Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sinfóníu- hljómsveit íslands á Suðurlandi SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN leggur land undir fót dagana 20. til 23. maí nk. og er förinni heitið um Suð- urland. Að þessu sinni verður leik- ið á fjórum stöð- um: Höfn í Hornafirði . 20. maí, Kirkju- bæjarklaustri 21. maí, Vík í Mýrdal 22. maí og á Flúðum í Hruna- mannahreppi 23. maí. Hljómsveit- arstjóri í ferðinni verður Bernharður Wilkinson. Á tónleikaferðum um landið hefur Sinfóníuhljómsveitin lagt sig eftir því að fá heimamenn til liðs við sig á tónleikunum og svo mun verða að þessu sinni. Á Höfn í Homafirði mun hljómsveitin taka þátt í Kötlumóti, en Katla er heiti sambands sunn- lenskra karlakóra. Á Kirkjubæjar- klaustri munu syngja og leika með hljómsveitinni barnakór og flautu- kór. í Vík eru það barnakór og lúðra- sveit sem taka þátt og á Flúðum bamakór Biskupstungna. Hljómsveitarstjórinn Bernharður Wilkinson rekur ættir sínar til Fær- eyja og Bretlands en þar er hann fæddur og uppalinn. Hann nam tón- list við Royal College of Music í Manchester og lagði aðaláherslu á flautuleik. Árið 1975 réðst hann sem flautuleikari til Sinfóníuhljómsveitar íslands og hér hefur hann dvalið og starfað síðan. Hin síðari ár hefur hann í auknum mæli staðið í sporum hljómsveit- arstjóra. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt, m.a. verða leikin verk éftir Anton Dvorak, Johann Strauss, Leonard Bernstein o.fl. ♦ ♦ ♦ Vinsæl amer- ísk tónlist í Gerðubergi BANDARÍSKA sópransöngkonan Ellen Lang ásamt píanóleikaranum Nicholas Mastripolito munu halda tónleika í Gerðu- bergi 24. maí, jafnframt heldur hún námskeið þar 26. og 27. maí og er við- fangsefnið Broadway söng- leikir og önnur vinsæl lög eftir Gershwin, Port- er, Kern o.fl. Á tónleikunum mið- vikudaginn 24. maí kl. 20.30 í Gerðubergi kynna listamennimir í tali og tónum ameríska söngleiki frá upphafi til dagsins í dag. Sérstakur gestur á þessum tónleikum verður Bergþór Pálsson, þar sem hann syngur með Ellen Lang dúett eftir Sigmund Romberg. Föstudaginn 26. og laugardaginn 27. maí halda þau Ellen Lang og Nicholas Mastripolito námskeið fyrir söngvara, píanóleik- ara og áheyrendur, 6 tíma hvom dag, kl. 10-13 og 14-17. Lang er búsett í New York og kennir söng við Westminster Choir College í Princeton New Jersey. Samstarf þeirra Mastripolito hefur staðið um nokkurt skeið og hafa þau haldið tónleika með vinsælli amer- ískri tónlist víða í Bandaríkjunum og einnig í Evrópu og Asíu. Þess má geta að heimsókn þeirra er liður í menningarviðskiptum Is- lands og Bandaríkjanna og tengist þeirri miklu alúð sem Gerðuberg hefur sýnt sönglistinni. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jónas Ingimund- arson munu halda tónleika með ís- lenskum lögum í sumarskóla, Westminster Choir College í júlí nk. Bernharður Wilkinson LISTIR íslenskar bókmenntir erlendis Kynningarskrifstofa lifandi höfunda Með stofnun bókmenntaskrifstofu ætti að HaPPa- og giaPPastefna víki vera tryggt að sem flestir rithöfundar kæmu til greina þegar íslenskar bækur eru valdar til þýðinga og útgáfu erlendis. Jóhann Hjálmarsson spyr Ingibjörgu Haraldsdóttur, formann Rithöfundasambandsins, um vænt- anlega bókmenntakynningarstofu. í ÁRSSKÝRSLU Rit- höfundasambands ís- lands 1995 er nefnt mál sem formaðurinn, Ingi- björg Haraldsdóttir, tel- ur að geti leyst farsæl- lega. Þar á hún við bók- menntakynningarstofu sem ætlað er „að stuðla að kynningu á íslensk- um bókmenntum er- lendis á markvissari hátt en hingað til hefur verið gert“. Á nauðsyn slíkrar stofu hefur oftar en einu sinni verið drepið hér í blaðinu og bent á að Bókmenntakynn- ingarsjóður þótt þarfur sé hafi ekki nægilegt bolmagn. Þessi hugmynd er nú til umfjöllunar hjá Rithöfundasamband- inu að sögn Ingibjarg- ar Haraldsdóttur. Hún sagði að Ólafur G. Ein- arsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, hefði skipað þriggja manna nefnd til að koma með tillögur um framkvæmd málsins. í nefndinni eiga sæti Ólafur Haukur Símon- arson frá Rithöfunda- sambandinu, Sveinn Einarsson frá mennta- málaráðuneytinu og Ólafur Oddsson frá Bókmenntakynningarsjóði. Nefnd- in á að ljúka störfum fljótlega. Ingibjörg Haraldsdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir sagði hugmyndina að opna skrifstofu með að minnsta kosti einum starfsmanni til að byija með. Kynning íslenskra bókmennta erlendis yrði höfuð- markmiðið. Happa- og glappastefna yrði látin víkja og skrifstofan yrði opin öllum höfundum; höfundar ættu frekar að komast á framfæri en áður. Byggt yrði á reynslu og starfi Norðurlandaþjóðanna í þess- um efnum, en þar hafa Finnar ver- ið í fararbroddi með öfluga bók- menntamiðstöð í Helsingfors. Vinna þyrfti markvisst og af víðsýni. Höfundar útundan Kýnning af þessu tagi hefur eink- um verið í höndum útgefenda, en líka höfunda sjálfra. Ingibjörg taldi að höfundar hefðu orðið svolítið útundan hvað þetta varðaði. Nú væri brýnt að nýta sér reynslu Finna, Norðmanna og Dana af þessu starfi. Bókmenntakynningar- stofa gæti orðið eins konar upplýs- ingamiðstöð. Áhugi á íslenskum bókmenntum væri fyrir hendi er- lendis og honum þyrfti að fylgja eftir. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um okkar fólk, þá sem eru að skrifa,“ sagði Ingibjörg Haralds- dóttir. Einar Bragi Henrik Ibsen Ibsení þýðingu Einars Braga UM þessar mundir er heildarút- gáfa á tólf helstu leikritum norska skáldsins, Henriks Ibs- ens (1828-1906), að koma út á íslensku í þýðingu Einars Braga. Safnið er í tveimur bind- um og rúmar 1100 síður. Einar Bragi gefur verkið út á eigin forlagi, Ibsenútgáfunni. í stuttum formála að útgáf- unni segist Einar Bragi fyrst hafa kynnst skáldskap Ibsens er hann var sextán ára: „Síst gat mig grunað á þeim löngu liðnu dögum að ég ætti eftir að glíma við þann úfna grepp Ibsen. En um það Ieyti sem ég var að ljúka þýðingu á leikritum Strindbergs gerðist sú hugsun æ áleitnari að þessir unnendur íslenskrar ritlistar ættu báðir jafnframt erindi við þjóðina. Nú eru þeir komnir í hlað eins búnir nema hvað annar er í blárri skikkju, hinn rauðri. Og njóti nú hver návistanna sem þá vill hýsa.“ Fær Ashbery Nóbelsverðlaun? Skáld tvíræðninnar Aftur til framtíðar KVIKMYNPIR Háskölabtó Star Trek: Kynslóðir „Star Trek: Generations“. ★ ★ Vi Leikstjóri: David Carson. Aðalhlut- verk: Patrick Stewart, Williams Shatner, Malcolm McDowell, Whoopi Goldberg. Paramount. 1994. EINHVER langlífasta og vinsæl- asta afurð bandaríska skemmtana- iðnaðarins, „Star Trek“-fyrirbærið, hefur aldrei náð fótfestu hér á landi á meðan margt annað og síðra af- þreyingarefni að vestan hefur verið lífseigt. Gömlu sjónvarpsþættirnir voru aldrei sýndir hér í sjónvarpi, ein séría af nýrri kynslóð þáttanna gekk um tíma sl. vetur, aðrar tvær hafa ekki komið hér. Fyrstu kvik- myndirnar komu í bíó en áhuginn dofnaði fljótlega; þetta virtist séram- erískt fyrirbrigði, sem gamli heimur- inn hafði afar takmarkaðan áhuga fyrir. En fyrirbærið er ódrepandi og myndirnar fóru aftur að sjást eftir nokkurt hlé, nú síðast Kynslóðir, sú sjöunda í röðinni, þar sem gamlar og nýjar stjörnur sjónvarpsþáttanna hittast í tímaiausri veröld. Hún er prýðileg „Star Trek“-mynd, markar kaflaskil í bálknum og er sannarlega ómissandi sérstökum áhugamönnum um fyrirbærið, þeim sem kallast Trekkar, en hvort samfélag þeirra hafi myndast hér á landi skal ósagt látið. Allur almenningur ætti einnig að geta skemmt sér dægilega. Eða svo notuð séu lokaorð James T. Kirks í jarðlífi framtíðarinnar: Þetta var skemmtilegt. Myndimar glíma gjarnan við stór- fenglegar spumingar um eilífðar- málin og viðfangsefnið í Kynslóðum er tíminn sjálfur. Tímagat leikur lausum hala í útgeimi og vísinda- maðurinn Soran, sem Malcolm McDowell ofleikur af stakri prýði, vill fanga það og komast í „nexus- inn“, tímalausa alsælu þar sem draumar manns rætast en tilraunir hans kosta eyðileggingu heilu stjömukerfanna. í örvæntingu sinni og með hjálp nexusins fær Picard kapteinn (Shakespeareleikarinn Patrick Stewart) á Enterprise á 24. öldinni, Kirk kaptein (William Shatn- er í æ þrengri polyesterklæðnaði) frá 23. öldinni, í lið með sér að stöðva vísindamanninn og tryggja að fram- hald verði á 'þessum myndum. Shatner, sem leikið hefur Kirk lengur en elstu menn muna, hverfur glaðbeittur af sjónarsviðinu og því er brotið blað í sögu „Star Trek“-fyr- irbærisins. Að öðru leyti eru hér fastir liðir eins og venjulega, hasar- inn er vel frambærilegur, hraðinn í frásögninni góður og tæknibrellurn- ar augnayndi. Leikararnir hendast sannfærandi fyrir myndavélina þeg- ar skotið er á geimfarið og tölvuskjá- irnir sýna eitthvað alveg hroðalegt gerast á nokkurra mínútna fresti á milli þess sem alvöruþrungið, há- tæknibull flýgur á milli manna. Fyr- ir okkur Trekka er þetta hinn eini, sanni nexus. Arnaldur Indriðason JOHN Ashbery (f. 1927) er eitt kunn- asta skáld Bandaríkjanna. Hann er höfundur fjórtán ljóðabóka og marg- verðlaunað skáld. Fýrsta ljóðabók hans var Some Trees (1956). Fyrir Self-Portra- it in a Convex Mirror (1975) hefur hann fengið Pulitzerverðlaun- in, National Book Award og Nati- onal Book Critics Award. Nú spá menn því að Nóbels- verðlaun séu framundan. í sænska tímaritinu Ord & Bild (nr. 2, 1995) birtist viðtal við John Ashbery eftir danska skáldið Bo Gre- en Jensen. í fyrstu minnir Jensen Ashbery á það sem hann hefur sagt um hið tvíbenta, tvíræðnina sem ham- ingju og óvænta gleði. Ashbery segir að möguleikamir liggi i hinu óvissa og tvíbenta en lausnin á tvíræðninni feli aftur á móti í sér endalokin. Rödd skálds og lesanda Ashbery segir að sú fyrsta persóna eintölu sem tali í ljóðum sínum sé líka rödd lesandans. Hann segist hata játningaskáldskap þar sem skáldið yrki um eigin vandamál sem jafn- framt líkjast vanda annarra. í staðinn segist hann vilja veita lesandanum yfirsýn. Ashbery sem hefur lengi verið list- gagnrýnandi (Herald Tribune og Art News) segir um gagnrýni að hún sé góð þjálfun fyrir skáld. Hann hafi haft gott af þeirri ögun og íhugun sem fylgi gagnrýninni. Ljóð Ashberys byggja mjög á hljómi og orðflæði og em mörg hver löng. Eitt kunnasta ljóð hans A Wawe (1984) er reyndar heil bók. Ashbery notar stundum rím og segist þá styðj- ast við rímorðabók eins og í nýbirtu ljóði þar sem hann reynir að fínna rímorð við orð sem nær óhugsandi sé að ríma við. Þess vegna hafí það freistað hans. Ljóðin koma til skáldsins Að lokum er Ashbery spurður að því hvort erfíðara sé fyrir hann að yrkja en áður. Svarið er að það hafí fremur orðið auðveldara vegna þess að hann hafí margra ára reynslu. „Þegar ég var yngri,“ segir Ashbery, „sat ég sveittur og blæðandi yfír hverri ljóðlínu eins og flest ung skáld, en það era mörg ár síðan. Ljóðin koma til mín áreynslulaust og af sjálfu sér ólíkt því sem áður var... Það ætti að verða torveldara með aldrinum að yrkja, en það gildir ekki um mig.“ Vorsýning og basar í Gjábakka NÚ FER vetrarstarfí eldri borgara í Gjábakka í Kópavogi senn að ljúka og fólk fer að fara út á vit náttúrunn- ar. Félag eldri borgara í Kópavogi hefur skipulagt ferðalög í sumar og Frístundahópurinn Hana nú verður með kvöldgöngur, pútt og fleira. Gönguhópurinn fer á hveijum þriðju- degi kl. 14 frá Gjábakka. Handavinnustofumar verða einnig opnar og þar verður leiðbeinandi til staðar í allt sumar. í Gjábakka er hægt að fá kaffí og heimabakað meðlæti, en þar er op á virkum dögum frá kl. 9-17 ( a sumar. Uppskeruhátíð Það er löng hefð fyrir því að vetr- arstarfinu Ijúki með einskonar upp- skeruhátíð. Á þessari hátíð bjóða eldri borgarar gestum að kaupa handunna muni og skoða Iistmunina. Vorsýningin verður opin þriðjudag- inn 23. maí kl. 14-18, miðvikudaginn 24. maí kl. 14-17 og á uppstigningar- dag kl. 15-18. John Ashbery

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.