Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ 10 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Áhorfendur kvaddir HANDKNATTLEIKSLANDSLIÐIÐ veifar áhorfendum að loknum síðasta leik sínum á HM 95 er þeir kepptu við Hvít-Rússa. UPPHAF þessa ævintýris má rekja til þings Alþjóða handknattleikssambands- ins sem haldið var í Seneg- al í nóvember 1986. Þar sóttu íslendingar um að halda heimsmeistarakeppnina sem heyja átti 1994. Gott gengi „strák- anna okkar" á Ólympíuleikunum 1984 og í A-heimsmeistarakeppn- inni 1986 jók mönnum kjark og stórhug. Þótti við hæfí að gera þessa keppni að lið í hátíðarhöldum vegna 50 ára lýðveldisafmælis. Á miðri leið var gerð sú breyting að halda tvö mót, 1993 og 1995, og kom það síðara í hlut íslendinga. Á nærri níu ára undirbúningstíma hefur margt komið upp á, stór fyrir- heit gefín um fé og frama og stund- um legið við að mótið væri slegið af. Að leikslokum er ekki úr vegi að horfa um öxl og skoða hvort draumurinn rættist. Áróðursherferðin Skipuð var undirbúningsnefnd árið 1987 til að vinna með HSÍ að því að fá heimsmeistarakeppnina til landsins. Mannvalið í nefndinni gefur nokkra hugmynd um hve mikilvægt það var talið að klófesta þennan atburð. Formaður nefndar- innar var Matthías Á. Mathiesen, þáverandi • utanrikisráðherra, og með honum Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi, Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri, Gils Guðmundsson rithöfundur, Gísli Halldórsson for- seti Ólympíunefndar íslands, Gylfi Þ. Gíslason prófessor, Júlíus Haf- stein borgarfulltrúi, Kristján Odds- son bankastjóri, Ólafur B. Thors forstjóri, Sigurður Helgason stjóm- arformaður Flugleiða_ hf., Sveinn Björnsson forseti ISI og Þráinn Þorvaldsson formaður Útflutnings- Spvrt að leikslokum í dag lýkur því sem kallað hefur verið stærsti íþróttavíðburður íslands- sögunnar til þessa, heimsmeistarakeppni í handknattleik karla. Guðni Einarsson og Guðmundur Guðjónsson skoðuðu þær væntingar sem bundnar voru við þetta mót og hvemig þær hafa ræst. ráðs. Með nefndinni störfuðu nokkr- ir forystumenn HSÍ auk fjölda sér- fræðinga á ýmsum sviðum. Með stuðningsbréf frá ríkis- stjóminni upp á vasann, undirritað af Sverri Hermannssyni, þáverandi menntamálaráðherra, og Matthíasi Á. Mathiesen, þáverandi utanríkis- ráðherra, var skipulögð áróðursher- ferð og ekkert til sparað. Litprent- aðir kynningarbæklingar vom sendir víða um heim. I þeim var meðal annars ávarp forseta íslands, sem tók að sér að vera vemdari mótsins, og helstu ráðamanna ríkis og borgar. Forystumenn íþrótta- hreyfíngarinnar beittu sér einnig auk þess sem utanríkisþjónustan, bæði sendiherrar og ræðismenn, Ferðamálaráð, íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur og Ötflutn- ingsráð lögðust á eitt um að afla íslandi stuðnings sem mótshaldara. Hinn 7. maí síðastliðinn birtist grein hér í blaðinu þar sem Jón Hjaltalín Magnússon, fyrmm for- maður HSÍ og einn helsti fmmkvöð- ull að því að fá heimsmeistara- keppnina hingað, rekur undirbún- ing keppninnar og spáir í þýðingu þess að halda mótið hér. Jón Hjalta- lín telur upp þau meginmarkmið sem menn höfðu í huga þegar sótt var um að halda hér HM. Þau vom meðal annars: Alhliða kynning á Islandi, og sérstaklega ferðaþjón- ustunni, með sjónvarpssendingum víða um heim; í kjölfarið yrði auð- veldara að sækja um að fá hingað aðra íþróttaviðburði; að efla áhuga unglinga og almennings á íþróttum, einkum handknattleik; hraða bygg- ingu íþróttahúsa og gera endurbæt- ur á íþróttamannvirkjum um -allt land; að bæta fjárhagsstöðu HSÍ; efla gjaldeyristekjur þjóðarinnar; efna til samstarfs ólíkra aðila um þjöðarátak sem vekti alþjóðlega athygli. Stuðningur ríkisins Alþjóðlega handknattleikssam- bandið (IHF) krafðist þess 1988 að úrslitaleikinn í heimsmeistara- keppninni yrði að heyja í íþrótta- húsi sem rúmaði hið fæsta 7 þús- und áhorfendur. Þessi krafa stóð að vonum í HSÍ því ekkert hús af þessari stærð var til á íslandi. Menn veigmðu sér við að sækja um að halda heimsmeistarakeppnina nema einhveijar tryggingar væru fýrir því að kröfum IHF yrði mætt. Leit- að var til ríkisstjórnarinnar um staðfestingu á því að fullnægjandi íþróttahús yrði byggt. Þann 19. apríl 1988 fékk HSI senda yfirlýs- ingu frá ríkisstjórninni sem þáver- andi menntamálaráðherra, Birgir Isleifur Gunnarsson, undirritaði. Þar sagði meðal annars: „Ríkisstjórnin mun sjá til þess að heimsmeistarakeppnin fái góða alþjóðlega kynningu ásamt öðrum þáttum hátíðarhaldanna [vegna lýðveldishátíðarinnar]. Fullvíst er að keppnin yrði ekki aðeins til þess að auka áhuga á handknattleik á íslandi heldur mundi hún og vekja athygli víða um heim. Ríkisstjórn íslands lýsir yfir að áætlanir em um byggingu nýrrar íþrótta-, sýningar- og ráðstefnu- hallar í Reykjavík, sem tekin yrði í notkun nokkru áður en heims- meistarakeppnin verður haldin 1993/94 og er gert ráð fyrir að hún geti rúmað um átta þúsund áhorf- endur. Höll þessi verður byggð í samstarfi við Reykjavíkurborg svo og áhugaaðila á sviði íþrótta, vöru- sýninga, ráðstefnuhalds og ferða- mála. Hin fyrirhugaða bygging mun uppfylla allar kröfur Alþjóða hand- knattleikssambandsins varðandi heimsmeistarakeppni í handknatt- leik og yrði kjörinn staður fyrir slíka keppni.“ Ekki rættist fyrirheitið um bygg- ingu stórrar íþróttahallar. Miklar deilur risu um hvar höllinn ætti að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.