Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 6
B 15 LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR / NBA Reuter MICHAEL Jordan er hér í baráttu vlð Nick Anderson úr OrlandollAinu en Chicago er úr leik. Jordan úr leik Chicago með Michael Jordan fremstan í flokki er úr leik í úrslitakeppni NBA eftir tap 108:102 fyrir Orlando í fyrrinótt. Á sama innbyrtu David Robinsson og félagar í San Antonio fjórða sigur sinn á Lakers 100:88 og þar með eru Los Angeles úr leik, eins og Chicago. Meistararnir frá sl. ári Houston Rockets eru hins vegar enn með í baráttunni eftir að þeim tókst að leggja Phonenix 116:103. Því verður um hreinan úrslitaleik að ræða á milli þessara tveggja liða í Phonenix á laugardagskvöldið. Leikur Orlando og Chicago var jafn fram á lokasekúndur. Denis Scott skoraði eitt stig úr vítakasti þegar 27 sekúndur voru eftir og Michael Jordan rauk upp með knöttin en missti hann frá sér og Orlandomenn fóru upp og Hardaway fékk tvö vítaköst þegar 12 sekúndur voru eftir. Úr þeim skoraði hann og staðan því 106:102. Shaquille O’Neal innsigl- aði síðan sigur á lokasekúndinni með troðslu, lokatölu 108:102 og Orlando komið áfram. „Við sýndum þolinmæði og gerð- um þá hluti sem þurfti að gera til að sigra hér í kvöld,“ sagði Saqu- ille O’Neal að leikslokum. Hann og félagar hans bíða nú úrslita í leik Indiana og New York því þeir mæta sigurvegarnum úr þeim leik í næstu umferð úrslitakeppninnar. Shaq var stigahæstur í liði Orlando með 27 stig og 13 fráköst. Denis Harper og Hardaway skoruðu 21 stig hvor og Nick Anderson 18. Þeir þrír síðasttöldu hittu allir úr fjórum þriggja stiga körfum. „Þegar ég kom aftur til leiks þá var það til þess að komast alla leið og sigra og það var einnig stefna allra í liðinu,“ sagði Michael Jordan vonsvikinn að leikslokum. Hann skoraði 24 stig, en Scottie Pippen var stigahæstur iiðsmanna Chicago með 26 auk þess sem hann tók 12 fráköst. „Við höfum trú hver á öðrum og við treystum hver öðrum og það er lykilatriði. Eftir að vera komnir 1:3 undir höfum við jafnað," sagði Sam Cassel, leikmaður Houston að leiklokum eftir sigur, 116:103 á Phoneix. Houston liðið hefur á þessu og tímabilinu í fyrra sýnt mikinn styrk á úrslitastundum í úrslitakeppninni og oft snúið vonlít- illi stöðu upp í sigur. Nú er það bara spurningin hvort þeim tekst það einu sinni enn. Hákeem Olajuwon átti stórleik og skoraði 30 stig, sendi 10 stoð- sendingar, tók 8 fráköst og varði fimm skot. Clyde Drexler er að ná sér á strik eftir veikindi gerði 20 stig og Sam Cassel 16, þar af 8 í fjórða leikhluta. Hjá Phoenix fór Charles Barkley fór hamförum í fyrsta leikhluta og skoraði þá 27 stig, en fór sér rólega eftir það og lauk leiknum með 34 stig og tók 17 fráköst. Tólf stig frá David Robinsson fyrir San Antonio á síðustu fimm mínútunum gegn Lakers, í 88:100 sigri, gerðu gæfumuninn og færðu Spurs einu hænufewti nær úrslita- leikjunum, en þangað hafa þeir ekki komist í tólf ár. David skoraði 31 stig í leiknum og fór í fylgingar- bijósti félaga sinna. Sean Elliot setti persónulegt met í úrslita- keppni skoraði 26 stig. „Þetta var sigurleikur íbúa í San Antonio og nú er þeim óhætt að fagna og hald aveislur," sagði Denis Rodman sig- urreifur að leikslokum. Hann skor- aði tólf stig og náði 16 fráköstum. Campbells var stighæstur í Lakers liðinu með 21 stig, Dedric Ceballos skoraði 16. Nick Van Exel sem vann fímmta leikinn fyriur Lakers var gætt mjög vel og skoraði ein- ungis 13 stig. HESTAR Hinn hreini tonn og skeidtöltid HINN meinti heimssöngvari Garðar Hólm fórtil útlanda til að finna hinn hreina tón sönglistarinnar en hafði ekki erindi sem erfiði. Hestamenn glíma við það flesta daga ársins að finna hinn hreina tón töltsins með misjöfnum árangri. Töltið er óumdeilan- lega mikilvægasta og dýrmætasta gangtegund íslenska hests- ins. Þegar keppnistímabil hestamanna er nú að hefjast fyrir al- vöru er full ástæða til að hvetja hina margvíslegu dómara hesta- mennskunnartil dáða og benda sérstaklega á mikilvægi þess að töltið sé rétt dæmt. Oft hefur viljaða brenna við að hestar og knapar fái góðar einkunnir fyrir skeiðtölt eða bundið tölt eins og margir kjósa að kalla það. Veruleg bót hefur verið gerð á mati töltsins í kynbótadómum hin síðustu ár en líklegast má gera enn Aðeins það besta fyrir íþróltamenn markmenn veiöimenn stangveiðimenn SÆVARKARL M ... ■ ' — Bankastræti 9, s. 13470. betur. Nýlega mátti til dæmis sjá hross fá 8 fyrir skeiðtölt í kynbóta- sýningu. í gæðingakeppni, sérstak- lega í keppni alhliða gæðinga, hefur mjög oft mátt sjá hesta fá frá 7,8 upp í t.d. 8,3 fyrir skeiðbundið tölt en í leiðbeiningum fyrir gæðinga- dómara segir að hesti sem sýni ein- göngu skeiðtölt skuli ekki gefa hærri einkunn en 7,0. Einkunn 7,5 er meðallag í gæðingakeppni. Ekki sýnist ástandið betra hjá íþrótta- dómurum. Nýlega mátti sjá á móti hest sem fór á greinilegu skeiðtölti fá 4,5-5,0-5,7 hjá þremur dómur- um. Einkunn 5 í íþróttakeppni er meðallag en í leiðbeiningum segir að sé um óhreinan gang (skeiðtölt) að ræða eigi ekki að gefa hærra en 4,0 en mögulegt að fara í 4,5 sýni knapi mjög góða reiðmennsku. Af þessum dæmum má sjá að dómurum er afar tamt að halda fyrir annað augað þegar hreinleiki töltsins er metinn. Er ekki laust við að upplifa megi söguna um nýju föt keisarans víða á hestamótum í þess- um efnum. Er þetta vissulega baga- legt, sérstaklega þegar hestar fá yfír meðallag fyrir skeiðtölt í kyn- bótadómi. Þegar fylgst er með Hestalán Morgunblaðið/Valdimar BÆTA þarf hreinleika tðltsins í ræktun íslenskra hrossa svo almenningur eigi betrl möguleika aA eignast góAa töltara lausa vlA blndlngsvandamál eins og SigurAur Pálsson ungur og upp- rennandl reiAmaAur hefur veriA svo lánsamur aA elgnast. Hesturinn heitir Freyr. hestakosti frístundareiðmanna al- mennt séð má glöggt sjá að á ís- landi er verið að rækta alltof gang- söm hross þar sem vantar upp á hreinleika töltsins. Órækasta vitnið þar um er án efa það magn sem skeifnaframleiðendur eða innflytj- endur selja af tíu millimetra fram- fótaskeifum. Það er ekki að ástæðu- lausu að menn járna hrossin þyngri að framan. Eina tiltæka ráðið til að stuðla að auknum hreinleika töltsins er að dómarar og þá ekki eingöngu kynbótadómarar fari að líta fránum augum þegar hreinleiki töltsins er metinn. Bestur árangur næst ef allir aðilar taka höndum saman. Árangurinn skilar sér til ræktenda í formi seljanlegri hrossa, til útreið- arfólks í formi færri vandamála og fleiri ánægjustunda á hestbaki og til keppenda sem betri árangur í keppni. Boltinn er nú hjá dómurum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.