Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ gS8iSl8iltp|J ' s!. si ,< * : KÓRINN - Eitt verkanna sem verður á sýningu Karólínu Lárusdóttur í CCA galleríinu í Oxford. Endurminningar skálds úr stríði SÖGUSVIÐIÐ er fjallaþorp þar sem hópur ungra af- brotamanna hefur verið skilinn eftir og verður að vinna bug á plágum, hungri, ótta og eyðilegg- ingu. Höfundurinn er nó- belsverðlaunahafí síðasta árs, Japaninn Kensaburo Oe, en verkið er ekki nýtt af nálinni, heldur er um að ræða endurútgáfu á ensku á fyrstu skáldsögu hans „Nartið í brumið skjótið krakkana", sem út kom árið 1958 er Oe var 23 ára. í European segir að ekki sé vafi á því að lesendur muni heillast af verkinu en einnig ófbjóða. Oe hiki ekki við að þröngva vandamálum mannkyns upp á lesendur á sinn kynngimagnaða hátt sem þykir á stundum minna á Fiugnahöfðingja Williams Goldings. Er Oe skrifaði verkið voru Japanir enn í sárum eftir auðmýkjandi ósigur í heimsstyijöldinni síðari og á þá sóttu skelfilegar minningar um dauða, hungur og eyði- leggingu. Með verkum sín- um gekk Oe skrefi lengra en aðrir í því að víkka bók- menntahugtakið í heima- landi sínu, texti hann var og er harðneskjulegur og kaldhæðinn. í bókinni skapa afbrota- mennirnir sér sinn eigin heim. Utan hans samanstendur ver- öldin af „stund drápa og stund brjál- æðis“ en innan hans tengjast barna- legar hugmyndir ungu mannanna um frelsi og sjálfsstjórn, geðveiki og morðum. Oe var ómögulegt að sætta sig við undirgefni samlanda sinna í striðinu sem voru reiðubúnir að fórna sér fyr- ir keisarann og taka þátt í hemaðar- brölti sém sýnt mátti vera að hefði skelfilegar afleiðingar. „Það eina sem ég gerði var að leyfa endurminningum mínum úr stríðinu að ráða ferðinni og skrifa þær niður.“ Karólína á heimaslóð SÝNING á verkum Karólínu Lárusdóttur myndlistarkonu verð- ur opnuð í CCA gall- eríinu í Oxford á Bretlandi í dag. Á sýningunni sem stendur til 3. júní verða 30 olíu- og vatnslitamyndir frá þessu ári og því síð- asta. Karólína hefur áður sýnt við góðan orðstír hjá CCA í Cambridge og Farn- ham. „Þetta er spenn- andi enda má eigin- lega segja að ég sé á heimaslóðum," segir Karólína sem lagði á árum áður stund á framhaldsnám í myndlist við Ruskin-Iistaskólann í Oxford. Hún hefur búið á Bretlandi um langt árabil og lagt rækt við list sína þar. Karólína kveðst hafa einbeitt sér að undirbúningi sýning- arinnar í Oxford síð- asta kastið en hyggst nú snúa sér að nýjum viðfangsefnum. Að hennar mati tilheyra þau hins vegar frétt- um framtíðarinnar. „Það er svo erfitt að tala um eitthvað sem maður ætlar sér að fara að gera.“ CCA teygir anga sína víða um heim og hefur meðal annars yfir að ráða gallerí- um í London, New York, Tókýó og Köln. Höfuð- stöðvarnar eru í London og hefur Karólínu verið boðið að sýna í galleríinu þar að tveimur árum Iiðnum. Veit listakonan ekki á þessari stundu hvort hún hefur tök á að þekkjast boðið. Karólína Lárusdóttir. Listaveisla í Toulouse FRANSKA borgin Toulouse við ræt- ur Pýrenea-fjalla hefur á síðustu áratugum fest sig í sessi í huga tón- listarunnenda. Borgarbúar hafa lært að meta þá miklu tónlistarveislu sem boðið er upp á og gagnrýnendur í París sjá æ oftar ástæðu til að vera viðstaddir tónleika og sækja listasöfn heim i þessari 600.000 manna borg. Ástæðan er tvíþætt, að því er seg- ir í Intemational Herald Tribune; annars vegar hversu stöndugt bæjar- félagið er, og hins vegar aðalstjóm- andi sinfóníuhljómsveitar Toulouse, Michel Plasson. Hann kom til borgar- innar árið 1968 og á fyrstu árunum tók hljómsveitin svo miklum framför- um undir stjórn hans að hún varð nánast óþekkjanleg. Þá hefur Plasson haft hönd í bagga með vali á efniskrá óperuhúss borgarinnar. Er nú svo komið að ekki þarf að setja upp Verdi eða Puccini til að fá borgarbúa til að sækja óperusýningar, t.d. komust færri að en vildu á uppsetningu á „War Requiem" eftir Benjamin Britt- en og húsfyllir er á tónleika þar sem fiutt er allt frá Brahms til Berg. Þá hefur Plasson hlotið hrós fyrir að „bjarga“ mörgum frönskum tón- skáldum frá gleymsku með því að flytja verk þeirra. Borgaryfirvöld leggja rika áherslu á að vekja áhuga borgarbúa á list og hefur borgin öðlast viðurkenningu fyrir hversu vel er staðið að óperu, sígildri tónlist, Ieikhúsi, ballett, myndlist og popptónlist. Borgar- stjórnin hefur fjárfest ríflega í list. Á þessu ári rennur sem svarar fimm milljörðum, 15% af fjárhagsáætlun borgarinnar, til listviðburða, þar af fá óperan og sinfóníuhljómsveitin 1,5 milljarða ísl. kr. í ársbyrjun 1997 mun rísa leikhús sem áætlað er að kosti 2,5 milljarða kr., framkvæmdir eru hafnar við safn yfir samtímalist er kostar 1,3 milljarða, framkvæmd- um er að ljúka við 250 milljóna kr. kvikmyndahús og fyrirhugaðar eru endurbætur. á aðalleikhúsi borgar- innar fyrir 625 milljónir kr. í flestum tilfellum greiðir menn- ingarmálaráðuneytið franska hluta kostnaðarins en íbúarnir 600.000 bera þó stærstu byrðarnar. Þar bæt- ir úr skák að Toulouse er ein af rík- ustu borgum Frakklands, þar eru m.a. aðalstöðvar Airbus-verksmiðj- anna. Þá býr fjöldi námsmanna í borginni, alls um 80.000, manns og þeir setja svip sinn á borgarlífíð sem þykir minna mun meira á nágranna- landið Spán en Frakkland. Kaupmannahöfn menningarhöfuðborg Evrópu 1996 Menningarallsnægtir í löngum bunum Kaupmannahöfn. Morgunblaöið. EFTIR ákafa gagnrýni á fyrirhugað skipulag dagskrárinnar á menn- ingarhöfuðborgarárinu eru þær raddir nú að þagna. Og það er sannarlega erfitt að gagn- rýna dagskrána, sem er einstak- lega viðamikil, fjölbreytt og spennandi. Frekar að maður grípi andann á lofti nú þegar næst síð- ustu drög dagskrárinnar liggja fyrir. Á hveijum degi allt næsta ár verða 20-70 uppákomur í Kaupmannahöfn og nágrenni. Og af því aðstandendur hátíðarinnar vilja ekki að menningarárið verði um of einangrað og samhengis- laust við árið í ár og næsta ár, þá eru sum atriðin þeg- ar byijuð og önnur fylgja í kjölfarið 1997. Menningarárinu verður skipt í þrennt. Vorið hefst strax um áramótin og stendur fram í apríl. Efni vorsins verður borgin sjálf í sögulegú samhengi, list þessarar aldar og norrænt efni. Efni sumarsins, sem stendur fram í ágúst, verð- ur samtímalist, dagskrár undir berum himni og vist- væn verkefni. Og efni vet- ursins verður framtíðin, einkum framtíð Evrópu og samhengi listar, tækni og fjöl- miðla. Leiklist Undir árstíðirnar raðast svo hin ýmsu atriði. Árið hefst með leiklistarhátíð, þar sem The Wrestling School, leikflokkur leikritahöfundarins breska How- ards Barkers, kemur, franski stjörnuleikstjórinn Patrice Chére- au leikur sjálfur og Sólarleikhús landa hans Ariane Mnouchkine heimsækir borgina. Auk leiksýn- inga, verða danssýningar og uppákomur. Danska Óðinsleik- húsið heldur í maí hátíð og býður leikhópum frá Asíu, Bandaríkjun- um og Evrópu. Framlag Konung- lega leikhússins er meðal annars balletthátíð, þar sem fjórum fremstu ballettum Evrópu er boð- ið að sýna, en það eru Kírovbal- lettinn, Konunglegi ballettinn frá London, Þjóðarballettinn frá Mar- seille og Lausanneballettinn. Óp- eran Lulu eftir Alban Berg verður flutt af Grönnegárdsleikhúsinu og er það fyrsta heildaruppsetn- ing hennar á Norðurlöndum. Tónlist Af tónlist er af mörgu að taka. Á strengjakvartettahátíð spila Emersonkvartettinn og Kronðs- kvartettinn. Nokkrar af helstu hljómsveitum Evrópu koma, frá Japan koma 200 syngjandi búddamunkar og mikið verður að glænýrri samtímatónlist. Haldin verður barokktónlistarhátíð að vori og þá einnig sýnd barokkó- pera. Á sérstakri New York-dag- skrá verður flutt ýmislegt af því nýjasta úr þeirri átt, bæði á sviði tónlistar, dans, myndlistar og blönduðum listum. Ýmiss konar þjóðlagatónlist og tónlist frá íjar- lægum löndum verður kynnt, auk jazz og rokktónlistar. Myndlist Myndlist spannar vítt svið í dagskránni og undir hana fellur hefðbundin myndlist, en einnig landslagslist, ijósmyndun, hönn- un og listiðnaður. Louisiana held- ur sýningu þar sem sýnd eru sam- an verk Picassos og fornverk frá Miðjarðarhafslöndunum, sem hann var undir áhrifum frá. Im- pressjónistarnir eru kynntir og einnig Art Nouveau frá Mið-Evr- ópu og Rússlandi. Eldri og yngri norræn list verður kynnt á mörg- um sýningum, að ógleymdum ein- stökum listamönnum eins og Emil Nolde. Frá 96 hafnarbæjum víðs vegar um heiminn senda jafnmargir listamenn hver sinn gám, sem þeir hafa gengið frá að vild. Gámarnir verða settir upp við höfnina og mynda eins og þorp, þar sem verða búðir og veitingahús. í margmiðlunarstöð verða listaverk send út í heim. List úr gulli og pappír verður sýnd á ýmsum sýningum og föt hönnuð af Erik Mortensen verða sýnd á danska ríkislistasafninu. Bókmenntir, kvikmyndir og byggingarlist Bókmenntir spanna bæði bund- ið og laust mál, auk frásagnarlist- ar, fagbókmennta og teiknimynd- asería og innan þess- ara greina verða gefn- ar út bækur, haldnar bókmenntahátíðir og efnt til sýninga. Kvik- myndir og margmiðlun fá einnig dijúga at- hygli, meðal annars í tilefni aldarafmælis kvikmyndarinnar nú í ár. Listamenn á fjöru- tíu stöðum í heiminum tengjast á netinu og skapa í víxlverkun hver við annan. Bygg- ingarlist er kynnt á sýningum, með verk- stæðisvinnu og ráð- stefnum og þá ekki síst lögð áhersla á framtíðina. Saga bygg- ingarlistar og byggðar í Kaup- mannahöfn skipar viðamikinn sess og einnig vistvæn bygging- arlist og lífsstíll. Börn, unglingar, gamla fólkið og allir hinir Og þá er komið að einstökum hópum. Börnin fá sitt, einnig gamla fólkið, unga fólkið, innflytj- endur, áhugafólk um íþróttir og svo þeir, sem annars leggja sig ekki eftir neinu menningarefni. I stuttu máli þá er hugmyndin að reyna bókstaflega að ná til allra. Dagskrárdrögin liggja víða frammi, bæði á söfnum, bókasöfn- um, pósthúsum og íþróttahöllum. Af dagskránni að dæma þá má það vera dauður maður, sem ekki finnur eitthvað við sitt hæfi á þessum fjörutíu síðum í stóru broti. Fremur að lesandinn verði yfir sig kominn af menningarþrá...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.