Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umboðsmaður um reglugerð vegna endurgreiðslu tryggingagjalds Ekkí næg lagastoð varðandi tímamörk UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að reglugerð, sem fjármálaráðuneytið studdist við þegar það hafnaði beiðni fískvinnslufyrirtækis um endur- greiðslu tryggingagjalds, hafí ekki átt sér nægilega lagastoð. Því bein- ir umboðsmaður þeim tilmælum til ráðuneytisins að umsókn fyrirtækis- ins um endurgreiðslu fái efnislega úrlausn að lögum og eftir réttum stjómarfarslegum leiðum. Mála- vextir voru þeir, að sett voru bráða- birgðalög vorið 1993, til að greiða fyrir gerð kjarasamninga og var til- gangurinn að grípa til aðgerða til styrktar útflutningsgreinum at- vinnulífsins. í lögunum voru ákvæði um tíma- bundna endurgreiðslu tryggingar- gjalds og í reglugerð, sem fjármála- ráðherra setti, var kveðið á um að endurgreiðslubeiðnir, sem bærust eftir 1. mars 1994, yrðu ekki teknar til greina. Forsvarsmenn fískvinnslufyrir- tækis leituðu til umboðsmanns eftir að fjármálaráðuneytið hafði neitað endurgreiðslu, með vísan til reglu- gerðarinnar, þar sem umsóknin væri of seint fram komin. Umboðs- maður rekur ýmis rök gegn þessari afgreiðslu íjármálaráðuneytisins, t.d. að viðkomandi sýslumaður hefði átt að taka efnislega afstöðu til beiðni fyrirtækisins um endur- greiðslu, í stað þess að vísa henni beint til fjármálaráðuneytis og að eðlilegt hefði verið að hafa reglur um skattákvörðun tryggingagjalds til hliðsjónar, þegar reyndi á tíma- mörk. Afbrigði frá almennri reglu Umboðsmaður bendir á, að ákvæði í reglugerðinni, um að endurgreiðslubeiðnir, sem berist eft- ir lok umsóknarfrests, skuli af- greiddar með umsókn næsta endur- greiðslutímabils, sé í samræmi við meginreglu um meðferð umsókna, sem lesa megi úr ýmsum reglugerð- um um endurgreiðslu virðisauka- skatts. Hins vegar skeri það ákvæði reglugerðarinnar, að ekki verði endurgreitt eftir tiltekinn mánaðar- dag, sig alveg úr og sé afbrigði frá því sem almennt gildi. Umboðsmaður telur að þessi knappi lokafrestur, að viðlögðum missi endurgreiðsluréttar, fái ekki staðist án sérstakrar lagaheimildar og af hálfu fjármálaráðuneytisins hafí engar skýringar verið gefnar á því, hvert markmiðið hafí verið með svo harkalegri réglu. Jafnvel þótt svo sjálfsagður hlutur og skýr og ótvíræð lagaheimild hefði verið fyrir ákvæðinu hefði mátt draga í efa að slík lagaheimild hefði tekið nægjan- lega mið af sjónarmiðum stjórn- skipulegrar meðalhófsreglu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg SÝNINGIN Gamli Vesturbær- inn - mannlíf og saga, var opn- uð í Ráðhúsi Reykjavíkur á föstudag. Á sýningunni, sem stendur tii 11. júní, verða ýmiss konar munir og plögg, auk ljós- mynda sem ætlað er að gefa mynd af sögu hverfisins. Hún Sögusýning í Ráðhúsinu er hluti af sögu- og menningar- hátíð í „þorpinu sem varð að borg“ svo vitnað sé í orð borg- arstjóra Reykvíldnga, Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem opnaði sýninguna form- lega. Hér virðir hún fyrir sér ljósmyndir ásamt Eyjólfi Hall- dórssyni hjá Ljósmyndasafni Reylyavíkur. Lögfræðiálit um sölu hlutafjár í Fiskíðjusamlagi Húsavíkur Buðu sama verð en SH vildi kaupa meira AÐ MATI Einars Gauts Steingríms- sonar hæstaréttarlögmanns buðu IS og SH sama verð í hlutabréf Fisk- iðjusamlags Húsavíkur hf. SH hefði hins vegar boðist til að kaupa fyrir hærri upphæð og jafnframt gert kröfu um meiri völd i fyrirtækinu. Tilboð SH hefði þar að auki falið í sér kröfu um forkaupsrétt, sem hefði getað leitt til meirihlutaaðildar fé- laga á þess vegum yrði hann virkur. Alitsgerð Einars Gauts var unnin að beiðni bæjarráðs Húsavikur. Jón Ásberg Salomonsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, flutti tillögu um að leitað yrði eftir áliti lögfræðings þar sem hann taldi óvíst að samningur ÍS og bæjarins stæðist lög. Einar Gautur kemst að þeirri nið- urstöðu að ekkert í samningnum stangist á við lög. Það sé í valdi kjörinna bæjarfulltrúa að taka ákvörðun um hvort semja skuli við ÍS eða SH. Við þá ákvörðun þurfí bæjarfulltrúar að horfa til margra þátta, s.s. um uppbyggingu á at- vinnulífí í Húsavík, afurðasölumála, völd og áhrif í FH og atvinnulífi bæjarins o.fl. Einar Gautur telur að SH og ÍS hafi verið að bjóða sama verð fyrir hlutabréfín, en bendir jafnframt á að ekki liggj fyrir hvernig endanleg- ur samningur við SH hefði getað litið út þar sem samningar við fyrir- tækið hefðu aldrei verið reyndir til þrautar. ÍS treysti sér eldki til að kaupa hlut bæjarins Á fundi bæjarstjórnar Húsavikur í fyrradag upplýsti Siguijón Bene- diktsson, oddviti sjálfstæðismanna, að stjórnendur ÍS hefðu sagt á fundi með fulltrúum minnihlutans í bæjar- stjórn að ÍS hefði ekki fjárhagslegt bolmagn til að kaupa hlut bæjarins i Fiskiðjusamlaginu. SH lýsti hins vegar áhuga á að kaupa hlut bæjarins, en verðmæti hans er talið vera yfír 100 milljónir króna. Enginn áhugi var á því innan meirihlutans að selja hlut bæjarins. Samið fyrir hönd KÞ? A bæjarstjórnarfundinum gagn- rýndi Sigurjón harðlega lið 2 í sam- komulagi bæjarins við ÍS, en þar segir: „Gengið er út frá því að Fram- kvæmdalánasjóður Húsavíkur og Kaupfélag Þingeyinga muni einnig neyta forkaupsréttar, eins og rætt var á viðræðufundunum.“ Siguijón benti á að Kaupfélagið hefði ekki átt neinn fulltrúa í við- ræðunefndinni við ÍS og því vandséð að hún gæti gefið yfírlýsingar um áform þess. Þorgeir B. Hlöðversson kaupfé- lagsstjóri sagði að stjóm KÞ hefði ákveðið að nýta sér forkaupsrétt í hlutafjárútboði FH og framselja hlutinn jafnframt til ÍS á genginu 1,25. Hagnaður KÞ af þessum við- skiptum verður 6,5 milljónir króna. Samræmdu prófin í grunnskólum Samningu prófa er að jafnaði lokið í febrúarbyijun Einar Guðmundsson UM 4.200 grunn- skólanemar fæddir árið 1979 þreyta samræmd próf þetta vorið. Vegna röskunar á skóla- haldi í kjölfar kennara- verkfalls hefjast prófín nokkru seinna en venja er til. Undirbúningur próf- anna tekur mun lengri tíma en menn gera sér almennt grein fyrir og liggja þau að jafnaði fyrir í lok janúar. „Venjan hefur verið sú að hefjast handa í september en rætt hefur verið um að færa undir- búninginn. aðeins fram á sumar þegar kennarar hafa rýmri tíma,“ sagði Einar Guðmundsson. Hvernig er ferlið? „Rannsóknastofnunin ræður kennara til að semja próf- in. í hveijum hópi eru fjórir kennarar, þar af einn hópstjóri. Samningahóparnir eru faglega sjálfstæðir og bera ábyrgð á að prófin séu áreiðanleg og rétt- mæt. Þeir geta leitað próffræði- legrar ráðgjafar hjá Rannsókna- stofnuninni til að auka líkurnar á að það takist, en misjafnt er hversu mikið það er gert. Upp- kast af spurningum hefur venju- lega verið samið í byijun skóla- árs og lýkur þeirri vinnu yfir- leitt í lok október. Þá forprófum við þau verkefni, sem koma til álita, því fleiri verkefni eru sam- in en notuð verða.“ Hvernig eru þau forprófuð? „Það er gert með ýmsum hætti. Við höfum lagt verkefni fyrir nemendur, ýmist þá sem eru í framhaldsskóla eða eru í 9. bekk grunnskóla, til að fá upplýsingar um hversu vel þau henta.“ Gefur það rétta mynd, ef ald- ursstigið er ekki það sama? „Það gefur okkur vísbending- ar, því við getum að sjálfsögðu ekki lagt prófin fyrir þá nemend- ur sem eiga að þreyta þau að vori. Einnig leitum við álits kennara, sem hafa ekki samið verkefnin og reynum að bregð- ast við því. Þessi vinna er í gangi fram til áramóta. í janúarlok eru grófin meira og minna tilbúin. Á haustin förum við á Rann- sóknastofnuninni yfir niðurstöð- ur prófanna frá síðasta vori og leggjum fram ákveðnar upplýs- ingar um hvernig einstök verk- efni hafa reynst og þá má læra af þeim.“ Semja sömu kenn- ararnir spurningarn- ar frá ári til árs? „Ári eftir að Rann- sóknastofnun um mennta- og uppeldismál tók við umsjón prófanna, eða 1993, voru samdar vinnureglur um að enginn yrði lengur en fjögur ár í samningahóp. Þetta á að tryggja ákveðna endurnýjun, en samt þannig að alltaf séu ein- hveijir með reynslu innan hóps- ins.“ Hvaða forsendur eru notaðar við samningu prófanna? „Tekið er mið af aðalnámskrá grunnskóla. Á haustin fara út upplýsingar til allra skóla, þar sem samræmd próf eru haldin, um áherslur í prófunum og próf- ► Einar Guðmundsson deildarstjóri prófa- og mats- deildar á Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála (RUM) fæddist 1954 í Keflavík. Einar lauk stúdentsprófi frá MR1974 og hefur BS- próf í líffræði og BA-, MS- og dolrt- orspróf í sálfræði. hluta. Segjast verður eins og er að aðalnámskráin er ekki gott plagg í þessu tilliti, því hún er of almenn í sumum námsgrein- um. Hún er best í stærðfræði því þar er útlistað námkvæm- lega hvað eigi að kenna á hveiju námsstigi og þar með er auð- veldara að átta sig á því til hvers er ætlast af nemendum. Þetta er hins vegar mjög erfitt í er- lendum tungumálum." Út frá hvaða forsendum gangið þið þar? „Tungumálaprófín eru byggð á ákveðinni hefð, þannig að ef breytingar eru í vændum er reynt að kynna þær í skólunum að hausti. Ég ætla ekki að halda því fram að þetta sé einfalt mál og í sjálfu sér má segja að ekki sé viðunandi að byggja einungis á hefðinni. En eina leiðin tii þess að breyta því er að útlista nákvæmlega í aðalnámskrá eða öðru grundvallarplaggi náms- kröfur sem leggja má út frá.“ Nefnt hefur verið að fjórð- ungur nemenda falli á sam- ræmdum prófum. Er þetta rétt? „Strangt tiltekið falla engir nemendur, því enn eru engin formleg inntökuskilyrði í framhaldsskóla, þrátt fyrir að í fram- kvæmd er oftast miðað við lágmarks- einkunnina 5. Árið 1993 voru aðeins tæp 6% nemenda sem náðu ekki einkunninni 5 í fjórum samræmdum námsgreinum. Hins vegar gildir það um tæp 40% nemenda að þeir ná ekki einkunninni 5 í einni til fjórum samræmdum námsgreinum. Þessar tölur hafa verið nokkuð stöðugar miili ára. Hversu margir vinna við úr- vinnslu prófanna? ,,40 manns fara yfir prófín og um tíu manns vinna við inn- slátt, úrvinnslu og frágang ein- kunna.“ Nemendur forprófa verk- efnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.