Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Þar ríkir vorið allt árið um kring GUADALAJARA, önnur stærsta borg Mexíkó, með 6 milljónir íbúa, er í miðju landinu vestarlega. Borgin er á hárri sléttu og íbúar hennar segja að loftslaginu megi helst líkja við það, að þarna ríki vorið árið um kring. Búast má við að íslending- um þyki það vor í hlýrra lagi, en lándinn hefur löngum sótt í hitann, svo það ætti ekki að koma að sök. I miðborg Gu- adalajara má sjá glæstar bygg- ingar, sem flest- ar voru reistar á þeim tíma er borgin var mið- punktur náma- starfsemi í Mex- íkó. Af þeim byggingum má nefna dómkirkj- una og Hospieio Cabanas, sem er listamiðstöð. Þar er meðal annars að finna risastórar veggmyndir lista- mannsins Jose Clemente Orozco, sem Mexíkóbúar telja einn sinna merkustu listamanna. Myndirnar eru vissulega mjög áhrifaríkar en þær upplýsingar, að í þessari gríð- armiklu byggingu hefði áður verið munaðarleysingjahæli, komu ferða- langi mjög á óvart. Þeir hafa ekki verið að horfa í kostnaðinn þegar byggt var yfír blessuð börnin. Þrátt fyrir að í Guadalajara væri hægt að eyða vikum eða mán- uðum í að skoða sögufrægar byggingar og merkisstaði, þá er ferðamönnum ekki í kot vísað vilji þeir versla. I borginni er stærsti yfir- byggði markaður í Suður-Amer- íku, Mercado Li- bertad, þar sem hægt er að nálg- ast flest það sem hugurinn gimist og ferskir ávext- ir eru t.d, í mannhæðar- í iðandi Iffi - eða ró og næði Við hlið markaðarins er Mariachi- torg, þar sem tónltst mexíkósku hljómsveitanna þagnar aldrei. Kjósi fólk ró og næði eftir erilinn á mark- aðnum og Mariachi-torgi, þá er kjör- TEQUILA-drykkurinn er unninn úr kaktusum og fylgst er vel með þroska þeirra. Best þykir tequila þegar kaktusinn er a.m.k. 10 ára. háum hraukum. Morgunblaðið/Ragnhildur Sverrisdóttir í GUADALAJARA teygja gamlar byggingar sig upp í himininn og virðast snerta slæðinginn, sem nýjar farþegaþotur hafa skilið eftir sig. ið að leita skjóls í Agua Azul-garðin- um, sem er eins og vin í borginni, með tjörnum sínum, tijám og blóm- um. Og eigi ferðalangar leið um Guadalajara í október fá þeir góðan bónus á ánægjulega upplifun, því þá er haldin hátíð í borginni. Lista- menn koma fram á nánast hveiju götuhomi, þjóðdansar eru stignir, handunnir munir boðnir til sölu og yfirleitt allt það gert sem sett getur hátíðarsvip á borgina. Októberhátíð var fyrst haldin í Guadalajara árið 1965 og heimamenn segja að hún verði glæsilegri með hveiju árinu. Tequlla - drykkurlnn göróttl Norður af Guadalajara teygja kaktusakrarnir sig svo langt sem augað eygir og allt til bæjarins Tequ- ila. Nafn bæjarins segir allt sem segja þarf, því þar er hinn görótti drykkur með sama nafni upprunn- inn. Tequila er þekktur drykkur um allan heim og er unninn úr kaktus, sem er afbrigði af mezcal-plöntunni. Við bæinn er fjöldi bruggverksmiðja, sem leyfa ferðamönnum gjarnan að fylgjast með vinnslu drykkjarins og bragða á honum. Fyrst minnst er á tequila er rétt að geta þess, að eitthvað hefur að- ferðin við neyslu þessa drykkjar skolast til hjá Vesturlandabúum. Algengt er, og það á við hér á landi, að fyrst skelli menn í sig salti, svo tequila og bíti loks í sítrónu. Mexíkó- menn, sem eru auðvitað þeir einu marktæku í þessum málum, bíta fyrst í lime-ávöxt, dreypa því næst á drykknum og skella svo saltinu upp í sig. Þannig virðast Vestur- landabúar gera þetta þveröfugt. Þess ber að vísu að geta, að Mexí- kóbúar virðast sjaldnast hafa svo mikið við þegar þeir njóta drykkjar- ins, heldur drekka hann „dry“, án allra ávaxta og salts. ■ Ragnhildur Sverrísdóttir Enn fjölgaði gestum í apríimánuði FRÁ áramótum til aprílloka komu hingað alls 36.028 er- lendir gestir miðað við 31.709 á sama tíma 1994. í apríl var fjölgun útlendinga 2.000 miðað við sama mánuð í fyrra. Þá fjölgaði komum íslendinga verulega í apríl eða um 3.300 ef apríl 1994 er hafður til viðm- iðunar. Enn meiri fjölgun er á komum íslendinga ef tekið er tímabilið jan-apríl, eða um 14 þúsund. Flestir útlendingar í apríl voru frá Bandaríkjunum, 2.011, Danmörku 1.914 og Þýskalandi 1.878. Alls komu menn af 67 þjóðemum til ís- lands í sl. mánuði. ■ Fí Sunnudag 21. maí kl. 10.30 er göngu- og skíðaferð á Hengil. Hengilsvæðið er gott til gönguferða og þar er nægur skíðasnjór núna. Kl. 13 sunnud. 21. maí verðurgeng- ið um Suðurferðagötu niður í Ölfus. íbúar í ofanverðri Hjallasókn (Ölfusi) fóru Suðurferðargötu þegar þeir gengu til Reykjavíkur og af því fékk hún þetta nafn. Umferð um hana lagðist niður þegar vagn- fær vegur var lagður af þjóðvegi fyrir neðan Kamba og út í Hjalla- sókn. Fyrr á öldum var leiðin nefnd Skógarvegur því hún var farin áleiðis upp í Hjallatorfu við Nesja- velli í Grafning til að sækja skóg- við. Þar átti Hjallakirkja skógarí- tak. í báðum tilfellum var lagt á fjallið frá Þurá eða Þóroddsstöðum. Leiðin liggur þvert yfír Stóradal sem er grunnur slakki suðaustan í Skálafelli. Ágætt er að fara niður vestan við Háaleiti á sama stað og FRÁ úlfaldakapphlaupi. Morgunbiaðið/JK HVERNIG VAR FLUGIÐ? Zurich-Vín með Swissair og flustrian Airlines Fegurúarkeppni úllaldakúa í BLAÐINU Oman Times segir frá því að á næstunni verði efnt til í fyrsta skipti kynbótakeppni úlfalda- kúa í Saudi-Arabíu og 1.900 úlf- aldakýr eru þegar skráðar til þátt- töku. Hálf milljón dollara verður veitt eigendum 50 fegurstu kúnna. Úlfaldakapphlaup eru mjög vin- sæl í Saudi-Árabíu, eins og í öðrum þegar farið er eftir Núpafjalli. Þá er komið í bíl við Þurá. Miðvikud. 24. maí kl. 20 verður gengið frá Gufunesi að Blika- Flóaríkjum, en hvergi eru ræktuð jafnmerk úlfaldakyn og hjá Saud- um. Verð á kostaúlfalda fer einatt í um 400 þúsund dollara. Keppni af þessu tagi hefur verið haldin árum saman meðal karldýranna en kvendýrin hafa ekki fengið að taka þátt í slíkri keppni fyrr en nú. staðakró. Fimmtud. 25. maí kl. 13 Kaldársel-Hrútagjá. Sjötti áfangi Náttúruminjagöngunnar. Þá eru aðeins eftir tveir áfangar og göngunni lýkur 25. júní á Selatöng- um. ÚTIVIST SUNNUDAGINN 21. maí verður rifjuð upp ferð sem var farin í Fjöru- göngunni 1975. Keyrt verður upp á Kjalarnes og gengið um Kjalar- nestanga í fylgd fróðra manna. Gengið verður frá Brautarholts- borg, suður í Nesvík og út með ströndinni um Gullkistuvík og Messing. Göngunni lýkur í Borgar- vík. Þetta er tilvalin fjölskylduferð því gott tækifæri gefst til að huga að lífríki fjörunnar og skoða fugla. Frítt er fyrir börn, yngri en 16 ára. Lagt af stað kl 10.30 frá BSÍ. Stansað er við Árbæjarsafn og í Mosfellsbæ fyrir þá sem eiga hæg- ara með að komast þangað. ■ AUSTURRÍSKU spilavítin hf. borg- uðu flugið svo að ég leyfði mér að fljúga á betra farrými með sameigin- legu flugi Swissair og Austrian Airli- nes fram og tií baka frá Ziirich til Vínarborgar. Flugfélögin fljúga þessa leið í náinni samvinnu og farþegar geta ekki lengur valið með hvoru fyrir- tækinu þeir fljúga. Flugin hafa flug- númer beggja flugfélaganna, þau nota bæði MD 81 vélar og áhafnir verða blandaðar Svisslendingum og Austurríkis- mönnum í fram- tíðinni. Ekki er gengið svo langt enn og við fyrsta ávarp um borð er augljóst með hvoru inu er Austurríkismenn segja „Gruss Gott“ þegar þeir heilsa en Svissarar „Gruzi". Austrlan Alrllnes Flugið til Vínar var á vegum Austrian Airlines. Flugþjónn bauð upp á ávaxtasafa og brennheitt þvottastykki við undirleik Strauss- valsa og vélin fór á slaginu hálftvö í loftið. Það var fátt um farþega á viðskiptafarrými á þessum tíma. Jakkafatafólkið ferðast yfirleitt snemma á morgnana og um kvöld- matarleytið. Maturinn var léttur og ljúffengur: ljómandi laxakæfa og tvær gerðir af köldum, þunnum kjötsneiðum. Flugþjónninn bauð upp á franskt, svissneskt eða austurrískt borðvín. Matur á ferðamannafarrými var svipaður en þar stóð valið bara um hvítt eða rautt vín. Þar voru líka færri hnífapör á matarbakkanum og þrengra var um farþega. Austur- rísku spilavítin borguðu um 6.000 íslenskum krónum meira fyrir lúxus- inn minn. Swissalr Swissair flaug mér til baka. Þvottastykkin þar voru í köldum plastpoka en það var boðið, upp á vínglas og ekki bara appelsínu- safa fyrir flugtak. Reyktur lax og kalt kjöt voru í kvöldmat. Flugið milli Ziirich og Vínarborgar tek- ur rúman klukku- tíma. Flugþjónar buðu upp á toll- fijálsar vörur en enginn þreytulegra karlanna hafði áhuga á þeim. Biðstofan fyrir viðskiptafarrým- isfarþega er stílhrein með stál- og leðurhúsgögnum í Zurich og hún er íburðarmeiri þar en í Vín. Þaðan er gott útsýni út á flugbrautina. Ég þurfti að sýna flugmiðann til að komast þangað inn en í Vín efað- ist enginn um að ég flygi á betra farrými. Það er opinn bar á báðum stöðum og starfsaðstaða fyrir þá sem eru alltaf önnum kafnir. Þæg- indin voru ósköp ágæt en ekki svo mikilvæg að ég láti freistast til að borga næst fyrir þau sjálf! ■ Anna Bjarnadóttir iswisso AUSTR/AAf n»eia A/RL/U£S >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.