Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 C FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 DAGLEGT LÍF „Ólétti pabbinn" Tveir feður tóku fæðingarorlof fyrstu fjóra mánuði ársins TVEIR íslenskir feður fengu greiðslur frá Tryggingastofnun í fæðingarorlofi fyrstu fjóra mánuði þessa árs en á sama tíma fenjgu 2.656 mæður greiðslur. A karlaráðstefnunni sem haldin var í Stokkhólmi um siðustu mánaðamót kom fram að staða íslenskra feðra er bágborin þegar kemur að fæðingarorlofsmálum sé miðað við hin Norðurlöndin. Eini réttur íslenskra feðra til greiðslna í fæðingarorlofi er að mega nýta hluta af fæðingarorlofi móður ef hún gefur leyfi fyrir greiðslum til föður því hennar greiðslur skerðast sem þeim nemur. Marg- ir feður reyna því að taka sumarfríin sín í kringum fæðingu barnsins síns. A öllum hinum Norðurlöndunum eiga feður sjálfkrafa rétt á a.m.k. tveggja vikna launuðu fæðingarorlofi strax við fæðingu barns síns og síðan eiga feður í Svíþjóð og Noregi rétt á 4 vikum í viðbót þegar barnið er orðið nokkurra mánaða. Nýti faðirinn ekki sinn sérstaka rétttil orlofs er ekki hægt að færa þann tíma yfir á móðurina heldur fellur rétturinn niður. I tímaritinu Almannatryggingar frá 1994 skrifar Ingibjörg Stefánsdóttir grein um fæðingarorlof. Þar kemur fram að helsti munur á reglum um fæðingarorlof hér og annars staðar á Norðurlöndum sé að þar eru greiðslur miðaðar við hlutfall af launum frá 75%-100%. Hér eru greiðslur annarsvegar föst upphæð sem allir fá og hinsvegar dagpeningar, einnig föst upp- hæð sem er háð vinnuframlagi. Fullir fæð- ingardagpeningar og fæðingarstyrkur hér er innan við 60.000 krónur. Á síðasta ári fengu 16 feður greiðslur frá Tryggingarstofnun í fæðingarorlofi á meðan 5.286 mæður fengu greiðslur og árið þar á undan 17 feður á móti 5.499 mæðrum. Þær fá full laun, þelr engin Konur sem eru opinberir starfsmenn eða félagar í Sambandi íslenskra bankamanna fá greidd laun frá vinnuveitanda í fæðinga- rolofi í stað greiðslna frá Tryggingastofn- un. Ingólfur V. Gislason starfsmaður Jafn- réttisráðs segir að fjármálaráðuneytið hafi túlkað lögin á þann veg að karlmenn sem eru opinberir starfsmenn eigi ekki rétt á greiðslum í fæðingarorlofi frá 'ríkinu. Þá segir hann að eiginmenn kvenna hjá ríkinu eigi ekki heldur rétt á dagpeningum frá Tryggingastofnun. Því eiga ríkisstarfs- menn takmarkaða möguleika á að skipta greiðslum í fæðingarorlofi milli foreldra. Klárt mlsrétti Tveir úrskurðir kærunefndar eru til um fæðingarorlofsmál feðra, báðir kveðnir upp árið 1993. Annarsvegar var eiginmað- ur konu sem var ríkisstarfsmaður og hann ætlaði að taka síðasta mánuðinn í fæðing- arorlofinu. Honum var synjað um launað orlof. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að með framkvæmd almannatryggingalag- anna standi stór hluti feðra án nokkurs réttar til greiðslna taki þeir fæðingarorlof og að þeir séu beittir misrétti sem engin rök virðast fyrir. „Þetta er klárt brot á jafnréttislögum þó það virðist ekki hafa verið tilgangur löggjafans að takmarka rétt feðra“, segir Ingólfur. Hitt málið var svipað því fyrra. Tilmæl- um var í framhaldinu beint til fjármála- raðuneytis um að gerðar yrðu þær ráðstaf- anir sem þarf til að viðurkenndur verði og tryggður réttur feðra í þjónustu ríkis- ins til launa í fæðingarorlofi. Þarf að endurskoða lögin í helld Ingólfur segir að málið hafi verið tekið upp á þingi og fyrirspurn beint til Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra hvað stæði til að gera í þessum málum. „Hann svaraði því til að lögin um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna væru frá 1954 og þyrfti að endurskoða lögin í heild. Hann sagðist hinsvegar andvígur því að eitt at- riði væri tekið útúr“, sagði Ingólfur. Við teljum því að álitsgerðir kærunefndar hafi verið algjörlega hunsaðar. Steingrímur Ari Arason aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir að vilji sé til að ganga í að endurskoða lögin um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna í heild sinni. „Það er eindregin skoðun mín að jafn réttur karla og kvenna til fæðingaror- lofs sé eitt af stóru réttlætismálunum sem þarf að koma í höfn.“ Hann segir endur- skoðun laganna hinsvegar kalla á samræm- ingu við það sem gengur og gerist á hinum almenna vinnumarkaði og ýmsum hafi vax- ið það í augum. „Það er ljóst að réttur feðra er takmarkaðri en kvenna hjá hinu opinbera. Engu að síður er málið snúið því kjör kvenna í fæðingarorlofi hjá hinu opinbera eru almennt betri en á almenna markaðn- um og myndu skerðast til muna við endur- skoðun laganna." Verður látið reyna á rétt feðra fyrir dómstólum? Ingólfur segir að ríkisstjórnin hafi sett fram framkvæmdaáætlun í jafnréttismál- um sem gildir til 1997. Eitt atriðið í þeirri áætlun er að fram eigi að fara heildar- endurskoðun á löggjöf um fæðingarorlof. Enn er sú endurskoðun ekki hafin og er komið fram á mitt tímabil framkvæmdaá- ætlunarinnar. Þá stóð til að endurskoða hvað hefði unnist á miðju tímabilinu og er sú vinna í gangi núna. „Við íhugum því að hinkra með aðgerðir og sjá hvað kemur útúr end- urskoðuninni. Sá möguleiki hefur líka ver- ið til umræðu hjá Jafnréttisráði að lýsa eftir manni sem er í svipaðri stöðu og ofan- greindir menn sem kærðu mál sín til kæru- nefndar Jafnréttismála og fá hann til að fara í mál fyrir dómstólum." GuðbjörgR. Guðmundsdóttir B Konur fá laun en ég ólaunað leyfi ÓSKAR Eyvindur Arason tók fæð- ingarorlof þegar Guðrún dóttir hans fæddist fyrir tæplega sex árum og var heimavinnandi þangað til hún var tveggja ára. Þegar Hugrún, seinni dóttirin, kom í heiminn fyrir tæplega tíu mánuðum tók hann aftur fæðingarorlof, þá í sex mánuði. Óskar er giftur Margréti Rósu Grímsdóttur og þegar fyrri dóttirin kom í heiminn var hún á leið í fram- haldsnám í tannréttingum til Osló. „Guðrún var bara fimm vikna og okkur fannst ómögulegt að fara að setja hana í hendurnar á ókunn- ugu fólki í Noregi. Ég tók þvi þá ákvörðun að vera bara heima með hana sjálfur". Óskar sem hefur starfað sem myndatökumaður og er nú hljóðmaður hjá sjónvarpinu sagðist seinna árið í Noregi hafa leitað sér að starfi í faginu en ekk- ert fengið og því verið áfram heimavinnandi. Fellur ekki vel aö skúra „Þetta var ósköp lítið mál með Guðrúnu, hún var einstaklega vært og gott barn og ég sá um heimilis- haldið fyrir utan þvottinn en Mar- grét hefur enn ekki treyst mér fyr- ir honum. Mér fellur síðan ekkert vel að skúra en það er annað mál...“ Fæðingardagpeninga og styrk fengu þau að heiman og mánaðar- legar barnabætur frá norska rík- inu. „Við töldumst til lágtekjufólks í Osló og gátum lítið leyft okkur á námslánunum. Þar sem við bjugg- um ekki á stúdentagarði vorum við feðginin töluvert einangruð þennan tíma en þetta gekk allt upp.“ Þegar Hugrún, seinni dóttirin fæddist voru aðstæður aðrar. Bæði Óskar og Margrét voru útivinnandi en það kom aldrei til greina að hún færi í barneignafrí, það var fjár- hagslega útilokað. Konur fá full laun, karlar engln „Þar sem ég er karlmaður og vinn hjá ríkinu hef ég ekki sömu réttindi og konur sem vinna hjá hinu opinbera. Þær halda sínum launum og fá jafnvel hluta greiddan af yfírvinnu sem þær voru með fyrir barneignarfrí. Ég þurfti hins- „ Morgunblaðið/Árni Sæberg ÓSKAR tók fæðingarorlof þegar dæturnar fæddúst. Margrét Rósa, Guðrún og Hugrún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.