Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ „ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon HJONIN Evelyn og Vilhjálmur Stefánsson komu í boði ríkissfjórnarinnar til Islands árið 1949. ÞANN 25. febrúar sl. tveimur dögum fyrir lok funda Al- þingis var einróma samþykkt þingsályktun um stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. Með álykt- uninni er ríkisstjórninni falið að und- irbúa „að sett verði á fót á Akureyri stofnun eða miðstöð um heimskauta- málefni sem kennd verði við Vilhjálm Stefánsson og hafí það hlutverk að stuðla að sem öflugustum rannsókn- um innlendra aðila á norðurslóðum og alþjóðlegri þátttöku íslendinga í málum er varða heimskautasvæðið. Stofnunin eða miðstöðin sem heyr- ir undir umhverfisráðuneytið verði að stofni til kostuð af íslenska ríkinu en leiti sem víðast fjárhagsstuðnings við einstök verkefni. Hún skal m.a. annast ráðgjöf um norðurmálefni og eiga samstarf við innlenda og erienda háskóla og rannsóknastofnanir." Þingsályktunin gerir ráð fyrir að sett verði á fót föst samvinnunefnd um norðurmálefni skipuð fulltrúum innlendra stofnana sem tengjast heimskautarannsóknum. Velur hún tvo _fu!ltrúa í stjórn^stofnunarinnar en umhverfisráðherra skipar stjóm- arformann. Vaxandiáhugi á noróurmálefnum Norðurskautssvæðið hefur dregið að sér margfalda athygli stjórnvalda og vísindamanna síðasta áratug mið- að við það sem áður var. Lyktir kalda stríðsins gáfu möguleika á samvinnu í áður óþekktum mæli. Vaxandi mengun, staðbundin og aðflutt, er áhyggjuefni en hún getur ógnað líf- ríki í hafi og á landi verði ekki bund- inn endi á hana með alþjóðlegu átaki. Meðal áfanga í aukinni samvinnu heimskautalandanna má nefna stofn- un Alþjóðaráðs norðurvísinda (IASC) árið 1990, Rovaniemi-samstarfið á sviði umhverfismála 1991, samvinnu um Barentshafið frá ársbyijun 1993 og ráðstefnu um norðurmálefni á vegum Norðurlandaráðs í Reykjavík í ágúst 1993. í framhaldi af henni er að komast á þingmannasamstarf milli heimskautalandanna og vonir standa til að tillaga kanadískra stjórnvalda frá 1990 um Norður- skautsráð skipað fulltrúum ríkis- stjóma og með aðild frumbyggja heimskautalandanna verði brátt að veruleika. Frumbyggjar norðursvæðanna láta nú að sér kveða og hafa tekið upp samstarf umhverfis Norður- Ishafið. Krefjast þeir mannréttinda af stjómvöldum svo og heimastjórn- ar. Grannar okkar á Grænlandi eru gott dæmi um þetta. Frumbyggjar í Norðaustur-Kanada fá víðtæka sjálf- stjórn á Nunavatsvæðinu frá 1999 að telja en það er að meirihluta til byggt inúítum. A svæði fyrrum Sov- étríkja eru ekki færri en 40 þjóðir frúmbyggja sem mæla á eigið tungu- mál, en sumar þeirra em orðnar fá- mennar og eiga mjög í vök að veijast. Noróurslofnanir i mörgum heimskautalöndum Elsta ríkisstofnunin sem sinnir norðurmálefnum er Norsk Polarinst- itutt sem borið hefur núverandi nafn ÍSLEHSH NORD- URSTOFHUH í Því fylgja í senn vegsemd og skyldur að tengja nafn íslenskrar norðurstofnunar við minningu Vilhjálms Stefánssonar, segir Hjörleifur Guttormsson, en gert er ráð fyrir að starfsemi þessarar miðstöðvar um norðuraiálefni hefjist í ársbyrjun 1997. m, 3i~ Minningarskjöldurinn um Vilhjálm Stefánsson landkönnuð. frá 1948 en á rætur frá því snemma á öldinni. Meginverk- efni hennar er sam- kvæmt nýlegri stefnumörkun að vinna að því að norsku heimskauta- svæðunum sé stjórn- að samkvæmt al- þjóðlegum kröfum um sjálfbæra þróun. Starf stofnunarinnar beinist ekki síst að hagnýtum verkefna- bundnum rannsókn- um og umhverf- isvernd. Nýlega tók norska þingið ákvörðun um að flytja höfuðstöðvar Norsk Polarinstitutt frá Ósló til Tromsö og auka jafnframt umsvif stofnunarinnar á Svalbarða. í Ny Álesund á Svalbarða hefur frá 1970 vaxið upp miðstöð fyrir margháttað- ar rannsóknir á vegum Norsk Polar- institutt með fjölþjóðlegri þátttöku. Átti undirritaður þess kost að kynn- ast þeirri starfsemi i júní 1993. Við störf í Norðurlandaráði og af kynnum mínum af rannsóknastarfí sem tengist norðlægum aðstæðum hér á landi og erlendis hef ég oft hugsað um nauðsyn þess að sam- ræma betur en hingað til rannsóknir innlendra aðila sem tengjast heim- skautamálum og efla þátttöku íslend- inga í alþjóðlegum rannsóknum sem varða norðurslóðir. Ferðir um norðan- verða Skandinavíu og víðar hafa orð- ið til að styrkja þessa skoðun. Seint á árinu 1993 hreyfði ég þessu máli á Alþingi með tillögu um norðurstofnun sem staðsett yrði á Akureyri. Hlaut til- lagan góðar viðtökur í umræðum og þing- nefnd. Við frekari vinnu að málinu kom fram hugmyndin um að kenna stofnunina við Vilhjálm Stef- ánssonar heimskau- takönnuð. Meðflutn- ingsmenn að endur- mótaðri þingsálykt- unartillögu haustið 1994 komu úr öllum þingflokkum. Það voru þau Sturla Böð- varsson, Kristín Ein- arsdóttir, Halldór Ásgrímsson og Sig- bjöm Gunnarsson. Tengingin við nafn Vilhjálms Stefánssonar vakti með jákvæðum hætti athygli í málinu og fékk það m.a. góðar undirtektir rit- stjórnar Morgunblaðsins. Umhverfís- nefnd mælti síðan samhljóða með samþykkt málsins að gerðum minni- háttar breytingum og varð tillagan þannig að ályktun Alþingis. Ekkja Vilhjálms Stefánsonar i heimsókn Um mánaðmótin apríl-maí kom hingað tíl lands Evelyn Stefánsson Nef, ekkja Vilhjálms Stefánssonar, en hann lést 1962. Evelyn var hér gestur Vigdísar Finnbogadóttur for- seta Islands og var henni marghátt- aður sómi sýndur, m.a. tóku forsæt- isráðherrahjónin á móti henni á Þingvöllum. Margir landsmenn þekktu þessa glæsilegu konu eftir hlut hennar í þætti um Vilhjálm Stefánsson sem sjónvarpið lét gera og sýndi á síðasta ári. Með þessum Ljósmynd/Hjörleifur Guttormsson EVELYN Stefánsson með Vigdísi Finnbogadóttur forseta og for- sætisráðherrahjónunum Davíð Oddssyni og Ástríði Thoroddsen á Þingvöjlum 29. apríl síðastliðinn. EVELYN ræðir við Baldvin Ásgeirsson og Bergljótu dótturdóttur hans á Akureyri 1. maí sl. Baldvin og Vilhjálmur Stefánsson voru bræðrasynir. Bergljót leggur stund á mannfræði eins og Vill\jálmur langafabróð- ir hennar. þætti hans Kristjáns Árnasonar var minningin um Vilhjálm Stefánsson flutt á milli kynslóða hérlendis. Á sínum tíma var nafn hans vel þekkt í Bandaríkjunum og Kanada og raunar um allan heim hjá þeim sem létu sig varða heimskautamálefni. Foreldrar Vilhjálms fluttu frá Tungu á Svalbarðsströnd í Eyjafirði til Vesturheims árið 1876. Settust þau fyrst að í Manitoba í Kanada þar sem Vilhjálmur fæddist 1879. Fjölskyldan tók sig upp vegna flóða í Rauðá tveimur árum síðar og sett- ist að í Norður-Dakóta í Bandaríkj- unum. Vilhjálmur varð mannfræð- ingur og helgaði sig heimskauta- rannsóknum, ritstörfum og kennslu til dauðadags 1962. Eftir hann liggja 24 bækur og aragrúi rit- gerða. Hann kom upp stærsta bóka- safni um heimskautamálefni sem til er vestanhafs. Vilhjálmur bjó lengi í New York og þar kynntist hann Evelyn, sem er af ungversku bergi brotin. Þau hjón fluttust frá New York til Hannover í Nýja Englandi í árslok 1951 og þar er bókasafnið enn varðveitt innan Dartmouth- háskóla. Vilhjálmur fann ný landsvæði og eyjar norður af Kanada og ber ein þeirra nafn hans. Hann dró upp já- kvæðari mynd af norðrinu og frum- byggjum þess en flestir aðrir heim- skautakönnuðir. Sjálfur lifði hann um hríð meðal eskimóa, lærði tungu þeirra og deildi kjörum með þeim. Kynþátafordómar voru honum fjar- lægir. hann lagði ætíð áherslu á ís- lenskan uppruna sinn og gaf út rit á ensku um ísland. Þeir sem hitta Evelyn eða lesa ritgerðir hennar um Vilhjálm munu skynja hversu mjög hún- hlýtur að hafa auðgað líf haris þá rúmu tvo áratugi sem þau voru í hjónabandi. Sjálf er hún fjölmennt- uð og þekktur rithöf- undur komin á níræðis- aldur og nú er væntan- leg frá henni sjálfsævi- saga. Hún kom með manni sínum til íslands í boði ríkisstjórnarinnar 1949, og nú fjörutíu árum síðar sem gestur forseta íslands. Evelyn heimsótti Akureyri 1. maí sl. í boði bæjar- stjórnar þar og afhjúp- aði af því tilefni skjöld til minningar um Vil- hjálm á fyrirhuguðu háskólasvæði. Því fylgja í senn veg- semd og skyldur að tengja nafn íslenskrar norðurstofnunar við minningu Vilhjálms Stefánssonar eins og Alþingi nú hefur ákveð- ið. Gert er ráð fyrir að starfsemi þessarar mið- stöðvar um norðurmál- efni hefjist í ársbyrjun 1997. Gildi noröurrannsékna fyrir islendinga ísland liggur á mörk- um kaldtempraðra svæða og heimskautabeltisins, lág- lendi getur talist til hins fyrra, há- lendi og fjöll hafa einkenni hins síð- ara. Svipuðu máli gegnir um mót hafstrauma við landið. Af þessum ástæðum er það ekki aðeins einboð- ið heldur lífsnauðsyn fyrir íslend- inga að kunna góð skil á náttúru landsins og þeim kröftum úr norðri sem ráða svo miklu um svipmót þess, lífsskilyrði á láði og legi og þar með afkomu þjóðarinnar. Af skiljanlegum ástæðum hafa íslendingar lagt sig fram um það á síðari tímum að draga fram hinn suðlæga þátt og möguleika kynslóð- anna til að milda ásýnd landsins og umhverfið. Samtímis eigum við að horfast af raunsæi í augu við það sem tengist norðrinu og draga fram hið marga jákvæða sem því fylgir að búa við ysta haf. Þar geta komið okkur að haldi viðhorf Vilhjálms Stefánssonar, m.a. eins og þau birt- ast okkur í riti hans Heimskauts- löndin unaðslegu. Til þess að við verðum sæmilega læs á lífsskilyrði okkar og möguleika þarf margefldar rannsóknir og al- þjóðlega samvinnu við einstaklinga, stofnanir og þjóðir sem nú leggja í sívaxandi mæli áherslu á þekkingar- öflun á heimskautasvæðum, m.a. til að koma í veg fyrir óbætanlega röskun á umhverfi og lífríki á þessu þaki jarðkringlunnar. Til að sam- stilla krafta okkar á sviði heim- skautarannsókna og tryggja og rækta tengslin út á við er norður- stofnun Vilhjálms Stefánssonar hugsuð. Nú bíður okkar að gera hugmynd og orð að veruleika. Höfundur er nlþingismaður og fyrrverandi ráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.