Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 Melka Quaiity Men's Wear „Durable Press“ Bómullarbuxurnar sem krumpast ekki Melka dagar 17.-31. maí + EiBSi5aaisiBiaiBiBiaaiSiaii2i SUMARBUÐIR fyrir hressa unglinga 13-15 og 16-18 óro i daga námskeið í skemmtileguHfnhverfi, þar sem unnið er við ídgræ^nustörf, farið í gönguferðir og tvxöst um náttúru íslands, skyndihjálp og störf Rauða krossins. Á kvöldin verða haldnar kvöldvökur með ýmsum óvæntum uppákomum. 1. námskeib 2. námskeib 3. námskeið 4. námskeib 5. námskeib 6. námskeib 6. - 10. júní 13-15 ára 12. - 16. júní 13-15 ára 19.-23. júní 13-15 ára 26. — 30. jlini 13—15 ára Tjaldútilega 3. — 7. jull 16—18 ára Alþjóðlegt 10. - 14. júlí 16-18 ára TjaTdúúkga Fyrstu fjögur námskeiðin eru íyrir 13 - 15 ára en tvö síðustu ætluð 16—18 ára. Upplýsingar og skróning ó skrifstofu RKÍ sími 562-6722 + Rauöi Kross íslands ÍDAG Pennavinir VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Lyklakippa tapaðist BÍLLYKLAKIPPA með Valsmerki og merki knattspyrnufélags Barc- elona tapaðist á homi Engihlíðar og Miklu- brautar sl. þriðjudag eða miðvikudag. Á kippunni var einn lykill. Þetta er mjög bagalegt tjón fyrir eigandann þar sem þetta var eini lykillinn af bíln- um. Finnandi er vinsam- lega beðinn að hringja í síma 6519425. Kassi með ungbarnafötum KASSI með ungbarna- fötum fannst á mótum Lynghaga og Ægissíðu laugardaginn fyrir páska. Upplýsingar í síma 5628806. Hjóltapaðist GLÆNÝTT grænt Trek 21 tommu, 21 gírs fjalla- hjól, tapaðist þar sem það stóð læst við hús í Sólheimum. Viti einhver um hjólið er hann vin- samlega beðinn að hringa í síma 5886407. Gæludýr Hvít læða fannst HVÍT, u.þ.b. eins árs gömul ómerkt læða, fannst fyrir utan Stjörnuval við Tunguveg sl. fimmtudag. Mjög blíð. Upplýsingar í síma 5519425. FJÓRTÁN ára sænsk stúlka með áhuga á tónlist, dýrum og íþróttum, einkum knattspyrnu: Kristina Lorentzon, Skeppargatan 22, 621 57 Visby, Sweden. TUTTUGU og tveggja ára Ghanastúlka með áhuga á tónlist, ljósmyndun, bók- menntum o.fl.: Patience Cudjoe, c/o Emest Joei Ansah, C.A.G.C Abura, P.O. Box 713, Oguaa, Ghana. FIMMTÁN ára norsk stúlka með áhuga á bókalestri, skíðum, bréfaskriftum o.fl.: Gry Levald, 0vre Eidstredet 6B, 3264 Larvik, Norway. ÁTJÁN ára úkraínskur pilt- ur með áhuga á tennis, di- skótdansi, tónlist og íþrótt- um: Alexander Skacko, P.O. Box 340, 253222 Kiev - 222, Ukraine. FIMMTÁN ára Gambíupilt- ur með margvísleg áhuga- mál: Lamin I. Jatjue, c/o Ismaica Jaijue, Gambia Co-operative Union, P.O. Box 505, Banjul, Gambia. ÞRETTÁN ára sænsk stúlka með mikinn áhuga á hestum: Ceeilia Isaksson, Álgerum Áhult, 615 94 Valdemarsvik, Sweden. SEXTÁN ára norsk stúlka með áhuga á skíðum, teikn- un, bókmenntum og bréfa- skriftum: Maria Gjertsen, 0vre Eidstredet 6, 3264 Larvik, Norge. ÞRETTÁN ára fínnsk stúlka með áhuga á tónlist, dansi, dýrum, og íþróttum: Christina Lindfors, Sandgatan 1 A 5, 00180 Helsingfors, Finland. ÁTJÁN ára sænsk stúika með margvísleg áhugamál: Maria Waineby, ArtaborgsvSgen 23, 702 28 Orebro, Sverige. LEIÐRÉTT Ingunn í umsögn’ um Kertalog Jökuls Jakobssonar hjá Leikfélagi Rangæingga misritaðist nafn leikstjór- ans Ingunnar Jensdóttur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á AEGON mótinu í Hol- landi í vor þar sem tefla bæði menn og öflug skákforrit. Tölvuforritið QUEST hafði hvítt og átti leik, en stærðfræðidoktor- inn og stórmeistarinn dr. John Nunn (2.620) var með svart. 16. Rxd5!! (Það tekur skákforrit aðeins brot úr sekúndu að finna þennan leik. Meginafbrigði flétt- unnar er sex leikja mát: 16. - exd5?? 17. Bxh7+ - Kg8 18. Dd3+ - f5 19. Dxf5+ - Kg8 20. Dg6+ - Bg7 21. Dxg7+ mát) 16. - Bb7 17. Rc3 - Rd6 18. Hh5 - Hf7 19. Bxg5! (Þessi leikur er margfalt erfiðari fyrir tölvu en 16. Rxd5) 19. - Bxf3 20. gxf3 - fxg5 21. Hxg5+ - Kf8 22. Hdgl - Rf6 23. Re4 — Rdxe4 (23. — Ke7 var skárra) 24. fxe4 — Dxd4 25. e5 - Ke7 26. c3 - Db6 27. exf6+ - Bxf6 28. Hg8 og með peði meira og sókn vann tölvan auð- veldlega. Tölvuforritin höfðu betur í heild- arviðureigninni, hlutu 155 v. gegn 132. Einstaklings- úrslit: 1. Van der Wiel, Hollandi 5‘A v. af 6, 2-10. Ligt- erink, Hollandi og Seirawan, Bandaríkjunum, Hiarcs, Chess Genius 'X, M-Chess Pro, Hitech, Mephisto PC-bord A, W- Chess og Socrates, allt tölvuforrit 5 v. 11-12. Cifu- entes og Ree, báðir Hol- landi 4 Vi v. Nunn, Bron- stein og Zsofia Polgar máttu sætta sig við 4 v. og Christiansen og Zsuzsa Polgar hlutu 3'A v. HOGNIHREKKVISI . KÆRASTiNN er ko/hinn Víkveiji skrifar... EF VÍKVERJI mætti eiga það víst að heyra árlega á Alþingi þó ekki væri nema eina ræðu eins og þá, sem Össur Skarphéðinsson flutti í umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra á fimmtudags- kvöld, gæti svo farið að hann færi að hlusta á þingræður af öðrum ástæðum en vegna starfsskyldu. Burtséð frá efnisinnihaldi var ræð- an bráðskemmtileg og vel flutt og full af tilvísunum í menningararf- inn. Þegar Össur klykkti út með því að segja mætti um framsóknar- ráðherrana eins og sagt var í Grett- is sögu um Önund tréfót; að hann var fræknastur einfættra manna, sem þá voru uppi á íslandi; rumsk- aði meira að segja syfjaður þing- heimur og hló. xxx ÓTT Ólafur G. Einarsson þing- forseti segði það óviðeigandi af hálfu Jóns Baldvins Hannibals- sonar að kalla Pál Pétursson félags- málaráðherra „póstinn Pál“, af því að hann væri ekki annað en póstur fyrir Evrópusambandið í Brussel, hafði nafngiftin þau áhrif á Vík- veija að nú byijar söngurinn úr brúðumyndunum um póstinn Pál og köttinn Njál að klingja í kolli hans þegar hann heyrir minnzt á félagsmálaráðherrann. Afdrifarík- ustu pólitísku mistökin, sem Páll Pétursson gæti gert á næstunni, væru sennilega að ráða sér aðstoð- armann eða blaðafulltrúa sem héti Njáil! x.x x FÉLAGSMÁLARÁÐHERRANN á reyndar eftir að verða í vandræðalegri stöðu oftar en nú, þegar andmæli hans gegn vinnu- vemdartilskipunum Evrópusam- bandsins eru að engu höfð. Hversu oft næstu fjögur árin ætli Páll Pét- ursson verði að halda blaðamanna- fundi og kynna málin „frá Bruss- el“, þ.e. nýjar viðbætur við EES- samninginn, með brosi á vör? Og hvernig ætli honum gangi að mæla fyrir stjórnarfrumvörpum þegar um lúgu hefur Iæðzt bréf frá Brussel? Páll var sá þingmaður, sem einna lengst gekk í að halda því fram að hér yrði nánast landauðn ef samn- ingurinn gengi í gildi. Þannig sagði hann í ræðu á Alþingi 1989, þegar EES kom fyrst til umræðu: „Við þolum ekki það hömluleysi sem stærri ríki þola á flutningum fjár- magns, hömlulaust streymi vinnu- afls, vöru og þjónustu. Ef við undir- gengjumst það mundum við að sjálfsögðu strax glata tungu okkar, menningu og sjálfstæði á mjög skömmum tíma. “(!!!) xxx HVER trúir nú spádómum Páls Péturssonar? Og hvernig mun félagsmálaráðherranum farn- ast í ríkisstjórn, sem hyggst byggja samskipti íslands við önnur Evrópu- ríki á grunni EES-samningsins? Hvernig mun honum ganga í sam- skiptum við verkalýðshreyfinguna, sem leggur gífurlega mikið upp úr þeirri bættu réttarstöðu, sem hún telur sig öðlast með EES-reglum? Eða Skrifstofu jafnréttismála, sem nýlega hefur haldið fram ágæti evrópskra reglna fyrir jafnrétti karla og kvenna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.