Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 1
geei.lAK. 02 BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 3Kb$tgmilA$S^ 1995 LAUGARDAGUR20. MAI BLAÐ B HMIHANDKNATTLEIK Morgunblaðið/RAX Kátir Frakkar FRAKKAR fögnuðu glæstum slgrl gegn ÞJóðverJum, 22:20, í undanúrslitum helmsmelstarakeppnlnnar í Laugar- dalshöll í gœr. Þeir leika tll úrslita um HM-titlllnn aðra heimsmeistarakeppnina í rðð. Hér fá þeir útrás fyrir gleðl sína; Frakkarnlr Gael Monthurel (nr. 9), Frédéric Volle og Erlc Quintln. Frakkland og Króatía, sem vann Svíþjóð 28:25 í undanúrslltum, leika tll úrslita um helmsmelstaratitilinn í Laugardalshöll á morgun kl. 15.00. ¦ HM í handknattleik / B2-B5, B8 Kristján getur ekki tekið við landsliðinu ORÐRÓMUR hefur verið á kreiki um að Krist- ján Arason muni taka við af Þorbergi Aðalsteins- syni landsliðsþjálfara, en Kristján sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann gæti ekki tekið við liðinu þar sem hann væri samn- ingsbundinn Dormagen. „Ólafur Scram formað- ur HSÍ ræddi við mig fyrr í vetur og spurði hvort ég væri tilbúinn til að taka við af Þor- bergi þegar hann hætti og var þá verið að tala um Olympíuleikana. Það er mikill heiður fyrir mig að vera einn af þeim sem koma hugsanlega til greina sem landsliðsþjálfari." Kristján er er samningsbundinn hjá Dormag- en fram til 30. júní 1996. Hann segist ætla að uppfylla samning sinu í Þýskalandi. En hver ættiað taka við liðinu? „Ég vil ekki svara þvi á þessari stundu hvort þorbergur á að hætta eða halda áfram. Það er hans mál og forsvarsmanna HSÍ. Ef þeir ná ekki samkomulagi finnst mér Þorbjörn Jensson vera sá íslendingur sem ég treysti best fyrir landsliðinu. HSI verður einnig að svara spurn- ingunni hvort það ætti frekar að fá erlendan þjálfara til starfa en því fylgir örugglega meiri kostnaður," sagði Krislján og benti á að þjálfari Hvít-Rússa gæti verið líklegur kandidat, enda . væru Hvíta-Rússland og Rússland að sameinast. Reiknar ekki með miklu frá liði sínu ÞJÁLFARI Egypta, Ulrich Weiler sagði eftir sig- urleikinn gegn Tékkum að hann reiknaði ekki með miklu frá leikmönnum sínum í síðasta leik liðsins, leiknum um 5. sætið þar sem liðið mætir Rússum. „Leikmenn mínir gáfu sig alla í þennan leik og þeir hafa ekki krafta í meira, sérstaklega ekki lykilmenn liðsins sem fengið hafa litla hvíld á mótinu. „Battery is empty," sagði Weiler, sem útleggst gæti; „tankurinn er tómur." Rymanov lék sinn síðastaleik ALEXANDER Rymanov, hinn sterki varnarmað- ur í liði Rússa til margra ára, lék að öllum líkind- um kveðjuleik sinn með landsliðinu í gær. Ry- manov lenti í samstuði með þeim af lciðingum að öxlin fór úr lið og þurfti mikil átök til að koma henni á réttan stað. Rymanov er 36 ára gamall og sagði við Maximov þjálfara að nú væri hann hættur. Hann yfirgaf rússneska hóp- inn um síðustu helgi og fór til Þýskalands til að leika með félagsliði sínu í 2. deildinni og kom meiddur á ökkla til baka og var leikurinn gegn Sviss fyrsti leikur hans eftir komuna til baka. Hann mun snúa sér að þjálfun á næsta tímabili. Afríkuþjóð aldrei svo ofarlega HVORT sem Egyptaland nær að vinna Rússland í keppni þjóðanna um fimmta sætið breytir það engu um að árangur Egypta er sá besti sem Afríkuþjóð hefur náð á heimsmeistaramóti í handknattleik frá upphaf i. Arangur þeirra gerir það líka að verkum að Afríkuþjóðir fá einu sæti fleira á næstu heimsmeistarakeppni á kostnað Evrópuþjóðar. Hvaða þjóðir trvggja sér farseðil til Atlanta og Kumamoto? í dag ræðst hvaða þjóðir keppa á Ólympíu- leikunum í Atlanta í Bandaríkjunum á næsta ári og hverjir komast á HM97 í Japan. Baráttan verður hörð og spennandi. IVIiðaverð: 3.000 og 2.200 kr. í sæti og 1.500 og 1.000 kr. í stæði. Miðasalan opnar kl. 10:00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.