Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 41 FÓLK í FRÉTTUM Marisa Tomei við tökur á „Perez-fjölskyldunni“. Tomei bætti á sig kílóum ►ÞAÐ ER ekki óalg-engt að karl- íeikarar bæti á sig nokkrum aukakílóum til þess að ná betur að uppfylla þær kröfur sem gerð- ar eru til þeirra í kvikmyndum. Mickey Rourke lagði það á sig fyrir Barfluguna, Robert De Niro fyrir Raging.Bull og Nicolas Cage fyrir Koss dauðans. Marisa Tomei fór aftur á móti ekki troðnar slóðir þegar hún bætti á sig níu kílóum fyrir hlut- verk sitt í myndinni „The Perez Family“, enda tíðkast það yfir- leitt ekki meðal leikkvenna held- ur þvert á móti. Tomei segir ástæðuna hafa verið þá að hún vildi hafa mjúkar línur og stærri bakhluta. Hún náði markmiði sínu með því að „drekka ótæpi- lega af víni og mjólkurhristing- um og borða mikið af hamborg- urum.“ -----» » ♦---- Forrest Gumpí þriðja sæti FORREST Gump hefur reynst vera algjör gullnáma fyrir framleiðendur myndarinnar, en hún hefur nú þeg- ar halað inn rúmlega 322 milljónir dala eða tæpa tuttugu milljarða króna. Þar með er hún komin upp fyrir Stjörnustríðsmyndirnar og skipar þriðja sæti yfir þær kvik- myndir sem mest hafa _gefið af sér í kvikmyndasögunni. I fyrsta og öðru sæti eru myndir Spielbergs E.T. og Júragarðurinn. mann sem gift- ist Helenu og lendir í ástar- sambandi við aðra konu. í nýlegu viðtali er hann spurður að því hvort hann geri mikið af því að horfa á kvik- myndir. Hann segist ekki gera mik- ið af því, enda sé ekki úr mörgu að velja. Hann hafi séð flestar góð- ar myndir sem gerðar hafi verið og nefnir til leikstjóra á borð við Fell- ini, Kurosawa, De Sica, Truffaut og Bunuel. Auk þess hrósar hann Quentin Tarantino í viðtalinu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Tómas R. Einarsson, Þórir Baldursson, Agn- ar Magnússon, Kristján Eldjárn og Einar Sche- ving. PÁLL Óskar Hjálm- týsson, Anna Þráins- dóttir, Katrín Krislj- ánsdóttir og Margrét Kristjánsdóttir. Burtfarartónleikar Kristjáns Eldjáms KRISTJÁN Eldjárn hélt burtfarar- tónleika sína frá djassbraut Tónlist- arskóla FÍH síðastliðið miðviku- dagskvöld. Einar Scheving, trommuleikari, Tóm- • / as R. Einarsson, kontrabassaleik- ari, Agnar Magnússon píanóleikari og Þórir Baldursson, ^asorganisti, léku með Kristjáni á tónleik- unum, en á efnis- skrá voru ýmis er- lend lög. Auk þess voru lögin Vélsög og vaselín og Naumhyggja eftir Kristján frumflutt á tónleikunum. EYRUN María Rún- arsdóttir með Unni Söru Eld- járn, Úlfur Eldjárn, Þórarinn Eldjárn, Hall- irn ob Unnur Ölafsdóttir. dór -Eldjárn og Unnur Til þessa hafa íslenskir karlmenn ekki átt hátíðarbúning samboðnum up i íslenskra samkeþpni um hönnun hátíðarbúnings. Þann 5. júní 1994 voru úrslit birt og fyrir vahnu varð búningur Kristins Steinars Sigríoarsonar hönnuðar í Banaaríkiunum sem m.a. hefur getið sér irægðar fyrir að hanna dragt á forsetafrúna núverandi, iilary Chnton sem hún klæddist þegar forsetinn sór embættiseið. framleiða hann og færst hefur í vöxt að íslenskir Karlmenn óski eftir að klæðast búningnum á tyllidögum, svo sem 17. júní, 1. desember, skólaútskrirtum, opinberum athöfnum hérlendis og erlendis og við öh önnur hátíðleg tækifæri. Jakkaföt m/vesti 32.900,- Skyrta og bindi 6.500,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.