Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • L AGN AFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • i Prentsmlðja Morgunblaðsins Föstudagur 19. maf 1995 Blað D Húsnæðis- lánakerfið I þættinum Markaðurinn fjallar Grétar J. Guðmunds- son um húsnæðislánakerfið. Hugsanlegar breytingar geta leitt til væntinga og þá safnast upp þörf. Slíkt er óheppilegt. / 2 ? 'ZrZz^&SS&amJuLS! Þegar lagnir bila Nýju fjöleignarhúsalögin leysa ekki úr öllum spurn- ingum um skiptingu kostn- aðar, ef lagnir bila, segir Sigurður Grétar Guð- mundsson í þættinum Lagnafréttir. / 10 ? markað- arins ráði V'ERÐ á nýjum íbúðum er hagstætt nú. Sam- keppnin á nýbygginga- markaðnum er meiri en var og knýr byggingaraðilana til ítrustu hagkvæmni. Verð á eldhúsinnréttingum, gólfefn- um o. fl. hefur einnig lækkað mjög mikið á undanförnum árum. En sala á nýjum íbúð- um ræðst mjög af því, hvort þær falla að kröfum markað- arins, sem er stöðugt að breytast. Fólk gefur sér góð- an tíma við íbúðarkaup n ú, f er á milli staða og ber saman verðoggæði. Oviss verkefna- staða hjá bygg- ingariðnadinum BYGGINGARIÐNAÐURINN býr við mikla óvissu, hvað varðar verkefni, eins og teikningin hér til hliðar ber með sér. Hún sýnir verkefnastöðuna nú og fyrir tveimur árum og er byggð á könnunum, sem gerðar voru á veg- um Samtaka iðnaðarins og náðu til 60 /yrirtækja, lítilla sem stórra. Óvissan er greinilega meiri en fyrir tveimur árum, sem þýðir ekki endilega það sama og að minna sé um verkefni nú. Nær helmingur byggingarfyrirtækjanna hefur nú aðeins verkefni til 1-2 mánaða. Þau eru í "kroppi" eins og kallað er á fagmáli, það er í stuttum verkefnum, aðallega breytinga- og viðhaldsverk- efnum. Einungis 7% byggingarfyrir- tækjanna nú telja sig hafa örugg verkefni í 7-12 mánuði og aðeins 4% í yfir eitt ár. Þetta veldur að sjálfsögðu vanda fyrir alla áætlanagerð og skipulagn- ingu og skilar sér vart í auknum mannaráðningum, þrátt fyrir hugs- anlega þörf. Margir treysta sér ekki til þess að ráða meiri mannskap, þegar verkefnastaðan er ótrygg, m. a. vegna stífra uppsagnarákvæða. Afleiðingin er frekar meiri yfirvinna hjá þeim starfsmönnum, sem fyrir eru, ef jafna þarf sveiflur og meira er leitað til undir verktaka. Nokkur veltuaukning hefur orðið hjá byggingarfyrirtækjunum að und- anförnu eftir mikinn samdrátt, en hún hefur ekki haft í för með sér atvinnuaukningu í byggingariðnað- inum og stafar sennilega af auknum innflutningi á tilbúnum byggingar- hlutum. (Heimild: Samtök iðnaðarins) Verkefnastaða 60 fyrirtækja í byggingarstarfsemi 1993 og 1995 Verkefni til... r~ Hlutfall fyrirtækja ,. . , '95II4% yfir eins ars 7-12mán 5-6 mán Með harðnandi samkeppni hefur samvinna og samráð milli byggingaraðila, fast- eignasala og arkitekta aukizt til muna í þeim tilgangi að fá það fram, hváða íbúðir henta bezt kröfum markað- arins. Kemur þetta fram hér i blaðinu i dag í viðtalsgrein við þá Elfar Olason, sölu- mann hjá fasteignasölunni Skeifunni og Gunnar Óskars- son arkitekt. Þar segir m. a., að nú sé engin þörf á að byggja stór einbýlishús. Markaðurinn sæki alfarið í lítil hús, helzt á einni hæð. Eftírspurn eftir stórum blokkaribúðum á bil- inu 120-140 ferm. er líka Iít- il. Ástæðan er sú, að fjöl- skyldurnar hafa almennt minnkað. / 24 SJÓÐUR 2 FYRSTI 8é EINI TEKJUSJÓÐURINN Á ÍSLANDI SEM GREIÐIR MÁNAÐARLEGA VEXTI Sióður 2 er fyrsti tekjusjóðurínn á íslandi sem greiðir vexti umfram verðbólgu mánaðarlega og hentar pví þeim sem vilja auka mánaðarlegar tekjur sínar. Mánaðarlegar vaxtagreiðslur. Skattfrjálsar vaxtatekjur. Uttekt heimil hvenær sem er, án nokkurs kostnaðar. Láemarks inneign í sjóðnum er 500.000 kr. ' Fylgir ávöxtun íslenskra markaðsskuldabréfa og fjárfestir einungis í traustum skuldabréfum. ' Okeypis varsla bréfanna. ' Mánaðarleg yfirlit um vexti og eign. ' Hægt að fá vexti lagða inn á reikning í hvaða banka sem er. Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar um Sjóð 2 í afgreiðslunni^í Ármúla 13a eða í síma 560-8900. Jafnframt er hægt að kaupa Sjóð 2 í útibúum Islandsbanka um allt land. Verið velkomin í VÍB. 'FORYSTA í FIÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKADUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Armúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.