Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.05.1995, Blaðsíða 8
8 D LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Aðláta skeika að sköpuðu Edda Erlendsdóttir píanóleikarí er komin til íslands til að halda tónleika en hún hefur ekki leikið einleik í Reykjavík í fjögur ár. í samtali við Þröst Helgason segir Edda að einleikari verði að láta skeika að sköpuðu þegar komið er upp á sviðið, of mikil spenna skemmi aðeins fyrir. EG sárvorkenni þessum handboltastrákum. Þeir hafa verið undir ómann- legri pressu frá þjóðinni, brotna undan henni og þá er ráðist á þá af blöðunum. Ég þakka mínum sæla fyrir að vera píanóleikari en ekki handboltamaður," segir Edda Erlendsdóttir sem leikið hefur á píanó síðan hún var sex ára. „Ég var reyndar ekkert sérstaklega dug- leg við þetta fram að stúdentsprófi - var ein af þeim sem vildi aldrei missa af neinu - en eftir prófið tók ég þetta fóstum tökum og útskrif- aðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík með píanókennarapróf árið 1972 og svo ári seinna með píanóeinleikarapróf. Síðan fór ég til Frakklands að nema við Tónlist- arháskólann í París og þar hef ég verið síðan.“ — Frumskógur Edda hefur haldið Qölmarga tón- leika bæði í Evrópu og Bandaríkjun- um. Hún hefur verið virkur þátttak- andi í kammertónlist og átti t.d. frumkvæðið að kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri sem nú eru haldnir árlega í ágústmánuði. Hún hefur flutt tónlist í sjónvarpi og út- varpi, bæði hérlendis og erlendis og leikið inn á hljómplötu og tvo geisla- diska. Edda segir að sér hafi gengið ágætlega að koma sér á framfæri út í Frakklandi. „Þetta er auðvitað dálítill frumskógur en þetta er í raun bara heilbrigð samkeppni. Ég hef að sumu leyti verið heppin. Þessir tveir diskar mínir voru báðir gefnir út í Frakklandi og fengu góðar við- tökur, sérstaklega sá með verkum C. Ph. E. Bachs. Mér gengur því ágætlega þótt maður megi auðvitað aldrei slá slöku við, maður verður sífellt að vera að skapa sér verkefni sjálfur." Aðspurð segir Edda að það sé alltaf uppörvandi að spila á ís- landi. „Það er yndislegt að koma heim og spila því hér finnst mér ég hafa mun meiri tengsl við áheyr- endur en erlendis þar sem maður veit eiginlega ekki fyrir hveija maður er að spila. Hér á maður sina áheyrendur og veit alltaf af einhveijum í hópnum sem stendur örugglega með manni.“ Edda seg- ist þó hafa lært það í gegnum tíð- EDDA Erlendsdóttir segir það ákveðna ögrun að vera ein með píanóinu Morgunblaðið/Þorkell ina að það sé mest undir henni sjálfri komið hvernig hún standi sig. „Maður má samt ekki vera of harður við sjálfan sig og maður má ekki gleyma því að maður er ekki að spila til að verða dæmdur heldur til að leyfa fólki að njóta tónlistarinnar. Annars er sennilega best að vera dálítill fatalisti í sér, fara bara upp á svið og láta skeika að sköpuðu.“ Edda segir það sé alltaf ákveðin ögrun að vera ein með píanóinu en það sé hins vegar nauðsynlegt að vinna líka með öðrum. „Það eru einnig margir sem segja að maður verði að sérhæfa sig í píanóleiknum, vera með ákveðna efnisskrá og reyna að skapa sér nafn út frá því en mér fínnst það ekki síður mikil- vægt að takast á við mismunandi hluti. Ég var t.d. að gefa út geisla- disk, ásamt sjö manna kammerhóp sem ég er í, með argentínskri tangó- tónlist. Sú vinna hefur verið afskap- lega skemmtileg því í henni hef ég getað sleppt fram af mér beislinu. Þetta er spuming um að reyna að öðlast ákveðið frelsi en halda sig samt innan viss ramma. Þetta getur hjálpað mjög til við að skapa ákveðna spennu í túlkun og fraser- ingu.“ Syngjandi píanótónlist ) Edda segir að það verði allt mjög syngjandi píanóverk sem hún ætli að flytja á miðvikudaginn. Á efnis- skránni verða tvö Rondo op. 51 eftir Beethoven. „Þau eru undir sterkum áhrifum frá píanóforte- tónlistinni,“ segir Edda, „en tengj- ast líka inn í rómantíkina. Þau eru skrifuð um 1800. Ég ætla einnig að leika eitt af síðustu píanóverkum Brahms, 6 klavierstucke op. 118, sem er eins konar ljóðasöngur á píanó. Eftir Grieg mun ég svo leika svítu op. 40 -sem heitir Frá tímum Holbergs og sjö Ljóðræn smálög." Edda segir að allt séu þetta verk sem hún hafi gengið með í langan tíma og spilað aftur og aftur, „en í hvert skipti", bætti hún við að lokum, „er eins og það opnist ný vídd, eins og maður komist dýpra og dýpra í verkið." Tónleikar Eddu verða haldnir í Norræna húsinu og hefjast kl. 20.30. Dregin upp mynd af Mahler MARGIR þylqast sjá í and- litum listamanna það sem einkennir verk þeirra helst og tónskáld eru þar engin undantekning. Það getur þó reynst þrautin þyngri með löngu látna menn, sem fáar ef nokkrar myndir eru til af. Eitt þess- ara tónskálda var Gustaf Mahler, en lengj vel voru aðeins fáeinar Ijós- myndir til af honum. Það horfír nú til betri vegar því nýlega kom út í Bretlandi bók „The Mahler Album“ þar sem birtar eru ljósmyndir, teikningar og málverk af Mahler og gefur The Daily Telegraph henni hina bestu einkunn. Hinar „opinberu" ljósmyndir af Mahler gaf Alfred Roller út á bók árið 1922, ellefu árum eftir dauða Mahlers. Bókin var gefin út í 1.000 eintökum og er safngripur sem seld- ist ekki á undir 30.000 kr. ísl. yrði hún boðin til kaups. Roller gekk erfíðlega að fá myndimar, ekkja Mahlers var mjög umhugað að ekk- ert kæmi fyrir augu almennings sem svert gæti minningu eigin- mannsins og sjálfur var Mahler afar lítið fyrir myndatökur. Raunar minntist Roller þess að Mahler hefði þótt svo óþægilegt að sitja fyrir á mynd, að hann hefði oftar en einu sinni bitið sig til blóðs í vörina. En þar sem hinar stífu og uppstilltu myndir af tónskáldinu voru lengi vel eina myndefnið, urðu þær til þess að draga upp skekkta, ef ekki ranga mynd af honum. MAHLER ásamt systur sinni, Justine, og vinum nærri Salzburg árið 1892. En þá kemur Gilbert Kaplan til sögunnar. Kaplan er Bandaríkja- maður sem gefur út tímarit. Hann hreifst fyrir margt löngu svo mjög af Upprisusinfóníu Mahlers, að hann lærði að stjóma flutningi hennar. Hafa hljómsveitarútgáfur af Mahler undir stjórn Kaplans selst betur en þegar Leonard Bemstein heldur um tónsprotann í flutningi sömu verka. Kaplan er einnig sérfróður um önnur verk Mahlers og á m.a. árit- að nótnahefti tónskáldsins. Þegar sérfræðingar um heim allan leita sér upplýsinga um Mahler, leita þeir til Kaplans. Hann hefur hins vegar þvertekið fyrir að stjórna flutningi á fleiri sinfóníum Mahlers, TÓNSKÁLDIÐ í Amsterdam árið 1909, 2 árum fyrir dauða sinn. að frátöldu Adagietto úr fímmtu sinfóníunni, þar sem honum féll ekki túlkun annarra hljómsveitar- stjóra á því verki Mahlers. Nokkur ár eru síðan Kaplan hóf leit að myndum af Mahler og smám saman hefur ýmislegt komið í ljós. Ein mynd fannst í Búdapest, önnur í New York, skissa á uppboði. Þá sneri Kaplan sér að erfíngjum Ma- hlers og tókst að fá nokkrar mynd- ir hjá bamabarni tónskáldsins sem býr á Ítalíu og frænda sem býr í Kanada. I einkasöfnum í London, Amsterdam, París og Vín kom enn- fremur ýmislegt í ljós. Myndimar sem Kaplan hafði upp á þykja draga upp nýja og áður óþekkta mynd af Mahler. Hann var austurrískur gyðingur, lágvaxinn maður en kraftalegur og þvert á það sem ekkja hans vildi vera láta, þykir ljóst af myndunum að hann var einkar karlmannlegur. Hann hafði unun af gönguferðum út í náttúrunni sem og í borgum og á myndum er hann iðulega kominn fram úr ferðafélögum sínum. Hann var geysilega metnaðarfullur. Á nær öllum þeim myndum sem fund- ist hafa er hakan stíf og hnefarnir krepptir. Er nær dró dauðanum, sést uppgjöfín í andliti Mahlers en hann lést árið 1911, fimmtugur að aldri. Vísar greinarhöfundur Daily Telegraph til níundu og tíundu sin- fóníu hans, þar sem vel megi heyra hvaða innri átökum skáldið átti í er dauðinn færðist nær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.