Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 17 Bandarísk könnun Herkon- ur sæta ofbeldi Chicago. Reuter. NÆR allar konur undir fimmtugu í bandaríska hemum segjast hafa orðið að þola kynferðislega áreitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Aukinheldur segir tæplega þriðj- ungur fyrrverandi kvenhermanna að sér hafí verið nauðgað í hernum. í báðum tilvikum er hlutfallið mun hærra en á við um óbreytta borgara. Könnunin var gerð nýlega á veg- um læknastöðvar uppgjafaher- manna í Minneapolis. Konurnar sem svöruðu vom á fjórða hundrað og þurftu þær ekki að gefa upp nafn sitt. Talið er að kynferðisleg áreitni og misnotkun geti skýrt að ein- hveiju leyti hækkandi tíðni þung- lyndis og annarra andlegra kvilla hjá konum sem gegnt hafa herþjón- ustu. Talsmaður varnarmálaráðuneyt- isins í Washington sagði ráðuneytið taka allar upplýsingar um kynferð- islega áreitni alvarlega. Á hinn bóg- inn stönguðust niðurstöðurnar ger- samlega á við niðurstöður könnunar sem ráðuneytið hefði látið gera 1988. ------» '+~+--- Kwasniewski í forseta- framboð Varsjá. Reuter. FLOKKUR fyrrverandi kommúnista í Póllandi hefur kosið flokksleiðtog- ann Aleksander Kwasniewski fram- bjóðanda sinn við forsetakosning- arnar sem verða að líkindum í lok október. Að sögn pólsku fréttastofunnar PAP greiddu 296 af 300 fulltrúum á flokksþingi Kwasniewski atkvæði sitt en hann hefur haft örugga for- ystu í flestum skoðanakönnunum. Flestir búast við að öflugasti and- stæðingur hans verði Lech Walesa forseti sem hefur ekki enn skýrt frá því hvort hann fari fram. I nýrri könnun hlaut Walesa þó aðeins 10% stuðning. Kwasniewski var með 25%, umbótasinninn og stjórnarand- stæðingurinn Jacek Kuron 23% og hægrisinninn Adam Strzembosz, sem er forseti hæstaréttar landsins, hlaut 11%. ------» » -»■---- Fyrirlestur um atferlis- meðferð ein- hverfra barna DR. OLE Ivar Lovaas, prófessor við University of California (UCLA) heldur opinberan fyrirlestur í boði félagsvísindadeildar H.I. þann 2. maí nk. Fyrirlesturinn hefst kl. 16 í stofu 101 í Odda og er öllum opinn. Hann verður fluttur á ensku og nefnist: „Early behavioral intervention in autism". Þá mun dr. Lovaas svara fyrirspurnum frá áheyrendum í lokin. Fyrirlestur dr. Lovaas er um at- ferlismeðferð ungra barna með ein- hverfu, en þessi meðferð hentar reyndar börnum með aðrar þroska- truflanir en einhverfu. Dr. Lovaas hefur náð mjög góðum árangri við að beita umræddri meðferð, árangri sem enginn annar fræðimaður getur státað af, segir í frétt frá HÍ. Dr. Lovaas er þekktur fræðimaður á sviði einhverfu, en eftir hann hafa m.a. birst vel á annað hundrað fræði- greinar í virtum tímaritum. Þá hefur dr. Lovaas haldið fyrirlestra um rannsóknir sínar í fjölmörguin lönd- um heims. VOLVO 850 ÁRGERÐ 1995 -YFIRBURÐA AREKSTRAVÖRN! Samkvœmt hlutlausum könnunum! SIPS- loftpúðar - fyrst og aðeins hjá Votvo! SlPS-pÚðÍnn frá Volvo er nú staðalbúnaður í Volvo 850 og er staðsettur í sætisbaki framsætanna (12 litrar hvor púði), en ekki í hurðum, þannig er tryggt að hann kemur að fullum notum hvort sem sætisbakinu hefur verið hallað eða ekki. SlPS-púðinn er viðbót við SlPS-hliðar- árekstrakerfið sem Volvo kynnti fyrstur bílframleiðenda. SlPS-kerfið með nýju SIPS- hliðarloftpúðunum er staðalbúnaður í öllum Volvo 850 en það er talið draga úr líkum á alvarlegum meiðslum í hliðarárekstri um rúm 35%. Kannanir erlendra bílablaða og bíleigendasamtaka eru sammála um yfirburði SIPS DV 18. apríl 1995 segir frá 3 mismunandi prófunum á hliðarárekstrarvörn og þar segir meðal annars: „Það voru þýsku bíleigendasamtökin ADAC sem gerðu þetta próf. Niðurstaðan var einföld: SIPS hliðarárekstrarvörnin frá Volvo kom ótrúlega vel út. Hins vegar er lítið gagn að styrktarbitum í hurðum ef annað er ekki lagi, svo sem miðstólpinn. í árekstrarprófum, hvort heldur er á hlið eða annars staðar, er ekki síst litið til höfuðáverka, HIC (Head Injury Criteria), þar sem HIC 1000 þýðir banvænt högg. Volvo 850 kom út með HIC 41. Mercedes Benz C kom með 113 HIC, Volkswagen Polo með 134 HIC en Toyota Carina með 441. Það kom á óvart hve Carinan kom illa út.“ BIFREIÐ SEM ÞU GETUR TREYST VOLVO 850 4 DYRA KOSTAR FRÁ 2.298.000 OG STATION FRÁ 2.448.000 KR. BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 91- 685870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.