Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 2» MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Hí/aSqtu oLd 1 ,Eá r. laerc*. o litr ctf> Ferdinand Smáfólk ir að koma, strák- skuli ennþá hafa áhuga á ar____ að spila fótbolta ... máls á hnjáuppskurði... BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylq'avík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hvað er Star Trek? Frá Matthíasi Amgrímssyni, Al- berti Þór Sverrissyni og Matthíasi Sveinbjörnssyni: í RÚMLEGA þijátíu ár hafa Star Trek þáttaraðir og kvikmyndir ver- ið eitt vinsælasta afþreyingarefnið í Bandaríkjunum og Englandi (og fleiri löndum). Þáttaraðirnar eru orðnar fjórar (Classic Trek, The Next Generation, Deep Space 9, Star Trek Voyager), kvikmyndirnar eru orðnar 7 með nýjustu mynd- inni, Generations, og þar að auki voru gerðir teiknimyndaflokkar og brúðumyndaflokkar. Foreldrar í Bandaríkjunum og Englandi hafa lýst ánægju sinni með uppeldislegt gildi Star Trek og þakka Star Trek fyrir að böm þeirra fengu áhuga á vísindum, tækni, rannsóknum og námi er tengdist þeim. Línuleg hugsun vagnhestsins er ekki til í Star Trek. Hið nýja og framandi heillar áhorfendur og (hugsanlegar) geimferðir framtíð- arinnar hafa óendanlega fjölbreytt ævintýri í för með sér. Flestir sem fyrst heyra um Star Trek segja: „Ég nenni ekki að horfa á þessa Star WARS vitleysu." Þetta er einmitt meinið. Fólk ruglar Star Trek við Star Wars og setur í sama flokk. Star Trek reynir frekar að höfða til hins vitræna og hvetja til hugs- unar með endalausum ráðgátum og nýjum uppákomum og fyndnum atriðum. Þannig er Star Trek ef til vill blanda af Star Wars (geimferða- hlutinn), Sherlock Holmes (ráðgát- urnar) og Indiana Jones (uppákom- urnar og fyndnin). En eins og ein- hver sagði eitt sinn: „3% mannkyns hugsa, önnur 3% halda að þau hugsi og hin 94% myndu frekar deyja en að hugsa.“ Þess vegna fylgjumst við með Star Trek og erum stoltir af því. Lifum lífinu og hugsum, hvað ef ...? í lokin viljum við hvetja RÚV til að halda áfram með Star Trek þátt- araðirnar, en fá frekar TNG en Deep Space 9 því The Next Gener- ation er langvinsælasta þáttaröðin til þessa. Við endum á frægum orð- um herra Spock: „Live long and prosper". (Lifið lengi og þróist.) MATTHÍAS ARNGRÍMSSON, ALBERT ÞÓR SVERRISSON, MATTHÍAS SVEINBJÖRNSSON, flugmenn og Star Trek áhugamenn. Upplýsingar um Internettengingu við Morgunblaðið VEGNA fjölda fyrirspurna varðandi Intemet-tengingu við Morgunblaðið, skal eftirfarandi áréttað: Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér Iiggja ýmsar almennar upplýs- ingar um blaðið, s.s netföng starfs- manna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Internetinu Hægt er að nálgast Morgunblað- ið á Intemetinu á tvo vegu. Ann- ars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á Intemetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Internetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið I blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við Internet Þeir sem hafa Netscape/Mos- aic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.