Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Heilsufar og lífshættir „MIKILL hluti allra sjúkdóma er áreiðanlega sjálfskaparvíti og því um að kenna að vér ýmist vísvitandi eða af fávisku förum illa með líkama vorn“, skrifaði Steingrímur Matthíasson, læknir, í grein í Skími árið 1911. Nú til dags eru menn trúlega betur upplýstir um líkama sinn, heilsu og mataræði en samtíðarmenn Steingríms. Þó er oft misbrestur á að breytt sé samkvæmt bestu vitund og ófáir hafa tileinkað sér ýmsa lesti, sem efalitið eiga stóran þátt i heilsuleysi og vanlíðan þeirra. Sigrún Gunnars- dóttir, hjúkrun- arfræðingur og verk- efnisstjóri verkefnis- ins „Heilsuefling hefst hjá þér“ á veg- um heilbrigðisráðu- neytisins og land- læknisembættisins, segir löngu tímabært að vekja athygli manna á ýmsum þáttum í lífsvenjum þeirra, sem betur mættu fara og með hvaða hætti best sé að ráða bót á ýmsum kvillum í dagsins önn og amstri. Sigrún Gunnarsdóttir hliðsjón af markmiði Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar um heilbrigði allra árið 2000. I íslensku áætluninni segir að til- gangur heilbrigðis- þjónustunnar sé að skapa heilsufarslegt jafnrétti; að bæta árum við lífið og lífí við árin. „Aðalatriðið er að fólki líði vel. Offíta, þunglyndi, síþreyta og sitthvað fleira mætti nefna sem veikir lík- amsþrekið án þess að fólk geri sér grein fyr- Lífstíll og hellsa „Verkefnið felst fyrst og fremst í að hafa áhrif á lífstíl fólks, gera því kleift að lifa heilsusamlegu lífí við heilnæmar aðstæður og auka skilning á sambandi lífshátta og heilsufars. Til að efla heilsuna þarf að hyggja að hegðunar- mynstri, umhverfí og aðbúnaði. Við höfum náið samstarf við heilsugæslustöðvar, vinnustaði, skóla og félagasamtök um allt land, enda varðar heilsuefling alla.“ Árið 1991 var samþykkt á Al- þingi íslensk heilbrigðisáætlun með ir ástæðunni. Starfsmenn heilsu- gæslustöðva eru sérþjálfaðir í að gefa fólki leiðbeiningar til að ráða bót á slíku og því ætti enginn að hika við að leita til þeirra með vandamál sín. Hlutverk heilsu- gæslustöðva er að sinna öllu sem lýtur að heiisufari þar á meðal for- vömum. Verkefnið „Heilsuefling hefst hjá þér“ miðar að því að auka þátt heilsueflingar í heilsu- gæslu, styrkja samstarf þeirra sem vinna á sviði heilbrigðismála og almennings." Hellsubæir I tengslum við verkefnið var efnt til samstarfs við fjögur bæjar- félög, Hafnarfjörð, Hornaijörð, Húsavík og Hveragerði og gert tveggja ára samstarfssamkomulag við heimamenn heilsubæjanna. Undir handleiðslu framkvæmda- nefnda með fulltrúum heilsugæslu, bæjarfélaga og íþróttafélaga hefur verið únnið að ýmsum viðfangsefn- um frá því verkefninu var hleypt af stokkunum fyrir einu og hálfu ári. Sem dæmi um viðfangsefni nefnir Sigrún námskeið á vinnu- stöðum um lífshætti og líðan, ýmis samstarfs- verkefni við félagasam- tök, t.d. lýðveldishlaup í fyrra með UMFÍ og ÍFA, gerð myndbands um heilsueflingu á vinnustað í samstarfi við ÍFA. Einnig hafi Félags- vísindastofnun H.í. gert könnun á lífsháttum og líðan íbúa heilsubæjanna, sem Sig- rún segir að verði lögð til grund- vallar þegar árangur verkefnisins verður metin. Niðurstöður könnun- arinnar voru gefnar út, en einn þáttur í verkefninu er ýmis konar kynningar- og útgáfustarfssemi, t.d. verkefnislýsing fyrir heilsu- gæslustöðvar, bæklingur um heilsueflingu fyrir almenning, áfangaskýrsla og nokkrar niður- stöður kannana á heilbrigðisþingi 1995. Hóprannsóknir og heilsufjölskyldur Sigrún segir viðfangsefni heilsu- bæjanna af ýmsu tagi, misviðamik- il og tímafrek. Eitt af því sem m HEILSUEFLING - hefst hjá þér starfsfólk heilsugæslu- stöðvar Húsavíkur hafí á sinni könnu sé hóp- rannsókn á öllum 35-40 ára íbúum bæj- arins. í kjölfar viðtala hafi þeir farið í ná- kvæma læknisskoðun og síðan eigi að fylgja þeim eftir í nokkur ár. „I Hveragerði var ein vika helguð „Bíllausum dögum“. Til- tækið féll í góðan jarðveg og fóru flestir allra sinna ferða fótgang- andi þá vikuna. í lok maí verður h'aldinn „Fjölskyldudagur" í Hafn- arfirði. Skemmtunin er samstarfs- verkefni heilsugæslunnar og íþróttaráðs og væntanlega verður heiimikið hopp og hí með heilsuf- arslegu ívafi, t.d. er fólki boðið að láta mæla blóðþrýstinginn, sér að jcostnaðarlausu." Á Hornafirði, eins og í mörgum öðrum bæjum, hafa hjúkrunar- fræðingar, sjúkraþjálfarar, læknar og prestar farið á vinnu- staði til að ná til sem fiestra og hvetja til auk- innar samvinnu, kanna - aðbúnað og líðan fólks, auk þess að fræða og hvetja til bættra lífs- hátta. „Hornfirðingar tóku líka upp á því að aug- lýsa eftir heilsufj'öl- í staðarblaðinu. Þijár fjölskyldur voru boðnar og búnar til þátttöku. Þær þurftu að svara mörgum spurningum um líkam- legt ástand og lífsvenjur. Fylgst verður með fjölskyldunum í ótil- tekinn tíma og athugað hvernig til hefur tekist og hvað hefur áunnist.“ Sigrún segir að ýmislegt sé á döfinni, enda mikið í húfi. „Heil- brigði er ekki ástand, sem næst í eitt skipti fyrir öll. „Heilsuefling hefst hjá þér“ er langtímaverk- efni, sem ætlað er að verða flestum hvatning til að gefa heilsunni meiri gaum, enda er heilsan í raun- inni tæki til að lifa góðu lífí.“ skyldum HEILSUFJOLSKYLDA A HORNAFIRÐI HEILSUFJÖLSKYLDAN - F.v. Björg, Sigurjón-, Heiðar, Gunnhildur og Ósk. Heilsuspegill GUÐRÚN Júlía Jónsdóttir, hjúkr- unarfræðingur á heilsugæslustöð- inni á Höfn í Hornafirði, hefur umsjón með heilsufjölskyldunum þremur í bænum. Fjölskyldurnar eru misstórar, frá þriggja til sex manna, 5-48 ára. Guðrún Júlía segir alla við hestaheilsu, en þó hafi mælst of há blóðfita hjá sum- um. „Allir í fjölskyldunum eiga nú sinn „heilsuspegil", sem byggður er á niðurstöðum spurningalista um mataræði, tóbaks- og áfengis- notkun, hæð, þyngd, heilsufar, hreyfingu og sitthvað fleira. Auk spurninganna fóru allir í blóðprufu og þolpróf. Út frá niður- stöðunum vinnum við með fjöl- skyldunum og ráðum þeim heilt í einu og öllu er varðar heilsuna.“ Guðrún Júlía segir að lífsvenjur heilsuíjölskyldnanna hafi verið til fyrirmyndar í hvívetna, en ýmsar ráðleggingar muni áreiðanlega koma þeim til góða, sérstaklega varðandi mataræði. Hún hlakkar til að fylgjast með framvindunni, en viðurkennir að hafa hálft í hvoru vonast til að fá fjölskyldu, sem þyrfti meira á leiðbeiningum að halda, því þannig hefði árang- urinn orðið sýnilegri. ■ STÆRSTA heilsufjölskyldan á Hornafirði er sex manna, en elsti sonurinn, 19 ára, fékkst ekki til að vera með. Móðir hans, Gunn- hildur Bjarnadóttir, húsmóðir og dagmamma, segir ástæðuna fremur óljósa, en eitthvað hafi hún heyrttuldrað um „kjaftæði" og „vitleysu. „Aðrir í fjölskyldunni, hús- bóndinn, Sigurjón Einarsson, smiður, og börnin, Björg 15 ára, Heiðar 12 ára og Osk 5 ára eru mjög áhugasöm og taka hlut- verkið alvarlega. 1 læknisskoðun og ýmsum prófum kom í \jós að við erum ágætlega á okkur kom- in, þótt Sigurjón hafi mælst með of háa blóðfitu. Við þurfum ekki að gjörbreyta lífsvenjum okkar, en var ráðlagt að hreyfa okkur meira og borða meira grænmeti og minni sykur og fitu.“ Gunn- Meira grænmeti og minna kaffi hildur segir að kaffi hafi e.t.v. verið það eina sem þau hjónin neyttu í óhófi. Núna væri Sigur- jón steinhættur kaffiþambinu og hún fengi sér bara bolla stöku sinnum. „Ég er viss um að mataræðið á þátt í að bióðþrýstingur Sig- uijóns hefur lækkað á rúmum mánuði, auk þess sem meiri hreyfing hefur sitt að segja.“ Gunnhildur viðurkennir að fjöl- skyldan sé ekkert sérstaklega samhent í þvi að fara út að ganga, hlaupa eða skokka saman, en þó komi það fyrir. „Við erum a.m.k. meðvitaðri um giidi þess að hreyfa okkur, þótt hver og einn nýti þann tíma sem honum henti best hveiju sinni.“ Græn fjölskylda? Á Hornafirði eru uppi hug- myndir um að heilsufjölskyldum- ar verði jafnframt „grænar fjöl- skyldur", þ.e. rækti grænmeti og kartöflur sjálfar á lífrænan hátt, flokki sorp, hafi safnþró í garðin- um o.s.frv. Gunnhildur segir að umræður séu á byrjunarstigi og fjölskyldan hafi ekki enn gert ■ upp hug sinn um þátttöku. „Hug- myndin er þörf og góð, en trú- lega er mikil vinna að framfylgja lienni." ■ yþj Fjörug fjölbreytt í H HÚSDÝRAGARÐURINN í Laugardal er fimm ára í dag og á þeim tíma sem liðinn er frá opnun hans hafa 560 þúsund manns heimsótt garðinn. „Að- sókn hefur verið góð frá upphafi og auk Islendinga, sem eru duglegir að heimsækja okkur, koma hingað marg- ir erlendir gestir. Það sem vekur einna mesta athygli þeirra er hversu græn beitarsvæðin eru í samanburði við dýragarða víða erlendis," segir Þóra Björk Schram, kynningarfulltrúi Hús- dýragarðsins. Reykjavíkurborg hefur rekið garð- inn frá upphafi. í júní 1993 var Fjöl- skyldugarðurinn opnaður og er hann tengdur Húsdýragarðinum. „Við höf- um alls um 10 hektara svæði og frá upphafi hefur vöxturinn verið ör. Byggingar hafa bæst við og beitar- svæðum fyrir dýrin hefur verið ijölg- að.“ Sveitalíf í borg Þóra segir að þegar garðurinn var opnaður hafi hugmyndin verið að kynna borgarbúum íslensku húsdýrin. „Markmiðið var að færa borgarbúa nær sveitinni og efla tengsl milli barna og dýra. Þar sem Húsdýragarðurinn Býrí og er söð Á BÆNUM Brekkugerði í Fljótsdal, sém er rúmlega 30 km frá Egilsstöð- um, búa ung hjón, þau Sigrún Ólafs- dóttir og Jóhann Þórhallsson ásamt börnunum tveimur, Þórveigu 7 ára og Þórhalli 4 ára. Hús þeirra er bæði nýtt og stórt enda byggt með tilliti til þess að Sigrún geti haft þar verk- stæði og unnið við fag sitt, söðlasmíði. Sigrún lauk námi í söðlasmíði hjá Baldvini og Þorvaldi á Selfossi árið 1985 og starfaði við það næstu þijú árin eftir að hún lauk námi. Síðan hefur hún ekki haft húsnæði fyrr en nú að aðstaðan er fyrir hendi. Jóhann starfar hinsvegar hjá Héraðsskógum og sjálf eru þau skógarbændur auk þess að vera með hesta. Helstu verkefni Sigrúnar eru við- gerðir á hnökkum. Hún segir sam- keppni mikla í þessum iðnaði og þá sé auðvitað verið að keppa við inn- flutninginn. Mikið sé flutt inn af hnökkum í mörgum verð- og gæða- flokkum. íslenskir sérsaumaðir hnakkar geti ekki keppt við þessa erlendu vöru, a.m.k. ekki hvað verð snertir. Aftur á móti sé líftími ís- lensku hnakkanna langur. Alltaf er eitthvað um það að Sigrún sé beðin um að búa til hluti, sem eiga sér engar fyrirmyndir. Nefna má svo- kallaðan plöntuklyfbera, sem Sigrún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.