Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGÁRDAGUR 20. MAÍ 1995 B S HM I HANDKNATTLEIK Ræst ótrú- lega fljótt úr Eins og skiljanlegt er voru mik- il vandamál í landi mínu á meðan á stríðinu stóð og erfitt var að fá húsnæði til æfinga og áhöld ■HBMH til þeirra. En eftir ívar að stríðinu lauk Benediktsson hefur ræst ótrúlega sknfar fljótt úr,“ sagði Izt- ok Puc, einn hinna snjöllu leik- manna landsliðs Króatíu, þegar Morgunblaðið innti hann eftir því hvaða áhrif stríðið í ríkjum fyrrum Júgóslavíu hefði haft á hið blóm- lega íþróttalíf í Króatíu. „Nú í dag höfum við fleiri góð lið í handknattleik, en áður var. Liðin eru jafnari og sem dæmi þá voru lið hjá okkur sem höfðu verið í þriðju deild árum saman, en nú er þau orðin sterk og eru að keppa í fyrstu deild. Þó ótrúlegt megi teljast þá höfum við í dag fleiri félög og fleiri íþróttamenn í fremstu röð áður en aðskilnaður varð. Á síðastliðnum þremur árum hafa orðið miklar framfarir og segja má að ástandið batni með hveijum deginum. Betur er hlúð að börnum og unglingum og þeim sköpuð betri aðstaða til æfínga og meiri metnaður í þjálfun þeirra. Það er fyllsta ástæða til að vera bjartsýnn á þróun íþróttamála í heimalandi mínu, Króatíu á næstu árum,“ bætti Puc við „Það virðist vera greypt í þjóðarsál okkar í Króatíu að við kunnum vel við okkur í hópíþrótt- um. Metnaður krótatískra íþrótta- manna liggur í því að leggja sig fram um að vera í fremstu röð hvar sem er. Metnaður okkar hef- ur frekar aukist eftir að við urðum sjálfstætt ríki, en áður var hann einnig til staðar. Þetta er eina skýringin sem ég hef fyrrr því að íþróttamenn frá landi mínu hafa á síðastliðnum árum náð svo góð- um árangri í hópíþróttum. Við vorum burðarásinn í landsliði fyrr- um Júgóslavíu þegar það var upp á sitt besta. Körfuboltalandslið okkar hefur verið það besta ef við undanskiljum Bandaríkjamenn og einnig hafa knattspyrnumenn ver- ið að slá í gegn á undanförnum árum. Þetta er eitthvað í genun- um,“ sagði Iztok Puc, þegar hann var inntur eftir því hver gæti ver- ið skýringin á því að króatískir íþróttamenn hafa um langt árabil verið í fremstu röð, einkum í hóp- íþróttum. Markakóngur YOOIM Kyung-shin frá Suður-Kóreu, til hægri, sló markamet- ió ð heimsmeistarakeppninni í gær þegar hann bætti 12 mörkum við þau 63 sem hafðí gert fyrir í mótinu. Fyrra metið átti landi hans Kang Jae-won sem er með honum á myndinni, 67 mörk, en það met var sett á heimsmeistara- keppninni í Sviss 1986, keppninni þar sem Kóreumenn burst- uðu íslendinga með mjög svo eftirminnilegum hætti. 13 ■'WUf-HkME Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson IZTOK Puc, einn fremsti handknattleiksmaður Króatíu, (no 10) reynir hér að verjast elnum leikmanni Egypta. Puc seglr það vera greypt í þjóðarsál Króata að ieggja mikinn metnað í íþróttaiðkun og það sé skýring á einstaklega góðum árangri króatískra íþróttamanna á sl. árum. MARKAKONGAR HM 1974 1978 1982 1986 1990 1993 A-Þýskal. Danmörk V-Þýskal. Sviss Tékkó. Svíþjóð 1995 Island Yoon Kyung-shin hefur sett nýtt met og á þó einn leik eftir 1938 Hans Theiling, Þýskalandi 6 mörk Yngve Lamberg, Svíþjóð 6 mörk 1954 Otto Maychrzaki, V-Þýskal. 16 mörk 1958 Morgen Olsen, Danmörku 46 mörk 1961 Petre Ivanescu, Rúmeníu 24 mörk Zdenek Rada, Tékkóslóvakíu 24 mörk 1964 lon Moser, Rúmeníu 32 mörk Josip Milkovic, Júgóslavíu 32 mörk András Fenyö, Ungverjal. 32 mörk 1967 Herbert Lúbkin, V-Þýskal. 38 mörk 1970 Vladimir Maximov, Sovétr. 31 mark 6 leikir 6 leikir 7 leikir 7 leikir 7 leikir 7 8leikir „Höfum skytt- umar umfram" „VIÐ höfum umfram þá kraft- miklar skyttur, sem geta skotið fyrir utan en eins og í þessum seinni leikjum mótsins, voru menn þreyttir og gerðu mikið um mistökum," sagði Vasile Stinga þjálfari Rúmena eftir 34:29 sigur á Suður-Kóreu í Kaplakrika í gær. Það verða því Rúmenar og Hvít-Rússar sem leika um 9. og 10. sætið en Spánverjar og Suður-Kóreu- menn um 11. til 12. sætið. Rúmenar voru strax áræðnari í byrjun sem skilaði sér í því að þeir voru yfir allann leikinn, þó ekki munaði miklu. Vörn þeirra kom vel út á móti Suður- Kóreumönnum, flestum lágvöxnum nema Yoon Kyung-shin sem er markahæstur á heimsmeistara- mótinu. Suður-Kóreumenn gættu þess að missa Rúmena ekki langt frá sér og barátta þeirra, ásamt frábærri markvörslu Lee Suk- hyung, hélt liðinu inni í leiknum. Undir lokin misstu Suður-Kóreu- mönnum niður baráttuna um tíma, þegar staðan var 24:23 og Rúmen- ar gengu strax á lagið, náðu fjög- urra marka forystu sem þeir héldu til loka leiks. Rúmenar nýttu sér hæð sína til fulls í vörn og sókn. í vörninni með því að loka fyrir skytturnar og stöðva leikkerfin og í sókninni annaðhvort með þrumuskotum að utan eða með því að draga varnar- menn andstæðingana á skytturnar og losa um línuna. Allir nema einn leikmaður á leikskýrslunni skor- uðu. Þjálfari Suður-Kóreumanna sagði sína menn þreytta og að Rúmenar hefðu frekar viljað sigra. Yoon Kyung-shin fékk leyfi til að skjóta, sem haim gerði óspart og markvörðurinn Lee Suk-hyung varði frábærlega, en yfirleitt fór boltinn aftur til Rúmena. Stefán Stefánsson skrifar Aðeins það besta fyrir fóiboltamenn £ handboltamenn körfuboltamenn SÆVAR KARL Bankastræti 9, s. 13470

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.