Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MAÍ1995 B 3 QAANAAQ á heimskautanóttunni. Tunglið glottir í 35 stiga frosti. Þar var þá 41. stiga frost úti en um 30 stiga hiti inni í litlu húsunum; og kraum- andi steik í ofninum hjá Leo og Betty. Þarna beið líka eldsneytisflugvélin með áhöfn. Sjálfur norðurpóllinn er rúmlega 1.000 km í norður frá Hazen- vatni. Þar er reginút- haf, um 3.000 metra djúpt, en 1-3 metra þykkur hafís víða yfir, sums staðar vakir, sums staðar svartur, þunnur ís og sums staðar 2-8 metra háir íshryggir. ísinn hreyfist allhratt með straumum og fyrir vindi og hvergi sést til lands utan af pólsvæðinu. Við kviðum ekki ferðinni en þótti hún óneitanlega bundin nokkurri óvissu. A meðan við flugum þangað strituðu tveir Pólveijar á skíðum við að draga sleða alla leið norð- ur á pól og langt á eftir þeim barðist Skoti nokkur aleinn við sinn sleða á sömu leið; þetta er 50-70 daga dauðans púl. Eftir endurkomuna til Resolute og við- skilnað við þá sem sluppu úr eldsvoðan- um bárum við bækur okkar saman og ræddum við Bezal og Terry um framhaldið. Afráðið var að fara til Qa- anaaq í Norður-Grænlandi (Thule), til Grise Fiord, nyrstu byggðar í Kanada (138 íbúar á 212.000 fer- kílómetrum Ellesmere-eyju!) og loks til Beechey-eyju. Þar mátti skoða menjar um vetr- arseturstað leiðangurs sir Johns Franklin, sem leitaði norðvesturleiðarinnar 1845. Allt gekk þetta eftir í besta veðri, í fylgd byssumanns vegna hvítabjarnanna. Hundasleðaferð í Græn- landi út á hafísinn, milli borgarísjakanna, og vél- sleðaferð á fornar veiðislóðir inúíta í Grise Fiord sáu okk- ur Ragnari fyrir svolitlu JÖKULBREIÐUR og fjöll á miðbiki Ellesmere-eyju. Hún er rúmlega tvisvar sinnum stærri en ísland og þar búa um 140 manns í einni byggð: Grise Fiord. TWIN Otter-flugvélarnar úti á hafísnum á 87. breiddargráðu við eldsneytistöku. TVEIR góðir. Ragnar Th. Sigurðsson (skeggjað- ur) og kornungur sleðahundur í Qaanaaq. myndefni. Filmur fengum við gefnar og gátum keypt fáeinar á Grænlandi. Við eigruðum um 500 manna þorpið í Qaanaaq um nótt, hlustuðum á þögnina, á hundgána og brakið í ísnum á flóðinu. Við horfðum á sól og tungl í einu í sömu átt og fundum kuldann læðast upp eftir líkamanum, þrátt fyrir prýðileg fötin, þar sem við stóðum lengi úti á ísnum, grafkyrrir við að taka næturmyndir á tíma í hálf- rökkrinu. í Grise Fiord sýndi Piijamini-fjölskyldan okkur stolt 2000 ára gamlar bjarna- og refagildrur og þar hittum við hann Oodlateetah Iqaluk sem hafði veitt 12 hvítabirni og langaði að vita sem mest um ísland. Hánorðrið er furðu- lega töfrandi, þrátt fyrir kuldann, skort á björtum litum og gróðurleysið á vetrarland- inu. Hin hvíta auðn, sem er þó alls ekki lífvana, er heim- kynni fólks sem hefur lært að komast þar af og þar er allmargt dýra. Á sumrin er þarna víða fallegur heim- skautagróður, ríkulegt fuglalíf og öll vötn eru full af bleikju. Heimafólk er gestrisið og lífsglatt þrátt fyrir erfiðleika sem það hef- ur lent í vegna misviturra aðkomumanna. Þeir hafa flutt til frumbyggjanna með valdboði eða ýtni, skemmt umhverfi, kynnt ósiði og oft komið í veg fyrir að frum- byggjarnir hafi sitt að segja um eigin málefni. Nú stefnir í að mörg fyrri mistaka verði leiðrétt og ef til vill geta inúítar verið bjartsýnir á framtíðina og kennt okkur hinum sitthvað nýtilegt, m.a. um nýtingu auðlinda. Pólsvæðin eru með afskekktustu svæð- um á jörðinni. Við Ragnar Th. komum vart alveg samir menn að norðan, þótt við færum um eins konar bakdyr að pólnum miðað við fyrri tíðar könnuði og hörðustu berserki sem ganga alla leið. Okkur lang- ar að miðla fróðleik og hug- hrifum til landans. Sá var enda tilgangur ferðarinnar, auk þess að ná fyrstir íslend- inga á pólinn. Þann 18. júní verður væntanlega sýndur sjónvarpsþáttur um ferðina, á Stöð 2, við höldum a.m.k. einn fyrirlestur á Akureyri í lok maí og annan í Reykja- vík síðar og Námsgagna- stofnun fær að gjöf efni. Fjölmörg fyrirtæki og ein- staklingar gerðu okkur kleift að fara norður úr og kunnum við bestu þakkir fyrir: Morgunblaðið, VISA- ísland, VÍS, Lýsi, MAX, Stöð 2, Skátabúðin, GYM80, Jap- is, Útilíf, Hans Petersen, StiIIing, Saga film, Spari- sjóðirnir, Radíóbúðin, Skó- stofan Dunhaga, Mjallarföt og Rannveig Haraldsdóttir, að ógleymdum þolinmóðum fjölskyldum okkar. FASTEIGMIR Á SPÁMI Verð frá ísl. kr. 1.500.000 Glæsilegt úrval, við strönd eða fjær, eftir óskum. ÁBYRGIR AÐILAR í ÁRATUGI I ■ ■ l umboðið á íslandi, sími 554 4365. 9árá íslandi Fjöldi einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja eiga nú íbúðir/raðhús/ein- býlishús frá þessu trausta fyrirtæki. Mánaðarlegar skoðunarferðir. Vinsamlegast léitið upplýsinga og fáið myndabækling. i HUSASJVIIÐJAN Skútuvogi 16\ Reykjavik Helluhrauni 16,'Hafnarfiiði BMF. Örugg festing með ábyrgð. íSlENSKA AUGLÝSINGASTOFAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.