Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ1995 21 Á GÖTU í Bagdad. MÓSAÍKMYNDIN af Bush í anddyri A1 Rasheed hótelsins. okkar hefur brenglast. Glæpatíðni sem var mjög lág er að verða stór- mikið vandamál og Bagdad er hættuleg borg nú. Við hugsum með eftirsjá til þeirra dáyndistíma þegar stríðið geisaði milli írans og Iraks. Við vorum auðvitað oft hrædd. Margir misstu eiginmenn, syni og feður. En við höfðum nógan mat og að sumu leyti gekk lífið sinn vanagang. Og við nutum velvilja og samúðar umheimsins. Nú erum við úrhrök sem allir forðast að hafa samneyti við. Og það skrítna við þetta allt saman er að þjáning- arnar hafa leitt til þess að margt fólk elskar Saddam Hussein forseta enn meira. Finnst hann vera rang- lega ofsóttur og við sem þjóð niður- lægð. Við lítum ekki svo á að hann eigi sök á þessu ástandi, heldur er þetta allt Bandaríkjamönnum og gullfurstunum við Flóann...“ Þetta sagði Amal Murad, kunn- ingjakona sem rekur teppaverslun. Ég komst til að hitta hana þegar Hiyad bílstjóra seinkaði úr hádegis- verði og tók leigubíl til hennar. Amal hafði áður mikil umsvif, var forrík og gift lækni með há laun. Nú selur hún stöku sinnum eitt og eitt teppi, kannski á 50 dollara sem í eðlilegu ástandi kosta tífalt meira. Ég held að orð hennar bergmáli rödd meirihluta íbúa Bagdad. írak er óskapleg þversögn. Og það er íraska þjóðin ekki síður nú um stundir. Grennslast fyrir um Hameed Ég minntist á vin minn, skáldið og ritstjórann Hameed Saeed í fyrri grein. Hann er þekktur utan íraks og var í allmörg ár forseti arabíska rithöfundasambandsins. Hann sat í byltingarráðinu og var náinn sam- starfsmaður Saddams Hussein er hann gegndi um árabil ritstjóra- starfi á Al-Thawra, langstærsta dagblaðinu. Við kynntumst í fyrstu för minni fyrir 7 árum og hittumst alltaf þegar ég kom til Iraks. Skömmu eftir Flóastríðið skrif- aði hann leiðara þár sem hann ýj- aði að því að íraskir fjölmiðlar ættu að fá meira frelsi. Þetta sætti tíðindum því ritfrelsi var ekkert og flestir héldu að þetta væri skrifað með vitund og vilja forsetans. En þess í stað hvarf Hameed Saeed og enginn virtist vita hvar hann var niðurkominn. Nýr rit- stjóri settist í stólinn hans, vel ættaður maður, Uday Saddamsson. Ég leitaði m.a. upplýsinga hjá June, samferðakonu minni til Bagdad, sem var að heimsækja bræður sína. Ég fékk Hiyad bíl- stjóra til að keyra mig heim til þeirra og hann hét að segja ekki frá því í blaðamannamiðstöðinni. Ég vissi auðvitað ekki hvort ég gæti treyst honum. Bróðir June sagði mér að fyrst eftir að Hameed Saeed hvarf, hefði verið talið að hann hefði verið líflát- inn. Öruggt væri að hann hefði a.m.k. um tíma verið í fangelsi. En honum hafði sést bregða fyrir og menn hölluðust að því hann væri í stofufangelsi í Bagdad og hefði mjög takmarkað ferðafrelsi. Ég gætti þess að vita ekkert um þetta og óskaði glaðlega eftir því að fá að hitta hann. Herra Hossain í blaðamannamiðstöðinni gaf lítið út á það. Þegar ég vildi svör var mér sagt að þeir myndu ekki síma- númerið hans. Síðan að hann væri ekki í Bagdad, heldur í heimabæ sínum, Hilla, önnum kafínn við að yrkja ljóð. „Þá fer ég bara til Hilla,“ sagði ég hin kátasta. Þá var hann allt í einu í Bagdad. Einn daginn var hann lasinn, þann næsta óskap- lega upptekinn við vinnu á skrif- stofu sinni. Þeir sögðust hafa náð í hann og hann bæði að heilsa, því miður hefði hann ekki tíma til að hitta mig. Ég lét mér ekki segjast og bað um símanúmerið á skrifstofunni en þeir voru búnir að týna því. Þeir sögðust ekki hafa talað sjálfír við Hameed, einhver hafði hringt fyrir þá. Þeir voru búnir að gleyma hvað sá náungi hét. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvar skrifstofan hans var. „Þetta nær ekki nokkurri átt,“ sagði ég við Hossain. „Þið getið ekki verið að eyða ykkar tíma í þetta. Ég hringi bara í Saleh þing- forseta kunningja minn. Ég hef símanúmerið hans heima á hóteli.“ Og þá fylltist Hossain örvænt- ingu og bað mig að bíða aðeins. Starfsmennirnir sem sátu iðjulausir daginn út og daginn inn af því það eru svo fáir erlendir blaðamenn til að fylgjast með, fylltust líka ör- væntingu. Það var hlaupið í alla síma og hringt út um allar trissur. Loks kallaði Hossain mig inn á einkaskrifstofu sína. Horfði á mig, ásakandi og mæddur í senn. „Þú Viö hugsum með eftirsjá til þeirra dáyndistíma þegar stríöið geisaöi milli ír- ans og íraks. HAMEED Saeed - hættur að reykja og skrifa. Leiötoginn mikli sendi okkur per- sónulega tonn aff gulli svo aö viö gætum endur- reist moskurnar. veist að þú hefur ekki leyfí til að hringja í þingforsetann. Þú veist að allt svona á að fara um okkar hendur. Það er ekki vinnandi vegur að fínna Hameed Saeed, hann er svo afskaplega upptekinn. En hann bað nú að heilsa. Er það ekki fínt.“ Ég hafði í fórum mínum gamalt símanúmer á skrifstofu Saddams Husseins sem ég gróf upp þegar ég var hér í fyrsta skipti. Auðvitað var eins víst að búið væri að skipta um númer eftir að höllin hans var sprengd í tætlur í stríðinu. En það mátti nú samt reyna það með öðru. Ég hallaði mér yfir skrifborð- ið. „Þið vitið ég er að fara i fyrramál- ið. Þið bannið mér náttúrlega ekki að hringja það sem ég vil. Eg er líka með símanúmer forset- ans heima á hóteli. Nú fer ég og skrifa nokkur póstkort. Ég er tilbúin að hitta Hameed Sae- ed klukkan 6. Ann- ars hringi ég í þing- forsetann, kunn- ingja minn eða á forseta_skrifstof- una.“ Ég rétti hon- um höndina í kveðjuskyni, hann flýtti sér að stinga 100 dollara seðlin- um á sig. Og hókus-pókus. Klukkan hálf 6 hringdi Hossain á hótelið. „Hameed Saeed kemur að hitta þig í blaða- mannamiðstöðinni klukkan 6. Hann getur talað við þig í tíu mínútur.“ Hann er hættur að reykja og skrifa Hann mætti á mínútunni, fjórir óeinkennisklæddir og kæruleysis- legir menn fylgdu honum en biðu úti. Við vorum drifin inn í skrif- stofu Hossains og maður sem ég hafði ekki séð fyrr sagðist ætla að túlka. Hameed var snyrtilega klæddur að venju. Hann hafði horast og virkaði óstyrkur en ekki óöruggur. Og ég áttaði mig strax á því að hann hafði ekki haft hugmynd um að ég væri í Bagdad. Við vissum áreiðanlega bæði að við urðum að gæta okkar. Svo við notuðum góðan tíma til að skiptast á skilmerkilegum upplýsingum um líðan fjölskyldna okkar. Hann hafði sagt mér að í stríðinu hefði hann skrifað 23 ljóðabréf til vina við kertaljós meðan sprengjurnar féllu á Bagdad. Ég spurði hvort bókin væri komin út. Hann brosti dauf- lega og hristi höfuðið. Hvort hann saknaði aldrei blaðamennskunnar. Jú, það kom fyrir, sagði hann. Ég dirfðist að spyija túlkinn hvort við gætum ekki fengið te. Meðan hann fór að skipa fyrir bauð ég Hameed sígarettu. Hann reykti áður eins og skorsteinn. Hann hristi höfuðið og sagði fljótmæltur: „Ég er hættur að reykja - og að skrifa." Þegar túlkurinn kom aftur spurði ég Hameed hvað hann væri að fást við. Hann sagðist vinna að sérstökum verkefnum fyrir stjórn- ina. „Við förum ekki nánar út í það,“ sagði túlkurinn. Þegar við höfðum drukkið teið sagði túlkurinn að tíminn væri lið- inn, nú yrði hinn önnum kafni maðaður að fara. Það hefði verið talað um tíu mínútur. „Ég hef nóg- an tíma,“ sagði Hameed rólega en ákveðið á ensku. „Ég hef yfrið nógan tíma og hún er vinur minn.“ Þegar við fylgdumst að fram í almenninginn og ég rétti honum höndina, dró hann mig að sér, kyssti mig þrisvar sinnum á kinnar að hætti araba og hvíslaði: „Viltu líka hafa samband við mig næst.“ Fréttamaður frá CNN kom hlaupandi: „Heyrðu, var þessi ná- ungi ekki ritstjóri Al-Thawra? Við höfum reynt að hafa upp á honum í marga mánuði og svo er hann allt í einu hér og kyssir þig fyrir fram- an alla. Hvert fór hann - við verð- um að fá viðtal við hann.“ Hann hljóp út rneð myndatöku- mann á hælunum. Ég fór í humátt á eftir. Mennirnir fjórir sáust hvergi. Og Hameed Saeed var horf- inn inn í myrkrið. ling rafiðnaðarmanna í félagsmiðstöð rafiðnaðarmanna að Háaleitisbraut 68, 3 hæð, þriðjudaginn 23. maí n.k., frá kl. 16:00 til 21:00. Fagmenn munu mæla þol, blóöþrýsting og blóðfitu þátttakenda ásamt því að veita einkaráðgjöf um þjálfun og bættan lífsstíl. Pantið tíma í síma: 5681433. - Mæling og ráðgjöf tekur u.þ.b. 20 mín. og kostar kr. 1000. RAFIÐNAÐARSAMBAN0 ISLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.