslason. Ekki er hægt að segja mikið um KR-liðið og erfitt er að átta sig á því. KR-ingar komust aldrei í takt við leikinn því Skagamenn gáfu þeim aldrei færi á því. Þeir léku hreinlega illa og baráttan virtist fjara út við mótlætið sem þeir fengu á fyrstu mínútu. Þegar á leikinn leið var aidrei spurning hvort liðið sigraði heldur hve stór sigurinn yrði. Kristján verður ekki sakaður um mörkin. Vörnin var óörugg, miðjan náði engu og framlínan ógn- aði aldrei. KR-ingar söknuðu tveggja lykilmanna. Heimir Guð- jónsson tók út leikbann og Guð- mundur Benediktsson er meiddur. KNATTSPYRNA / MEISTARAKEPPNI KSI KORFUBOLTI New York áennþá möguleika HM I DAG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.