Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 1
fttfitgmibUfaifo • Nokkur orð að lokum/4 • Drengur undir álögum/6 • Að láta skeika að sköpuðu/8 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 20. MAI 1995 BLAÐ D Geymdi nóturnar undir rúmi í áratugi Haydn-nótur á milljón dali NÚ LÍÐUR að lokum sýningar Leifs Breiðfjörðs í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Leifur sýnir í þremur sölum og forsal málverk, pastelmyndir, vatnslita- myndir, steinda glugga, glermál- verk og glerskúlptúra. Þar að auki frumdrög og vinnuteikning- ar að mörgum, stórum glerverk- um sem eru í opinberum bygg- ingum hér á landi og erlendis. Þar á meðal vinnuteikningar fyr- FRA SYNINGU Leifs í Gerðarsafni. Sýningu Leifs Breiðfjörð að ljúka ir minningarglugga um Robert Burns í St. Giles-dómkirkjunni í Edinborg. Flest verkanna eru frá seinustu árum. Þetta er stærsta einkasýning Leifs til þessa. Mál og menning hefur gefið út listaverkabók með verkum Leifs. Texta í bókina hefur Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur skrifað á íslensku og ensku en að auki er hann þýddur á þýskú. Sýningin hefur hlotið mjög góðar viðtökur og mikUl fjöldi f ólks hefur sótt hana. Sýningunni lýkur á morgun sunnudaginn 21. maí. Opið er frá kl. 12-18. London. Reuter. NÓTNAHANDRIT að fjórum strengjakvart- ettum tónskáldsins Joseph Haydns seldust á fimmtudag fyrir rúma eina milljón dala, 66 milljónir ísl. kr. sem er hæsta verð sem fengist hefur fyrir nótna- handrit tón- skáldsins. Selj- andinn var ástr- ölsk kona sem hafði geymt þau undir rúmi sínu svo ára- tugum skipti. Kaupandinn var þýskur forn- bókasali, Hans Schneider. Fjölskylda kon unnar hafði átt heftin í rúmlega eina öld. For faðir hennar, breskur ofursti, keypti þau á uppboði í London ártö 1851 áður en hann fluttist til Ástralíu. Konan, sem ekki vill láta nafns síns getið, gerði sér ekki grein fyrir verðmæti nótn- anna en lengi vel var talið að þær væru glataðar. Rúm tíu ár eru síðan fréttist af þeim en þá fór konan með þær í plastpoka á Haydn-hátíð í Melborne þar sem hún sýndí þær sérfræðingum í verkum tónskáldsins. Frá þeim tíma hafa nótnahandritin verið geymd í læstu hólfi. Konan, sem er mikill tónlistarunnandi, hyggst nota féð sem fékkst fyrir nóturn- ar til að stofna styrktarsjóð fyrir unga listamenn. Ekki er vitað um alla eigendur nótnanna en þó. er ljóst að tónskáldið Muzio Clementi átti þær um tíma en hann var vinur Haydns, Beet- hovens og Moz- arts. Skrifaði hann athuga- semdir á hand- ritið og bætti taktmerkingum inn á það. Tileinkaðir Prússakonungi Austurrikismaðurinn Franz Joseph Haydn (1731- 1809) hefur verið sagður faðir strengjakvartettanna og segja uppboðshaldararnir hjá Sotheby's að kvartettarnir fjórir, ópus 50, númer 3, 4, 5 og 6, hafi verið skólabókardæmi um fullkomnun stíls hans. Nótur að þeim voru gefnar út árið 1787 og þær tileink- aðar Prússakonungi. Segja sér- fræðingar Sotheby's að nóturnar séu einar hinar merkustu sem þeir hafi boðið upp. „Perlan" í Barcelona ÞETTA var eins og draumur hvers arkitekts: Að borgarstjóri vel stæðrar stórborgar segði sisona: Ég vildi gjarnan sjá byggingu eftir þig í borginni. Hvað langar þig að gera? Þessi draumur varð að veruleika hjá Bandaríkjamanninum Richard Meier er borgarstjóri Barcelona, Pasqual Margall, lét þessa spumingu falla í kvöldverðar- boði í New York árið 1985. Svaraði Meier án þess að hika: Ég myndi vilja byggja listasafn. Tíu árum og 35 milljónum dala síðar er hútímalistasafn risið eftir teikningum Meiers í Barcelona. I grein í Internati- onal Herald Tribune segir að byggingin sé verðugur minnisvarði um hugrekki borgarstjórans, sem lét erlendan hönnuð byggja geysistóra nýtískubyggingu í mið- borginni þar sem gamlar gotneskar bygg- ingar séu í meirihluta. Maragal, sem enn er borgarstjóri, er stórhrifinn, fjölmiðlar í borginni hafa kallað safnið „Perluna" og Meier telur það eitt af sínum bestu verkum. Líkt við Pompidou-safnið Meier hefur starfað töluvert í Evrópu, nú er t.d. að ljúka byggingu ráðhúss Haag- borgar og mannfræðisafn sem hann hann- aði í Frankfurt þykir listavel hannað. Meier kveðst vona að safnið í Barcelona hafí sömu áhrif á umhverfíð og Pompidou- safnið í París. „Þetta var mjög erfítt hverfí. Hér var mikið um eiturlyf og vændi. Þetta var hverfi sem menn vildu ekki vera á ferli í að kvöldlagi. En með tilkomu safns- ins^ hefur þetta breyst." í upphafi var ætlunin að vígja safnið í nóvember er opnuninni var flýtt þar sem Maragal taldi að það myndi auka líkur hans á að ná endurkjöri í borgarstjóra- kosningum. í nóvember verður sýning á hluta af verkum safnsins en þangað til er sýning á teikningum og öðru efni um tilurð hússins. Dæmigerð Meier-bygging Þeir sem þekkja til vérka Meiers segja safnið bera höfundareinkenni hans. Fram- hliðin að mestu úr gleri, hvítur litur á öllu innan- sem utandyra og allt kapp lagt á að rými sé nægilegt og að birtan njóti sín. Meier leggur mesta áherslu á birtuna, sem streymir inn frá þakgluggum á þriðju hæð og bakgluggum á þeirri fyrstu. „Ég held að það sé birtan hér við Miðjarðarhaf sem gerir þessa byggingu einstæða. En sólarljósið fellur þó aldrei'; beint á verkin sem eru til sýnis," segir Meier. Hahn segist mótfallinn því að listasöfn séu einungis geymslur fyrir list og vill fylla safnið nýja af fólki, að það verði notað við móttökur, veislur og annan mannfagnað. Þá hefur hann reynt að fanga andrúmsloft hverfísins sem safnið er byggt inn í, m.a. með þvi að byggja stórar svalir þar sem sér yfir gamalt íbúða- hverfi. Hætt er við að það eigi þó eftir að breytast, því lóðaverð fer hækkandi í nágrenni safnsins, borgin býður þeim hag- stæð lán sem vilja gera upp húsin og eig- endur sýningasala hafa þegar fest sér húsnæði í nágrenni safnsins. MEIER fyrir framan nýjasta verk sitt, listasafn í Barcelona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.