Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 21. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ -f MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ1995 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR KRISTJÁN Ragnarsson, for- maður LÍÚ, virðist hafa mis- skilið úrslit síðustu þingkosninga og þær vísbendingar, sem fram komu í kosningabaráttunni um afstöðu almennings til fískveiði- stefnunnar, ef marka má grein, sem hann skrifar í nýútkomið fréttabréf LÍÚ og ítarlega var sagt frá hér í blaðinu si. föstudag. í grein þessari segir Kristján Ragnarsson m.a.: „Nú þegar úrslit kosninga til Alþingis liggja fyrir vekur það sérstaka athygli, að þeir stjórnmálaflokkar, sem einna helzt hafa staðið vörð um fiskveiði- stefnuna undanfarin ár, teljast sig- urvegarar kosninganna. Hins veg- ar hafa þeir aðilar, sem talað hafa af ábyrgðarleysi um það mál, ekki uppskorið þá fylgisaukningu, sem þeir hafa væntanlega veðjað á með slíku tali.“ Sá maður, sem ætti einna gerzt að þekkja til, Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, hafði svolítið annað mat á þessari stöðu í stefnuræðu sinni á Alþingi sl. fimmtudags- kvöld. Forsætisráðherra sagði m.a.: „í kosningaslagnum, sem nýlega er afstaðinn, gáfust okkur þingmönnum fjölmörg tækifæri til Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. að eiga skoðanaskipti við fjölda kjósenda. Við tókum eftir því, að nokkurs óróleika gætir um skipan sjávarútvegsmála víða um landið. Það þarf ekki að koma á óvart, að farvegur óánægju og gagnrýni í' þessum mikla málaflokki sé margslunginn." Þessi ummæli forsætisráðherra endurspegla þann veruleika, sem blasti við frambjóðendum allra flokka í kosningabaráttunni. Á nánast hverjum einasta fundi, sem frambjóðendur mættu á, urðu þeir þess áþreifanlega varir, að megn óánægja ríkir með núverandi fisk- veiðistefnu. Sú óánægja er af margvíslegum toga. En víðast hvar um landið er undirtónninn að verða sá, að eigendur auðlindarinnar fái greiðslu fyrir afnot útgerðarinnar af henni. Þótt þessi almenna óánægja hafi enn ekki endurspeglast í bein- um stefnuyfirlýsingum stjórn- málaflokkanna nema að hluta til er augljóst hvert stefnir. Þetta má m.a. sjá af nýlégum ummælum Davíðs Oddssonar, forsætisráð- herra, bæði í stefnuræðunni og á aðalfundi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna fyrir skömmu. Þetta kom glöggt fram í sögulegri ræðu Árna Vilhjálmssonar prófessors, á aðalfundi Granda hf. sem nýlega var haldinn. Þetta kom líka fram í tillögugerð frambjóðenda og þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi fyrir kosning- ar. Þetta birtist einnig í þeirri upp- reisn, gegn ríkjandi sjávarútvegs- stefnu Framsóknarflokksins, sem varð meðal frambjóðenda Fram- sóknarflokksins í Reykjaneskjör- dæmi. Hvers vegna sköpuðu þeir sér sérstöðu fyrir kosningar? Auð- vitað vegna þess, að þeir fundu straumana meðal fólksins í kjör- dæminu. Þjóðin mun ekki til lengd- ar una því, að menn selji, kaupi, veðsetji og erfi það sem aðrir eiga. Svona einfalt er það. Þess er sem sagt vænzt, að fiskveiðistefnan byggist á góðum siðum - og rétt- læti. í grein sinni í fréttabréfi LÍÚ segir formaður samtakanna m.a.: „Það er lágmarkskrafa greinarinn- ar að fjölmiðlar og stjórnmála- menn, sem vilja að málflutningur þeirra sé tekinn alvarlega, hefji umfjöllun sína upp á hærra plan...“ Kristján Ragnarsson segir m.a.: „Umræðuna um málefni sjávarút- vegsins verður að hefja upp úr þeim kaldastríðstón, sem Morgun- blaðið, umfram aðra fjölmiðla og ýmsa stjórnmálamenn hefur ástundað undanfarin ár ... jafnvel slíkt fjölmiðlaveldi, sem Morgun- blaðið er nær ekki að kasta ryki í augu kjósenda og grafa undan því skynsamlega starfi, sem unnið hefur verið hér á landi á sviði fisk- veiðistjórnunar ... Aðferð gamla Þjóðviljans, sem ritstjórn Morgun- blaðsins hefur tileinkað sér í þessu máli, það er að ala á öfund og ill- girni...“ Þetta virðist vera það „plan“, sem formaður LÍÚ vill hafa um- ræður um sjávarútvegsmál á, ef marka má hans eigin skrif! AÐ MISSKILJA KOSNINGAÚRSLIT LA DIVINA COMME- dia er án efa mesta trúarljóð heims ásamt Paradísarmissi Milt- ons. Sumir sem til þekkja mundu vafa- laust bæta við Passíu- sálmum Hallgríms Péturssonar. Ljóðaflokkurinn er skrifaður af manni sem fýrir næsta engar sakir var dæmdur af páfastólnum til út- legðar frá öllu því sem hann unni, vinum sínum og fjölskyldu. Þann dag sem borgarhlið Fórens lukust að baki honum blasti við okkur hið Gullna hlið sígilds skáldskapar. Þóað hinn Guðdómlegi gleðileikur sé ortur í anda kaþólskrar kenningar miðalda er enginn vafi á því að hann er jafn- framt einskonar brennipunktur per- sónulegrar reynslu skáldsins sjálfs. Það er ekkisízt þessi reynsla og sú persónulega afstaða skáldsins til manna og málefna, einsog hún blasir við í ljóðaflokknum, sem gerir hann eftirminnilegan og sérstæðan. Gleði- leikurinn er að sjálfsögðu sprottinn úr kviku þessa óviðjafnanlega meist- ara, en hann sýnir ekkisfður svosem f skuggsjá, svo vitnað sé í þá helgu bók sem er umhverfi verksins og inn- blástur, mannlegan veikleika skálds- ins, misjöfn örlög hans og beiskju sem á rætur að rekja til þátttöku skálds- ins í lífi og gleði samtíðar sinnar. Einsog fljótið leitar að farvegi sínum, þannig er einsog öll reynsla Dantes safnist saman í þessu máttuga kvæði. Gleðileikurinn er hvorttveggja í senn, trúarljóð og uppgjör Dantes við sam- tímamenn sína og einnig dýrlegur lofsöngur til konu sem hann sá fyrst í æsku en fékk aldrei notið, en hún hverfur þó aldrei úr huga hans. Ást hans og aðdáun er slík að Dante sveipar Beatrísu guðdómlegum ljóma og hefur til hæstu hæða. Án ástar skáldins á Beatrísu hefði hún ekki orðið ímynd þess yndis og æskuþokka sem raun ber vitni. Aftur á móti hefðu sumir þeirra samtímamanna Dantes sem hann skilur við til eilífrar háð- ungar í helvíti mátt muna að enginn skyldi skáldin styggja. Hinn Guðdómlegi gleðileikur var fyrst gefínn út 1320 og þá með neð- anmálsgreinum til skýringar en af því má augljóst vera að útgefendur hafa ekki talið víst að allir lesendur þess tíma kynnu skil á því efni sem um er fjjallað eða gerðu sér alltaf grein fyrir táknsögunum á bakvið frásagnir skáldsins. En í framhaldi af því sem ég hef sagt um nátt- úrulýsingar í Hómers- kviðum má geta þess að Dante notar stundum svipaðar náttúrulýsingar til að bregða ljósi á mannlífið: Sem ilmlaus blöð af eikargreinum hljóðum eitt eftir eitt um haust til jarðar falli og hlaðist brátt í hrönn á skógarslóðum, svo hurfu í feiju Karons einn og allir af Adams syndumspillta og breyska sæði, því líkt sem gegnir haukur homsins kalli. (III kviða Vítisljóða.) Og ennfremur: Og eins og oddfylkt trönur vængi teygja með tregasöng og flug í lofti þreyta, kveinandi svipum sá ég storminn fleygja og framhjá bera. - „Seg mér hvað þeir heita, herra," ég bað, „er myrkir vindar kvelja, freklega slá og fram og aftur þeyta." (V kviða Vítisljóða.) Þessi aðferð er arfur eldri skáld- skapar og aðferðin er einatt bæði áhrifamikil og eftirminnileg. Maður- inn er einungis einn þáttur náttúr- unnar og hvernig ætti þá að vera hægt að lýsa lífí hans og aðstæðum ef slíkar náttúrumyndir væru ekki kjörin leið til þess? Stundum koma fyrir löng samtöl í gleðileiknum eins- og í Hómerskviðum og stinga mjög í stúf við fáorð samtöl íslendinga sagna, en minna fremur á langorðar orðræður í leikritum Shekespeares. í upphafí hittir Dante Hómer í IV kviðu Vítis og þeir ganga saman f hina blindu veröld hér fyrir neðan einsog komizt er að orði. Dante sér Hómer fyrst sem skugga en síðan skýrist hann og sér hann þá að hann er með blikandi sverð í hendi. Þetta minnir á það rit sem einna helzt er fyrir- mynd Dantes á þessu ferðalagi; Æneasar-kviðu eftir Virgil sem verð- ur svo fylgdarmaður hans um dauðra- mannaríki. Dante velur Virgil sem fylgdarmann ekki einungis vegna þess að hann var eitt helzta skáld latneskt um sína daga heldur vegna þess að í þessu höfuðverki hans, Æneasar-kviðu, sem fjallar um at- burðina eftir Trojustríð talar þetta heiðna skáld um land hinna útskúf- uðu og land hinna útvöldu, þ.e. hel- víti og paradís, en þangað fylgir hann hetju sinni Æneasi á ferðalaginu frá Troju til Ítalíu. Virgill var skáld eins- og Dante og hafði ferðazt um hug sinn og umhverfi; hann fjallar um útlegð Æneasar frá Troju og söknuð hans til þessarar borgar sem hjarta hans stendur til en er nú rústir einar og í augnsýn er stofnun Róms. Æn- eusar-kviða tekur semsagt við af Hómer og lýsir nú hinni rómversku hlið þessa ferðalags. í VI kafla ljóða- flokksins hafði Æneas komið við í landi hinna dauðu svo að Virgill hef- ur þannig gjörþekkt til þess umhverf- is sem þeir Dante fóru saman. Hann var því kjörinn fylgdarmaður um ríki dauðra, eða allt að landamærum himnaríkis, en þangað mátti hann ekki fara vegna þess hann hafði ver- ið heiðið skáld. Æneas herðist á ferðalaginu um dauðraheim og þar fær hann vísbendingu um sögu Róm- arríkis fram að dögum Ágústusar keisara og Virgils sjálfs og sér skugg- ana sem eiga eftir að gista jörðina í gervi þekktra persóna — og minnir að sjálfsögðu á skugga Hómers í helvíti Dantes. (Þess má geta hér að í þeirri bók um svipaða reynslu af lífinu handan við gröf og dauða sem vakið hefur mesta athygli í Banda- ríkjunum undanfarið, Embraced by the Light eftir Betty J. Eadie, er svipuð lýsing á þeim sem höfundur hitti á astralplaninu og bíða þess að komast þaðan og fæðast til jarðarinn- ar. Hafði þó Eadie ekki haft neinar spumir, hvorki af skuggaveröld Dantes né þeim skuggum sem flöktu fyrir augum Virgils og Æneasar.) í Æneasar-kviðu er einnig áhrifa- mikil ástarsaga og minnir á hug Dantes til Beatrísu; þ.e. ástarævin- týri Æneasar og Didós en hún deyr og Æneas hittir hana síðar í dauðra- mannaheimi einsog Dante Beatrísu sína í paradís. Ástarævintýrið milli Æneasar og Didó klúðraðist þannig með sorglegum hætti og minnir á hvemig fór fyrir Dante og þrá hans eftir Beatrísu. En með því að skír- skota í þetta ævintýri Æneasar og Didós varpar Dante fram spurning- unni um ábyrgð og ástríður, hvort þær geti farið saman og hefur að sjálfsögðu fyrirvara á því. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall IMORGUNBLAÐINU í DAG, laugardag, er frá því skýrt, að lokað verði fjórum af átta almennum geðdeildum Land- spítalans í sumar vegna sparn- aðar í heilbrigðiskerfinu. Þess- ar lokanir hefjast 1. júní nk. og verður þeim dreift á tvö sex vikna tímabil þannig að á hvoru tímabili verði tvær deildir lokaðar. Samkvæmt því, sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins er um að ræða tvær móttökudeildir og tvær eftirmeðferðardeildir. Ennfremur verður báðum deildum fyrir áfengissjúklinga lokað á sama hátt og einhver lokun verð- ur á bamageðdeild. Lárus Helgason, einn yfirlækna á geð- deild Landspítalans, er óvenju harðorður um þessar lokanir í samtali í laugardags- blaði Morgunblaðsins og segir m.a.: „Við teljum þetta gjörsamlega óábyrgar að- gerðir og þetta leiðir aðeins til þess, að við verðum að taka inn mun veikara fólk. Undir venjulegum kringumstæðum þýðir það lengri dvöl sjúklinganna, en nú neyðumst við. hins vegar til að út- skrifa þá fyrr. Annað sem undirstrikar ábyrgðarleysi þessarar gjörðar er að eft- irmeðferðardeildir verða líka lokaðar. Þannig verðum við að loka deildum, þar sem framhaldsmeðferð fer fram á ein- staklingum, sem mikið er í húfi að fái sem beztan og skjótastan árangur til þess að koma í veg fyrir alvarlegar skerð- ingar. Við sjáum því ekki fram á annað en einhveija vitleysu, sem svo auðvitað mæðir fyrst og fremst á sjúklingum og aðstandendum þeirra. Það er jafnframt líklegt, þótt ég vilji ekkert fullyrða um það, að þetta muni leiða til aukinna sjálfsvíga, því þegar sjúklingar koma til okkar í örvæntingu þá verðum við oft að segja þeim að ekkert pláss sé fyrir þá. Það má alltaf deila um hvar á að loka í heilbrigðiskerfinu en þessi gjörningur verður gjörsamlega á ábyrgð stjórnmála- manna, því þetta er þeirra ákvörðun." Þetta eru stór orð en sennilega rétt- mæt. Þær deilur, sem staðið hafa yfir um sparnað í heilbrigðiskerfínu hafa verið harðar og óvægnar eins og lands- menn hafa orðið vitni að undanfarna mánuði og misseri. En eitt er að deila um leiðir til þess að draga úr kostnaði skattborgara vegna lyfjakaupa eða hvort taka eigi upp tilvísanakerfí eða ekki til að draga úr kostnaði við almenna læknis- þjónustu. Annað er að loka alveg deildum á sjúkrahúsum, sem alvarlega veikt fólk þarf að leita til. Stundum sýnast þessar lokanir svo handahófskenndar að full ástæða virðist til að gera úttekt á áhrif- um þeirra og afleiðingum. Sjúkdómar eru misjafnlega erfiðir, hvort sem er fyrir sjúklingana sjálfa eða aðstandendur þeirra. Þegar um alvarlega sjúkdóma er að ræða er út af fyrir sig ekki hægt að gera nokkum mun á. Geð- sjúkdómar hafa nokkra sérstöðu. Þeim hafa um aldir fylgt þekkingarleysi, ótti, fordómar og fram á síðustu áratugi van- máttur læknavísindanna sjálfra að fást við þá eða fínna skýringar á þeim. Á síðustu þijátíu árum hefur orðið bylting í aðstöðu fyrir geðsjúka hér á íslandi. Á hálfri öld hafa orðið miklar framfarir í meðferð geðsjúkra sérstak- lega með tilkomu nýrra lyfja. Læknavís- indunum hefur ekki tekizt að komast fyrir rætur þessara sjúkdóma en með nýjum lyfjum er hægt að ná því jafn- vægi, sem gerir einstaklingi, sem á við geðsýki að stríða, kleift að lifa sæmilega eðlilegu lífí. Þegar um alvarlega geðsýki er að ræða er útilokað fyrir aðstandendur að ráða við aðsteðjandi vanda heima fyrir. En það er líka bæði erfitt og hættulegt heilsu hans sjálfs vegna að senda geð- sjúkan “mstakling heim af spítala áður en meðferð er lokið. Með því er meðferð- in rofin með ótímabærum hætti og lík- umar á því að leggja þurfí sjúklinginn inn á nýjan leik eru verulegar. Það er hægar sagt en gert vegna þess, að oft og kannski oftast er tilhugsunin um vist- un á geðdeild sjúklingum þungbær svo að ekki sé meira sagt. Starfsfólk geðdeildanna vinnur starf, sem venjulegum borgara mundi fínnast óbærilegt. Það veit, að heimsending sjúklings áður en meðferð er að fullu lokið er ekki aðeins ábyrgðarleysi heldur jaðrar við illa meðferð á sjúklingi. Sú vitneskja liggur að baki þeim stóru orð- um, sem Lárus Helgason yfirlæknir við- hafði í laugardagsblaði Morgunblaðsins og vitnað var til hér að framan. Hér hefur verið tekin ákvörðun, sem þarf að endurskoða. Þeir sem bera ábyrgð á henni hljóta að hafa tekið hana að óhugsuðu máli. Þeim nægir að fara í gönguferð um geðdeildir Landspítala og Borgarspítala og á Kleppsspítalann til þess að átta sig á því, að þetta er eitt af því, sem „menn gera ekki“. Hinir geðsjúku munu ekki láta í sér heyra. Þeir eiga ekki auðvelt með að beijast fyrir eigin hagsmunum. Aðstand- endur þeirra munu heldur ekki láta til sín heyra. Þrátt fyrir allar framfarir eru fordómamir svo miklir, að enn í dag reynir fólk að fela þetta vandamál í fjöl- skyldum sínum eða skammast sín fyrir að viðurkenna að það sé til staðar. Þess vegna þurfa þeir, sem þessa ákvörðun tóku, ekki að óttast eitthvert allsheijar uppnám í fjölmiðlum. En afleiðingamar af lokun geðdeildanna verða jafnalvar- legar eftir sem áður. Og þeir sem þessa ákvörðun tóku mundu ekki vilja standa frammi fyrir þeim afleiðingum í sínu daglega lífi. Ný átök nauðsynleg ÞÓTT BYLTING hafí orðið í aðstöðu fyrir geðsjúka á þremur áratugum, fyrst með opnun geðdeildar á Borgarspítala á árinu 1968 og síðar með byggingu geðdeildar við Landspítalartn fer því fjarri að hægt sé að láta staðar numið eða stíga skref aftur á bak eins og nú með svo víð- tækri sumarlokun ákveðinna deilda. Með geðdeildum á spítölunum tveimur varð bylting í meðferð bráðveikra sjúkl- inga en aðstaða til eftirmeðferðar er enn alltof takmörkuð svo og aðstaða fyrir sjúklinga, sem þurfa á langtímaumönnun að halda, í sumum tilvikum alla ævi. Það hefur verið byggð upp viss aðstaða fyrir hvoru tveggja en hún er mjög langt frá því að vera fullnægjandi og í sumum tilvikum varla hægt að bjóða fólki upp á hana. Það er t.d. umhugsunarefni, hvort það sé heppilegt og æskilegt að blanda sam- an á geðdeildum mikið veiku fólki og minna veiku fólki, sem engu að síður þarf á sjúkahúsvist að halda eða fólki, sem er á batavegi eftir erfíða meðferð. í sumum tilvikum er ekki fráleitt að ætla, að samvistir við alvarlega sjúkt fólk geti haft neikvæð áhrif á sjúkling, sem að öðru leyti er á batavegi. I öðrum tilvikum. getur fólk þurft á sjúkrahúsvist og umönnun fagfólks að halda, þótt það sé ekki haldið bráðri geðsýki. Þetta millistig virðist tæpast til hér á landi, þótt komið hafi verið upp áfanga- stöðum til að greiða fólki leið út í lífið eftir meðferð á geðdeild. Frá sjónarhóli leikmanns sýnist uppbygging aðstöðu til slíkrar framhaldsmeðferðar og meðferð- ar á minna veiku fólki að vera næsta skref í því að koma hér upp aðstöðu til meðferðar geðsjúkra, sem talizt getur fullnægjandi. Þótt miklar framfarir hafi orðið í meðferð geðsjúkra hafa læknavísindin ekki komizt fyrir rót geðsjúkdóma eins REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 20. maí Morgunblaðið/Ingólfur VOR í lofti í Hellisvík við Þingvallavatn. og áður sagði. Raunar virðast margvísleg sálræn og geðræn vandamál aukast í nútímaþjóðfélagi. Það er ekki sízt sorg- legt að sjá þann fjölda ungs fólks, sem er í meðferð á geðdeildum og vita, að öll ævi þess getur verið í húfi. Það er því miður alveg eins líklegt, að mörg þessara ungu andlita megi sjá að 'þijátíu árum liðnum á sama stað eftir flókna og margslungna vegferð um lífsins ólgu- sjó - inn og út af geðdeildum. En til allrar hamingju eru líka til ánægjulegri dæmi um fólk, sem nær fullum bata. Eins og af þessu má sjá er tímabært að hefja umræður um ný átök til þess að bæta aðstöðu til meðferðar á geð- sjúku fólki á íslandi. Vonandi bregða Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráð- herra, og Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, æðstu yfirmenn heilbrigðis- og Ijármála í landinu við og leita leiða til að breyta þessari alvarlegu ákvörðun um lokun geðdeildanna. Við skulum temja okkur að spara á öðrum en þeim, sem minnst mega sín. GUÐMUNDUR Magnússon, einn . af fréttastjórum heldur mig Dagblaðsins Vísis, gjo- Qallar í blaði sínu ® í dag, laugardag, um það sem hann kallar „hina hliðina á sjálfstæði fjölmiðlanna" og víkur þar m.a. að Morgunblaðinu og segir: „Morg- unblaðið er að sönnu yfirburða fréttamið- ill en það eru sofandi menn, sem ekki veita því athygli, að á sama tíma og það sker á hin flokkspólitísku tengsl við Sjálf- Margur stæðisflokkinn er það að verða sjálf- stætt þjóðfélagsafl með afdráttarlausa stefnu í öllum höfuðmálum, stefnu sem með greinilegum hætti litar mjög oft fréttaumljöllun þess. Þeir sem eru sam- mála ritstjórum Morgunblaðsins í helztu málum njóta þess í fréttaflutningi blaðs- ins. Hinir, sem eru svo „óheppnir“ að vera á öndverðum meiði gjalda þess. Sérstaklega er þetta áberandi í sjávarút- vegsmálum, þar sem blaðið er í næsta sérkennilegri krossferð gegn svokölluð- um „sægreifum". En hlutdrægnin er engan veginn bundin við þann mála- flokk. Það eru ekki annað en óheilindi, ef menn viðurkenna þetta ekki og horf- ast í augu við þetta ... Sérstaða Morg- unblaðsins felst kannski í því að það er eins og blaðið sé nánast tilbúið í fram- boð í kosningum!“ Um þennan pistil má segja, að marg- ur heldur mig sig en um það verður ekki fyallað hér. A hveijum degi, sex daga vikunnar, koma verk ritstjómar Morgunblaðsins fyrir augu lesenda blaðsins. Þar blasir við, svo ekki verður um villzt hvaða meðferð margvíslegar upplýsingar, sjónarmið og skoðanir fá, á síðum blaðsins. Hver og einn getur tekið sér fyrir hendur að rannsaka, vega og meta, hvort skoðanir Morgunblaðsins „liti“ fréttaumfjöllun þess. Því fer auðvit- að ijjarri að svo sé. Fréttastjóri Dagblaðsins Vísis nefnir sérstaklega það sem hann kallar „sér- kennilega krossferð" Morgunblaðsins í sjávarútvegsmálum og telur „litun“ fréttanna sérstaklega áberandi á þessu sviði. Helztu talsmenn andstæðra skoð- ana hafa verið þeir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, Þorsteinn Pálsson, sjávar- útvegsráðherra og að nokkru leyti Hall- dór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. Get- ur nokkur maður haldið því fram með rökum, að sjónarmiðum þessara manna í sjávarútvegsmálum hafí ekki verið sýndur fullur sómi í Morgunblaðinu? Getur nokkur maður haldið því fram, að þessir menn hafí átt erfitt með að koma skoðunum sínum á framfæri á síð- um þessa blaðs? Auðvitað ekki. Morgunblaðið hefur lagt áherzlu á.að halda til haga öllum sjónarmiðum, sem fram hafa komið í sjávarútvegsmálum á undanförnum árum. Og þar þarf ekki frumkvæði þeirra, sem hafa andstæða stefnu við Morgunblaðið til að koma. Nýjasta dæmið um það er ítarleg frétt, sem birtist hér í blaðinu í gær, föstudag, um harkalega gagnrýni Kristjáns Ragn- arssonar, formanns LÍÚ í nýju frétta- bréfi samtakanna á Morgunblaðið og sem fjallað er um í forystugrein í þessu tölublaði Morgunblaðsins. Þeir, sem gert hafa athugasemdir við þær breytingar, sem orðið hafa á Morg- unblaðinu á undanförnum árum og ára- tugum hopa nú úr einu víginu í annað. Nú er ekki lengur talað um sviksemi við Sjálfstæðisflokkinn en nú er sagt, að skoðanir blaðsins „liti“ fréttaflutning þess. Morgunblaðið hefur vissulega „af- dráttarlausa stefnu í öllum höfuðmálum" eins og Guðmundur Magnússon segir. Þeirri ásökun að skoðanir blaðsins móti fréttaflutning þess er hins vegar vísað til föðurhúsa. í þeim efnum tala verk ritstjórnar Morgunblaðsins sínu máli. „Hinir geðsjúku munu ekki láta í sér heyra. Þeir eiga ekki auðvelt með að berjast fyrir eigin hags- munum. Aðstand- endurþeirra munu heldur ekki láta til sín heyra. Þrátt fyrir allar framfarir eru for- dómarnir svo miklir... Þess vegna þurfa þeir, sem þessa ákvörð- un tóku, ekki að óttast eitthvert allsherjar upp- nám í fjölmiðlum. En afleiðingarnar af lokun geðdeild- anna verða jafn- alvarlegar eftir sem áður.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.