Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 D 7 Mynd eftir Torfa Harðarson. Torfi í Lista- safni ASÍ TORFI Harðarson opnar í dag myndlistarsýningu í Listasafni ASÍ á Grensásvegi 16A. Hann sýnir 25 pastel- og vatnslitamyndir unnar á sl. þremur árum. Sýningin er opin frá kl. 14-19 alla daga nema mið- vikudaga Torfi er fæddur í Reykjadal í Hrunamannahreppi en fluttist til Reykjavíkur 1971. Þetta er tiunda einkasýning Torfa. ♦ ♦ ♦------ Sýningu Val- garðs að ljúka NÚ FER í hönd síðasta sýningarhelgi á sýningu Valgarðs Gunnarssonar í Galleríi Borg við Austurvöll. Sýningin hófst 6. maí. í kynningu segir að sýningin hafi hlotið lof gagnrýnenda og hafa bæði Listasafn Islands og Listasafn Reykjavíkurborgar fest kaup á verk- um. Sýningunni lýkur 21. maí. frekar undir vemdarvæng sinn en hún bjó til skiptis á Nýja Sjálandi og á Bretlandi. Honum bárust margoft símskeyti, sem yfirmenn hans töldu flytja ill tíðindi en voru frá Marsh sem tilkynnti honum að hún hefði bókað þau í helgarferð til Parísar. í einni slíkri ferð, eftir sýningu á Folies Bergere, ók bílstjóri hennar þeim í vændishús; miðaldra fröken, átján ára gömlum ritara hennar og ungum hermanni. „Þama vom hópar af ailsnöktum stúlkum við barinn og þykkholda Frakkar snæddu málsverð. Þau ákváðu að sýna þessu biluðu Englendingum fullan sóma og buðu okkur til sætis þar sem við fengum ágætan kvöldverð og nöktu stúlkum- ar sýndu hvað þær höfðu að bjóða. Fröken Ngaio deplaði ekki auga og ég átta mig enn þann dag í dag ekki á því hvort að hún gerði sér grein fyrir því hvar hún hafði verið,“ segir Dacres-Manning. Helgarleyfunum varði hann hjá Marsh í íbúð hennar við Harrods í London. Þau fóm um borgina og nutu menningarlífsins saman. Þá þótti Vend og ívaf Finjnur Magnússon Skáldsaga um Finn Magnússon ÆVITÍMI skugganna, Skyggers levetid, er skáld- saga eftir danska rithöf- undinn Gorm Rasmussen. Skáldsagan er kynnt sem söguleg skáldsaga um einn af hinum gleymdu frægð- armönnum danskrar gull- aldar. Finnur Magnússon (1781-1847) var íslenskur fomfræðingur og leyndar- skjalavörður í Kaup- mannahöfn, fulltrúi Islands á stéttaþingum og einn helsti rúna- fræðingur á Norðurlöndum. Við sögu Finns koma margir forystumenn gull- aldarinnar, meðal þeirra Oehlenschlæger, Grundt- vig og Rask og ekki síst Martin Friedrich Arendt sem hafði eins og Finnur mikinn áhuga á rúnum, en var talinn sérvitringur. Mistúlkun Finns á jökul- rákum sem hann hugði rúnir varð til þess að álit hans minnkaði. Útgefandi er Borgen. Skyggers levetid er 211 bls. og kostar 268 danskar kr. henni sérstaklega gaman ao koma í Old Bailey dómshúsið. Dacres-Mann- ing viðurkennir hinsvegar að hann hafí aldrei haft sérlega gaman af sakamálasögum hennar, þar sem hann þekkti of vel þann heim sem þær lýstu. Dáðist að karlmönnum Nú á dögum er hann oft spurður að því hvort að Marsh hafi verið sam- kynhneigð. Hann telur svo ekki vera. Hún hafi vissulega verið hávaxin, djúprödduð og ógift en hún hafí dáðst að karlmönnum og fundið til mun meiri samkenndar með þeim en kon- um. Er Marsh lést árið 1982, 86 ára, erfði Dacres-Manning flestar eigur hennar. Hún sýndi systkinum hans aldrei neinn áhuga. „Öll hennar ást beindist einhverra hluta vegna að mér. Það var tóm í lífi rnínu vegna afskiptaleysis foreldra minna sem hún uppfyllti og þau voru nógu skynsöm til að láta það óáreitt. Hún var mest töfrandi manneskja sem ég hef kynnst og ég sakna hennar mjög.“ Ofgar ástarinnar ur leikurinn minnt á ferlið í vefnaði, er unn- ið er fram og til baka með skyttunni, eins konar vend og ívaf lína og forma. Aðal- formin stór og íhvolf, en með ýmsum mynst- ursfléttum og bogalínum sem hlykkjast út frá þvi eftir ákveðnum sam- hverfum lög- málum. Fyrir sumt minna þessi form skoðandann á steingerðan lík- amning, í öllu falli eru þau mjög lífræn í óbifanleika sínum. Það virðist liðin tíð er hið skreytikennda var útlægt í mynd- listinni, því maður rekst æ oftar á myndir af listaverkum í bókum og listtímaritum, sem byggjast á margþættum, eða einföldum leik skreytiforma. Er þó mun líklegra, að Victor Cilia hafi upplifað þetta í sambandi við vinnu sína við leiktjöld en úr listritum, nema að hvort tveggja sé. Til að slíkar myndir njóti sín til fulls er æskilegt að gerandinn búi yfir mjög mikilli tækni, og þótt myndir Victors Cilia séu mjög vel málaðar, er líkast sem vanti herslumuninn til að allt gangi „ÓNEFND" upp. Kannski gæti hann náð því marki með því að þjálfa sig á frjálslegri mótun formanna inn á milli og þá einkum hvað hinar samhverfu bogalínur snertir. Það er erfitt að gera upp á mili þessara þriggja mynda, því þær leita á ýmsa vegu á mann, stundum hefur ein vinninginn, en skömmu seinna önnur. Auðsæ er einlægni málarans og þeir eru ekki margir af yngri kynslóð, sem leggja á sig slík vinnubrögð nú um stundir, og það er trúa mín að í þessu tilfelli séu það hyggindi er komi sér vel er fram í sækir. Bragi Ásgeirsson TÓNLISTARHÓPURINN Sequentia frá Köln heldur tónleika í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar þriðju- daginn 23. maí. Hópurinn var stofnaður árið 1977 og hefur fyrir löngu unnið sér sess á sviði miðalda- tónlistar. Stofnendur eru þau Benjamin Bagby og Barbara Thornton. Á tón- leikunum í Sigurjónssafni mun hópurinn flytja verk undir yfirskriftinni „Öfg- ar ástarinnar" eða „Terror der Liebe“. Um er að ræða miðalda- tónlist frá Þýskalandi, Frakk- landi og Englandi. Söngvarar eru þau Barbara Thornton og Benjamin Bagby sem einnig leik- ur á miðaldahörpu, en Elisabeth Gaver leikur á miðaldafiðlu. Verkin sem flutt verða tengj- ast öfgum ástarinnar sein víða birtust í miðaldaljóðum, ekki síst hinna svokölluðu Minnesöngv- Sequectia frá Köln. ara, sem háðu vonlaust ástar- stríð. Sú sem þeir ortu til var nánast á sviði hins guðdómlega og yfirnátúrulega og það hefur verið sagt í gamni að það versta sem fyrir þessi skáld gat komið hafi verið það að komast í snert- ingu við þá heittelskuðu. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Germaníu og Goethe- Institut í Reykjavík og byija kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. MYNDLIST Listhorn Sævars Karls MÁLVERK VICTOR GUÐMUNDUR CILIA Opið á verslunartíma. Aðgangur ókeypis. Til 1. júní. ÞAÐ er ekki endilega fjöldi mynda sem marka sterka heild eða hrifmikla innsetningu og þannig lætur listspíran Victor Guðmundur Cilia sér nægja þijár myndir, sem uppistöðu sýningar sinnar í listhúsi Sævars Karls. Victor Guðmundur hefur unnið sem leikmyndamálari frá árinu 1982, en hann útskrifaðist úr málunardeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1992. Á síðustu námsárum hans fór að bera á sérstöku skreytikenndu formmynstri sem aðaluppistöðu myndverkanna, og var það mjög vel og samviskusamlega útfært. Trúlega hefur hann séð þetta í leikhúsinu, því myndferlið minnir mjög á málaðar skreytingar á leiktjöld eða húsgögn. Einnig get- Högg- myndir Tedda MAGNÚS Theodór Magnús- son höggmyndalistamaður heldur sýningu á verkum sín- um í Borgarspítalanum um þessar mundir. Alls eru um 35 verk á sýningunni og eru þau öll unnin í við. Teddi, eins og Magnús Theodór er oftast kallaður, fer gjarnan ótroðnar slóðir þegar hann velur verk- um sínum stað til sýninga. Auk stórrar einkasýningar í Perl- unni árið 1992 og í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 1994 hefur hann haldið sýningar á Slökkvistöð Reykjavíkur, á Hótel Örk í Hveragerði, Skíða- skálanum í Hveradölum og Gallerí Siguijóns. Ólöf í Götu- grillinu NYLEGA var opnuð sýning Borgar- kringlunni á verkum Ólaf- ar Oddgeirs- dóttur. Sýn- ingin ber nafnið Minn- ingarbrot. Ólöf út- skrifaðist frá Ólöf Oddgeirsdóttir. Málaradeild M.H.Í. fyrir ári síðan og rekur eigin vinnu- stofu að Álafossi í Mosfellsbæ. Á sýningunni eru olíumálverk sem Ólöf hefur unnið með blandaðri tækni. Einnig eru nokkrar myndir unnar með olíu og vaxi. Sýningin er sölusýning og stendur fram í miðjan júní. ÞÓRA Björnsdóttir, Örn Arn- arson og Birna Helgadóttir. Tónleikar Söngskólans AÐRIR 8. stigs tónleikar nem- enda Söngskólans í Reykjavík verða sunnudaginn 21. maí kl. 16 í íslensku óperunni. Þar syngja þrír nemendur, Birna Helgadóttir sópran, Þóra Björnsdóttir sópran og Örn Arnarson tenór. Þóra og Örn eru meðal átta nemenda sem tóku 8. stigs próf í einsöng í vetur, Bima tók prófið s.l. vetur en lauk ekki tónleikun- um þá. Tónleikarnir eru lokaáfangi prófs þeirra úr almennri deild skólans. Píanóleikarar eru Katrín Sigurðardóttir og Iw- ona Jagla, sem báðar kenna við Söngskólann í Reykjavík. Á efnisskránni eru meðal annars íslensk og erlend ljóð og óperuaríur. Aðgangur að tónleikunum er öllum heimill og ókeypis. • • Oðruni kost- um lýkur SÝNINGU Sigríðar Siguijónsdótt- ur í Gailerí Greip lýkur sunnudag- inn 21. maí. Þetta er fyrsta einka- sýning Sigríðar, en hún hefur tekið þátt í samsýningum í Bretlandi og Hollandi. Sýningin ber yfírskriftina Aðrir kostir og er sýning á hús- gögnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.