Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 1
V SUNNUDAGUR SUNNUDAGUR 21.MAÍ1995 IMtfrgmtÞIattfe BLAÐ B Vegalengdin til Norðurpólsins frá næstu strönd, á norðurhluta Ellesmere- eyju í Kanada er um 900 kílómetrgr; nær endalaus hafísbreiða. Yfir hana fóru menn fyrstir á pólinn, fótgang- andi, og enn þann dag í dag leggja ævintýraþyrstir menn þetta 50 til 70 daga erfiði á sig. En tæknin hefur líka auðveldað pólferðir. Kafbátar, ísbrjót- ar, vélsleðar og flugvébr geta komið fólki með mun minni fyrirhöfn upp ó „þakmæni veraldarinnar" í skipulögðum almennum leiðöngrum. Ari Trausti Guémundsson og Ragnar Th Sigurdsson, Ijósmyndari, náðu Norðurpólnum í byrjun apríl í slíkri ferð, fyrstir Islendinga. FYRIR tæpum 90 árum stóðu menn í fyrsta sinni á þakmæni jarðar; á norðurpóln- um þar sem snúningsöxull jarðar á sinn bólstað. Banda- ríkjamaðurinn Robert Peary og fámennur hópur samferða- manna hans notaði sólhæðar- mæli, sextant, til þess að sannfæra sig og heiminn um að markinu væri náð, eftir óralanga göngu yfir hafísinn, um 900 kílómetra frá næstu strönd. Nú geta menn sem næst skotist þessa leið á vélf- arartækjum; rússneskur ís- brjótur ber þangað farþega og kanadískar skíðaflugvélar lenda þar með ferðalanga. Ferð sem áður stóð í marga mánuði má nú ljúka á einni til tveimur vikum. í stað sext- ants kemur GPS-gervitungla- staðsetning. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.