Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ í SKÝRSLU sem unnin var af bandarísku ráðgjafarfyrirtæki á vegrim Sameinuðu þjóðanna 1972, var bent á mikla möguleika íslands í heilsuferðaþjónustu. Þar voru m.a. gerð frumdrög að heilsuhóteli í Krísuvík, sem skyldi likjast eldfjalli að útliti. Leiðarmið inn í 21. öldina Á síðustu tveimur til þremur ára- tugum höfum við veríð að færast frá hinni grófu tækniöld inn í hina fínlegu og margslungnu upplýs- ingaöld framtíðarínnar, segja þeir Trausti Valsson og Albert Jónsson í viðtali við Agústínu Jónsdóttur, sem ræddi við þá í tilefni af út- gáfu nýrrar bókar, Við aldahvörf. Trausti Valsson Albert Jónsson FTIR tæp fimm ár gengur ný öld og nýtt árþúsund í garð. 4 Þetta, ásamt því að ýmsar umbyltingar hafa orðið í heimsmálunum á undanfömum árum, gerir það eðlilegt að reynt er nú að varpa ljósi á stöðu íslands í breyttum heimi. Slík vinna getur hjálpað okkur að finna leiðarmið fyr- ir stefnu okkar inn í 21. öldina. Síð- astliðinn vetur ákváðu Trausti Vals- son og Albert Jónsson að hefja ritun bókar um þetta málefni. Er hún nú komin út hjá Fjölvaútgáfunni og nefnist Við aldahvörf. Albert er deildarstjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu og kennir al- þjóðastjórnmál í félagsvísindadeild í Háskóla íslands en Trausti kennir skipulags- og umhverfismál í verk- fræðideild Háskóla íslands. Hann er formaður umhverfis- og byggingar- verkfræðiskorar deildarinnar. Ríkisstjómin samþykkti sl. vor að veita þeim styrk til að skrifa bókina. Eitt af því sem vekur athygli við lestur hennar er fjöldi skýringar- mynda en gerð þeirra var einkum í verkahring Trausta. Bókinni er skipt í þijá meginhluta. í upphafi er fjallað um nýja þróun í heiminum, umskipti í alþjóðamálum, utanríkisviðskipti, umhverfísmál, tækni og þekkingarumhverfí og menningarþætti í þróun þjóðmála. I öðrum hluta em landakort sem sýna m.a. breytingar í byggðaþróun heimsins og hina nýju Evrópu í mót- un. í þriðja hluta er fjallað um stöðu íslands og í nýrri heimsmynd, breyt- ingar á byggðamynstri landsins og birt mat á leiðum til framtíðar. Hlutverkaskipti kynjanna Trausti er spurður álits á félags- og umhverfískreppu þeirri sem heim- urinn á í og um þá nýju menningar- stefnu, sem hugsanlega gæti orðið til úrbóta og sem í mörgu einkenmst af kvengildum eins og næmleika, umhyggju ogtillitssemi. Kemurgróf- leiki karlgildanna tii með að víkja fyrir mýkri gildum? Hann svarar, „íslenska þjóðfélagið og atvinnuhættir hér á landi hafa löngum einkennst af veiðimennsku og grófum útistörfum og því er eðli- legt að karlgildin hafí mjög sett mark sitt á þjóðfélagið. í nútímanum einkennast störf hins vegar sífellt meira af fínleika þannig að kvengild- in verða að vera virkari. Þetta er núna almennt að gerast í heiminum með breytingunni frá frumtækniöld til upplýsingaaldar. Ég tel að allt þjóðfélagið, bæði karlar og konur, þurfi að taka þátt í þessari starfsháttabreytingu. Kvennalistinn gegndi héma ákveðnu brautryðjendahlutverki. Hann ætti þó að gæta þess að vera ekki aðeins rödd varúðar og kvengilda, heldur líka axla ábyrgðina þegar kemur að því að sækja djarflega fram á við og skapa ný tækifæri." Að sporna við siðblindu I bókinni kemur fram, í kaflanum um menningarmál, að einstaklingar séu að missa tengslin við þjóðfélagið og skynji minna ábyrgð sína og mannlegar skyldur en áður var. Einnig að hnignun eða niðurrif trúar- bragða leiði af sér siðblindu. Það er skoðun margra að hnignun trúarbragða sé eitt af því sem orsak- að hefur minni ábyrgðartilfínningu t.d. gagnvart samfélaginu eða um- hverfínu, og að skortur á ábyrgð hafi leitt til ýmissa mikilla vanda- mála á þessum sviðum. Hins vegar virðast þessi vandamál núna verða hvati til endurreisnar siðferðilegra gilda, segir Trausti og bætir svo við hvaða úrbætur hann sjái til að sporna við þessari þróun. „Kennsla í um- hverfismálum er góð leið til að sýna hvernig óábyrg afstaða getur leitt til mikiila vandamála og áhugi á sið- fræði og kennsla í henni hefur stór- lega aukist að minnsta kosti á há- skólastigi." Nú á tímum þegar mikið er talað um að þjóðir þurfí að breyta menningu sinni í anda umhverfísvemdar svo að sú afstaða verði eðlilegur hluti af iífí fólks, þá er spurt hvar erum við hér stödd í þróuninni í sambandi við aðra áhrifaþætti á sviði alþjóðamálanna? Albert Jónsson telur einna athygl- isverðast í sambandi við umhverfís- málin, að þau eru orðin eitt af fjórum meginsviðum alþjóðamála. Hin þijú eru: hefðbundin öryggismái, við- skiptamái og málefni þróunarríkja. En ólíkt þeim segir hann umhverfís- málin ekki snúast um stefnu eða hegðan ríkisstjóma heldur um dag- legt starf fólks. Þau snúast einnig um pólitík og ýmsar pólitískar hindr- anir sem séu í vegi umhverfísvemdar á alþjóðavettvangi. Hindranir sem snúist flestar í raun á einn eða ann- an hátt um hvernig eigi að skipta byrðum af umhverfisvemd á milli iðnríkja og þróunarríkja. Hann segir, „ísland er ekki tæknivætt land að sama skapi og iðnríkin og því ósann- gjöm krafa að við verðum að tak- marka t.d. stóriðju af umhverfisá- stæðum. Við eigum hér sanngimiskr- öfu líkt og þróunarríkin og rekum auk þess okkar stóriðju með hreinni orku. Umhverfísvemd mun auk þessa í framtíðinni vekja upp við- kvæma pólitíska spumingu um yfir- ríkjavald á kostnað fullveldis ríkja. Á alþjóðavettvangi snýst umhverfís- vernd því einkum um hvernig eigi að dreifa byrðum og hvemig að tryggja eigi framkvæmdavald." e Menning og lífsgildi Albert og Trausti færa að því rök í bók sinni að menning sé að verða einn af mikilvægustu þáttum sem sam- félag framtíðarinnar muni byggja á. Trausti segir, „Ég held að við höfum gert of lítið af því að byggja upp menningaraðstöðu þannig að hún nýttist bæði fyrir okkur sjálf og eins sem fjárfesting sem hjálpar okk- ur að draga að fleiri menntaða og fjársterka ferðamenn, slíkir vinir ís- lenskrar menningar geta reynst okkur haukar í hom. Einnig finnst mér að við dreifum menningarstofnunum of víða t.d. í Reykjavík en sköpun tengds menningarsvæðis (Cultural District) myndi hins vegar auka mjög virkni menningarstofnananna". Trausti, hvernig telur þú að við Isiendingar getum aukið menningar- framboð t.d. með hinum forna menn- ingararfi okkar? „Hér á landi er þegar hafíð merki- legt starf á þessu sviði s.s. uppbygg- ingin í Skálholti sem leitt hefur til merkilegs starfs í fomum kirkjulegum listum. Einnig má nefna byggingu nýrrar kirkju og Snorrastofu í Reyk- holti sem mun leiða til ráðstefnuhalds o.fl. í tengslum við ritstörf Snorra Sturlusonar og annarra Sturlunga." Ef við lítum svo á að ísland sé eins konar verndunarstaður fyrir rætur germanskrar menningar, get- um við þá eflt tengsi við þær rætur? „Áður en nasisminn kom óorði á germanska og norræna menningu í Hitlers-Þýskalandi var mikil virðing borin fyrir þessari menningu og nut- um við íslendingar þess mjög og nú er áhuginn á þessari fornmenningu og þar með íslenskri menningu að aukast á ný og eiga t.d. íslenskir listamenn orðið mjög gott með að koma verkum sínum á framfæri í Þýskalandi og mörgum öðrum lönd- um Evrópu. Þessi góðu tengsl eru sérstaklega mikilvæg því það stefnir í að Þjóðvetjar og nágrannar þeirra verði mjög ráðandi í Evrópu framtíð- arinnar," segir Trausti. Staða í breyttum heimi Albert, hver er staða íslands í breyttum heimi? Erum við að ein- angrast vegna þess að við höfum ekki gengið í Evrópusambandið? „Nei, það erum við ekki að gera. Hagsmunir okkar í ESB eru vissu- lega mjög miklir vegna þess að þar er langstærsti útflutningsmarkaður okkar. Þar höfum við einnig mikil- væga hagsmuni sem lúta að öryggis- málum, umhverfísmálum, menningu og tæknisamstarfí. ESB á rætur annars vegar í hörmungarsögu Evr- ópu á þessari öld. Hins vegar er samrunaþróunin í ESB byggð á þeirri hugsun að ríki geti betur gætt ýmissa veigamikilla hagsmuna með slíkri samvinnu í heimi sem einkennist sí- fellt meira af því að ríki eru hvert öðru háð. Vandamálið fyrir okkur, þegar kemur að spurningunni um aðild að ESB, er sjávarútvegsmálin." Hvernig þurfum við að líta á þau mál? „Við verðum að reka sjávarútveg- inn sem hver önnur viðskipti. Hjá okkur verður hann að standa undir sér og því er hann rekinn öðru vísi hér en hjá ESB-ríkjunum, en það er skiljanlegt þar sem sjávarútvegur er aðeins örlítill hluti af þjóðartekjum þeirra. Þetta þýðir að við höfum lít- inn sem engan ávinning af samruna- þróuninni í ESB þegar sjávarútvegs- mál eru annars vegar. Þetta er stærsta hindrunin í vegi aðildar okk- ar að Evrópusambandinu. Aðild að ESB er auðvitað ekki útilokuð í fram- tíðinni. Forræði okkar í sjávarútvegs- málum er hins vegar skilyrði fyrir aðild að sambandinu og heildarmynd- in er óskýr á meðan við höfum enga vísbendingu um að gengið yrði að kröfum okkar í sjávarútvegsmálum." En þýðir þetta ekki að efvið stönd- um utan ESB munum við einangrast sem smáríki? „Nei, alls ekki. Við höfum sterk- ari stöðu en önnur ríki utan Evrópu- sambands vegna þess að við höfum EES-samninginn. Hins vegar - vegna þess að Evrópusambandið tek- \ur breytingum í tímans rás, sem og þarfír okkar - þá þurfum við þrátt fyrir EES-samninginn að standa vörð um hagsmuni okkar í Evrópu. Aðild að Evrópusambandinu gæti auðveld- að það með ýmsum hætti en við höfum aðrar leiðir og það er t.d. að rækta sambandið við Evrópu og ESB í gegnum norrænt samstarf þar sem við eigum nána, reglubundna og formlega samvinnu við þijú ESB- ríki, Danmörku, Svíþjóð og Finnland. Ennfremur getum við ræktað sam- bandið við Evrópu í gegnum aðildina að NATO, aukaaðild okkar að Vestur- Evrópusambandinu sem og ýmsar aðrar stofnanir sem sinna Evrópumál- efnum og svo eigum við í nánum tví- hliða samskiptum við mörg ESB-ríki. Engar brýnar ástæður kalla því á skjóta aðildarumsókn að ESB. Málum er líka þannig háttað að ESB-ríkin verða upptekin við það næstu árin að skoða og styrkja innviði sambandsins og munu vart taka inn ný aðildarríki fyrr en um aldamótin," segir Albert. Skipuleg hönnun og markaðssetning Trausti svarar því hvort að nú þegar sé runnin upp ný upplýsinga- öld með aliri sinni þekkingartækni? „Á síðustu tveimur til þremur ára- tugum höfum við verið að færast frá hinni grófu tækniöld inn í hina fín- legu og margslungnu upplýsingaöld framtíðarinnar. Þetta er einhver mesta þjóðfélagsbylting sem yfír ís- lenskt þjóðfélag hefur gengið. Mikil- vægt er að skólar, atvinnulíf og stjórnmálamenn átti sig vel á þessu og geri þær ráðstafanir sem nauð- synlegar eru til að við komumst vel út úr þessu mikla breytingarskeiði.“ Eitt af meginatriðunum í sam- bandi við þessa sókn fram á við er hönnun, vegna þess að með bættri og skipulagðri hönnun og markaðs- setningu er hægt að auka verðmæti framleiðslunnar. Trausti útskýrir þetta nánar og segir, „Lykilatriðið er að laga hana betur að þörfum neytendanna. Hér hjálpar upplýsingatæknin, bæði með því að veita nákvæmar og hraðar upplýsingar um þarfirnar, sem og með því að stýra t.d. fiskvinnsluvél- um til að svara séróskum neytend-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.