Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ1995 37 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Er samstarf bank- anna í kjara- málum á enda? Frá Jóhanni Ólafssyni: SVERRIR Hermannsson, banka- stjóri, segist vel geta hugsað sér að samstarf bankanna í samningum við starfsfólk sitt hafi runnið sitt skeið á enda. Þetta kom fram á fundi með starfsmönnum Lands- bankans í Háskólabíói 17. maí og var birt í grein með sama nafni í Morgunblaðinu 18. maí síðast lið- inn. Sverrir hefur áður viðrað álíka skoðanir og þá gjaman hvatt starfs- menn Landsbankans til að ganga úr „skemmti- og/eða ferðaklúbbn- um“ Sambandi íslenskra banka- manna (SÍB). Við þetta tækifæri eins og þau fyrri lætur hann í veðri vaka að starfsmenn bankans muni eiga auðveldara með að sækja kjarabætur ef samningum verði haldið innanhúss. Sverrir hefði átt að taka á þessu máli svolítið fyrr eða meðan hann sat á þingi, því um ríkjandi fyrir- komulag þessara hluta gilda ein- faldlega lög nr. 34 frá 1977 sett af alþingi Islendinga. En þar segir í 2. gr. „Bankaráð þeirra banka sem greindir eru í 1. gr., fara með fyrir- svar bankanna við gerð kjarasamn- inga. Þau skulu skipa sameiginlega nefnd til að fara með samninga af sinni hendi. Samband íslenskra bankamanna fer með fyrirsvar bankastarfsmanna við gerð _ og framkvæmd kjarasamninga." í 1. gr. er sagt, að lögin eigi við starfs- menn banka í eigu ríkisins. Þar sem lögin ná ekki til starfs- manna annarra banka en ríkis- ■ banka var á grundvelli þeirra gert samkomulag _sem nær til allra fé- lagsmanna SÍB, en 3. gr. þess er nánast samhljóða 2. gr. laganna. Þetta hlýtur Sverrir að vita og þar með er ljóst að þessar skoðanir hans snúast ekki um nútímann, heldur hlýtur hann að vera að rýna fram í tímann. Spurningin er því hvað er Sverr- ir að undirbúa. Vel má vera að samningamálum bankamanna sé betur fyrir komið á annan veg en nú er og sú hug- mynd að einstök fyrirtæki semji sér við sína starfsmenn, er vel þess virði að skoða betur, en hitt er víst að það finnst varla verri tímapunkt- ur til stórfelldra breytinga á samn- ingafyrirkomulagi bankamanna. Allir vita að breytinga er að vænta í rekstrarfyrirkomulagi ríkis- bankanna og í fyllingu tímans verða þeir líklega seldir eða gefnir ein- hveijum pólitískt réttþenkjandi mönnum, tæplega verður þeim skipt milli núverandi eigenda. Þegar sá tími rennur upp er ekkert líklegra en að bankarnir vilji ganga í VSÍ og um samningsstöðu sundraðra bankamanna þarf þá ekki að fjöl- yrða. Sé Sverri alvara með að Lands- bankinn sé fær um að lagfæra kaup eða kjör starfsmanna sinna einn og sjálfur þá ætti hann að beita sér fyrir þvi að ýmsum ósamnings- bundnum fríðindum, sem bankinn hefur einhliða skert stórlega eða afnumið á síðustu árum, verði aftur komið á. Sumarfötín frá ^ Sarbara Farber ^ ^ og Folnter % \ vekja alltaf athygli 5 ^ 10-20% \æqra verð ^ k en I fyrra vegna hagatasðra % S Innkaupa ^ S ENGtABÖRNÍN 8 Sverrir ætti einnig að vita að hann á ekkert með að reka áróður af þessu tagi gagnvart starfsmönn- um Landsbankans því um það at- riði gilda einnig lög, þau eru nr. 80 frá 1938 með síðari breytingum og fjalla um stéttarfélög og vinnu- deilur, en þar er fyrirtækjum eða atvinnurekendum bannað að hafa afskipti af hvar eða hvernig starfs- menn þeirra skipa sér í stéttarfélag. Það var kannski tilviljun, en dag- ana kringum fundinn í Háskólabíói stóð yfir atkvæðagreiðsla um ný- gerðan kjarasamning. Niðurstöður liggja enn ekki fyrir, en fari svo að samningurinn verði felldur, er gott til þess að vita að Landsbank- inn mun ekki standa í vegi fyrir réttmætum kröfum um kjarabót, vegna þeirrar hagræðingar og auk- ins álags sem orðið hefur í bönkun- um. Bankamenn hafa í gegn um tíð- ina verið seinir til vandræða og hafa reynt samningaleiðina til hins ýtrasta, jafnvel þó það hafi tekið allt að ári að ljúka samningum, en í þetta skiptið hefur samninga- mönnum okkar verið mætt af slíku skilningsleysi að ekki verður við unað. Það er því baráttuhugur í bankamönnum og við munum fylgja kröfum okkar fast eftir. Við viljum meðal annars sjá öll greidd laun inni í launatöflum og jafnrétti kynj- anna til starfa og launa. Að lokum þetta, starfsmenn Landsbankans ásamt félögum sín- um í SÍB eru fullfærir um sjálfir að taka ákvarðanir um samninga- mál sín, verja og sækja réttindi sín, kaup og kjör. JÓHANN ÓLAFSSON, starfsmaður Landsbanka. 1 ^ ^fatnciður I QÚÚyþ* ábörnin | m | Frábær sumarföt 1 Skór - gallaföt I | cmcsii r%w% | BORGARKRINGUNNI - Sími 68 95 25. ★ |B ■ JAMES BURN INTERNATIONAL Efni og tæki fyrir IHÍTG'A járngorma innbindingu. (Jfo 1. RSTVfllDSSON HF. -iBl’ SKIPHOLTI33,105REYKJAVÍK,SÍMI552 3580 s Bankastrceti 10 • slmi 552-2201 ^ GRflW ® Þessi vandaba hljómtækjasamstæba, Goldstar 606 er meb Full Logic, Ultra Bass Booster o.m.fl. Þriggja ljósráka geislaspilari meb 32 laga minni j 130 W magnari með innb. forstilltum tónjafnara j Ultra Bass Booster, sem gefur enn meiri bassa Fjarstýrðurstyrkstillir Tengi fyrir sjónvarp eða myndbandstæki Allar aðgerðir birtast á fljótandi kristalsskjá Klukkaogtímarofi Útvarp með FM, MW og LW-bylgjum 30 stöðva minni Tvöfalt Dolby kassettutæki með snertitökkum Fullkomin fjarstýring Tveir vandaðir hátalarar með loftun f/ bassa Stærð: Br.: 27 an, hæð: 40 cm, dýpt: 30 cm Verð áðun-59v9ö0, - kr. stgr. Verð nú: ------^ stgr Þessi fullkomna hljómtækjasamstæba, Goldstar FFH-333 er hlabin tæknibúnabi - ú góbu verbi! • Þriggja ljósráka geislaspilari með 32 laga minni • 64 W magnari meb innb. forstilltum tónjafnara • Ultra Bass Booster, sem gefur enn meiri bassa • Fjarstýröur styrkstillir • Tengi fyrir sjónvarp eða myndbandstæki • Allar aðgerðir birtast á fljótandi kristalsskjá • Klukka og tímarofi • Útvarp með FM, MW og LW-bylgjum 30 stöðva minni • Tvöfalt Dolby kassettutæki m.a. með: • Sjálfvirkri spilun beggja hliða og hraðupptöku • Fullkomin ^arstýring • Tveir vandaðir hátalarar með loftun f/ bassa • Stærð: Br.: 27 cm, hæð: 33,3 cm, dýpt: 43,7 cm stgr. Verð áður:-49v900,- kr.stgr. Verð nú: Þessi frúbæra hljómtækjasamstæba, Goldstar F-272L 3CD er nú ú sérstöku tilbobi, ú meban birgbir endast! Verö áður:-44;900, - kr. stgr. Verð nú: Þriggja diska geislaspilari með 20 laga minni 32 W magnari með innb. forstilltum tónjafnara ] Tengi fyrir hljóðnema (Karaoke) Tengi fyrir sjónvarp eöa myndbandstæki Allar aðgerðir birtast á fljótandi kristalsskjá Útvarp með FM, MW og LW-bylgjum 20 stöðva minni Tvöfalt kassettutæki m.a. með: Síspilun og hraðupptöku Fullkomin fjarstýring Tveir vandaðir hátalarar með loftun f/ bassa Stærð: Br.: 27 cm, hæð: 31 cm, dýpt: 33 cm stgr. Þessi skemmtilega hljómtækjasamstæba, Goldstar F-222L er meb Karaoke-möguleika fyrir þá sem vilja syngja meb. • Þriggja ljósráka geislaspilari með 20 laga minni • 20 W magnari með innb. forstilltum tónjafnara • Allar aðgerðir birtast á fljótandi kristalsskjd • Útvarp með FM, MW og LW-bylgjum 20 stöðva minni • Tvöfalt kassettutæki með hraðupptöku • Tengi fyrir hljóbnema • Fullkomin fjarstýring • Tveir vandaðir hátalarar með loftun f/ bassa • Stærð: Br.: 28,5 cm, hæð: 31,5 cm, dýpt: 23,5 cm Verð áður:~36r900,- kr.stgr. Verð nú: raðgreiðslur TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA IMfJ SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.