Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ1995 5 FRÉTTIR Ron Coronado bíður dóms í Bandaríkjunum HVALBÁTARNIRtveir, sem útsendarar Sea Shepherd sökktu við Ægisgarð. Sökkti hvalbátum í Reykjavíkurhöfn RODNEY Coronado, sem sökkti á sínum tíma tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn, bíður nú dóms í Bandaríkjunum vegna ásakana um íkveikju, kúgun og að hafa haft þýfí undir höndum. Þá er hann sakaður um aðild að skemmdarverkum á rannsóknar- stofu í ríkisháskóla Michigan. Mál hans verður tekið fyrir í lok júlí nk. Coronado kom, ásamt félaga sínum David Howard, hingað til lands haustið 1986. Aðfaranótt 9. nóvember opnuðu þeir botnlokur tveggja hvalbáta þar sem þeir lágu við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn með þeim afleiðingum að skipin sukku og stórskemmdust. Þá brut- ust þeir inn í Hvalstöðina í Hval- firði og unnu skémmdir, m.a. á stjórntækjum, frystitækjum og ljósavélum. Samtökin Sea Shep- herd lýstu ábyrgð á hendur sér og viðurkenndu að Howard og Coronado væru á þeirra vegum. Mennirnir komust úr landi aðeins örfáum klukkustundum eftir að hafa lokið sér af í Reykjavíkur- höfn. Þeir höfðu hins vegar verið á landinu í þijár vikur, kynnt sér aðstæður og undirbúið verknað- inn. Paul Watson, forsvarsmaður Sea Shepherd, sagði í samtali við Morgunblaðið á sínum tíma að samtökin hefðu gripið til þess ráðs að sökkva hvalbátunum vegna þess að íslendingar brytu sam- þykktir Alþjóðahvalveiðiráðsins með svonefndum „vísindaveiðurn“. Eina hliðstæðan við hvaladráp ís- lendinga væri gyðingaofsóknir Hitlers. Watson kom hingað til lands í janúar 1988 og var umsvifalaust handtekinn. Honum var síðan vís- að úr landi án þess að gefin væri út ákæra á hendur honum. A stolnum bíl í innbrotsleiðangur Suðureyri. Mor^unblaðið. AÐFARANOTT föstudagsins var Subaru-bifreið stolið af planinu við Framhaldsskóla Vestfjarða. Þeir sem þar áttu í hlut gerðu síðan viðreist á hinni stolnu bif- reið og brutust inn í þrjú fyrir- tæki á ísafirði og Suðureyri áður en yfir lauk. A ísafirði var brotist inn í reið- hjólaverslunina Þjót og bílasöluna Erni. Ekki höfðu þjófarnir mikið upp úr krafsinu á þessum stöðum. Síðan lá leið þeirra yfir Botns- heiði til Súgandafjarðar. Þar var brotist inn í söluskála Esso og þaðan stolið tóbaki og sælgæti ásamt öðrum varningi. Á leið um Botnsheiði í bakaleið missti öku- maðurinn stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún valt á miðjum vegi og endaði á toppnum. Dreifðist þýfið, sem hafði verið staflað í bílinn, um allan veginn. Vegfarandi sem átti leið um heið- ina skömmu seinna lét lögregluna á ísafirði vita og hóf hún þegar rannsókn málsins. Af verksummerkjum mátti ráða að ökumaður og farþegar bílsins hefðu gengið af heiðinni til byggða sem er nokkurra kíló- metra Ieið. Handteknir Undir kvöld handtók síðan lög- reglan á ísafirði þijá menn sem voru sterklega grunaðir um verkn- aðinn. Að sögn Hlyns Snorrason- ar, lögreglufulltrúa á ísafirði, er rannsókn málsins vel á veg komin, þótt það sé ekki að fullu upplýst. Ekki var unnið mikið tjón á inn- brotsstöðunum, en bifreiðin er töluvert skemmd eftir veltuna. Bíll valt á Lagarflj ótsbrú SKUTBÍLL ók utan í grindverk um og slapp án meiðsla en bíllinn og valt á miðri Lagarfljótsbrú við skemmdist illa. Að sögn lögreglu Egilsstaði um fimmleytið í gær- leikur grunur á að ökumaður hafi morgun. Ökumaður var einn í bíln- ekki verið allsgáður. kjarni málsins! eru med DHL Það gilda sömu lögmál í handknattleik og hraðsendingum milli landa - öllu skiptir að sendingin komist hratt og örugglega í hendur viðtakanda. Þess vegna hafa sjónvarpsstöðvar, blaðamenn, keppnislið og forystumenn í handknattleik í heiminum lagt traust sitt á DHL hraðsendingar meðan á heimsmeistarakeppninni hefur staðið. Takk fyrir! WORLDW/DE EXPRESS ® HEIMSMEISTARAR l' HRAÐSENDINGUM DHL HRAÐFLUTNINGAR HF, Faxafen 9-108 Reykjavík Sími S68 9822 • Fax 568 9865

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.