Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HM I HANDKNATTLEIK Morgunblaðið/RAX Úrslítalið á kunnum stað Frakkar og Króatar berjast um gullið FRAKKAR og Króatar gátu ekki leynt gleði sinni þegar fyrir lá að þeirra var að leika um gullið á Heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik. Leikmenn þjóðanna þekkja margir af eigin raun um hvað málið snýst, hafa verið i eld- línunni áður. Frakkar ætluðu sér stóra hluti og samfara uppbyggingu hand- boltans hafa þeir lagt baráttunni gegn eyðni Iið. Þeir auglýsa bar- áttuna á búningum sínum og láta sitt af hendi rakna til aðstoðar gegn sjúkdómnum en á myndinni til hliðar heilsar Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðismájaráðherra upp á leikmennina. Á neðri mynd- inni fagna Króatar úrslitasætinu en í dag skýrist hvor þjóðin hlýtur gullið. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Frakkland og Króatía leika til úrslita í heimsmeistarakeppn- inni í handknattleik og hefst viður- eignin í Laugardalshöll klukkan 15 í dag, sunnudag, en klukkan 12.30 leika Svíþjóð og Þýskaland um bronsið. Mikill uppgangur hefur verið í frönskum handknattleik síðan Frakkar höfðu betur gegn Islend- ingum í keppni um níunda sætið á HM í Tékkoslóvakíu 1990. Þeir urðu í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 og léku til úrslita í Heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð 1993 en töpuðu þá fyrir Rússum. Þegar Júgóslavía var og hét átti þjóðin lengi eitt besta handknatt- leikslið heims. Júgóslavía varð Ólympíumeistari í Los Angeles 1984 og heimsmeistari í Sviss 1986, í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í Seoul í Suður-Kóreu 1988 og í fjórða sæti á HM í Tékkoslóvakíu. Á þessum árum léku Króatar stórt hlutverk í landsliði Júgóslavíu og síðan Króatía varð sjálfstætt ríki hefur uppbygging handboltans ver- ið hröð. Króatar töpuðu með tveim- ur mörkum fyir Svíum í undanúr- slitum Evrópumóts landsliða í Port- úgal i fyrra en sigruðu Evrópu- meistarana með þriggja marka mun í undanúrslitum HM að þessu sinni. Maximov þjálfari Rússa gagnrýnir dómgæslu og val á dómurum HM: VINTERSPORT Shops for Winners Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson VLAOÍMÍR Maximov, þjálfarl rússneska landsliðslns, er óánægAur með dómgæslu og val á dómurum á HM. Dómarar langt á eftir leikmönnum „ÉG held að dómarar hafi dreg- ist langt aftur úr leikmönnum hvað varðar getu. Margir dóm- ar í heimsmeistarakeppninni hafa verið mjög umdeildirog ég held að íþróttin okkar, hand- knattleikurinn, þurfi á endur- skipulagningu að halda,“ sagði þjálfari rússneska landsliðsins Vladímír Maximov á btaða- mannafundi sem haldin var eft- ir leik Rússlands og Sviss. Maximov sagðist mjög ósáttur yfir því hvernig staðið var að vali dómara fyrir heimsmeistara- keppnina. „Ég held að næst þegar dómarar verða valdir á stórmót þá eigi ekki aðeins að styðjast við val dómaranefndarinnar heldur eigi þjálfarar bestu liðanna á Evrópu- og heimsmeistaramótum einnig að vera með í ráðum. Margir dómar á þessu móti hafa verið mjög umdeild- ir og ég held að það ætti að fá þjálf- ara til að nefna fimm til sex dóm- arapör sem hæf væru til að dæma í svona keppni. Ég held að það sé alveg augljóst að við getum ekki valið dómara á næsta stórmót án þátttöku Alþjóðlegu þjálfaranefnd- arinnar. Við verðum einnig að forð- ast að eftirlitsmenn séu frá sama landi og dómarar og keppnisliðin. Þessi vandamál tengd dómgæslu eru þau mest aðkallandi og þau verðum við að leysa til að geta gert handknattleikinn að ennþá betri íþrótt,“ sagði Maximov. Miklar framfarir Maximov sagði einnig að margt jákvætt hefði komið fram á heims- meistaramótinu og nefndi uppgang þjóða utan Evrópu. „Við sjáum lið eins og Túnis og Alsír sem leika mjög hreyfanlega vörn og ég held að það sé betra fyrir handknattleik- inn að hafa sem mesta fjölbreytni. Það hefur komið mér á óvart hvað lið frá Afríku og Asíu hafa sýnt miklar framfarir en auk þess eru fjölmörg önnur lið tæknilega sterk- ari en þau voru á heimsmeistara- keppninni í Svíþjóð 1992,“ sagði þjálfarinn. Aðspurður um kærumálið þar sem Rússar kærðu framkvæmd leiksins við Þjóðvetja og lyktir þess sagði Maximov: „Við höfum fengið pappíra um að kæran hafi átt rétt á sér, gjaldið sem við lögðum fram til þess að fá að leggja inn kæru var endurgreitt. Hins vegar var okkur sagt að búa okkur undir að keppa við Þjóðverjana — á næsta móti.“ Þjálfari Sviss var einnig gagn- rýninn á dómgæslu HM, sagði að það væri erfitt að vera varnarmað- ur, lítið samræmi væri í dómum og það sem væri ekki leyft í einum leik væri leyft í öðrum og fastmót- aðra reglna væri því þörf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.