Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 8
Allir ánægðir „Það er ekki mitt að dæma í eigin •sök en ég held að framkvæmdin og umgjörðin utan um keppnina hafí tekist vel,“ sagði Hákon við Morgun- blaðið í gær. „Ég held að þetta hafí tekist á þann veg að við getum geng- ið hnarreist. Við vitum að liðin eru ánægð. Þau eru ánægð með hótelin, matinn, tengiliðina, upplýsingaflæð- ið, æfingamar, húsin, samskiptin." Hann sagði að þó nefndin hefði verið undirmönnuð þá hefði starfs- liðið verið einstaklega vel skipað og um 500 sjálfboðaliðar hefðu verið ómetanlegir auk þess sem skipulags- nefndimar í bæjunum þremur utan Reykjavíkur hefðií allar staðið sig einstaklega vel en framkvæmda- Morgunblaðið/Júlíus HÁKON Gunnarsson, framkvæmdastjóri HM-nefndarinnar, gerlr ráð fyrir fullri Laugardalshöll á morgun. nefndin hefði sjálf séð um rekstur Laugardalshallar meðan á keppni stóð; „Ég er óskaplega ánægður með hvað við vorum heppin með starfslið, bæði fasta starfsmenn og sjálfboðal- iða, og það kemur vissulega á óvart hvað útlendingar hrósa íslendingum fyrir hlýlegt viðmót sem er gersam- lega á skjön við það orð sem oft fer af okkur að við séum ísköld og leys- um ekki vandamál með bros á vör. Þetta er sem rauður þráður í gegnum' allt starfíð og margir sem ég hef talað við segja að það sé einstaklega þægilegt að biðja Islendinga um við- vik, að þeir séu boðnir og búnir til að aðstoða og hæfír til að leysa vandamálin sjálfír frá upphafi til enda. Það er staðreynd að frá upphafi höfum við verið undirmönnuð en starfsfólkið hefur lagt hart að sér. Mest hefur mætt á Asdísi Höskulds- dóttur og Sigurjóni Friðjónssyni og á síðari stigum komu Gunnar K. Gunnarsson og Stefán Konráðsson inn með ótrúlega öflugum hætti auk þess sem við höfum notið góðs af öllu starfsliði HSÍ síðustu vikurnar. Þá hefur framkvæmdanefnd HM 95 með Geir H. Haarde í broddi fylking- ar -stutt verkefnið með ráðum og dáð. Við erum hérna með 40 gesti frá mótshöldurum HM í Kumamoto í Japan 1997 og þar af eru 25 þegar á fullum launum frá fylkinu og verða það næstu tvö árin. Þetta er ójöfnu saman að jafna en við höfum haldið öllum kostnaði í lágmarki og þurftum ekki að auglýsa eftir sjálfboðaliðum." Samstaðan ánægjuleg Hákon sagði að þegar hann hóf störf hefði vantrú Islendinga á að geta tekist á við verkefnið komið sér á óvart því hann hefði alltaf verið viss um að hægt væri að leysa þetta vel af hendi. „Þegar ég kom að dæminu kom mér á óvart hvað miklu var í raun ólokið, hlutir sem ég hélt að ættu að vera frágengnir, mál eins og sjón- varpsútsendingar og atriði í sam- bandi við Laugardalshöll en í þetta hefur farið gríðarleg vinna og tími. Ég hélt að málin væru í traustari farvegi en þau voru og við höfum þurft að taka á okkur skuldbindingar sem aðrir mótshaldarar hafa sloppið við. Við þurftum að taka á okkur sjónvarpsmálin og miðasölukerfíð í Laugardalshöll er hannað af okkur svo dæmi séu tekin. Með þetta í huga kom skemmti- lega á óvart að á einni nóttu fyrir þremur til fjórum mánuðum virtist það gerast að íslendingar sneru við blaðinu, ákváðu að halda keppnina með reisn eftir talsverðan mótbyr." Stærsti viðburðurinn Hákon sagði að miðasöluáætlun væri í samræmi við áætlun sem Gunnar K. Gunnarsson hefði gert 1991 þó bjartsýnustu menn hefðu vonað að erlendir gestir yrðu fleiri. Hins vegar hefðu erlendir fréttamenn sinnt keppninni jafnvel betur en ráð hefði verið fyrir gert og fleiri erlend- ar sjónvarpsstöðvar hefðu óskað eft- ir að sýna frá keppninni, einkum undanúrslitum og úrslitum, en talið var. „Það var óskaplegur léttir þegar ég fór að sofa eftir fyrsta daginn. Ég var í stöðugu sambandi við fólk og fann gífurlegan vilja og samstill- ingu sem benti til að þetta ætlaði allt að ganga. Við erum stolt og kröfuhörð þjóð en þegar allir leggj- ast á eitt kemur krafturinn í ljós, þetta afl sem gerir okkur kleift að lifa í þessu landi. Við eigum eftir að gera heildar- dæmið upp og þurfum tíma til þess en landsmenn hafa staðið vel við bakið á okkur og ég hef þá trú að þeir loki hringnum. A morgun verður stærsti íþróttaviðburður sem nokkru sinni hefur farið fram á íslandi, úr- slitaleikurinn í Heimsmeistarakeppn- inni í handbolta, og ég trúi ekki að íslenskir íþróttaáhugamenn láti slíkt fram hjá sér fara. Reyndar bendir allt til þess að góð stemmning verði í Laugardalshöll því þó ekki sé upp- selt er nær uppselt í sæti og ég hef staðfasta trú á að allir miðar seljist. Ég vona að það gerist því augu stórs hluta handboltaheimsins fylgjast með lokaslagnum og þá yrði gaman að geta sýnt fulla Laugardalshöll í þeirri umgjörð sem við höfum byggt upp og fólki hefur líkað vel. Mín ósk er að Islendingar ljúki þessari Heims- meistarakeppni með reisn, að öllum íslendingum fínnist þeir vera sigur- vegarar þegar fyrirliði heimsmeistar- anna tekur við verðlaununum og þjóðsöngur sigurliðsins verður leik- inn. Þeir verða sigurvegarar í fullri Laugardalshöll og þá verð ég fylli- lega sáttur.“ Næsta skref er að setj- ast í Þjóðarbókhlöðuna Hákon sagði að starfið hefði gefið sér mikið. Það hefði gefið sér mikla reynslu, ekki síst faglega, og mikla þekkingu á íslensku atvinnu- lífi, stjórnmálalífi og menningarlífí, sem íþróttir væru hluti af. En þó starfinu lyki ekki fyrr en síðar í sumar yrðu viss kaflaskipti í mótslok því þar með væri framkvæmdinni lokið þó enn ætti eftir að gera dæmið upp. „Ég sé ekki eftir því að hafa tekið þetta að mér en ýmis- legt annað hefur setið á hakanum. Ég á tvö börn sem ég ætja að kynnast aftur, börn sem ég hef því miður sinnt allt of lítið. í júlí á ég frátekið rannsóknarherbergi í Þjóðarbókhlöðunni og þá ætla ég að Ijúka lokaritgerð minmi í rekstrarhagfræði við Verslunarháskólann í Kaupmannahöfn. Hvað síðan tekur við verður tíminn að leiða í ljós.“ Aðeins það besta fyrír fiSlusnillinga rilhöfunda leikara hljóðfæraleikara SÆVAR KARL Bankastræti 9, s. 13470. Hákon Gunnarsson ánægður með framkvæmdina og umgjörðina íslendingar verða sigurveg- arar í fullri Laugardalshöll Úrslitaleikurinn í Heimsmeistarakeppn- . inni í handknattleik verður ámorgun. Hákon Gunnarsson, "* framkvæmdastjóri HM- nefndarinnar, sagði við Steinþór Guðbjarts- son að framkvæmdin hefði tekist mjög vel og umgjörðin fengið lof en með því að fylla Laugar- '4 dalshöllina á morgun yrðu Islendingar sigur- vegarar keppninnar. Hákon tók við starfí fram- kvæmdastjóra HM-nefndar- innar 1. mars 1993 og hefur gengið á ýmsu síðan hann byrjaði. Hann sagði að útlitið hefði ekki alltaf ver- ið bjart og komið hefðu upp stundir þegar litið hefði út að mótshaldið færi héðan en sem betur fer hefði verið ákveðið að halda settu striki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.