Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ Styrkja þarf undirstdðuna og breyta vinnubrðgðum o SAMKEPPNISSTAÐA ís- lenskrar ferðaþjónustu var að- alefni málþings sem Félag há- skólamenntaðra ferðamála- fræðinga.FHF, stóð fyrir í sk iB mánuði. Tilgangurinn var að vekja athygli á þýðingu þess j að menn sem starfa í ferða- þjónustu geri sér grein fyrir Ssamkeppnisstöðu sinni og stöðu Islands borið saman við nágrannalöndin. Meðal þess sem kom fram var að staða okkar væri um margt slæm og væri ástæðan ekki síst sú að ferðaþjónusta á íslandi væri mjög ung atvinnugrein og allt að því á byijunarreit og ætti því langa og stranga göngu fyrir höndum í þróun og uppbyggingu. Var það álit ýmissa framsögumanna og þátttakenda í pallborðsumræðum að styrkja þyrfti undirstöður með heildarstefnu í ferðamálum og breyttum vinnu- brögðum. Erum viö á byrjunarreit? Bjarnheiður Hallsdóttir, form. taldi að ætti að meta samkeppnisstöðu okkar yrði að gera það með saman- burði og því væri samvinna ferða- þjónustumanna mikilvæg svo og efl- ing faglegra vinnubragða og fræði- legrar umfjöllunar. Jónas Hvann- berg, hótelstjóri og annar framsögu- maður, sagði að umhverfið væri óhagstætt, skortur væri á tölfræði- legum upplýsingum ogþví væru fjár- festingar ómarkvissar. Hann skil- greindi það umhverfi sem fyrirtæki tækju mið af og nefndi lítinn heima- markað, mismunun á samkeppnis- hæfni í dreifbýli og þéttbýli og að vegna rangrar ímyndar ferðaþjón- ustu væri verðlag ekki í neinu sam- hengi og of mörg fyrirtæki sem ættu sér ekki langa lífdaga. Benti hann t.d. á að á höfuðborgarsvæðinu væru 146 veitingahús með vínveit- ingaleyfi. Pétur Óskarsson, markaðsstjóri Set Reisen GmbH taldi að of mikil áhersla væri lögð á að telja farþega- fjölda inn í landið og kom einnig fram gagnrýni hjá honum á land- kynningarátak Ferðamálaráðs og Flugleiða s.l.sumar, það hefði alls ekki skilað árangri. Arnar Már Ólafsson, ferðamála- fræðingur sagði að atvinnugreinin yrði að vera meðvituð um hvaða/hvers konar menntun væri í boði til að hægt væri að veita fag- lega ferðaþjónustu. Sagði hann að auka þyrfti framboð í ferðamála- fræðum en umfram allt yrði-að við- urkenna þörf fyrir aukna menntun og fræðslu. Einnig talaði Árni Mathi- esen, alþm. um umhverfismál og Sigurborg Hannesdóttir um sam- band verðs og gæða. Síðar voru pallborðsumræður með þátttöku ýmissa þeirra sem að ferðamálum starfa. ■ Ljósm./Halldór Kolbeins JÓNAS Hvannberg, Ámi Mathiesen, Arnar M. Ólafsson, Pétur Óskarsson og Sigurborg Hannesdóttir Múmínálfar á flugvélar Lufthansa liæst af átta fyrir mat og hiánustu í BRESKA ferðaritinu Business Tra- veller, aprílhefti, segir frá eins konar keppni sem BT efndi til meðal átta flugfélaga um gæði matar, vína og þjónustu á viðskiptamannafarrými. Þýska flugfélagið Lufthansa varð hæst að stigum með 87,44 og réð mestu að matur sem í boði var fékk hæsta vitnisburð. í öðru sæti varð Air New Zealand sem fékk besta vitnisburð fyrir vín og þjónustu og númer þijú var Brit- ish Airways. Síðan var röðin þessi: American Airlines, Thai Airways, Virgin Atlantic, Emirates og United Airlines. Það vakti nokkra furðu að Emirates og Virgin skyldu ekki ná hærra á þessum lista en þau hafa margsinnis verið valin bestu flugfélög heims af farþegum síðustu árin. ■ MÚMÍNÁLFARNIR hugþekku hafa nú skellt sér út í auglýsinga- bransann; sjónvarpsmyndirnar um þá eru orðnar svo vinsælar í Japan að Finnair hefur fengið leyfi til að nota þá í markaðssetningu þar. Verður byijað á að mála ýmsa úr Múmíndal á þær vélar sem Finnair notar til Japansflugs. En vegur Múmínálfanna vex víðar og tvö skipafélög, Silja Line og Viking Line, hafa einnig tekið þá í þjónu'stu sína, m.a. með því að teikningar af þeim prýði skipin á áberandi hátt. Múmíndalsgarður- inn sem var opnaður í Naadendal skammt frá Turku fyrir tveimur árum hefur orðið sérstaklega vin- sæll og hafa 430 þús. gestir sótt Múmíndalinn heim þessi fyrstu tvö sumur. Meirihluti gesta var útlend- ingar. ■ Urval-Utsýn með nýtt verð á skemmtisiglingum FERÐASKRIFSTOFAN Úrval- Útsýn hefur gert samning við Norwegian Cruise Line um skemmti- siglingar f Karíbahafi og segir Goði Sveinsson markaðsstjóri að kalla megi þetta verðsprengju svo hag- stætt sé verð. Um er að ræða 8 brottfarir á þessu ári með SS Norway, flaggskipi NCL og MS Dreamworld sem er nýjasta skip fyrirtækisins. Siglingin tekur 7 daga og er verð á mann í tvíbýli 89 þús. kr. í þessu verði er innifalið flug til Fort Lauderdale, gisting á hóteli í eina nótt, vikusigling um Karíbahaf, fullt fæði um borð, öll skemmtun og afþreying, hafnargjöld og skatt- ar. Drykkir, þjórfé og kynnisferðir eru ekki í þessu verði. Þá er gefinn kostur á framlengingu ferðar, t.d. með vikudvöl á Arúba eða Flórída. Mikil aukning hefur orðið víða í heiminum í skemmtisiglingum og er hvað mest gróska í þessari grein ferðaþjónustu. Mjög hörð samkeppni hefur og orðið til að félögin keppast um að bjóða sem bestan aðbúnað og þjónustu. ■ GÖTUMYND frá Belfast Belfast kemur pægilega á övart ££ FÆSTUM hefur líklega dottið í hug að heimsækja Belfast á | Norður-írlandi á síðustu árum, ■ borgin enda einkum verið í sviðsljósinu vegna mikillar óaldar sem þar ríkti um 25 ára ^ skeið þar sem tókust á kaþól- o ikkar og mótmælendur með tvö ■jp að því er virtist ósættanleg S sjónarmið, sameinað írland eða 2 áfram bresk yfirráð. Nú hefur \^t orðið breyting á, vopnahlé hef- ur verið frá því í haust og íbú- G£ arnir vænta mikils af ferða- þjónustu í framtíðinni. Þeir 2! munu m.a. fá dágóða upphæð frá Evrópusambandinu sem ' varið verður til uppbyggingar á þvi sviði og reynt verður að laða sem flesta ferðalanga til borgarinnar. Á Norður-írlandi býr rúmlega 1,5 milljón manna, þar af um þriðjungur í Belfast. íslendingum gefst innan tíðar færi á að heimsækja Belfast, borgina sem stendur við Laganfljót, norðan- vert á austurströnd eyjarinnar grænu, því norður-írska flugfélagið Emerald Europian Airways sem að hluta er í eigu Islendinga mun hefja áætlunarflug þangað áður en langt um líður. Kristinn Sigtryggsson fram- kvæmdastjóri EEA sagði að félagið væri að hasla sér völl á leiðinni milli Belfast og Lundúna, farþegafjöldinn á þeirri leið væri um ein og hálf milljón manna og þyrfti félagið litla sneið af þeirri köku til að pluma sig ágætlega. Eftir að farið verður að fljúga frá íslandi til Belfast geta íslendingar því valið um að dvelja í borginni eða fljúga áfram með félag- inu til Lundúna. Áhugl á íslendingum Kristinn sagði að forsvarsmenn ferðamálaráðs landsins hefðu ekki farið leynt með áhuga sinn á íslensk- um ferðamönnum, hróður þeirra einkum sem afar dugandi innkaupa- manna hefði víða borist. Ráðið myndi því eflaust styðja dyggilega markaðsstarf á íslandi í þeim til- gangi að laða að ferðamenn. Ekki taldi Kristinn á þessari stundu merkjanlegan áhuga meðal íra að sækja íslendinga heim, en þar væri Finnland nýtur vaxandi vinsælda FERÐAMANNASTRAUMUR til Finnlands hefur aukist verulega á síðustu árum og á kvennaráðstefnan Nordisk Forum talsverðan þátt í því. Alls fjölgaði ferðamönnum um 30% milli áranna 1993 og 1994. „Svíar hafa löngum verið stærsti hópur erlendra ferðamanna til Finn- lands, en Þjóðverjum fjölgar einnig talsvert og ekki má gleyma hlut ís- lendinga sem jókst um 62% milli 1993 og 1994,“ sagði Sven Hansen, starfsmaður finnska ferðamálaráðs- ins, á blaðamannafúndi sem nýlega var haldinn í Reykjavík. Skíðalönd Finna þykja einkar góð og njóta vaxandi vinsælda að sögn Svens, sérstaklega meðal Eista og Rússa. „Einnig kemur talsverður fjöldi héðan og þaðan úr Evrópu og nokkur fjöldi Japana." Þótt hrein- ræktuðum ferðamönnum hafi íjölgað í Finnlandi, ber mikið á erlendum gestum í viðskiptaerindum eða á ráð- stefnum, enda segir Sven að aðstaða til ráðstefnuhalds sé afar góð í heimalandi hans. „Ferðamenn virðast helst hafa áhuga á stórbrotinni náttúru lands- ins, en listviðburðir af ýmsu tagi laða einnig marga að,“ segir Sven. Breytfngar hjá Finnalr Finnska flugfélagið Finnair hefur í hyggju að endurnýja allan flugvéla- flota sinn á næstu árum og nota fyrst og fremst MD-vélar. Finnair hefur bætt nýjum áfangastöðum við og flýgur nú til fimm borga í Asíu. Sú 6. bætist við í október, þegar félagið opnar flugleið milli Helsinki og Delhí á Indlandi. Að sögn Maunu Von Luders svæðisstjóra hjá félaginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.