Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 D 3 Tónleikar Arnaldar Arnarsonar í New York o g Boston Matseðlar fyrir gítarunnendur Morgunblaðið/Einar Falur Arnaldur Arnarson. ARNALDUR Arnarson gít- arleikari hélt nýverið tvenna einleikstónleika í New York og Boston. Þetta voru fyrstu opinberu tónleikar hans í Bandaríkjunum og lék hann verk úr ýmsum áttum, þar á meðal eftir íslenska tónskáldið Þorstein Hauksson. Norska sjómannakirkjan á Man- hattan var þéttsetin þegar Arnaldur lék, en færri sóttu tónleikana í Lindsay-kapellunni í Cambridge. Á verkefnaskránni voru auk Tokkötu eftir Þorstein, tónsmíðar eftir Manuel María Ponce frá Mex- íkó, ítalann Mario Gastelnuovo- Tedesco, Pólveijann Alexandre Tansman, Frakkann Gustave Samazeuilh og spánska tónskáldið Federico Moreno-Torroba. „Þessir höfundar eiga það sam- merkt að þeir tilheyra fyrstu kynslóð tónskálda, sem ekki spila á gítar, en semja fyrir hann,“ sagði Arnaldur i samtali við Morgunblaðið. „Það má flokka þá undir nýklassísk og nýrómantísk tónskáld, en fólk hefur þó haft á orði hvað dagskráin með verkum þeirra sé fjölbreytt." Það má, að sögn Arnaldar, oft finna þegar gítarverk er eftir höf- und, sem ekki leikur á hljóðfærið eða þekkir það ekki. Slík verk hafi hins vegar þann kost að í þeim komi fram ýmislegt spennandi, sem gítar- leikara dytti ekki í hug. Arnaldur kvaðst yfirleitt reyna að hafa íslensk verk með í dagskrá sinni. Hann hefði til dæmis skipt dagskrá sinni til helminga milli ís- lenskra og spænskra tónskálda þeg- ar hann kom fram á norrænni menn- ingarhátíð, sem hófst í Madrid í lok mars og ber nafnið Undir pólstjömu. Lék hann þar verk eftir Átla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Karolínu Eiríksdóttúr og Þorstein Hauksson. Amaldur sagði að þetta væri sennilega stærsta norræna menn- ingarhátíðin, sem haldin hefur verið í Evrópu. Hátíðin er einnig haldin í Barcelona og þar heldur Arnaldur tónleika í júní samhliða sýningu á verkum Magnúsar Kjartanssonar myndlistarmanns. „... að undirbúa góða máltíð“ „Það að setja saman tónleikadag- skrá er ekki ósvipað því að undirbúa góða máltíð," sagði Árnaldur. „Inni- haldið veltur oft á tilefni." Arnaldur hefur verið upptekinn við að setja saman matseðla fyrir gítarunnendur undanfarið. Á þessu ári hefur hann komið víða fram. Tónleikanna í Bandarikjunum og á Spáni er þegar getið og í mars kom hann fram í Kólumbíu og spilaði á alþjóðlegri gítarhátíð í Bogotá og Bucaramanga. Hann reynir hins vegar að skipta tíma sínum jafnt milli tónleikahalds og gítarkennslu í Barcelona. í Boston hélt hann gítamámskeið daginn eftir tónleika sína og slíkt hið sama gerði hann í Kólumbíu. í kjölfar þessara námskeiða hyggjast þrír gitarleikarar sækja leiðsögn hans í tónlistarskólan- um, sem hann kennir við í Barcelona. Arnaldur hefur kennt við Luthier- skólann í Barcelona í rúman áratug og er nú aðstoðarskólastjóri. Skóla- stjóri Luthier er Alícia Alcalay, eig- inkona hans. Hún stofnaði skólann árið 1979 og nú er hann að sögn Arnaldar sá stærsti sinnar tegundar á Spáni. Nemendur eru 400, allt frá byijendum til tónlistarnema á fram- haldsstigi. Þar er kennt á öll hljóðfæri og haldin margvísleg námskeið. Krist- inn Sigmundsson óperusöngvari hef- ur til dæmis þrisvar haldið þar nám- skeið í ljóðasöng þegar hann hefur verið að syngja á Spáni. 90 nemendur eru í gítarnámi við skólann, þar af 25 á efstu stigum og tólf, sem hafa lokið stigaprófum og em í framhaldsnámi. Arnaldur er með fjóra nemendur og þeirra á meðal er einn íslendingur, Halldór Már Stefánsson. Amaldur nam við Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar í Reykja- vík. Því næst hélt hann til Manchest- er á Englandi og útskrifaðist þaðan árið 1982. Hann fór í framhaldsnám í Alicante á Spáni. Meðan á því stóð fór hann í ferðalag til Barcelona og hugðist vera þar i viku. Á þeim stutta tíma kynntist hann hins vegar núver- andi eiginkonu sinni og enn sér ekki fyrir endann á dvölinni í Barcelona. Arnaldur sagði að Spánveijar hafi tekið vel á móti íslendingi, sem væri búsettur meðal þeirra og léki á þeirra hljóðfæri. „Spánveijar eru stoltir, en þeir em ólíkir ýmsum öðmm þjóðum að því leyti að þeim kemur ekki á óvart að einhver annar geti gert það sama og þeir. En þeir fínna líka um leið ef einhver skilur ekki það, sem hann er að fást við,“ sagði Arnaldur að lokum. Otrúlegt en satt TONLIST Iláskólabíó SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Einleikari Evelyn Glennic. Hljóm- sveitarstjóri Osmo Vánská. Fimmtudagur 18. mai 1995. MIKIÐ gekk á og margar nótur voru spilaðar í verki Magnusar Lind- berg: Marea. Við fyrstu heyrn var ekki auðvelt að fylgja formgerð verksins, sem skýrð er í efnisskrá sem inngangur, Chaconne og til- brigði, hápunktur og niðurlag. Marea virðist eiga að lýsa „eilífri ókyrrð, hreyfingu og óravídd sjávarins", seg- ir ennfremur í efnisskrá. Ekki þekk- ir undirritaður sjólagið í Finnska fló- anum, en líklega er það ekki ólíkt því sem er á Breiðafirðinum, en munurinn sá að á Breiðafirðinum hefur maður þó breiðfirsku eyjamar til þess að ná áttum. Ekki get ég sagt að verkið hafí hrifíð undirritað- an, sem tónlist, en hljóðfæraleikar- amir unnu þama sannarlega fyrir kaupinu sínu. En nú kom undrið. Marimbukons- ert Áskels Mássonar er vissulega gott verk, framúrskarandi vel skrifað fyrir einleikshljóðfærið, virtúósaverk og því eftirsótt af einleikurum. Ma- rimbukonsertinn mun einnig vera orðin vel kynntur víða um lönd og óneitanlega bregður upp þeirri hugs- un hvort betri landkynning gerist en sú sem ber menningí fámennrar þjóðar inn fyrir landamæri stórþjóð- anna. Með fullri virðingu fyrir íþróttun- um, handbolta, fótbolta, eða hvað þær nú allar heita með öll sín stóm íþróttahús, nær því í hveiju þorpi íslensku, finnst manni að kominn sé tími til að byggja yfir músurnar, og þó, - kannski spilar hljómsveitin svo ágætlega orðið, vegna þess að hún er alltaf að beijast fyrir sínum eigin tilverurétti og að glíma við húsnæði sem skilar ekki allri getu hennar. (Kannski er þarna komin lausnin á handboltavandamálinu) Marimbu- leikarinn Evelyn Glennie er mikill snillngur og þótt ekki sé reiknað með þeirri vöntun skynfæris, sem Beet- hoven taldi tónlistarmenn síst mega án vera, en það var heyrnin. Fyrir þessum missi varð Beethoven að gefast upp sem hljóðfæraleikari, Evelyn gerir það ekki. Ótrúlegt finnst manni að þetta skuli hægt, en án mjög náinnar sam- vinnu einleikara og hljómsveit- arstjóra væri það ómögulegt. Hvern- ig er hægt að finna jafnvægi í sam- spili án heyrnar? Nákvæmni í inn- komum? Framúrskarandi músíkalska túlkun án heymar? Sannleikurinn er sá að hvergi skeikaði um nákvæmni í samleik við hljómsveitina og músík- ölsk túlkun geislaði frá byijun til enda. Ég minnist þess að heymarlaus maður (Bragi Ásgeirsson) sat stund- um hjá mér þegar ég var að æfa mig í Dómkirkjunni. Bragi vildi alltaf sitja fast upp við orgelið og sagðist upp- lifa spilið í gegnum „vibration" hljóð- færisins. Þessa minntist ég þegar ég sá aðJSvelyn var berfætt. Ótrúlega tækni sýndi Evelyn í mjög kröfuhörðum kadensum verks- ins og var allur leikur hennar slíkur að seint mun gleymast. Síðasta verk- ið á efnisskránni fjallaði um hafið, ’ eins og það fyrsta, La Mer, eftir Cl. Debussy. Háskólabíó hefur ekki möguleika á að skila þessu verki, sama hversu hljómsveitin leggur sig fram. Í flutninginn vantaði fjarlægð- ina, mýktina, skáldlega túlkun, að mér fannst. Verkið gerir miklar kröfur til hljómsveitar og stjórnanda og kannske hugsaði Osmo um of um nákvæmni í spili í stað þess að leyfa hljóðfæraleikurunum meira fijáls- ræði og hugsa þá minna um ná- kvæmni í samspilinu, þetta hefði kostað lengri slög og meiri áhættu, en kannske skáldlegri flutning. Ragnar Björnsson Morgunblaðið/Kristinn Evelyn Glennie og Áskell Másson. Grímudansleikur í Covent Garden Hópferð á sýningu með Krisljáni FYRIRHUGUÐ er hópferð á vegum Samvinnuferða- Landsýnar á sýningu á Grímudansleik eftir Verdi í Covent Garden í Lundúnum þann 17. júní næstkomandi. Fer Kristján Jóhannsson te- nór með eitt af aðalhlutverk- unum. Haldið verður utan að kvöldi fimmtudagsins 15. júní en hópurinn mun snúa aftur sunnudaginn 18. júní. Fararstjóri verður Randver Þorláks- son. Kristján mun feta í fótspor Luc- ianos Pavarottis en hann söng í sömu uppfærslu á Grímudansleik í Covent Garden fyrr í vor. Að sögn Rand- vers er Grímudansleikur ein af „glansóperum" Kristjáns og mun tenórinn líta á þetta sem stórt tæki- færi til að sanna sig sem einn af ■stórsöngvurum heimsins. Covent Garden er helsta óperu- og balletthús Breta en það stendur við samnefnt torg í Lundúnum. Þar var fyrst byggt leikhús 1732 en nú- verandi hús var vígt 1858. Varð að breyta söguþræðinum Grímudansleikur er ein kunnasta ópera Verdis en textann gerði Antonio Somma eftir leikriti Eugene Scribes. Fjallaði óperan fyrst, eins og leikritið, um morðið á Gústafi III Svíakonungi. Átti fyrst að sýna hana í Napólí en þar var konungsstjóm Búrbona og pólitískt ástand svo við- kvæmt að bannað var að sýna morð konungs á sviði. Verdi neyddist því til að breyta söguþræðinum. Leikur- inn var færður til Boston og í stað konungs kom breskur landsstjóri. Loks flutti Verdi sýninguna til Róm- ar. Kristján Jóhannsson. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Verk Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, Bjami Hinriksson og Kristján Steingrímur Jónsson fram í miðjan júni. Safn Ásgríms Jónssonar Vormenn í íslenskri myndlist til 31. ágúst. Ásmundarsalur Guðmundur Bjarnason sýnir til 28. maí. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Sýn. Þessir kollóttu steinar til 1. júní. Listhúsið Laugardal Guðrún E. Ólafsdóttir sýnir til 21. maí. Gallerí Greip Sigríður Siguijónsd. sýnir til 21. maí. Gallerí Sævars Karls Viktor G. Cilia sýnir. Nýlistasafnið Þijár sýningar; Þór Vigfússon, Anna Eyjólfsdóttir og Jóhann Valdimarsson. Galleri Úmbra Elísabet Haraldsdóttir sýnir til 31. maí. Listhús 39 Eva Benjamínsdóttir sýnir til 28. maí. Listasafn ASÍ Torfi Harðarson sýnir. Önnur hæð Samsýning; Jan Voss, Henriette van Egten, Andrea Tippel og Tomas Schmit. Mokka Grannagys til 29. maí. Listasafn Kópavogs Leifur Breiðfjörð sýnir til 21. maí. Hafnarborg Harpa Bjömsdóttir sýnir í Sverr- issal og Kjartan Guðjónsson sýnir í kaffistofu til 30. maí. Við Hamarinn Jóhann Torfason sýnir til 28. maí. Norræna húsið Sérvalin verk nemenda MHÍ til 5. júní. Gallerí Fold Guðbjörg Hlíf sýnir til 4. júní. TONLIST Laugardagur 20. maí Graduale-kór Langholtskirkju heldur tónleika í Langholtskirkju kl. 17. Gítarnemendur við Tón- skóla Sigursveins halda tónleika á Sólon íslandus kl. 17. 8. stigs tón- leikar frá Söngskólanum í Reykja- vík í íslensku ópemnni kl. 15. Sunnudagur 21. maí Samkór Trésmiðafélags Reykja- víkur heldur vortónleika í Bústaða- kirkju kl. 20. 8. stigs tónleikar frá Söngskólanum í Reykjavík í ís- lensku ópemnni kl. 16. Þriðjudagur 23. mai Sequentia í Listasafni Siguijóns kl. 20.30. LEIKLIST Þjððleikhúsið West Side Story mið. 24. maí, fös., lau. Taktu lagið, Lóa! fim. 25. maí, tös., lau. Stakkaskipti lau. 21. maí, sun. íslenski dansflokkurinn: Heitir dansar sun. 21. maí, fim. Borgarleikhúsið Við borgum ekki - við borgum ekki lau. 20. maí, fös., lau. Kertalog lau. 20. maí. Kaffileikhúsið Sápa tvö lau. 20. maí, fös. Hlæðu Magdalena, hlæðu sun. 21. maí, mið., lau. Herbergi Veroniku frums. 25. maí. Leikfélag Akureyrar Djöflaeyjan lau. 20. maí. Frú Emilía Rhodymenia Palmata lau. 20. maí, sun. Nafnlausi leikhópurinn Fullveldisvofan sun. 21. maí. KVIKMYNDIR Norræna húsið Sænska myndin Rasmuss sun. kl. 14. LISTAKLUBBUR Leikhúskjallarinn Kennslustundin-eftir Eugéne Ion- esco mán. kl. 20.30. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16. á miðviku- dögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvk. Myndsendir: 91-691181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.