Morgunblaðið - 19.05.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.05.1995, Qupperneq 1
FOSTUDAGUR 19. MAÍ1995 silfraðir skór í sumar GLITRANDI gylltir skór og uppreimaðir silfurskór eru í tísku núna. Það eru alls ekki bara unglings- stelpur sem líta skótauið hýru auga, fínar frúr velja sér gylltan eða silfraðan fótabúnað fyrir sum- arið. Ýmsar skóverslanir hafa að undanförnu verið að taka upp skó af þessu tagi, leðurbandaskó með , gylltum þráðum, sandala og glanstöfflur sem eru ýmist svartar, gylltar eða silfraðar. Verslunareig- endur segja að konur á öllum aldri og ekkert síður eldri dömur séu yfir sig hrifnar af þessum kátu skóm en síðan eru „ungu konurnar" á höttunum eftir silfruðum og gylltum skóm með háum og grófum hælum og ailt yfirbragðið er þá gróft. Toppurinn hjá sumum þeirra er að eignast grófa, uppreimaða skó í silfruðu eða gylltu. Það hefur hinsvegar verið fátæklegt úrval af þannig skófatn- aði og þær hafa brugðið á það ráð að kaupa skóna í öðrum lit og úða þá gyllta eða silfraða. Guð- rún Hrafnkelsdóttir hjá Bossanova segir » að verslunin hafi fengið eina sendingu jfci-, af uppreimuðum, silfruðum skóm ásamt brúnum og svörtum og þeir silfruðu seld- fllga ust fyrst upp. ■ MARÍA Guðmundsdóttir, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu ferðamála. VÉRIÐ er að gera breytingar á húsnæði og rekstri Upplýsingamiðstöðvar ferðamála, sem er til húsa að Bankastræti 2 í Reykjavík. „Fyrirtækið Change Group setur upp gjaldeyrisafgreiðslu í bytjun júní, enda er af- greíðslutími banka afar takmarkaður. Margir erlendir ferðamenn lenda í vandræðum vegna þeSs .og í tvö ár hef ég leitað leiða til að leysa várfdánn. í afgreiðslu sumra hótela er hægt að skipta gjaldeyri, en sú þjónusta er aðeins fyrir hótelgesti. Þjónustugjald þar er hátt, allt að 7%, en talsmenn Change Group full- yrða að gengisskráning þeirra verði fullkom- lega samkeppnishæf við bankana," segir Mar- ía Guðmundsdóttir, forstöðumaður Upplýs- ingamiðstöðvar ferðamála. Líka á veturna Fyrirhugað er að opna gjaldeyrisafgreiðsl- una 7. júní og verður hún opin á sama tíma og Upplýsingamiðstöðin, kl. 8.30-18 virka daga, kl. 8.30-14 á laugardögum og kl. 10-14 á sunnudögum. Að sögn Maríu verður vænt- anlega sett upp sams konar gjaldeyrisþjónusta í flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Búnaðarbanki íslands hefur verið með bankaafgreiðslu hér á sumrin, en á vetumæhefur gjaldeyrisþjón- usta við ferðamenn verið takmörkuð við af- greiðslutíma banka. Nú verður þessi þjónusta hjá okkur allan ársins hring. Fyrirtækið Change Group er starfrækt í nokkrum Evrópulöndum og eru sömu örygg- iskröfur gerðar um afgreiðsluna hér og ann- ars staðar. Til dæmis verður komið upp sjón- varpsbúnaði með upptökutækjum og viðvör- unarbúnaði. Change Group ber allan kostnað af þeim.“ Auk gjaldeyrisafgreiðslu, verður póst- og símaþjónusta bætt. „Við munum selja síma- kort, frímerki og annað sem tengist frímerkj- um. Þá hef ég mikinn áhuga á að fá hingað líflega kynningu á söfnum borgarinnar, til dæmis með útstillingum, myndböndum og uppákomum sem tengjast söfnunum. Við önn- umst nú sölu á aðgöngumiðum á leiksýningar og höfum í hyggju að bæta enn frekar þjón- ustu okkar á því sviði.“ JQ SKÓRNIR voru fengnir að láni lijá versluninni Skæði og Bossanova. Tvö þúsund börn vistuð á fullorðinsdeildum sjúkrahúsa á ári NORRÆN og evrópsk samtök um velferð sjúkra bama hafa gefið út sáttmála með sam- ræmdum stöðlum um velferð sjúkra bama og unglinga. íslandsdeild samtakanna ber heitið Umhyggja og var hún stofnuð 1979, á ári bamsins. Staðlar þessir era gefnir út samtímis í 18 Evrópulöndum. A blaðamannafundi þar sem þeir voru kynntir kom m.a. fram að þeir hafa þegar verið lögfestir í Noregi og vonir standi til að þeir verði lögfestir í öllum Evrópulöndum innan tíðar. Helga Hannesdóttir læknir er formaður norrænu samtakanna og segir hún að ýmsu sé ábótavant í málefnum veikra bama og unglinga hér á Iandi. Til dæmis séu um 2.000 börn vistuð á fullorðinsdeild Borgarspítalans á ári, sem sé óviðunandi. Auk þess koma f\ um 10 þúsund börn á slysadeild Borgar- ' J spítalans á ári. BARN sem lagt er inn á sjúkrahús á rétt á umhverfi sem er útbúið . til að mæta þörfum barna varð- andi innréttingar, húsgögn, 2 útbúnað og starfsfólk, segir * m.a. í sáttmálanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.